Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 33 FRÉTTIR Nýi öku- skólinn að hefja annað starfsár sitt UM ÞESSAR mundir er Nýi öku- skólinn að hefja sitt annað starfs- ár. Skólinn er í húsnæði flutninga- fyrirtækisins E.T. í Klettagörðum 11 og er staðsetning skólans einkar heppileg með tilliti til allrar verk- legrar kennslu og sýnikennslu. Fyr- irtækið hefur yfir að ráða fullkomn- ustu flutningabílum sem völ er á, dráttarbílum og tengi- og festivögn- um, þar á meðal sérútbúnum vögn- um til flutninga á gámum, segir í frétt-frá Nýja ökuskólanum. Markmið ökuskólans er að veita öllum sem áhuga hafa á akstri og meðferð stórra ökutækja af öllum gerðum, jafnt til fólks- og vöru- flutninga, lifandi fræðslu um þetta efni, fræðslu sem byggist á verk- legri sem bóklegri kennslu, þar sem nemendur eru í beinu sambandi við það efni sem um er rætt hverju sinni. Öll aðstaða fyrir nemendur er eins og best verður á kosið og mik- ið er lagt upp úr verklegri reynslu. Allir kennarar eru fagmenntaðir og með mikla reynslu í kennslu á nám- skeiðum til undirbúnings réttinda í akstri og meðferð ökutækja af öll- um stærðum og gerðum. Fyrsta námskeið vetrarins hefst þann 15. sept. og verður sú ný- breytni tekin upp að eingöngu er kennt á föstudagskvöldum, laugar- dögum og sunnudögum og tekur námskeiðið fjórar helgar. Verð námskeiðsins er kl. 105.000 og hægt er að velja um mismunandi greiðsluform. ------♦ ♦ ♦----- Pajero- jeppa stolið MITSUBISHI Pajero-jeppa var stol- ið. af bílastæði við Stjörnubíó á föstudagskvöld, 25. ágúst, milli kl. 21 og 23. Bíllinn, sem er styttri útgáfan af Pajero, ber númerið R-80357 og er hvítur, með rauðum röndum á hliðum. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögréglunnar í Reykjavík. Ur dagbók Lögreglunnar Talsverð ölvun en lítið um pústra UM HELGINA var tilkynnt um 37 innbrot til lögreglunnar. Lögreglu- menn kærðu 113 ökumenn fyrir að aka of hratt og 18 ökumenn og farþegar voru kærðir fyrir að nota ekki bílbelti. Skráð eru 54 umferð- aróhöpp eftir helgina og 60 sinnum þurftu lögreglumenn að hafa af- skipti af fólki vegna kvartana um hávaða og ónæði utan dyra sem innan. Um 500 manns voru í miðborg- inni aðfaranótt laugardags, flestir á aldrinum 16-25 ára. Lögreglu- menn þurftu að handtaka 17 ein- staklinga, aðallega vegna ölvunar og ósæmilegrar háttsemi. Af þeim voru 8 vistaðir í fangageymslunum. Þá þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af 15 unglingum yngri en 16 ára, en af þeim voru 5 færðir í unglingaathvarfið þangað sem þeir voru sóttir af foreldrum sínum. Óboðinn gestur í stofunni Þegar maður fór að huga að mannlausri íbúð við Flókagötu síð- degis á sunnudag sá hann ókunn- ugan mann standa þar inni í stofu. Umsjónarmaðurinn hljóp eftir að- stoð, en hinn óboðni lét sig þá hverfa á brott. Góð lýsing lá fyrir af innbrotsþjófnum. Lögreglumenn handtóku mann þar skammt frá skömmu síðar og var sá færður í fangageymslur. Um miðjan dag á laugardag var tilkynnt um eld í þvottaherbergi í kjallara húss við Samtún. Slökkvi- starf gekk greiðlega. Svo virðist sem kviknað hafi út frá rafmagni. Innstunga fyrir þurrkara hafði sviðnað svo og veggurinn á bak við tækið. Eldurinn hafði náð að festa sig í sængurfatnað, sem þar var, með fyrrgreindum afleiðing- um. Aðfaranótt laugardags veittu lögreglumenn í miðborginni athygli tveimur ungum mönnum þar sem þeir voru að gera sig líklega til neyslu fíkniefna. Þeir voru hand- teknir og færðir á lögreglustöðina. í fórum þeirra fannst svolítið af ætluðu amfetamíni. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um að þrír unglingar væru að reyna að bijótast inn í bíla í Tanga- hverfí. Lögreglumenn náðu til drengjanna áður en þeim tókst ætlunarverk sitt, tóku af þeim skýrslu og að því loknu var þeim ekið í foreldrahús. Fyrr um kvöldið höfðu lögreglumenn handtekið tvo pilta í Hlíðahverfí eftir að þeir höfðu reynt að bijótast þar inn í bfla. 17% fórnarlömb afbrota í framhaldi af fundum með íbú- um vesturbæjar í maí sl. sendi lög- reglan í Reykjavík út spurninga- lista til u.þ.b. 900 íbúa svæðisins varðandi afbrot og löggæslu. Rúm- lega 300 brugðust vel við og sendu inn svör. Helstu niðurstöður eru þær að mjög hátt hlutfall afbrota virðist tilkynnt til lögreglu. Tæplega 17% svarenda töldu sig hafa orðið fóm- arlömb afbrota af einhveiju tagi sl. ár. íbúar í Gijótaþorpi telja sig helst verða fyrir hávaða og óþæg- indum að kvöld og næturlagi, en friðurinn virðist vera hvað mestur á Seltjamamesi. Um 73% svarenda vildu auka þjónustu lögreglu við hverfið, s.s. lögreglumenn sem þeir þekkja og treysta og geta leitað beint til ef á þarf að halda og tæplega 77% voru tilbúin að leggja lögreglunni lið við að beijast gegn afbrotum. Niðurstöðumar styðja fyrirliggj- andi vitneskju lögreglu um tíðni afbrota sem og vilja fólks um auk- ið og nánara samstarf við lögreglu, en grenndarlöggæslunni og ná- grannavörslunni er einmitt ætlað að mæta áhuga almennings í þeim efnum. Viðbúnaður vegna skólabarna Lögreglumenn um land allt munu leggja áherslu á að reyna að draga úr líkum á slysum á skóla- börnum nú þegar skólamir eru að hefja störf að nýju eftir sumarfrí. Ökumenn eru beðnir um að aka varlega í nágrenni við skóla eða þar sem vænta má umferðar skóla- bama. Foreldrar eru beðnir um að fylgja bömum sínum fyrstu dagana í skólann, velja með þeim örugg- ustu leiðina og tíunda fyrir þeim hvað ber að varast á leiðinni. Börn- in eru hvött til að sýna varkámi í hvívetna. Morgunblaðið/Kristinn GAUTI Grétarsson sjúkraþjálfari sýnir möguleika nýja styrk- mælinga- og æfingatækisins. Nýir kostir í sjúkraþjálfun NÝTT styrkmælinga- og æfinga- tæki hefur verið tekið í notkun í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Með tækinu sem heitir KIN COM er mögulegt að mæla og þjálfa vöðva- styrk um alla stóra útlimaliði sem og beygju og réttu í bol líkamans. Hægt er að velja um fjölmörg æfingakerfi, m.a. til að æfa svo- kallaða „ísókínetska" hreyfingu en þá er viðnámið sem tækið veitir í samræmi við styrk vöðvans sem verið er að æfa á sérhveijum stað í hreyfiferlinum. 30-40 þúsund bæk- ur á haustmarkaði Bókavörðunnar H AU STM ARKAÐUR Bókavörð- unnar hefst í dag, þriðjudag. Þar verða til sölu allar tegundir bóka, tímarita, blaða, smáprent, íslenzk- ar bækur og erlendar, innbundnar og óbundnar, það verða héraða- sögur, ættfræðirit, gamlar guð- fræðibækur, tímarit og ritraðir, íslenzkar ævisögur, íslenzk og norræn fræði, saga íslands og heimsins, náttúrufræði heimspeki, sálarfræði, félagsfræði, uppeldis- fræði, guðspeki, spíritismi, kom- múnismi og sósíalismi og hægri stefnur ýmsar, íslenzkar skáldsög- ur og ljóð og leikrit, guðfræðirit og önnur trúmál, blandaðar fag- bókmenntir, og þ.á m. frístunda- iðja, bridge, skák, siglingar, at- vinnuvegir og hagsaga og ótal önnur efni, auk afþreyingar af öllu tagi, vasabrotsbækur ísl. og erlendar. Úrvalið á markaðnum er milli 30 og 40 þúsund bækur, í búðinni eru allar bækur á 50% af venju- legu verði, en á markaðsloftinu eru allar bækur á 100 kr., hvort sem það eru íslenzk úrvalsrit eða erlend undirstöðurit. Tímarit og blöð eru á kr. 50 stk. Þessi markaður mun st-anda 10-15 daga eftir efnum og ástæð- um. VERSLUNIN Virka heldur kynningu á því sem kennt verður á námskeiðum fyrirtækisins. Námskeið í bútasaumnum VERSLUNIN Virka heldur kynn- ingu miðvikudagskvöldið 30. ágúst kl. 20 á því sem kennt verður á námskeiðum fyrirtækisins í Mörk- inni 3 í vetur. Fólk getur þá kom- ið og séð hlutina sem kenndir verða. í vetur verður meðal annars í bútasaumnum teppanámskeið fyrir byijendur og annað í skurðartækni fyrir lengra komná. Þá verða nám- skeið í veggteppagerð, dúkku- saum, . jólateppum, jólasokkum, jóladúkum, jólasveinapörum o.fl. Þjóðvaki vill breytt vinnu- brögð í útvarpsráði ÞINGFLOKKUR Þjóðvaka telur að afleggja eigi þau vinnubrögð að hið pólitískt kjörna útvarpsráð gefi umsagnir um ráðningar einstakra undirmanna á fréttastofu og dag- skrárdeildum, segir í fréttatilkynn- ingu frá þingflokki Þjóðvaka. Þessi skipan mála ógnar sjálf- stæði frétta- og dagskrárgerðar- manna og stenst ekki nútíma- vinnubrögð við fjölmiðlun, þar sem sjálfsagt er að slíkar ráðningar séu á ábyrgð yfirmanna hverrar deild- ar, sem síðan standi og falli með verkum sínum, þar á meðal ráðn- ingum af þessu tagi. Þingflokkurinn telur að gefnu tilefni að ákvæði 21. greinar um þessar umsagnir sé eitt af því sem þurfi að breyta hið fyrsta í núgild- andi lögum um Ríkisútvarpið. SHICi auglýsingar Halla Sigurgeirsdóttir, andiegur læknir og miðiil Miðlun. Komist að rót sjúkdóma. Sjálfsuppbygging. Árukort, 2 gerðir. Sími 554 3364. Gídeonfélagið á íslandi 50 ára Opin hátíðarsamkoma vegna 50 ára afmælis Gídeonfélagsins á íslandi verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 30. ágúst, kl. 20.30 í aöalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavik. Ávörp flytja m.a. sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, og hr. Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra. Boðið verður upp á veitingar aö lokinni samkomunni. Allir velkomnir. Landssamband Gídeonfélgaga á íslandi. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustrætí 2 Útsala í Flóamarkaðsbúðinni, Garðastræti 6, þessa viku. Opið þriöjud., fimmtud. og föstud. kl. 13-18. itkfi jjE Hallveigarstig 1 « simi 561 4330 Dagsferð sunnud. 3. sept. Kl. 08.00 Selgil - Gígjökull. Valin leið úr Þórsmerkur- göngunni 1990. Brottför i ferðirnar frá BSÍ, bensínsölu. Miðar við rútu. Helgarferðir 1 .-3. sept. Fimmvörðuháls 2.-3. sept. Full bókaö er í ferðina. Miðar óskast sóttir. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofu Útivistar, Hallveigarstíg 1. Útivist. 34. leikvika, 26-.27. ágúst 1995 Á’r. Lcikur:_____________Röðin: 1. Dcgcrfors - Djurgárden - X - 2. Hclsingbrg - Orgrytc - - 2 3. Frölunda - Örcbro - - 2 4. Tottcnham - Liverpool - - 2 5. Coventry - Arscnal - X - 6. Lceds - Aston V. I - - 7. Middlcsbro - Chclsca 1 - - 8. Shcff. Wed - Ncwcastle - - 2 9. Everton - Southampton I - - 10. Bolton - Blackburn t - - 11. QPR-Man. City 1 - - 12. Notth For. - Wcst Ham - X - 13. Man. Utd. - Wimblcdon I - - llcildarvinningsupphæóin: 82 milljón krónur 13 réttir: | 3.643.370 | kr. 12 réttir: [_ 37.400 I kr. 11 réttir: 2.580 | kr. 10 réttir: 570 j kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.