Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 45
það er spurning MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 45 UNGLINGAR Finnst þér rigning- in góð? “Þetta er bara eins og í gamla daga...” -haustmarkaður Kolaportsins opinn virka daga kl. 12-18 “Þetta er bara eins og í gamla daga” varð einum fullorðnum viðskiptavini að orði á haustmarkaði Kolaportsins sem hófst nú um helgina. Örtröðin var mikil og seljendur glaðbeittir því mikið var verslað þessa fyrstu daga, en haustmarkaðurinn verður opinn alla daga tíl 17. september. Þjófstörtuðum “Segja má að við höfum þjófstart- að um helgina” segir Guðmundur hjá Kolaportinu. “Hinn eiginlegi haustmarkaður átti ekki að byrja fyrren ámánudeginumenþákomu inn ýmsir stórir aðilar með mikið úrval af haust og skólavöru. Nýjar vörur koma í hverri viku svo vöru- úrvalið mun aukast dag frá degi á meðan haustmarkaðurinn er opinn” Amerísk vöruveisla Stór söluaðili hefur flutt inn nokkra gáma frá Bandaríkjunum með miklu vöruúrvali svo sem hjónarúmum, sófasettum, fatnaði og ótal mörgu fleiru og kynnir þetta sem ameríska vöruveislu. Sá hinn sami vakti mikla athygli á vormarkaði Kolaportsins fyrir slíkan innflutning, en nú er vöru- úrvalið enn meira og töluvert frá- brugðnara. Nú leggur hann áherslu á vetrar og skólavörur svo sem NBAtöskur og vetrarjakka, "ekta" Levis 501 gallabuxur, Discuss Ath- letic jogginggalla og enginn á að vera svikinn af verðinu. Evrópsk gámaveisla Þá hefúr annar söluaðili flutt inn mörg hundruð vörutegundir af vandaðri merkjavöru og er þar að finna alltfrá handsápu upp í vetrar- frakka, að ógleymdu miidu úrvali af leikföngum. Brynjar Guðmundsson semstendur fyrir Gámaveislunni segir að verðið tali sínu máli og nú sé svo sannarlega rétta tækifærið að kaupa jólagjafirnar á “réttu verði”. Mikið vöruúrval “Þessir sérmarkaðir Kolaportsins njóta vaxandi vinsælda bæði hjá seljendum og gestum” segir Guðmundur. “Vöruúrvalið hefur aldrei verið meira, en auk amer- ísku vöruveislunnar og svonefndar gámaveislu má nefna meiriháttar geisladiskaútsölu, lagersölu á skóm og vefnaðarvöru, heildsölumarkað á verkfærum, lagerlosun á leikföngum og svo mættí lengi telja. Heppilegur opnunartími Haustmarkaðurinn er opinn alla daga vikunnar og tilvalið fyrir þá sem vilja losna við helgarösina að kíkja við á virkum dögum en þá er opið kl. 12-18. “Gestum gefst þá tækifæri til að versla í meiri róleg- heitum og eitt er vist að þarna er hægt að gera verulega góð kaup” sagði Guðmundur að lokum. Signý, 15 ára Já Kvikmynda- gerð kröfu- hartfag Guðrún, 15 ára Nei Inga, 15 ára Nei Svava, 14 ára Já Morgunblaðið/Rúnar Gunnlaugsson HRAFN Gunnlaugsson með nafna sínum. F |LESTIR hafa gaman af því að fara í bíó og sjá góða kvikmynd. Það þykir sér- stakur hvalreki ef íslensk kvik- mynd er frumsýnd. Einn af fræg- ustu kvik- myndaleik- stjórum okkar er Hrafn Gunnlaugs- son, mynd hans „Hin helgu vé“ var nýlega sýnd í ríkissjónvarpinu. Hrafn segir okkur hér frá ungl- ingsárum sínum. Ég held að ég hafi verið mjög rómantískur unglingur og dreymdi um að verða einhvers konar far- andskáld, nokkurs konar Byron, skáld á hvítum hesti, mér fannst það það rómantískasta sem til var. Ég held að fyrirmyndin hafi verið sótt í einhver berklaveik listaskáld sem meira og minna dóu ung með einhver gullkorn á vör. Að vísu voru hvorki ég né kunningjar mín- ir berklaveikir, þannig að hug- myndin stemmdi ekki alveg. Eg hafði mikinn áhuga á sprengiefni, þegar ég heyrði um daginn um einhveija pilta úr Keflavík sem höfði náð sér í sprengiefni eftir einhverjum bönnuðum krókaleið- um, og falið það undir rúmmi ömmu eins þeirra, þá hugsaði ég með mér að þetta hefði getað ver- ið frétt um mig hérna áður fyrr. Ég vann við að bora í kísilnáminu í Hvalfirði og lærði þar meðferð dynamits og að fara með sprengi- efni. Ég var alltaf að gera tilraunir með þetta, og til að sjarm- era dömurnar þá bauð ég þeim upp á að sprengja fyrir þær. Móðir mín segir mér að ég hafi alla tíð haft mikinn áhuga á blómum, sem barn og unglingur, ég hafi gengið um og þefað af blómum. Mér hefur alltaf fundist voða góð lykt af blómum og stelpum, og vil þefa af einhveiju svoleið- is. F ermingardagurinn Ég tók ferminguna passlega hátíðlega, mér fannst þetta hálf- gerð hræsni og helgislepja sem fellur ekki þessum aldri. Ég fermd- ist náttúrulega eingöngu út á gjaf- irnar. Við lásum kristinfræði í skól- anum, en ég held að það hefði verið klókara að kenna okkur trú- arbragðasögu, því maður var í svo mikilli uppreisn að maður var ein- faldlega á móti því að vera matað- ur af einni trú. En ef um saman- burð hefði verið að ræða þá hefði maður séð hvað kristin siðfræði er mannbætandi að mörgu leyti og þá hugsa ég að maður hefði séð þetta í allt öðru ljósi. Komplexar og minnimáttarkennd Ég held að ég hafi verið alveg yfirfullur af alls konar koplexum og minnimáttarkennd og ýmsum ranghugmyndum um sjálfan mig. Það fylgir þessum aldri. Menn eru að uppgötva sig eins og sagt er á fræðingamáli. Og þegar menn eru að uppgötva sig þá komast þeir að því á uppgötvunarferlinu að þeir hljóti að vera öðruvísi en allir aðrir, eða að minnsta kosti ekki ST ITITTTTTTrr DG Sf “D.:. FJS'/IAR eins. Ég held að meginkomplexinn, sem ég var með, hafi verið það, að ég trúði því innst inni að ég myndi einhvern tímann vinna ein- hverja mikla dáð sem myndi vekja alveg óskipta að- dáun þeirra yngismeyja sem ég var hrifinn af. Hver dáð sem maðurinn drýgir er draumur um konuást, sú hugsun var mjög sterk í mér, að gera eitt- hvað grand. Kvikmyndaleikstjóri Mig langaði til að vera skáld og hugsuður sem skapar óbrotgjama andlega hluti, skrifaði eða hugsaði eitthvað eða segði eitthvað sem myndi lifa. Ég var uppfullur af eintómum spakmælum og ég kunni held ég þúsundir spakmæla á end- anum utanað. Þetta var það sem mig dreymdi um sem unglingur, en svo mætir maður raunveru- leikanum, og hann er ekkert að sækjast eftir spekingum eða skáld- um atvinnulífið sækist eftir öllu öðru og þá getur orðið ansi mikill árekstur. Það kemur stundum til mín ungt fólk sem segist ætla í kvikmyndagerð. Ég hef það fyrir reglu að telja úr því kjarkinn eins og ég get, helst þannig að það sé öruggt að það fari ekki. Því ég vei- t, að ef það fer þrátt fyrir það eftir allar fortölurnar, þá er nokkurn veginn öruggt að það voða standa sig og lifa þetta af. Þetta er svo feiknalega kröfuhart fag og mikil barátta, ekki síst ef þú ferð í toppstöðuna í faginu, sem er að vera leikstjóri. Leikstjórinn er nánast eins og herforingi, hann hefur alla sína undirmenn á valdi sínu og þeir verða að hlýða honum í einu og öllu. Mér datt leikstjórn ekki í hug fyrr en eftir tvítugt, fram að þeim tíma var ég allur orðsins maður, vann smásagna- og ljóðakeppni í skólanum og fannst ég vera á leiðinni að verða þjóðskáld. Fyrir tilviljun tók sjón- varpið svo upp leikrit sem ég samdi í menntaskóla sem hét „Saga af sjónum". Það fór svo á Norðurlönd og fékk góðar viðtök- ur, þá datt mér í hug að myndmál- ið væri kannski það tungumál sem léti mér ekkert síður en ritmálið. Að lokum Ég ráðlegg fólki að hlusta eftir röddinni inni í sjálfu sér, en láta ekki einhveijar umbúðir, einhveija tísku og stundarvitleysu ráða ferð- inni. Sá einn verður listamaður sem nær að tala frá sínu innsta hjarta og innra lífi. Þú getur lært að spila á píanó en þú getur ekki lært að vera mússikalskur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.