Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vart við loðnu á Fylkisbanka, suður af Angmagssalik Grænlensk rækju- skip i vandræðum GRÆNLAND GRÆNLENSK rækjuskip hafa orð- ið vör við mikið af loðnu austur af Grænlandi, suður af Angmagssalik. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru dæmi um að skipin hafi fengið upp í átta tonn af loðnu í rækjutroll með fimmtíu millimetra riðli. Islensk veiðiskip hafa ekki veiðirétt á þessu svæði. Rækjuskipin fá loðnuna á svoköll- uðum Fylkisbanka og hafa þurft að færa sig úr stað hvað eftir annað vegna mikillar loðnu í veiðarfærum. Jón Jónsson, tæknifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, fór um borð í grænlenskt rækjuskip fyrir síðustu helgi og hefur eftir skipstjóranum að töluvert sé um lóðningar á þessu svæði. Komið hafi i ljós að talsvert væri af hval í lóðningunum en það mun ekki hafa verið hnúfubakur sem vanalega heldur sig við loðnu- torfur. Hjálmar Viljálmsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að taka verði þessum upplýs- ingum með vissum fyrirvara. Fisk- leitartæki Grænlendinga séu á ann- arri tíðni en þau sem menn hér á landi eiga að venjast. Einnig sé varhugavert að draga ályktanir út frá loðnuveiði í rækjutroli. Það sé hinsvegar engin ástæða til að draga frásagnir skipstjóranna í efa. Bjarni Sæmundsson fann loðnu Hjálmar segir að rannsóknarskip- ið Bjarni Sæmundsson hafi verið nálægt þessum slóðum fyrir um þremur vikum og þá hafi náðst í Grænlensk rækjuskip urðu vör við loðnu á þessum slóðum 3l)*V lítið sýni af loðnu. Hún hafi verið stór og ágæt til veiða en ekki verið í umtalsverðu magni. Hinsvegar sé lítið vitað um loðnu við austanvert Grænland annað en að þar hljóti að vera eitthvað af loðnu. Hjálmar segir að nafnið Angmagssalik bendi að minnsta kosti til þess en það þýðir loðnustaður. íslensk skip hafa ekki veiðirétt á þessum slóðum og liggur línan um áttatíu sjómílum norðar. Skólastarf að hefjast BRÁTT munu skólar landsins iða af lífi á ný eftir þriggja mánaða sumarleyfi. Kennarar hófu fyrir nokkru undirbúning að starfsem- inni í vetur, en sjálft skólastarfið hefst víðast í kringum 1. septem- ber. Óvenju stór árgangur sex ára barna hefur skólagöngu í haust, eða tæplega 4.500 börn. Bæst hefur við ein kennslustund á viku hjá þessum aldurshópi þannig að í haust verða sex ára börn 26 tíma á viku í skóla í stað 25 stunda áður. Þau verða líka lengur í skólanum en tíðkast hefur undanfarin ár, mæta í byrj- un september og hætta í lok mai. Árgangurinn sem lauk sam- ræmdu prófunum, eða 10. bekk, síðastliðið vor og byijar nú nám í framhaldsskólum er einnig fjöl- mennur. Þegar er orðið nóg að gera á skiptibókamörkuðunum og margir sem nýta sér þá á hveiju hausti. Frjáls sala á mjólkurkvóta - gagnrýnd EFASEMDIR komu fram á aðal- fundi Landssambands kúabænda í gær um fijálsa sölu á mjólkurkvóta þar sem kaupfélög og sveitarfélög væru farin að taka þátt í kvóta- kaupum og töldu margir fundar- manna að það hefði átt mikinn þátt í a_ð halda uppi kvótaverði. í máli Sverris Bjartmarz, hag- fræðings Bændasamtakanna, kom fram að þeirrar þróunar hafi gætt að undanförnu að mjóikurkvóti hafi færst frá Suðurlandi og Eyjafirði, sem almennt eru talin bestu mjólkurframleiðslusvæðin, til svæða þar sem dýrara er að fram- Jeiða mjólkina. Sagði hann að ein af ástæðum þessa væri sú að flutningskostnaði á mjólk væri jafnað yfir landið og þess vegna fyndu bændur ekki fyr- ir því að kostnaður við framleiðsl- una væri mismikill. Á fundinum kom fram að afkoma mjólkurframleiðenda hefur versnað um 20% frá 1983 og nautakjöts- framleiðenda um 40% á sama tíma. Morgunblaðið/Sverrir Mjólkur- samlagið á Höfn lagt niður STJÓRN Kaupfélags Austur- Skaftfellinga á Höfn í Horna- firði samþykkti í síðustu viku að stefna að því að óbreyttum forsendum að leggja mjólkur- samlag félagsins niður frá og með 1. september 1996. Þessi ákvörðun var tekin eftir að viðræður milli KASK og Kaupfélags Héraðsbúa um samstarf um slátrun og mjólk- urvinnslu sigldu í strand’. Árleg framleiðsla um 1,7 millj. lítra Mjólkursamlagið á Höfn er í rúmlega 20 ára gömlu húsi. Þar vinna 9-10 manns. Árleg framleiðsla er um 1,7 milljón- ir lítra, en það eru tæplega 2% af heildarmjólkurfram- leiðslu í landinu. Samningaviðræður hafa staðið milli KASK og Kaupfé- lags Héraðsbúa um endur- skipuiagningu á slátrun og mjólkurvinnslu á Austurlandi. Hugmyndin var að mjólkur- vinnsla færðist frá Höfn til Egilsstaða, en á móti yrði slátrun af Héraði færð til Hornaíjarðar. Viðræðurnar sigldu í strand í sumar og í framhaldi af því samþykkti stjórn KASK að stefna að því að leggja samlagið á Höfn niður. Örn Bergsson, stjórnarfor- maður KASK, sagði að stjórn- in hefði falið framkvæmda- stjóra að hefja undirbúning að því að leggja samlagið niður. Samþykkt stjómar hefði falið í sér að ef forsendur breyttust yrði ákvörðunin tekin til end- urskoðunar. Samkvæmt gildandi reglum er veittur 80% styrkur til úr- eldingar samlaga. Bókfært verð véla og eigna samlagsins er 35-40 milljónir króna. Fyrirgreiðsla Chase Manhattan nemur 2,6 milljörðum króna Bankínn hefur hlutabréf meðeigenda sinna að veði Hefur íhlutunarrétt ef áætlanir um rekstur bregðast ■ Afkoma versnaði/25 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hvert skal halda? EKKI voru allir keppendur vissir um hvert skyldi halda í torfærukeppni í Grindavík um helgina. í það minnsta vildi jeppi Þórs Pálssonar hvorki til vhægri né vinstri þar sem stýris- búnaður hafði bilað. CHASE Manhattan Bank hefur ákveðið að leggja 2,6 milljarða króna í rekstur Islenska útvarpsfé- lagsins, með lánafyrirgreiðslu við fyrirtækið, eigendur þess og með kaupum á hlutabréfum. Bankinn hefur hlutabréf meðeigenda sinna að veði. Endurgreiðslur lánanna miðast við rekstur fyrirtækisins undanfarin ár, að teknu tilliti til hugsanlegs samdráttar vegna nýrrar samkeppni á sjónvarps- markaðnum. Undirskrift _ samninga meiri- hlutaeigenda íslenska útvarpsfé- lagsins og fulltrúa Chase Manhatt- an-bankans átti að fara fram klukkan tvö á föstudag en dróst fram á laugardagsmorgun vegna þess að töf varð á frágangi samn- ings milli fyrirtækisins sem fjár- magnaði myndlyklakaup Stöðvar 2 og erlenda bankans. í lánssamningnum við ÍÚ eru ákvæði um íhlutunarrétt bankans ef áætlanir um rekstur og þar með endurgreiðslu lána bregðast. Sig- urður G; Guðjónsson, stjórnarfor- maður Islenska útvarpsfélagsins, segir að það sé nákvæmlega skil- greint í samningi hvernig stjórn- endur félagsins og hluthafar eigi að haga sér gagnvart bankanum og hann gagnvart þeim. Betra sé að eiga við einn aðila en marga, eins og félagið hafi hingað til þurft að gera, ef áætlanir gengju ekki eftir. Gengið frá kaupum á bréfum minnihlutans í dag Kaup Útheija hf., eignarhalds- félags núverandi meirihiutaeig- enda íslenska útvarpsfélagsins, á 45% hlut nokkurra hluthafa úr minnihlutanum eru ekki um garð gengin en búist er við að greiðsla og afhending hlutabréfa fari fram í dag. Chase Investment Bank, dótturfélag _ Chase Manhattan, kaupir 20% í íslenska útvarpsfélag- inu á móti 80% hlut Útheijamanna. Stofnað er nýtt móðurfélag ís- lenska útvarpsfélagsins, Fjölmiðlun hf., til að halda utan um þessa eign og er búist við að það muni annast fjármál fyrirtækisins í framtíðinni. Chase Manhattan mun eiga full- trúa í stjórn félagsins. ■ Chase Manhattan 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.