Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 B 5 BIKARÚRSLIT BIKARURSLIT Agaður leikur gerði útslagið Ojafnten spennandi Birkir Kristinsson, markvörð- ur Fram, var án efa besti maður liðsins eins og svo oft áður. Hann varði meðal annars vítaspyrnu í upphafi síðari hálf- leiks. „Ég var nokkurn veginn með það á hreinu hvoru megin' hann myndi skjóta. Ég er búinn að sjá nokkra leiki þar sem hann hefur tekið vítaspyrnur og ég var alla vega búinn að ákveða í hvort hornið ég færi, og það gekk sem betur fer upp. Við spiluðum illa í fyrri hálf- leik og vorum í vandræðum allan tímann, út um allan völl. Leikur okkar lagaðist heldur í síðari hálfleik, enda vorum við einum fleiri, en náðum ekki að nýta okkur það nægilega vel því þeir héldu áfram að sækja og voru að fá færi. Það var súrt að fá þetta mark á sig svona undir lok leiksins, en við því er ekkert að gera. Sigur KR-inga var fyllilega sanngjarn, þeir voru betri en við og ég vil nota tækifærið og óska þeim til hamingju með bikarinn. Nú er ekkert annað fyrir okkur að gera en einbeita okkur að deildinni," sagði markvörðurinn. Vantaði herslumuninn „Þetta var mjög vandræðalegt KR bikarmeistari annað árið í röð. Guðjón Þórðarson hefur þjálfað bikarmeistara síðustu þriggja ára Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson 1:0. Hilmar Björnsson kom KR-ingum yfir eftir að hann fékk frábæra sendingu fram hægri kantinn frá Heimi Guðjónssyni. Hilmar gerði vel að skora því hann var alls ekki í jafnvægi og í þröngu færi. Morgunblaðið/Bjarni 1:1. Ríkharður Daðason jafnaði fyrir Fram í síðari hálfleik af stuttu færi. Hann var fyrstur að átta sig eftir að Kristján varði skot. KR-INGAR urðu á sunnudaginn bikarmeistarar annað árið í röð, er þeir sigruðu Fram 2:1 í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta var nokkuð furðulegur leikur því Vesturbæingar voru miklu betri lengst af en engu að síður var mikii spenna því úrslitin réðust ekki fyrr en skömmu fyrir leikslok er Mihajlo Bibercic skoraði sigurmarkið. Takist KR-ingum að halda öðru sæti í deildinni verður þetta sumar það besta í sögu félagsins um áraraðir. Verði sú raunin mun það lið sem verður í þriðja sæti deildarinnar hljóta sæti í Evrópukeppn- inni. Sigurmarkið Morgunblaðið/RAX BIBERCIC horfir á eftir boltanum fara framhjá Birki Kristins- syni markverði Fram og bikarinn var í höfn. KR-ingar urðu bikarmeistarar annað árið í röð og Bibercfc vann bikarinn einnig í annað sinn, varð meistarf með ÍA 1993. Við vorum með leikinn I okkar höndum í fyrri hálfleik og átt- um að vera búnir með hann í hálf- leik. Staðan átti að vera svona 3:0 og vítið í upphafi síðari hálfleiks átti að klára leikinn en svona er fótbolt- inn,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KR-inga eftir leikinn. „En það sem er aðalatriðið er að við sýndum „kar- akter" og styrk og héldum áfram að reyna að spila fótbolta, því að það er okkar mesti styrkur - að spila - og við kláruðum leikinn á skemmti- legan og dramatískan hátt. Ég lagði höfuðáherslu á að halda boltanum, spila og vera þolinmóðir, vissi að við hefðum mikinn sóknarþunga og hættulega menn í framlínunni og við gátum gert það - héldum boltanum og spiluðum vel. Það er erfitt að vera einum færri og halda fullum „dampi“ en það var agaður leikur okkar sem gerði útslagið. Ég er ánægður með mína menn, liðsheildin stóð virkilega vel saman og menn undirbjuggu sig sérlega vel fyrir þennan leik.“ Aðspurður um hvort þessi sigur muni koma sér vel fyrir toppleik deildarinnar á fimmtudaginn þegar Vesturbæingar fá Skagamenn í heimsókn, sagði Guðjón: „Við hljót- um bara að halda áfram, það er æfing á mánudaginn og leikur á fimmtudaginn, við höidum haus og reynum að halda áfram að spila vel og láta gott af okkur leiða. Gegn Skagamönnum munum við bara hjálpa okkur sjálfir, það er best þann- ig.“ Áttum meiri orku eftir en þeir „Þetta er frábært, alveg ótrúlega ljúf tilfinning," sagði Þormóður Eg- ilsson fyrirliði KR, sem var eins og klettur í vöminni. „Um leið og leikur- inn byijaði sá ég að við byijuðum betur, áttum færi og ég hafði ekki trú á öðru en að við myndum vinna þetta. Síðan missum við Daða [Izud- in Daða Dervic] útaf undir lok fyrri hálfleiks og það var mjög slæmt mál en við unnum okkur útúr því og átt- um meiri orku eftir í lokin en þeir, þó að við værum einum færri, og náðum að klára þetta. Þeir komu svipaðir til leiks eins og maður bjóst við en við vorum ákveðnir að gera okkar besta og það gekk eftir. Sigur er ekki síst mikilvægur fyrir sjálf- traustið og hjálpar vonandi til fyrir þá leiki sem eru framundan og von- andi kemur þetta sér vel fyrir leikinn gegn Skaganum í næstu umferð." Erfiðara en þurfti að vera „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en þetta var erfiðara en það þurfti að vera. Framarar komu sterkir á okkur í seinni hálfleik en við þoldum það og náðum að klára í lokin svo að ég held að þetta hafi verið sann- gjarnt í heildina séð,“ sagði KR-ing- urinn Steinar Adolfsson en hann hefur verið meiddur og mikið frá keppni í sumar svo að óvíst var hvort hann næði að vera með á sunnudag- inn. „Ég er meiddur en maður lætur sig hafa það fyrir svona viðburð, svona leik. Ég átti von á erfiðum leik eins og kom í ljós, þetta er bara einn leikur í bikarúrslitum og hvaða lið sem er getur unnið bikarinn. Ég er bara ánægður með að vera búinn að því.“ Óðum í færum „Þetta var erfiður leikur, sérstak- lega eftir að við urðum einum færri í fyrri hálfleik. Við vorum sterkari aðilinn allan hálfleikinn og óðum í færum og ég held að þetta hafi ver- ið sanngjarnt,“ sagði Einar Þór Daní- elsson, KR, sem oft náði að gera usla í vörn Fram fyrir hlé. „Ég átti von á þeim sterkum enda bikarleikur svo að það var ekki um annað að ræða en þetta yrði erfiður leikur. Það kom kafli í seinni hálfleik þar sem við gáfum eftir en rifum okkur upp og skoruðum sigurmarkið. Ég held að betra liðið hafi unnið í dag.“ KR-ingar voru betri hjá okkur í fyrri hálfleiknum og þá voru KR-ingarnir miklu betri, en í síðari hálfleiknum lékum við betur,“ sagði Magnús Jónsson þjálfari Fram eftir leikinn. „Ég er ánægður með leik minna manna í síðari hálfleik, nema auð- vitað markið, það var slæmt að fá það á sig svona undir lok leiks- ins. Við fengum færi en það vant- aði herslumuninn að við skoruð- um, þetta gat farið á hvorn veg- inn sem var. KR-ingarnir kláruðu sig miklu betur maður gegn manni og það var í rauninni aðal munurinn á liðunum. í síðari hálfleik þegar Steinar [Guðgeirsson] færði sig framar og Þorbjörn Atli [Sveins- son] kom inná breyttist leikur okkar. Þorbjörn Atli kom með kraft í leikinn og ég er viss um að við hefðum fengið fleiri færi ef við hefðum ráðið betur við þá maður á móti manni,“ sagði Magnús Jónsson. Vorum hræddir Steinar Guðgeirsson, fyrirliði Fram, var niðurlútur í leikslok eins og aðrir Framarar. „Þetta voru tóm vandræði í fyrri hálf- leiknum, við vorum hræddir og þorðum ekki að taka frumkvæðið á sama tíma og KR-ingar mættu mjög ákveðnir til leiks. En við vorum betri í síðari hálfleiknum eftir að við færðum okkur framar og þá fengum við bullandi færi. En KR er með gott lið og það má ekki gleyma þeim í eina sek- úndu, þá er voðinn vís. Við gleymdum okkur smá stund undir lokin og var refsað fyrir það, en svona er knattspyrnan og það þýðir ekkert að svekkja sig á að hafa fengið þetta mark á sig und- ir lok leiksins,“ sagði fyrirliðinn. Bikarinn á loft! ÞORMÓÐUR Egiisson sagðist I fyrra vonast til að KR þyrfti ekkf að bíða aftur i 27 ára eftir bikar. Hann átti sinn þátt í að svo varð ekki og fagnar hér með bikarínn. FOLK Leikurinn byijaði með miklum lát- um því bæði lið keyrðu á fullu, voru ekkert að hafa fyrir því að bíða °S sjá hvernig málin Skúti Unnar þróuðust. KR-ingar Sveinsson vildu fá vítaspymu skrifar strax á 5. mínútu þegar Daði var felld- ur innan vítateigsins, en Guðmundur Stefán dómari gat ekki séð brotið því nokkrir varnarmenn Fram skyggðu á hann. Á næstu mínútu átti Ríkharður Daðason ágætan skalla rétt yfir mark KR, og þar með var þætti Fram við mark KR- inga lokið í fyrri hálfleik. Vesturbæingar tóku nú öll völd á vellinum, yfirspiluðu Framara hrein- lega á miðjunni og Framarar voru ávallt í vandræðum. Hvert færið rak annað og það hefði enginn þurft að vera hissa þó KR-ingar hefðu verið fjórum til fímm mörkum yfir í leik- hléi. En þeim tókst ekki að skora þrátt fyrir urmul af færum og það var fyrst og fremst Birkir landsliðs- markvörður Kristinsson sem hélt Fram á floti. Hann varði skalla frá Bibercic á 20. mínútu meistaralega og tíu mínútum síðar varði hann vel frá Einar Þór Daníelssyni, en hann gat ekki komið í veg fyrir að Hilmar Björnsson kæmi KR yfir á 38. mín- útu. Áfram hélt stórsókn KR. Birkir varði vel frá Guðmundi Benedikts- syni og síðan fast skot Bibercic af stuttu færi. Daði rekinn af velii Mínútu fyrir leikhlé var Izudin Daða Dervic vikið af leikvelli. Hann fékk gult spjald fyrir að ýta Vali Fannari á 43. mínútu eftir að dæmt hafði verið á hann og aðeins mínútu síðar kom hann harkalega aftan í Atla Einarsson út við hliðarlínu og fékk að líta sinn annað gula spjald og í kjölfarið rautt. Menn ræddu um það eftir leikinn að Daði hafi ekki brotið af sér þegar honum var sýnt síðara gula spjaldið, en úr sæti blaðamanns viiíist þetta hárréttur dómur hjá Guðmundi Stefáni. Rétt eða ekki rétt, KR-ingar urðu að leika síðari hálfleikinn einum færri. Það var samt ekki að sjá fram- an af síðari hálfleik því KR hélt undirtökunum. Þegar leikið hafði verið í tvær mínútur fengu KR-ingar vítaspyrnu. Ágúst Ólafsson felldi Hilmar Björnsson og Bibercic tók spyrnuna. Hún var föst og í hægra hornið en Birkir varði glæsilega, náði að slá boltann í stöngina. Bolt- inn fór fyrir markið og á markteign- um náði Bibercic honum en steig á knöttinn og Framarar náðu að bjarga. Þorbjörn Atli Sveinsson kom inná í liði Fram á 52. mínútu og hleypti miklu lífi í leik liðsins. Nettur strák- ur sem var óragur við að halda bolt- anum og reyndi að komast framhjá mótheijum sínum. Þetta gerði hann með glæsibrag og Framarar komust inn í leikinn smátt og smátt enda KR-ingar einum færri og marki yfir. Atli Helgason átti skot að marki á 54. mínútu en Kristján, sem hafði átt mjög rólegan dag, varði í horn. Tíu mínútum síðar jafnaði Ríkharður Daðason eftir hornspyrnu Framara og nú var komið mikið fjör í leikinn. Ríkharður fékk dauðafæri á 70. mínútu en varnarmaður KR komst fyrir skotið. Fleiri urðu færin ekki hjá Fram og KR-ingar fengu eitt færi til viðbótar, á 86. mínútu er Bibercic setti boltann laglega í mark- hornið eftir fyrirgjöf. KR-ingar miklu betri KR-ingar voru miklu betri í þess- um leik, en um það er ekki spurt því til að vinna þarf að gera fleiri mörk en mótheijinn. Það gerðu KR-ingar raunar, en hefðu átt að vera búnir að gera út um leikinn Klukkan tifar Morgunblkaðið/Sverrir ÞAÐ ríkti mikil spenna á bekk KR-inga eftir sigurmarkið. Hér fylgjast þeir Jónas Kristinsson og Guðjón Þórðarson með klukkunni og sjúkra- þjálfarinn Ragnar Hermannsson virðist heldur rólegri en Guðmundur Benediktsson er mjög spenntur enda var fyrsti titillinn í sjónmáli. strax í fyrri hálfleiknum. Þá réðu þeir öllu enda voru Framarar hálf- sofandi og voru alltaf skrefinu á eftir. Sóknir KR upp kantana voru fallegar og fyrirgjafirnar góðar en það gekk erfiðlega að koma boltan- um framhjá Birki. KR-ingar léku mjög vel að þessu sinni. Hilmar átti einn sinn besta leik með liðinu í sumar, Einar Þór var stórhættuleg- ur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, Steinar og Sigurður Örn voru sterk- ir í vörninni eins og Daði á meðan hans naut við. Bibercic, lék einnig vel, hann kom vel út úr vörn mótheij- anna til að fá boltann og deila hon- um út á kantana og þegar fyrirgjöf- in kom var hann alltaf mættur á svæðið, var í öllum boltum. Ekki má gleyma Heimi Guðjónssyni sem átti margar frábærar sendingar á félaga sína og var sterkur á miðj- unni. Hjá Fram bar Birkir af. Valur Fannar stöð sig ágætlega og Steinar var sterkur og naut sín þó betur í síðari hálfleik eftir að hann fékk fijálsari hendur og færði sig framar á völlinn. Aðra þarf vart að nefna en þeir Atli Einarsson og Ríkharður Daðason áttu nokkra spretti og Þor- björn Atli setti mark sitt á síðari hálfleikinn þegar hann kom inná. Birkir ver glæsilega Morgunblaðið/RAX BIRKIR Kristinsson markvörður Fram átti stórleik á sunnudaginn og varði hreint frábærlega og ef hans hefði ekki notið við í markinu hefðl KR gert út um leikinn strax í fyrri hálflelk. Hér ver hann meistaralega vítaspyrnu Bibercic, sem fékk síðan boltann aftur en steig á hann. ■ KRISTJÁN Finnbogason mark- vörður KR-inga varð bikarmeistari þriðja árið í röð á sunnudaginn. Hann var í marki KR í fyrra en árið þar áður í marki Skagamanna. ■ KRISTJÁN Jónsson\éksinn 200. leik fyrir Fram á sunnudaginn. Ágúst Ólafsson lék sinn áttugasta en Atli Helgason og Nökkvi Sveinsson sinn 20. leik fyrir Fram. ■ IZUDIN Daði Dervic var að leika sinn 90. leik fyrir KR og á sjálf- sagt ljúfsárar minningar úr honum, fékk að líta rauða spjaldið í fyrsta sinn á ferlinum og varð bikarmeist- ari. ■ HELGI Sigurðsson, sem ieik- ur nú með Stuttgart í Þýskalandi, fylgdist með leik Fram og KR á sunnudaginn. Hann var með ann- an fótinn í gifsi því tekin var úr fæti hans jámplata, sem sett var í vegna meiðsla. Gifsið fór á fyrir þremur vikum og verður tvær til viðbótar en Helgi sagðist líklega ekki geta spilað fyrr en í október. ■ GRÉTARNorðfjörðfyrrumdóm- ari var við vinnu sína sem lögreglu- maður og fylgdist grannt með. Hann sagði að þetta hefði verið besti bikar- leikur sem hann hefði séð og stemmnig áhorfenda aldrei verið betri, ekki yfir neinu að kvarta og þeir hefðu verið íslensku íþróttaá- hugafólki til sóma. Ekki eru það slæm ummæli frá manni sem dæmdi 1.276 leiki á 37 ára ferli sem dómari. 1a^\Heimir Guðjónsson ■ %#átti eina af sínum frábæru sendingum fram hægri kantinn þar sem Hilmar Björnsson náði að skjóta sér framhjá Þórhalli Víkingssyni og leika inn í vítateiginn. Birkir híkaði í úthlaupínu, hélt vamar- manninn hafa boltann en Hilmar virtist ekki í góðu jafnvægi, en náði engu að siður skoti úr þröngri stöðu og skoraði lag- Iega. Þetta gerðist þegar 37 mínútur og 35 sekúndur voru liðnar af leiknum. 1a «8 Steinar Guðgerisson ■ I tók homspymu vinstra megin, sendi út fyrir vítateiginn á Kristinn Hafliða- son, sem náði góðu skoti í gegn- um þvöguna í teignum. Kristján Finnbogason varði en hélt ekki knettinum og Ríkharður Daða- son var fyrstur að átta sig og skoraði af stuttu færi. Nú voru liðnar 64 mínútur og 34 sekúnd- ur af leiknum. 2a 4 Þegar 85 mínútur og ■ | 45 sekúndur voru liðnar af leiknum tók Einar Þór Daníelsson eina af sínum frægu rispum upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið. Mihajlo Bi- bereic var á móts við stöngina nær, náði að snúa sér og leggja knöttinn í homið íjær. Laglega gert. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.