Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D «rttnnUti^l^ STOFNAÐ 1913 195. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 30. AGUST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandaríkjamenn hlynntir því að refsa fyrir árásir á Sarajevo Beita sér fyrir hörð- um árásum á Serba Washington, Moskvu, París, Sarajevo, Belgrad. Reuter. BANDARÍKJAMENN sendu í gær flugvéla- móðurskip til Adríahafs og talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins sagði að rétt væri að grípa til harðra hernaðaraðgerða til að refsa Bosníu-Serbum fyrir sprengjuárásirn- ar á Sarajevo á mánudag, sem urðu 37 manns að bana. Rússar sögðu að friðarumleitunum Bandaríkjastjórnar yrði stefnt í hættu ef her- valdi yrði beitt gegn Serbum. Leiðtogar Bosníu-Serba fögnuðu í gær friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna og sögðust reiðubúnir að semja um frið, en fréttaskýrendur segja að fyrir þeim vaki aðeins að vinna tíma og afstýra hernaðaraðgerðum gegn þeim. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að yfirmenn friðargæsluliðsins í Bosníu væru að íhuga loftárásir á hersveitir Bosníu-Serba eftir að rannsókn hefði leitt í ljós að þær hefðu Leiðtogar Bosníu-Serba ljá máls á friðarviðræðum skotið sprengjunum á Sarajevo á mánudag. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins neitaði að svara spurningum um hvort Bandaríkjastjórn vildi loftárásir af hálfu NATO eða sprengjuárásir svokallaðs hraðliðs Sameinuðu þjóðanna. Hann kvaðst ekki telja að slíkar hernaðaraðgerðir myndu stefna frið- aráætlun Bandaríkjastjórnar í hættu eins og rússneskir embættismenn héldu fram í gær. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, krafðist þess að Serbum yrði refsað og sagði að ann- ars myndi almenningur í landinu heimta að stjórnin hafnaði friðarviðræðum. „Þing" Bosníu-Serba samþykkti ályktun þess efnis að friðaráætlun Bandaríkjastjórnar gæti greitt fyrir viðræðum við Króata og Bosníustjórn. Það tjáði sig hins vegar ekki um þá kröfu Bandaríkjastjórnar að Bosníu- Serbar gæfu eftir landsvæði. Karadzic boðar tilslakanir Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, sagði að Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hefði hringt í hann og fallist á friðaráætlun Bandaríkjastjórnar sem grund- völl friðarviðræðna. Hann hefði léð máls á að gengið yrði út frá nær jafnri skiptingu Bosníu milli Serba og sambandsríkis múslima og Króata. Fréttaskýrendur sögðu að þótt Serbar kynnu að ljá máís á friðarviðræðum nú til að afstýra loftárásum væri ólíklegt að þeir féll- ust á að afsala sér landsvæðum þegar á reyndi. Reuter ÍBÚAR Sarajevo jarðselja eitt af 37 fórnarlömbum sprengjuárása Serba á bosnísku höfuðborgina á mánudag. Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna Kinverjar tak- marka málfrelsi Peking. Reuter. KÍNVERJAR settu í gær takmörk við málfrelsi á því svæði í útborg Peking þar sem óopinber ráðstefna um málefni kvenna fer fram. Bannað er að efna til aðgerða sem beinast gegn „sjálfræði Kína" eða kasta rýrð á leiðtoga kommúnista. Áður höfðu verið gefnar út tilskip- anir sem bönnuðu mótmælaaðgerðir í Peking, þar sem opinber ráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram. Hátt- settur öryggismálafulltrúi greindi síðan frá því í gær að slíkar aðgerð- ir væru einnig bannaðar á óopinberu ráðstefnunni í bænum Huairou. Tian Qiyu, aðstoðarráðherra ör- yggismála, er yfirmaður öryggis- gæslu á ráðstefnu SÞ og óopinberu ráðstefnunni. Hann sagði að mót- mælaaðgerðir væru leyfilegar á íþróttaleikvelli við miðskóla, sem er á svæðinu þar sem óopinbera ráðstefn- an er haldin, og er kínverskum al- menningi meinaður aðgangur . Ákvörðuninni mótmælt Framkvæmdastjóri óopinberu ráðstefnunnar, Supatra Masdit, gaf úr harðorða yfirlýsingu vegna til- kynningar Kínverja. „Lög landsins, sem býður til ráðstefnunnar, gilda einungis utan við það svæði þar sem ráðstefnan fer fram," sagði hún. ¦ Amnesty gagnrýnir/17 ¦ Ráðamenn í Peking/24 Reuter Vigdís forseti íKína VIGDIS Finnbogadóttir forseti fór í opinbera heimsókn til Kína í gær og ræddi við forseta lands- ins, Jiang Zemin, og fleiri ráða- menn eftir opinbera móttökuat- liöi'n. Á myndinni kanna forset- arnir heiðursvörð við Alþýðu- höllina í Peking. Vigdís ræðir við forsætisráð- herra og sjávarútvegsráðherra Kíha i dag, en opinberu heim- sókninni lýkur á sunnudag. Dag- inn eftir verður hún viðstödd setningu kvennaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Peking og flyt- ur eina af aðalræðunum við upp- haf ráðstefnunnar. ¦ Forsetar í Peking/4 Sprengjutilræði við þinghúsið í Georgíu Reynt að myrða Shevardnadze Tbilisi. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, leiðtogi- Georgíu, særðist lítillega í gær þeg- ar öflug bílsprengja sprakk nálægt bifreið hans við þinghúsið í Tbilisi. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að reynt hefði verið að ráða Shev- ardnadze af dögum. Shevardnadze virtist í losti á myndum sem Reuters-sjónvarpið tók af honum á sjúkrahúsi skömmu eftir tilræðið. Hann var klæddur hvítum bol, með skrámur á andlitinu og blóð á höndunum. Nokkrir bílar gjöreyðilögðust í eldi sem kviknaði við sprenginguna. Varaforseti þingsins og nokkrir líf- verðir særðust einnig. „Þetta eru gungur" Shevardnadze var á leið til skrif- stofu sinnar þar sem hann ætlaði að undirrita nýja stjórnarskrá sem þingið samþykkti í vikunni sem leið. Stjórnarskráin veitir forseta lands- ins mikil vóld og talið er að Shev- ardnadze verði kjörinn í embættið í kosningum, sem fara að öllúm lík- indum fram í nóvember, gefi hann kost á sér. Shevardnadze ræddi við frétta- mann georgíska sjónvarpsins og kvaðst telja að andstæðingar hans hefðu sýnt honum banatilræði til að valda glundroða í landinu fyrir forsetakosningarnar. „Þetta eru gungur," sagði hann. „Þeir vilja að mafían stjórni landinu, en þeim tekst það ekki. Þetta verður síðasta hermdarverkið í Georgíu. Öll þjóðin mun rísa upp." Nokkrar hersveitir voru í við- bragðsstöðu vegna banatilræðisins. Ríkissaksóknari Georgíu fyrirskip- aði rannsókn á tilræðinu og ríkis- stjórnin var boðuð á skyndifund í gærkvöldi. Nokkrir af andstæðingum Shev- ardnadze fordæmdu morðtilraunina og sögðu að refsa yrði tilræðismönn- Reuter EDÚARD Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, á sjúkrahúsi eftir sprengjutilræði við þinghúsið í Tbilisi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.