Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norskar kýr til Islands AÐALFUNDUR Landssambands kúabænda samþykkti í gær að fela stjórn sambandsins að heíja þegar í stað undirbúning að inn- flutningi á nýju mjólkurkúakyni. Jón Viðar Jónmundsson naut- griparáðunautur sagði að ef af innflutningi yrði myndi norska mjólkurkúakynið nær örugglega verða fyrir valinu. Verið er að ljúka samanburðarrannsókn á norska og íslenska kúakyninu í Færeyjum og bendir hún til að norski stofn- inn gefi af sér a.m.k. 20% meiri afurðir en sá íslenski. Jón Viðar sagði að alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýndu að norska kúakynið væri eitt það besta í heiminum í flokki rauð- flekkóttra kúa. Hann sagði að norskar kýr væru ekki aðeins af- urðamiklar heldur væru þær og mun geðbetri en þær íslensku, júgurbygging væri betri og mjólk- urframleiðslan jafnari. Þá benti margt til þess að minna væri um júgurbólgu í norskum kúm en þeim íslensku. Meðalnyt í íslenskum kúm er um 4.200 kg á ári, en meðalnyt í norskum kúm er yfir 6.000 kg. Norsku kýmar eru stærri og þurfa þar að leiðandi meira fóður. Jón Viðar sagði ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að norskar kýr mjólk- u'ðu jafnmikið á íslandi og í Nor- egi. Samanburðartilraunin á kúa- kynjunum í Færeyjum gæfi til kynna að búast mætti við 20% meiri ársnyt hjá norsku kúnum en þeim íslensku. Jón Gíslason, formaður fagráðs LK, sagði að innflutningur á nýju kúakyni yrði framkvæmdur með innflutningi á fósturvísum. Kúa- kynið yrði haft í einangrun í Hrís- ey til að byija með til að tryggja að sjúkdómar flyttust ekki inn með því. Hann sagði óraunhæft að tala um að skipt yrði um kúakyn í land- inu þrátt fyrir þennan innflutning. Bændur vildu hins vegar eiga þann möguleika að geta fengið afurða- meira kyn til framleiðslu. Norsku kýmar eru talsvert stærri en þær íslensku og sagði Jón ljóst að breyta þyrfti íslensk- um fjósum til að þau hentuðu kúnum. Norsku kýrnar þyrftu t.d. stærri bása en þær íslensku. Gleðistund hjá Zonta-konum á Akureyri Norðmenn segjast eygja lausn á Smugumálinu heim Morgunblaðið/Pálmi Guðmundsson Rakað á Arbæjartúni GESTIR Árbæjarsafnsins fylgjast ævinlega af áhuga með þegar heyjað er á Árbæj- artúninu og sumir taka þátt í heyskapnum. Stúlkan á mynd- inni lét ekki sitt eftir liggja, tók sér hrífu í hönd, gekk út í slægjuna og rakaði af miklum móð. Að vanda er túnið við Árbæinn slegið með orfi og ljá og síðan rakað, rifjað, tekið saman og bundið í bagga upp á gamla mátann. >min Akureyri. Morgunblaðið STYTTAN af Jóni Sveinssyni, Nonna, var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á Akureyri í gær. Það voru Zonta-konur sem börðust fyrir því að finna þessa týndu og nánast gleymdu styttu Nínu Sæmunds- son, láta steypa hana í brons og flytja hana norður á æskustöðvar hins dáða barnabókahöfundar. Styttan stendur við Zonta-húsið og Nonnahús í Aðalstræti og höfðu margir á orði að nú væri Nonni loksins kominn heim. Fjölmenni var við athöfnina og þýðir tónar lúðrasveitar og bless- unarorð bárust gestum á þessum góðviðris- og gleðidegi. Það voru Anna Snorradóttir og Stefanía Ármannsdóttir sem afhjúpuðu styttuna en þeim var þakkað sér- staklega fyrir framtak sitt. Zonta-konurnar Valgerður Hrólfsdóttir og Ragnheiður Hans- dóttir sögðu frá Zontaklúbbi Ak- ureyrar, Nonnahúsi og leitinni að styttunni. Klúbburinn valdi sér það heimaverkefni árið 1950 að heiðra minningu Jóns Sveinssonar og stefnan var sett á að eignast Nonnahús. Þar var síðan opnað safn 1957 og hefur aðsókn að því farið ört vaxandi. „Nonni var kjörinn heiðurs- borgari Akureyrar árið 1930 og þótti okkur fara vel að afhjúpa styttuna á afmæli Akureyrar. Sú hugsjón sem hann hafði að leið- arljósi í lífi og starfi, eins og hann segir sjálfur í einni af bókum sín- um, að gleðja aðra og styrkja þá í trúnni á allt sem er gott og fag- urt í heiminum," sagði Valgerður og þakkaði þeim fjölmörgu aðilum sem höfðu með e)ju, dugnaði og fjárstuðningi gert það mögulegt að fá styttuna heim. Ragnheiður rakti sögu stytt- unnar. Nína Sæmundsson lauk við Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson NONNI kominn heim í bronsklæðum. Fjölmenni var við afhjúpun styttunnar í gær. hana 1958 og var þetta síðasta verk hennar. Styttan var úr gipsi og var sýnd á Borgarbókasafninu um tíma en virðist síðan hafa týnst. Anna Snorradóttir, Stefanía Armannsdóttir og fleiri hófu leit og fyrirspurnir í kringum 1990 ogáriðl992fannsthúnáloftiKorp- úlfsstaða. Árið eftir fékk Zonta- klúbbur Akureyrar styttuna til eignar með gjafabréfi frá Menn- ingarsjóði rikisins. Þá hófst fjár- söfnun og með dyggum stuðningi bæjaryfirvalda og fleiri aðila var styttan steypt í brons í Þýskalandi 1994 og fyrr í sumar kom hún til Akureyrar. „Nú stendur hún hér við bernskuheimili Nonna, nær 37 árum eftir að listakonan lauk verkinu. Þessum áfanga er nú náð og við erum bæði glaðar og þakk- látar. Við höfum mætt mikilli vel- vild og stöndum í þakkarskuld við svo ótal marga,“ sagði Ragnheiður Hansdóttir og taldi upp fjölmarga aðila í ræðu sinni sem stutt hafa þetta verkefni. Norska sjávarútvegs- ráðuneytið ræður ekki við deiluna JAN Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, sagði í gær í sam- tali við norska dagblaðið Aftenpost- en að norsk stjómvöld væru á góðri leið með að finna lausn á deilumál- um sínum við íslendinga vegna veiða þeirra í Smugunni. Hann sagði að norsk og rússnesk stjórn- völd væru fús til að veita íslending- um kvóta en þeir yrðu þó fyrst að draga úr kröfum sínum. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að Norðmenn hafi þannig hugmyndir um kvóta handa íslendingum að þær nái ekki nokkurri átt. Davíð segir að norska sjávarútvegsráðu- neytið ráði ekki við þetta mál. Olsen sagði í samtalinu við Aft- enposten að samkomulag væri um að hefja vísindarannsóknir í Síldar- smugunni þar sem lagt yrði mat á stofnstærð og framtíðarhorfur stofnsins. „Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir geta raunverulegar samningsumleitanir hafist,“ sagði Olsen í samtali við Aftenposten. „Það er langt síðan Norðmenn viðurkenndu að þeir yrðu að láta okkur hafa kvóta í Smugunni. En þeir eru með slíkar hugmyndir þar að þær ná ekki nokkurri átt. Það flýtir ekkert fyrir lausn málsins hvérnig Norðmenn stilla málinu upp. Eg er þeirrar skoðunar að norska stjórnkerfið sé í lamasessi Morgunblaðið/Erlingur Bjömsson og sjávarútvegsráðuneytið ráði ekki við þetta mál. Norðmenn þurfa að taka sér tak. Ég tel að þeir hafi spillt fyrir sjálfum sér því það hefði verið hægt að ná samningum miklu fyrr á skynsamlegum nótum ef þeir hefðu ekki sýnt óbilgimi,“ sagði Davíð. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir Ætla að starfa að borgar- málum „Ég er að starfa á vettvangi borgarmála og ætla mér að gera það og ætla mér að stuðla að því að Reykjavíkurlistinn vinni sigur í næstu borgarstjómar- kosningum. Ég ætla að sinna því verkefni og hef ekki tíma fyrir annað. Þannig að ég er ekki á þessum landsmálavettvangi," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri þegar hún var beðin um viðbrögð við þeirri hugmynd Jóns Baldvins Hanni- balssonar, formanns Alþýðu- flokksins, að Ingibjörg leiddi sameinaða jafnaðarmenn í næstu alþingiskosningum. Ingibjörg var spurð hvort hún útilokaði þá að hún tæki áskor- uninni. „Þetta er náttúrulega bara hans hugmynd sem hann slær fram á fundi og ég lít ekki á þetta sem neina sérstaka áskorun." Ingibjörg kvaðst ekki sjá neina ástæðu til að ætla annað en að hún byði sig fram til endur- kjörs í næstu borgarstjórnar- kosningum. ■ Þreyttir /10 íslenska sjónvarpið hf. fær útsendingarleyfi Fyrsti hluthafafundur á morgun ÚTVARPSRÉTTARNEFND sam- þykkti á fundi sínum á mánudag að veita nýju félagi, íslenska sjón- varpinu hf., leyfi til að hefja sjón- varpsútsendingar. Félaginu var úthlutað fímm rásum á örbylgju eða svokölluðu 2,5 ghz tíðnisviði. Fyrsti hluthafafundur hins nýja félags verður haldinn á morgun. Verður stjórnarkjör meðal annars á dagskrá að sögn Gunnars M. Hanssonar, forstjóra Nýhetja, en það fyrirtæki hefur um nokkurt skeið unnið að undirbúningi máls- ins í samvinnu við forsvarsmenn Sambíóanna, Japis og Texta hf. Heildarhlutafé íslenska sjón- varpsins hf. verður um 250 milljónir króna. Komið hefur fram að hluthafar verði alls um fimmt- án talsins og eignaraðild dreift þannig að enginn einn aðili eigi stærri hlut en um það bil 10% í félaginu. v-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.