Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umfangsmikil verkefnaáœtlun fyrir ríkisstjárn Davíbs samin af SUS: Pabbi, pabbi, sjáðu bara. Við erum búnir að finna gamla uppáhalds- slagorðið ykkar Friðriks.... Tannsmiðir gera samninga við Tryggingastofnun TVEIR tannsmiðir hafa nýlega gert samning við Tryggingastofn- un ríkisins um endurgreiðslu kostnaðar vegna smíða og við- gerða á gervigómum og gervitönn- um fyrir sjúkratryggða elli- og örorkulífeyrisþega og þá sem eru slysatryggðir samkvæmt lögum um almannatryggingar. Taka samningamir gildi 1. september næstkomandi. Samningamir era sama eðlis og sá sem Bryndís Kristinsdóttir, tannsmiður, gerði við Trygginga- stofnun árið 1992. í júní síðastl- iðnum beindi Samkeppnisráð þeim tilmælum til stofnunarinnar að hún raskaði ekki samkeppnisstöðu tannsmiða en stofnunin hafði sleg- ið því á frest að taka afstöðu til þess hvort aðrir tannsmiðir en Bryndís fengju sambærilega samninga eða þar til dómur félli í máli Tannlæknafélags íslands gegn Bryndísi sem vísað var til Hæstaréttar. Tannlæknafélagið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykja- víkur sem var á þá lund að tann- smiðir hefðu heimild til að vinna í munnholi viðskiptavina sinna en tannlæknar telja það brjóta í bága við lögverndaða hagsmuni sína. Reynsla og þekking af vinnu í munnholi Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segir að forsendur samninga milli tann- smiða og stofnunarinnar séu að viðkomandi tannsmiðir hafi fyllstu réttindi og reynslu af smíði gervit- anna og vinnu í munnholi. „Samn- ingamir era gerðir með þeim fyrir- vara að falli dómurinn í Hæsta- rétti okkur í óhag þá upprætast samningarnir," segir Karl Steinar. íris Bryndís Guðnadóttir, tann- smiðameistari og formaður Tann- smiðafélags íslands segir að samn- ingurinn muni auka atvinnumögu- leika tannsmiða. Auk þess spari Tryggingastofn- un sem og viðskiptavinirnir ef þeir leiti beint til tannsmiða í stað þess að tannlæknar hafi milli- göngu um viðskiptin, þar sem gjaldskrá Tryggingastofnunar fyr- ir vinnu tannsmiða sé u.þ.b. 30% lægri en fyrir vinnu tannlækna. Ábyrgð án milligöngu tannlækna íris segir að tannsmiðir í Tann- smiðafélagi íslands kjósi að öðlast þau réttindi sem séu forsendur samninga við Tryggingastofnun en til að svo megi verða þurfi að koma til viðbótarmenntun. Flestir tannsmiðir vinni ekki í beinu sambandi við viðskiptavini sína og hafí því ekki reynslu af því að vinna í munnholi en að það sé stefna stjórnar félagsins að koma viðbótarmenntuninni á fót. „Menntun og sérhæfing er alltaf að aukast og tannsmiðir vilja vera það vel menntaðir að þeir geti tek- ið ábyrgð á smíði gervigóma og gervitanna án milligöngu tann- lækna og að því stefnum við,“ segir íris. Þá segir hún að íslensk- ir tannsmiðir taki sér danska starfsbræður sína til fyrirmyndar. í Danmörku eigi tannsmiðir kost á að sérhæfa sig í smiði gervigóma og fái þeir að því námi loknu rétt- indi til að vinna í munnholi við- skiptavina og starfa sjálfstætt. Yiðgerð á hús- um Alþingis VIÐGERÐIR á húsum Alþingis við Kirkjustræti hafa staðið yfir í allt sumar. Húsin eru um ald- argömul, en að sögn Karls M. Kristjánssonar, rekstrarstjóra Alþingis, hefur þeim lítið verið haldið við í gegnum árin. Húsin hafa verið endurbyggð að utan, skipt um klæðningar og gert við glugga. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum utanhúss fyrir lok september, en húsin verða væntanlega fullfrágengin næsta vor. Kostnaður við framkvæmd- irnar verður um 25 milljónir. Morgunblaðið/Sverrir Trúin og unga fólkið Kirkjan hefur allt sem þarf HAUKUR IIMGI Haukur Ingi Jónasson var fyrr í sumar ráð- inn framkvæmda- stjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastsdæmi, Æ.S.K.R. Aðilar að sambandinu eru æskulýðsfélög innan fimmt- án kirkna í Reykjavík. Hlut- verk Æ.S.K.R. er að annast stefnumörkun í unglinga- starfi kirkjunnar, heild- arskipulagningu og leið- togaþjálfun. Hvað hefur Þjóðkirkjan að bjóða ungu fólki í dag? „Kirkjan og guðfræðin hefur mjög ígrandaða af- stöðu til mannsins og mann- lífsins og það er eitthvað sem unglingar í samtíman- um þurfa á að halda til að byggja upp sjálfsmynd sína og siðferðisvitund. Ég vona að Æ.S.K.R. taki í auknum mæli þátt í umræðu um málefni unglinga í borginni og í íslensku samfélagi. íslenskir unglingar eiga það inni hjá Þjóðkirkjunni að hún ræki þá. Kirkjan er í þjónustustarfi og hún hefur í rauninni allt sem þarf til þess að efla andlegt og vitsmunalegt heilbrigði ungs fólks.“ Eru íslenskir unglingar trú- hneigðir? „Islenskir unglingar hafa mikinn áhuga á umræðum um trúmál og trúarlegum pæling- um. Hins vegar er það stór spurning hvað það er að vera trúaður. Ég álít að allir séu trú- aðir í einhveijum skilningi, en það er ekki þar með sagt að þeir séu kristnir. Flestir ungling- ar eru fermdir og hafa þannig játað Jesú Krist sem leiðtoga lífs síns, en ég er ekki viss um að þau geri sér grein fyrir því hvað í því felst, enda er allri kristinfræðikennslu lokið þegar þau era farin að geta hugsað sjálfstætt. Við stefnum þess vegna að því að halda sameigin- legt guðfræðinámskeið fyrir alla framhaldsskólana á næsta ári. Það er nauðsynlegt að fræðsla og umræða um trúmál haldi áfram eftir fermingu." Hvert er þitt höfuðmarkmið í þessu starfi? „Ég ætla að reyna að nota hvern dag vel og rækja þá sem ég er að vinna með. Ég mun reyna að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í samfélaginu og fá kirkjuna til að bregðast við því. Við erum að vinna að mörgum góðum hugmyndum. Ég vonast til þess að geta látið rödd kirkjunnar hey- rast þegar kemur að málefnum unglinga. Framtíðin liggur auð- vitað í þessari kynslóð sem er að vaxa úr grasi.“ Hvernig er hægt að efia áhuga ungmenna á kirkjunni og trúarstarfi? „Ég sé það fyrst og fremst þannig að þeir sem starfa í ungl- ingastarfí innan kirkjunnar komi öðram fyrir sjónir sem áhugavert fólk og góðar fyrir- myndir. Trú verður alltaf kynnt maður á mann og af ávöxtunum þekkjast trén. Það er mikill áhugi fyrir því að auka sam- starfið við Iþrótta- og tóm- stundaráð, Útideildina, Hitt hús- ið, Ungliðahreyflngu Rauða krossins, Amnesty International ►Haukur Ingi Jónasson er fæddur 9. ágúst 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1986 og stundaði nám í viðskiptafræði í Bandaríkjun- um 1987-88. Hann lauk kandi- datsprófi frá Guðfræðideild Háskóla íslands árið 1994, en hefur auk þess sótt námskeið í heimspeki við Háskólann. Sl. tvö ár hefur Haukur starf- að að safnaðarmálum í Lang- holtskirkju. og fleiri samtök. Það er býsna stór hópur af unglingum sem starfar innan kirkjunnar núna.“ A kirkjan erindi við fólk í nútímaþjóðfélagi? Er ekki raun- hæfara að leggja áherslu á krist- inn siðaboðskap, frekar en trú á það sem stendur í Biblíunni? „Við trúum náttúralega ekki á Biblíuna, við trúum á Guð, en Biblían er helsta uppspretta þessarar trúarhefðar og enda- laus hvatning og örvun til þess að skoða sjálfan sig og samfé- lagið. Gallinn er sá að fólk les ekki Biblíuna og kann kannski ekki að lesa hana og slítur þá jafnvel hluti úr samhengi. Bibl- ían er náttúralega stórmerkileg bók, eins og sést á bókmennta- hefð Vesturlanda, það er alltaf verið að vitna í hana. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að kynna okkur Bibl- íuna á eðlilegan hátt, eins og við þurfum að kynnast öðrum höfuðstoðum okkar menningar, t.d. heim- speki og bókmenntum. Það er alveg ljóst að það er ekki hægt að slíta siðaboðskap kristninnar úr sam- bandi við trúna. Það er mjög umdeilt í siðfræðinni að hve miklu leyti siðfræði verði byggð upp án trúarvitundar. Ég álít sjálfur að siðfræði án trúar sé innantóm þegar allt kemur alls. Siðferðið birtir trú þína. Ég hef engar áhyggjur af framtíð kirkjunnar. Kirkjan stendur á tímamótum og þarf að sanna sig núna, en möguieik- ar hennar eru miklir og nú er lag. Ef kirkjan rækir þjónustu- hlutverk sitt kemur hitt af sjálfu sér.“ „Ég hef engar áhyggjur af framtíð kirkj- unnar“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.