Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ± PRÓFANÁM Á HAUSTÖNN Öldungadeild NÝJAR NÁMSGREINAR Sálarfræði 113: Skynjunar- og auglýsingasálfræði. Efni áfangans er skynjun, skynferli og auglýsingasálfræði. Auglýsingar veröa teknar fyrir, dæmigerð auglýsingatækni rædd og algengustu auglýsinga- brellur kannaöar. Kennari: Oddur Albertsson. Kvikmyndafræði 102: Kvikmyndarýni. Efni áfangans er kvikmynd- in, saga hennar, eðlisþættir og áhrif. Kennari: Oddur Albertsson. Hollenskar bókmenntir: Góð kunnátta í hollensku nauðsynleg. Kennari: Ida Semey. Kennsla fer fram í Miöbæjarskóla. Skólagjöld miöast við kennslustundafjölda og er haldiö í lágmarki. INNRITUN fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 31. ágúst og 1. september 1995 frá kl. 17.00 til 20.00. Kennsla hefst 11. september. Stórglæsileg 4ra herb. íbúð í Jörfabakka 22. Ný eldhúsinnr. Parket. Verð 7,2 millj. Áhv. 4 millj. hagst. lán. Mögul. að taka bíl og/eða hesthús og/eða minni íbúð uppí og/eða hag- stæða greiðsluskilmála. Jón Egilsson, hdl., Knarrarvogi 4, sími 568 3737. Til sölu í Hafnarfirði Suðurgata. Vandað steinhús. 4ra herb. íb. á efri hæð og 2ja herb. íb. á neðri hæð. Bílskúr. Verð 12,0 millj. Laufvangur. Falleg 4ra-5 herb. íb. Verð 7,8 millj. Hellisgata. Gott og vandað tvíbýlishús. 66 fm íb. á jarðh., 145 fm íb. á hæð og í risi. Bílskúr. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Sýnishorn úr söluskrá ★ Geggjaður skyndibitastaður í Hafnarfirði. ★ Söluturn með stækkunarmöguleika. ★ Þekkt kvenfataverslun í Hf. Gott verð. ★ Hárprúð hársnyrtistofa. Mikil vinna. ★ Lítil heildverslun með sérvörur. ★ Einsmanns innrömmunarfyrirtæki. ★ Þekkt stór sólbaðstofa. Nýl. bekkir. ★ Framköllunarfyrirtæki í stóru hverfi. ★ Þekkt tölvuforrit. Tryggar tekjur. ★ Trésmíðaverkstæði í framleiðslu. ★ Frábær lítil járnsmiðja með eigin innflutning. ★ Stórt vélaverkstæði á Norðurl. Næg vinna. ★ Glæsileg prjónastofa á Norðurlandi. ★ Sælgætisverslun sem vantar vídeó. ★ Þekkt snyrtivöruverslun við Laugaveg. ★ Pylsuvagn þar sem fólkið er um helgar. ★ Lftil blómabúð í miðborginni. ★ Stór pitsastaður með mikla veltu. ★ Hlutabréf í byggingafyrirt. Mikið bókfært tap. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Kjonrizig]]im3íis T SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REVNIR ÞORGRÍMSSON. FRÉTTIR Þreyttir á smá- flokkatilverunni Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gests- son eru ákveðnir í að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að sameina jafnaðarmenn af öllu tagi. Páll Þórhallsson sat líflegan fund Alþýðubandalagsins í Reykjavík ALÞÝÐUFLOKKSMENN og alþýðubandalagsfólk var áberandi í Kornhlöðunni en einnig voru þar ýmsir aðrir áhugamenn um stjórnmál. „ÞETTA er sennilega í fyrsta sinn sem ég mæti á fundi hjá Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík í tæþ þijá- tíu ár. Ekki seinna vænna að maður segi takk fyrir síðast," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins. Vísaði hann þannig til sögulegs klofningsfundar í Tóna- bíói í apríl 1967. Það var Alþýðu- bandalagið í Reykjavík sem efndi til fundarins á mánudagskvöld, ekki í Tónabíói eins og sumir höfðu á orði að hefði verið vel til fundið, heldur á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti í Reykjavík. Tilefnið var útgáfa bók- ar Svavars Gestssonar þingmanns Alþýðubandalagsins, Sjónarrönd: Jafnaðarstefnan, viðhorf. Hafði Jón Baldvin verið fenginn til að ræða um bókina við höfundinn. Fundarsal- urinn var fullur út úr dyrum og var þar margt frammámanna úr Aiþýðu- flokki og Alþýðubandalagi auk fé- laga í Þjóðvaka og Kvennalistanum. Jón Baldvin flutti í upphafi klukkustundar langa framsöguræðu þar sem hann ræddi hugmyndir sín- ar um jafnaðarstefnuna með tilvísun til bókar Svavars Gestssonar. Svavar svaraði fyrir sig í öllu styttra máli. Síðan svöruðu framsögumenn fyrir- spurnum og kom Guðrún Helgadótt- ir fundarstjóri í veg fyrir öll undan- brögð í því efni. Pólitísk staðsetningartilraun Þótt bók Svavars sem kom út í vor væri tilefni fundarins var um- ræðan engan veginn bundin við hana, miklu nær væri að segja að samband Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags í blíðu og stríðu hafi ver- ið meginéfni fundarins. Það fór þó ekki hjá því að framsögumenn skipt- ust á skoðunum um bókina sjálfa. Kom fram að Jón Baldvin hefði skrif- að þrjár greinar í Alþýðublaðið um bók Svavars, greinar sem hann kysi að kalla „Bak við sjónarrönd". Jón Baldvin sagði bókina virðingarverða tilraun. Þar væri lýst raunverulegum þjóðfélagsvanda þótt Jón Baldvin væri ekki sammála leiðunum sem Svavar vildi fara til lausnar honum. Hún væri þó að sumu leyti þver- sagnakennd. Svavar viðurkenndi að þversagnir væru í bókinni en það stafaði kannski af því að pólitíkin sem slík væri alltaf mótsagnakennd. Eins sagðist hann sjá eftir því að hafa ekki haft bókina ítarlegri. Hugsunin hefði þó verið sú að hafa hana í aðgengilegu formi. Auðheyrt var að Svavar var ánægður með viðbrögð Jóns Bald- vins og Alþýðublaðsins við bókinni. Tilgangurinn hefði verið að vekja umræður og það hefði tekist. Bók- inni hefði verið hnyttilega lýst er leiðarahöfundur Alþýðublaðsins kallaði hana pólitíska staðsetning- artilraun. Svavar var ekki eins ánægður með ritdóm Ólafs Þ. Harð- arsonar stjórnmálafræðings sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Olafur talaði þar um draumsýnir en Svavar spurði hvert ætti eiginlega að vera hlutverk stjórnmálamanns ef hann reyndi ekki að hugsa fram í tímann. „Eini kosturinn sem hann sá á bókinni var sú að hún væri falleg og prentvillu- Iaus.“ Ríkisstjórnin með Davíð Jón Baldvin rakti ítarlega sögu vinstri hreyfingar á Islandi og 'ástæður þess að hér væri ekki einn sterkur jafnaðarmannaflokkur eins og í nágrannalöndum. Þær spurning- ar hlytu að vakna hvort forsendur ágreinings sósíalista og jafnaðar- manna væru enn fyrir hendi en það væri fyrst og fremst hinna fyrr- nefndu að svara því. „Haldið þið að við hefðum myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni 1991 ef Alþýðu- bandalagið hefði verið búið að hugsa tii enda afstöðu sína til EES?“ spurði Jón Baldvin. „Ríkisstjórn hefðum við aldrei myndað með Davíð Oddssyni ef að við hefðum þóst getað haft það tryggt í samvinnu við Alþýðu- bandalag, Framsóknarflokk og Kvennalista að það mál hlyti tryggan framgang í áframhaldandi sam- starfi. Ég nefni þetta vegna þess að það skiptir auðvitað sköpum að gera upp hluti. Það skiptir sköpum vegna þess að hinn pólitíski ágrein- ingur snýst um mál fyrir mál og við getum rakið söguna í gegnum þessi ágreiningsmál. Draumurinn um meiri áhrif jafnaðarmannahreyfing- arinnar á Islandi, draumurinn um stóran jafnaðarmannaflokk, sem ég leyfi mér að slá föstu að við deilum, hann mun ekki rætast nema við ræðum til enda þau stóru viðfangs- efni sem við þurfum að afgreiða og útkljá og sem við berum ábyrgð á gagnvart okkar þjóð. Ef við erum ósammála í grundvallaratriðum þá munum við ekki ná saman. Ef þessi fundur er byijun að samtali um málefni og gæti leitt til þess að ágreiningsefnum yrði fækkað þá hefur hann náð tilgangi sínum.“ Hef enga fortíð að veija Svavar sagði að það hefði alls ekki staðið til með bók sinni að kafa í fortíðina. „Ég hefði auðvitað getað fjallað um þessi fortíðarvandamál. Eg hefði auðvitað getað farið yfir þessa hluti varðandi kommúnista og sósíaldemókrata, Sovétríkin og allt Reglugerð um snjóflóðavarnir Gagnrýni matsmannanna kom ráðherra á óvart PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segir að gagnrýni Mats- mannafélags íslands og annarra aðila á reglugerð um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, sem hann undirritaði 2. ágúst sl., hafi komið sér á óvart. „Reglugerðin var búin að vera í allnokkurn tíma í undirbúningi og ég hélt þegar ég gekk frá henni að allir væru sáttir við að hafa hana með þessum hætti, og að allir væru búnir að gera þær athugasemdir sem þeir vildu,“ segir Páll. Hann segir að gagnrýnin verði skoðuð og litið verði á hvort ástæða þyki að breyta reglugerðinni með tilliti til þeirrar gagnrýni sem komið hafi fram, án þess þó að gefa fyrir- heit um að svo verði. „Þessi mál eru vandasöm og allt- af einhver matsatriði hvernig með- höndla á þá þætti sem reglugerðin ljallar um,“ segir Páll. Hörð gagnrýni Matsmannafélag íslands gagn- rýndi ýmsa þætti reglugerðarinnar harðlega, meðal annars að bóta- greiðslur miðist við brunabótamat og telur félagið að frekar eigi að bæta húseigendum eignir á mark- aðsverði sem endurspegli raunveru- legt verðmæti fasteignar. Reglu- gerðin feli í sér mismunun. Einnig er bent á að gatnagerðargjöld sveit- arfélags ættu aldrei að vera hluti af bótagreiðslum ofanflóðasjóðs. Ennfremur sé hætta á misræmi í mati vegna óljósra reglna um dómskvaðningu matsmanna, og hagsmunaárekstrum vegna ákvæða um að sveitarstjórnir semji um kaup á eignum kjósenda sinna fyrir ié úr sjóði sem geymir almannafé. Páll segir að gagnrýnin sé nú í athugun innan ráðuneytisins og þess sé að vænta að tekin verði afstaða til hennar fljótlega. Ákvörð- un um breytingar liggi þó ekki fyr- ir nú. I i í 4 i i i i < ( ( ( r í < ti i < i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.