Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Blettaskoðun á Akureyri FRÁ árinu 1991 hafa Krabba- meinsfélag Akureyrar og ná- grennis, Félag íslenskra húð- lækna og Heilsugæslustöðin á Akureyri sameinast um þjón- ustu við almenning, sem felst í því að bjóða upp á fría skoðun á blettum á húð, sem fólk hefur áhyggjur af. Eins og kunnugt er hefur tíðni húðkrabbameins aukist síðustu áratugi. Ár hvert eru skráð meira en þijátíu ný til- felli af húðkrabbameini hér á landi. Mikilvægt er að fara ti! læknis ef fram koma breytingar á húð, eins og blettir sem stækka, eru óvenjulega litlir eða breytast og sár sem ekki gróa. Á fiestum heilsugæslustöðvum og í mörgum apótekum er hægt að fá fræðslurit um húðkrabba- mein, sem gefið var út árið 1990. Skoðunin hefur venjulega farið fram að vori en að þessu sinni verður boðið upp á hana föstudaginn 1. september á Heilsugæslustöðinni á Akur- eyri. Skoðunin er fólki að kostn- aðarlausu en nauðsynlegt er að panta tíma á Heilsugæslustöð- inni miðvikudaginn 30. og fimmtudaginn 31. ágúst í síma 462 2311. (Fréttatilkynning) Hákarla- þjófnaður LÖGREGLAN á Akureyri er nú með hákarlahvarf til rannsókn- ar en síðastliðið mánudagskvöld barst tilkynning um að 100 kg af hákarlabeitu, alls 35-37 stykkjum, hefði verið stolið af hjöllum vestan við Krossanes. Að sögn varðstjóra hjá lög- reglunni hefur þjófnaðurinn sennilega átt sér stað um síð- ustu helgi. Tjónið er metið á um 100 þúsund krónur. Laus úr haldi KARLMAÐURINN sem hnepptur var í gæsluvarðhald á Akureyri vegna rannsóknar á dauða manns hefur verið látinn laus. Eftir rahnsókn og krufningu telur rannsóknarlögreglan full- víst að ekkert saknæmt hafí átt sér stað og var manninum því sleppt eftir vikudvöl í fanga- geymslum, en gæsluvarðhalds- úrskurðurinn gilti í allt að tvær vikur. tpsr Akureyrarbær ™ Höepfnerssvæði, aðalskipuiagsbreyting Með tilvísun til 17. og 18. greinar skipulagslaga aug- lýsir Akureyrarbær hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010. Breytingin á við svæði milli Hafnarstrætis og Drottningarbrautar, frá Aðalstræti í suðri aö nýjum gatnamótum Hafnarstrætis og Drottningarbrautar í norðri. Skipulagsbreytingin felur í sér að vest- urhluti Höepfnerssvæðis, sem nú er skipulagt svæði fyrir almenna atvinnustarfsemi, verði skilgreindur sem svæði með blandaðri landnotkun, þ.e.a.s. verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði. Heimilt verði að nýta lóðirnar Hafnarstræti 24, 28 og 30 að hluta eða öllu leyti undir íbúðarhús. Austurhluti svæðisins, lóðirnar Hafnarstræti 22, 26, 32 og 34, verður áfram skilgreindur sem almenn atvinnu- starfsemi. Deiliskipulag svæðisins og skipulagsákvæði lóðanna svo sem húsagerð, húsastærðir og útlitsákvæði verða í öllum meginatriðum óbreytt að ööru leyti. Breytingartillagan, uppdráttur og greinargerð, liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 8 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 25. október, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 25. október 1995. Þeir, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna skipulagsgerðarinnar, er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests, ella teljast þeir samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar. Leikárið að hefjast hjá Leikfélagi Akureyrar LEIKHÚSSTJÓRI, leikarar og annað starfsfólk Leikfélags Ak- ureyrar efndi til kynningar á komandi leikári á blaðamanna- fundi nú í vikunni. Viðar Egg- ertsson leikhússtjóri sagði að framundan væri ævintýraferð á listavetri og þótt Leikfélag Akur- eyrar nyti ekki sambærilegra styrkja og hin atvinnuleikhúsin þá væri ekki ætlunin að hörfa heldur sækja fram með ögrandi og metnaðarfullu leikhúsi. Viðar lagði áherslu á hreyfan- leika í leikhúsinu, það þyrfti að vera síbreytilegt til að geta þroskast. Hann vill fá listræna sljórnendur viða að og verður svo í vetur. Einnig eru ýmsar mannabreytingar frá síðasta leikári og önnur stefna en þá ríkti. Það er t.a.m. frekar óvenju- legt að félagið selji aðeins upp þijú verk á leikári en á móti kemur að gengið hefur verið til samstarfs við þijú áhugaleikfé- Iög um barnasýningar í Sam- komuhúsinu í vetur. Þijú leikrit fyrir börn Furðuleikhúsið mun frumsýna nýtt barnaleikrit 17. september í samstarfi við LA. Þetta er leikrtið Bé tveir eftir Sigrúnu Eldjárn í leiksljórn Soffíu Jak- Börnum gert hátt undir höfði obsdóttur. Mörg börn kannast við geimstrákinn Bé tvo i bókar- formi en hann ferðast til jarðar og kynnist þar systkinunum Áka, Búa og Lóu. Síðar í vetur sýnir Möguleik- húsið leikritið Ævintýrabókina. Höfundur og leikstjóri er Pétur Eggerz. Þar segir frá Dóru sem dregst inn í ævintýri með Rauð- hettu, úlfinum, Oskubusku, Mjallhvíti, Stígvélaða kettinum og fleiri ævintýrapersónum. Að lokum fá börnin sýningu frá Þjóðleikhúsinu sem gekk vel á síðasta leikári. Þetta er Loft- hræddi örninn hann Orvar eftir Lars Klinting. Leikgerð unnu Peter Engkvist og Stalle Ahrre- man og er sá fyrrnefndi Ieik- sljóri. Leikfélag Akureyrar frumsýn- ir Drakúla eftir Bram Stoker föstudaginn 13. október. Leik- stjórinn Michael Scott vann þessa leikgerð sérstaklega fyrir LA og verður sýningin hluti af írskri menningarhátíð á Akureyri í haust. Jólaverkefni félagsins er leik- verkið Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í leikstjórn Hauks J. Gunnarssonar. Þetta er eitt af frægustu leikhúsverkum aldarinnar og aðalhlutverkin draumur margra leikara og leik- kvenna. Eftir blóðuga byijun og losta- fullan millikafla tekur gamanið völdin hjá Leikfélagi Akureyrar. Einar Kárason og Kjartan Ragn- arsson hafa sett saman gaman- leik fyrir félagið þar sem ýmis þekkt klúðurmál í samfélaginu eru tvinnuð saman. Vinnuheiti verksins er Heima er best. Nýir leikarar á föstum samn- ingi hjá LA í vetur eru Guðmund- ur Haraldsson, Skúli Gautason og Valdimar Örn Flygenring. Aðrir fastráðnir leikarar eru Aðalsteinn Bergdal, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sunna Borg og Þrá- inn Karlsson, en Þráinn er í árs- leyfi. Þá verða lausráðnir leikar og gestaleikarar í ýmsum hlut- verkum hjá LA í vetur. Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar frá Vöku-Helgafelli • • Ollum skól- um á Akur- eyri gefið eintak í GÆR var athöfn í Davíðshúsi á Akureyri í tilefni af útgáfu Vöku- Helgafells á Ljóðasafni Davíðs Stefánssonar í fjórum bindum. Við það tækifæri afhenti Ólafur Ragnarsson framkvæmdastjóri forlagsins nemendum á Akureyri eintök af safninu og einnig fékk sjö mánaða gamall drengur ljóða- safnið að gjöf. Þórður Mar Árnason er sjö mánaða Akureyringur, fæddur 21. janúar síðastliðinn eða á ald- arafmæli Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Fulltrúum Vöku- Helgafells þótti viðeigandi að færa snáðanum hið nýja ljóðasafn að gjöf. Bókaforlagið gaf líka öllum þeim níu skólum sem starf- ræktir eru á Akureyri eintök af Morgunblaöio/btelán Pór bæmundsson NEMENDUR úr grunnskólum og framhaldsskólum Akureyrar tóku við gjöfinni frá Vöku-Helgafelli. Þórður Mar Árnason, sjö mánaða gamall snáði, fékk einnig ljóðasafn að gjöf en hann fædd- ist á aldarafmæli Davíðs Stefánssonar. Ijóðasafninu og veittu fulltrúar nemenda gjöfinni viðtöku. Ljóðasafnið er heildarútgáfa á ljóðum Davíðs og gefið út í til- efni af aldarafmæli skáldsins. Það er í fjórum bindum og rúmar 1000 blaðsíður að stærð. Um kvöldið var dagskrá í Dav- íðshúsi á vegum Vöku-Helgafells og Akureyrarbæjar. Óskar Pét- ursson söng lög við ljóð Davíðs, Rósa Guðný Þórsdóttir las úr verkum hans og Pétur Már Ólafs- son sagði frá þessum heiðurs- borgara Akureyrar og skáldskap hans. Aðalfundur Eyþings í Reykjahlíð YFIRFÆRSLA grunnskól- ans til sveitarfélaganna verð- ur helsta umræðuefnið á aðalfundi Eyþings 1995 sem haldinn verður í grunnskólan- um í Reykjahlíð fimmtudag- inn 31. ágúst og föstudaginn 1. september. Eyþing er samband sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og var það sett á lag- girnar þegar Fjórðungssam- bandi Norðlendinga var skipt í tvennt eftir kjördæmunum. Á fimmtudaginn eru öll venjuleg aðalfundarstörf og kosningar á dagskrá svo og afgreiðsla nefndarálita. Einn- ig verður fjallað um uppbygg- ingu raforkukerfisins og gjaldskrár fyrir raforku. Á föstudaginn munu Einar Njálsson formaður stjórnar Eyþings og Hjalti Jóhannes- son framkvæmdastjóri kynna tillögu stjórnar sambandsins um skólaþjónustu í kjölfar yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga ræðir um verkefnis- stjórn við yfirfærsluna og Trausti Þorsteinsson fræðslu- stjóri tekur verkefni fræðslu- skrifstofa fyrir. Þá verður kynning á Kenn- arasambandi íslands, Félagi skólastjóra á Norðurlandi eystra og Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga. Ljósmyndir á Hótel Ólafsfirði SÝNING á ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins, Lífið í landinu, hefur verið sett upp í Hótel Ólafsfirði. Verður sýningin opin þar fram yfir helgi. Á sýningunni eru 30 verð- launamyndir úr ljósmynda- samkeppni fréttaritara Morg- unblaðsins. Meðal annars er þar mynd eftir Svavar B. Magnússon ljósmyndara blaðsins á Ólafsfirði. Myndir eru fjölbreyttar að efni, af vettvangi frétta og af fólki í leik og starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.