Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 13 LANDIÐ Q beneft on Fjórir vilja stöðu spari- sjóðssljóra í Súðavík ísafirði - Pjórar umsóknir bárust um stöðu sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Súðavíkur sem auglýst var laus til umsóknar fyrir um tveimur vikum. Umsóknarfrestur um stöð- una rann út á föstudag og er gert ráð fyrir að nýr sparisjóðsstjóri verði ráðinn á morgun, fimmtudag. Að sögn Óskars Elíassonar, for- manns stjórnar Sparisjóðsins, ósk- uðu allir umsækjendur nafnleynd- ar. „Við munum funda um um- sóknirnar í dag, miðvikudag, og ég vona að hægt verði að ganga frá ráðningunni á morgun, fimmtudag." Að sögn Óskars mun Sparisjóður Súðavíkur verða áfram með útibú á ísafirði næsta vetur, en það var sett á laggirnar síðast- liðinn vetur í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á þorpið í janúar. Baldur Daníelsson, sem hefur gegnt starfi sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Súðavíkur um tveggja ára skeið, hefur verið ráðinn útibús- stjóri íslandsbanka á Blönduósi og mun hann taka við því starfí 1. október nk. Er gert ráð fyrir að hinn nýi sparisjóðsstjóri í Súðavík taki við af Baldri á sama tíma. SÍÐUSTU DAGAR (TALSKUR GÆÐAFATNAÐUR Á EINSTÖKU VERÐI Lífræn rækt- un á heilsu- stofnun Hveragerði - Vottunarstofan Tún veitti nýverið Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði staðfestingu á því að þar fari fram lífræn ræktun. Það að Náttúrulækningafélag íslands stundi lífræna ræktun er ekki nýtt af nálinni því allt frá stofnun Heilsuhælisins i Hveragerði árið 1955 hefur þar verið ræktað grænmeti og aðrar nytjajurtir án aukaefna. En nú hefur það loks verið staðfest af viðurkenndum aðila að öll rækt- un við HNLFÍ sé lífræn. Að sögn Hjartar Benediktssonar, garð- yrkjusljóra HNLFÍ, felur lífræn ræktun það í sér að enginn tilbú- inn áburður er notaður við ræktunina og engin eiturefni koma nálægt plöntunum. „Eg nota alls konar lífrænan áburð á plönturnar svo sem þörunga- og kjötbeinamjöl, samhaug og hrossaskít. Þrátt fyrir að ekki sé notaður neinn tilbúinn áburð- ur vex grænmetið hér mjög vel og uppskeran er svipuð og hún væri þótt hér væri notaður tilbú- inn áburður.“ Það grænmeti sem ekki nýtist stofnuninni er selt í verslanir og veitingahús og verða allar afurðir frá HNLFÍ héðan í frá merktar sem lífrænt ræktaðar. Vottunarstofunni Túni er ætl- að að annast eftirlit og vottun fyrir lífræpa framleiðslu. Tún er í eigu sveitarfélaga á Suður- landi og í Eyjafirði. Vottunar- stofan Tún hefur fram að þessu staðfest að lífræn ræktun fari fram á tólf býlum og þjá einu fyrirtæki hér á landi. Breska fyrirtækið „Soil association“ að- stoðar Tún við að koma upp vottunarkerfi hér á landi og er merki þess fyrirtækis notað á þær vörur sem hljóta staðfest- ingu Túns á því að vera lífrænt ræktaðar. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÞÁTTTAKENDUR á foreldraþingi Heimilis og skóla sem haldið var á Eiðum. Samtökin Heimili og skóli þinga á Eiðum Egilsstöðum - Um helgina var haldið foreldraþing á Eiðum á veg- um samtakanna Heimili og skóli. Þátttakendur voru um 40 talsins bæði foreldrar og börn. Fyrirlestra fluttu Þóroddur Helgason, skólastjóri á Reyðarfirði, og talaði hann um flutning grunn- skólans yfir til sveitarfélaganna, Guðmundur Ingi Sigbjömsson, skólastjóri Heppuskóla á Höfn, flutti fyrirlestur sem bar yfirskrift- ina „Tungumálakennsla við hæfi hvers nemanda". Þar sagði Guð- mundur frá árangursríkum náms- aðferðum í dönskukennslu sem stjórnendur skólans þar hafa verið að þróa undanfarin ár. Þar eru gamlar kennsluaðferðir eins og t.d. að allir fari í gegnum sama náms- efni á sama tíma, lagðar á hilluna og teknir upp nýir kennsluhættir sem miða að því að hver nemandi fái námsefni við sitt hæfi og fari í gegnum það á þeim hraða sem honum hentar. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi á Barnaverndarstofu, ræddi um það hvort uppeldi komi af sjálfu sér. Þar kom hún inn á þroska barna á grunnskólastigi, mikilvægi þess að gefa börnunum tíma og svo ræddi hún um fjölskyldur og þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað á undanförnum árum og áratugum á fjölskyldunni en fjölskylduform á Islandi í dag eru um 40 talsins. Foreldrum var skipt í þrjá um- ræðuhópa og flallaði einn hópur um sveitaskólann, heimavist og skóla- akstur. Annar hópur ræddi um skipulag og rekstur foreldrafélaga og foreldraráða en í grunnskólalög- um eru ný ákvæði um foreldraráð. Þriðji hópurinn tók fýrir líðan barna í skólum, einelti o.fl. Þar var sér- staklega tekið fyrir hvernig tekið er á móti nýjum nemendum inn í skólana, hvort sem þeir eru að hefja grunnskólanám eða koma aðfluttir til að hefja nám í nýjum skóla. Að endingu flutti Unnur Halldórsdóttir, formaður samtakanna, erindi um það hvemig ber að leysa ágreining sem upp kemur milli heimila og skóla, en samtökin eru nú að gefa út bækling um þau mál sem sendur verður út á næstunni. Morgunblaðið/Sigurgeir FULLTRÚAR ísmenntar og Tölvunar er nýja svæðismiðstöðin í Eyj- um var opnuð. Frá vinstri; Jón Eyfjörð, Sigurður Hrafnkelsson, Þor- 0 valdur Arnarsson og Davíð Guðmundsson. ísmennt opnar svæð- ismiðstöð í Eyjum Vestmannaeyjum - ÍSLENSKA menntanetið, Ismennt, sem hefur undanfarin fimm ár rekið Alnets- þjónustu fyrir menntastofnanir, fyr- irtæki og almenning, hefur opnað svæðismiðstöð fyrir Suðurland, sem er staðsett hjá Tölvun í Vestmanna- eyjum. Svæðismiðstöðin í Eyjum er fjórða miðstöðin sem Islenska menntanetið opnár en áður hafa verið opnaðar miðstöðvar á Akur- eyri, í Reykjavík og á ísafirði. ísmennt hefur á undanfömum mánuðum undirbúið landsnet þar sem markmiðið er að allir landsmenn geti tengst Alnetinu á innanbæjarsí- magjaldi en þar til svæðismiðstöðv- amar komu til varð landsbyggðar- fólk að greiða langlínugjald ef það tengdist Alnetinu. Samstarf hefur tekist um rekstur svæðismiðstöðvar- innar í Eyjum milli ísmenntar og Tölvunar, sem felur í sér að Tölvun hýsir þann búnað sem til þarf og sér um að þjónusta notendur á svæðinu auk markaðs- og sölustarfs. Fulltrúar Tölvunar og ísmenntar héldu kynningu á Alnetinu og notk- unarmöguleikum þess í húsnæði Tölvunar við Strandveg er svæðis- miðstöðin var opnuð. Sögðu þeir að með tilkomu miðstöðvarinnar myndi verða sparnaður hjá notendum nets- ins á Suðurlandi sem næmi hundruð- um þúsunda eða jafnvel milljónum á ári. Nefndu þeir sem dæmi um kostnaðarlækkunina að með tilkomu miðstöðvarinnar í Eyjum hefði kost- að 249 krónur fyrir Sunnlendinga að tengjast netinu í klukkutíma en nú yrði kostnaðurinn aðeins 50 krón- ur á tímann. Davíð Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tölvunar, sagði að það sem einnig væri merkilegt við svæði- smiðstöðina, sem staðsett er í Tölv- un, væri að fyrirtæki í Vestmanna- eyjum væri farið að þjónusta aðila uppi á landi sem væri góð þróun því hingað til hefði dæmið yfirleitt snúið þannig að Eyjamenn hefðu þurft að leita eftir nær allri þjónustu frá landi. „Við erum með þessu loksins farin að flytja út þjónustu í stað þess að flytja hana inn til okkar,“ sagði Davíð. HJÖRTUR Benediktsson garðyrkjustjóri tekur við staðfesting- unni frá starfsmönnum Túns. Frá vinstri: Gunnar Á Gunnarsson framkvæmdasljóri Túns, Hjörtur Benediktsson, Guðrún Hall- grímsdóttir, varaformaður Túns, og Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri heilsustofnunarinnar. ísafjarðarsýslur Nýtt hafn- arsamlag í burðarliðnum ísafirði - SVEITARSTJÓRNIR á norðanverðum Vestfiörðum liafa að undanfömu haldið tvo fundi um stofnun sameiginlegs hafnarsamlags sem sjá mun um rekstur og stjómun hafnanna frá Þingeyri og norður til Súða- víkur. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar höfuðstöðvar hafnarsamlagsins verða en það mun væntanlega verða afráðið innan skamms tíma, enda standa vonir manna til að af stofnun samlagsins geti orðið á næstu vikum. „Við höfum haldið tvo við- ræðufundir um stofnun hafn- arsamlags hafnanna í ísafjarð- arsýlsu og þær viðræður hafa gengið vel að mínu mati. Það hafa verið ákveðnar áframhald- andi viðræður og stefna hefur verið tekin á að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma, jafnvel nokkrum vikum. Slíkt hafnar- samlag hefur marga kosti í för með sér. Með tilkomu jarðgang- anna breytist allt hjá okkur og því er stofnun samlagsins spor í rétta átt. Eftir stofnunina skiptir ekki máli hvar skip leggja upp því allar tekjur fara í “sama pottinn en fyrst og fremst er þetta kostur til þess að hafnimar geti lifað af í fram- tíðinni,“ sagði Kristján Jóhann- esson, sveitarstjóri á Flateyri, í samtali við blaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.