Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 17 Andófsmaðurinn Harry Wu ræðir um veru sína í kínversku fangelsi „Stundum þarf að ljúga að lygurum“ KÍNVERSK-bandaríski andófs- maðurinn Harry Wu, sem var rek- inn frá Kína í síðustu viku, segir að á meðan hann var í fangelsi í Kína hafi hann haldið andlegri heilsu með því að skora á þá sem yfirheyrðu hann í sálræn einvígi og hugsa ekki um frelsi. „Ég reyndi að forðast hugsanir um Bandaríkin, konu mína og fjöl- skyldu - ég vissi að ef ég leiddi hugann að slíku væri úti um mig,“ sagði Wu. Hann kom heim til sín á fimmtudag í síðustu viku, eftir að hafa verið rekinn frá Kína. Skömmu áður hafði kínverskur dómstóll dæmt hann í 15 ára fang- elsi fyrir njósnir. Wu er bandarískur ríkisborgari. í 19 ár var hann í kínverskum vinnubúðum áður en hann fluttist til Bandaríkjanna 1985. Á fundi sem hann átti með fréttamönnum á heimili sínu í Milpitas, suður af San Francisco, sagði hann að það fyrsta sem hann hefði gert eftir heimkomuna hefði verið að biðja konuna sína, Ching Lee Chen, að giftast sér aftur. „Ég játaði fyrir konunni minni,“ sagði Wu. „Ég sagði: Ég hugsaði ekki mikið um þig vegna þess að ef ég hugsaði mikið um þig hefði ég gengið af vitinu. Ég hefði þurft að búa mig undir að deyja.“ Wu sagðist aldrei hafa verið barinn eða líkamlega pyntaður á annan hátt á meðan hann var í haldi. Hins vegar hefði hann stöð- ugt verið undir sálrænu álagi af hálfu þeirra sem yfirheyrðu hann og gættu hans. Þeir hefðu verið inni í herbergi hans dag og nótt. Lygar frá fyrsta degi Hann var handtekinn 19. júní þegar hann fór til Kína yfir landa- mærin frá Kazakstan, í fjórðu leynilegu ferð sinni til þess að rannsaka fangelsismál í Kína. Frá því hann var handtekinn karpaði hann við lögreglumenn og reyndi að sannfæra þá um að hann væri reiðubúinn að játa á sig afbrot sem hann hefði ekki framið. „Kínvetjarnir fóru með lygar frá fyrsta degi,“ sagði Wu. „Ég hlaut að gjalda líku líkt.“ Hann bætti við: „Ef maður skil- ur hvað kommúnistar í Kína eiga við með orðinu ,játning“ verður manni ljóst hvað var á seyði. Það er satt að í skýrslum um mig eru svo og svo margar ,játningar“. En ég verð að segja, hvers vegna skyldi maður vera heiðarlegur við lygara? Undir ákveðnum kringum- stæðum hlýtur maður að ljúga að lygurum.“ Reyndi að vinna tíma Wu sagðist fljótlega hafa komist að þeirri niðurstöðu að Kínveijar hefðu einungis átt um tvo kosti að velja. Bijóta hann niður eða Reuter HARRY Wu ræðir við fréttamenn á heimili sínu í Milpitas. láta hann lausan vegna alþjóðlegs þrýstings. En vandinn hefði verið sá, að sökum einangrunar í klefa í borg- inni Wuhan í Mið-Kína, hefði hann ekki gert sér nokkra grein fyrir því hvort handtaka hans hefði vald- ið einhveijum úlfaþyt erlendis. Þess vegna hefði hann orðið að reyna að vinna tíma og vona að málstaður hans færi batnandi handan fangelsismúranna. „Svo að ég sagði til að byija með: Hvað viljið þið? Hérna er ég eins og kjötlæri á skurðarbretti. Þeir sögðu: Já, en það er bein í þér, rétt? Og ég svaraði: Fariði varlega, bein getur brotið hníf.“ Þannig liðu margar vikur. Lög- reglumennirnir sögðu: Ekki hugsa um að þú sér Bandaríkjamaður. Mundu að við sigruðum Bandaríkin í Kóreu. Wu sagði að lögreglumennirnir hefðu stöðugt spurt: Hver eru tengsl þín við bandaríska þingið? Hvaða vini áttu innan Bandaríkja- stjórnar? Hver eru tengsl þín við [bandarísku sjónvarpsstöðina] CBS og [breska ríkisútvarpið] BBC? Wu vann áður við gerð heim- ildamynda um kínverskar vinnu- búðir. Hann sagði að á endanum hafi Kínveijarnir látið hann hafa les- efni, þar á meðal Gamla manninn og hafið eftir Ernest Hemm- ingway, Moby Dick eftir Herman Melville, og eintak af International Herald Tribune. Fyrsta vísbendingin Þótt lögreglumennirnir hefðu grannskoðað hveija einustu síðu í blaðinu hefði þeim yfirsést grein eftir fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Heniy Kissinger. Þar hefði verið vísað til „örlaga Harrys Wus.“ Wu sagði að þetta hefði verið fyrsta vísbendingin sem hann fékk um að erlendis væri unnið að því að frelsa hann. Wu var spurður hveijar hann teldi vera ástæður þess að Kínveij- ar ákváðu að láta hann lausan fremur en gera honum að sitja inni samkvæmt dómsúrskurði. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver ástæðan væri, nema ef hefði verið alþjóðlegur þrýstingur. Hann sagði ennfremur að hann þyrfti líklega ekki að fara aftur til Kína vegna þess að handtaka hans hefði vakið athygli á fangelsismál- um í Kína. Hann kvaðst hafa sagt þetta við þá sem yfirheyrðu hann. Byggt á International Herald Tribune Amnesty gagn- rýnir Kínverja Peking. Reuter. MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty Intemational héldu í gær sinn fyrsta fréttamannafund í Kína og gagnrýndu þar yfirvöld í landinu fyrir alvarleg mannréttindabrot. Pierre Sane, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði við fréttamenn að á undanförnum hálfum mánuði hafi kínversk yfirvöld tekið 16 manns af lífi og hefði það verið þáttur í að auka öryggi í höf- uðborginni vegna ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um mál- efni kvenna sem hefst í Peking í næstu viku. „Við höfum heyrt næstum því allar hugs- anlegar afsakanir yfir- valda á mannréttinda- brotum, en þetta er aldeilis ótrúlegt,“ sagði Sane. „Þarf fólk að deyja til þess að hægt sé að bjóða heiminn velkominn til Peking?“ Fulltrúar Amnesty International verða á ráðstefnu SÞ og á óopin- beru ráðstefnunni sem haldin verð- ur samtímis í borginni Huairou. Þetta er í fyrsta skipti sem yfirvöld í Kína leyfa samtökunum að koma til landsins í opinberum erinda- gjörðum. Sögðu fulltrúar samtak- anna að þeir hefðu fengið sama viðmót og aðrir fulltrúar á óopin- beru ráðstefnunni, nema hvað ferðatöskur þeirra hefðu verið rann- sakaðar, en aðrir fulltrúar hefðu ekki orðið fyrir því. Sögðust fulltrúarnir hafa fengið að halda öllum skjölum sem þeir komu með til landsins, þar á meðal þeim sem væru á kín- versku. Kínverjar saka Amnesty um fordóma Einungis fáeinum klukkustundum eftir að Amnesty Internati- onal hélt fréttamanna- fund sinn kom yfirlýs- ing frá kínverskum yf- irvöldum sem sögðu að samtökin væru full for- dóma gagnvart Kína. Talsmaður kín- verska utanríkisráðu- neytisins sagði að ásakanir samtakanna ættu ekki við nein rök að styðjast. Gaf hann í skyn að þau væru að misnota tæki- færi sem gefist hefði til að koma til Kína. „Hver þau samtök eða einstakl- ingar sem koma til ráðstefnu SÞ ættu ekki að nota það sem tæki- færi til að skipta sér af innanríkis- málum í Kína,“ sagði talsmaðurinn. „Þetta á að sjálfsögðu einnig við um Amnesty International." Pierre Sane Reuter Mótmælum linnir ekki ANDSTÆÐINGAR kjarnorku- tilrauna Frakka stóðu í gær fyrir mótmælaaðgerðum fyrir utan skrifstofur franska kjarn- orku- og námafyrirtækisins Cogema í Sidney. Ekkert lát virðist á mótmælum í Ástralíu og víðasr vegna fyrirhugaðra kjarnorkutilrauna sem hefjast eiga í næsta mánuði. 92 Erítreu- menn drukkna 92 Erítreumenn drukknuðu í skipi sem sökk við strönd Jem- ens fyrr í mánuðinum. 52 mönnum var bjargað eftir tveggja daga hrakninga í tóm- um trétunnum. Erítreumenn- irnir voru á leið til Saudi-Arab- íu þar sem þeir ætluðu að leita að vinnu. 1.738% verðbólga VERÐBÓLGA í Angóla mæld- ist í júlímánuði 1.738% á árs- grundvelli, sem er aukning frá því í júní, en þá var hún 1.653%. Ein af orsökunum fyr- ir hinni miklu og auknu verð- bólgu er að í júnímánuði sl. var ráðist í gjaldmiðilsbreytingu og þijú núll skorin af gjaldmiðli Angóla, kwanza. 25 skotnir í Kólombíu ÓÞEKKTIR byssumenn skutu að minnsta kosti 25 manns til bana í Uraba-héraði í Kólomb- íu í gærmorgun, að sögn bæj- arstjóra í nærliggjandi bæ. Sagði hann að fólkið, sem var myrt, hafí unnið á bananaekru um 400 km norðvestur af Bo- gota. Að sögn bæjarstjórans leikur grunur á að marxískir skæruliðar hafi verið að verki. • • Ofgamaður finnst látinn AÐSTOÐARMAÐUR borgar- stjórans í Toulon í Frakklandi fannst látinn á heimili sínu í gær. Lögregiumenn segja að grunsamleg meiðsl hafí verið á höfði hans og telja ekki úti- lokað að hann hafi verið bar- inn. Hægrisinnar í Þjóðernis- hreyfingunni frönsku komust nýlega til valda í Toulon. Að undanförnu hafði tvisvar verið ráðist á aðstoðarmanninn, og segja vinir hans að ástæður þess hafi verið persónulegar, en ekki pólitískar. „Ég var ölvaður" BOB Packwood, öldungadeild- armaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, á yfir höfði sér yfirheyrslur vegna ásakana um kynferðislega áreitni við 19 konur á undanförnum þrem áratugum. Hann sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina CBS í gær að sum kvöld hefði hann verið ofurölvi og gæti ekki munað eftir ýmsu af því sem hann er sakaður um. Hann sagðist hafa hætt að drekka fyrir þrem árum. Svo gæti farið að Packwood yrði vikið frá sem formanni fjárhagsnefndar eða hann látinn víkja úr sæti sínu í öldungadeildinni. Sköllóttir eiga í vanda SKÖLLÓTTIR menn þjást af litlu sjálfstrausti og minni líkur eru á að þeir nái sama árangri í lífinu og hárprúðir menn. Þetta eru niðurstöður breskra sálfræðinga, sem greint var frá í gær. Ungir menn sem missa hárið eiga í mestum vanda, því þeir eru oft hafðir að háði og spotti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.