Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Viðskota- illur þjálfi KVIKMYNPIR Laugarásbíó „MAJOR PAYNE“ ★ Vi Leikstjóri: Nick Castle. Aðalhlut- verk: Damon Wayans, Kary Par- sons, William Hickey, Michael Ir- onside. Universal. 1995. GAMANLEIKARINN Damon Wayans gerir sér mat úr liðþjálfakl- isju bíómyndanna í gamanmyndinni „Major Payne“ og öskrar og gargar mestanpart myndarinnar á lltinn hóp drengja í herþjálfun. Hann er svona Rambó sem herinn hefur ekkert að gera með lengur og því er hann lentur I þessari stöðu með sínar tvær gulltennur uppi í sér og manndrápsskap sem nýtist nú að- eins til að kvelja og pína flokk smádrengja. Heiti myndarinnar, „Major Payne“, er orðaleikur og getur ýmist verið staða og heiti Wayans í myndinni eða þýtt „meiri- háttar verkur“ og þótt ýmislegt sé í henni fyndið og Wayans geri margt gott úr klisjunni á síðari merkingin ágætlega við um mynd- ina sjálfa. Það er að mestu vegna áráttu amerískra fjölskyldumynda að gerr allt svo sykursætt og væmið sem þær fjalla um, jafnvel viðskotailla stríðsmaskínu eins og Payne. Drengjaflokkurinn keppir i lokin við aðra flokka um risavaxinn bikar og það þarf ekki að spyija að leikslok- um og sjálfur finnur Payne á sér mannlegar hliðar með hjálp drengj- anna, sem hann taldi sig ekki eiga og best væri fyrir myndina að hann ætti ekki. Gamansemin byggist á því að setja þetta ótrúlega eintak sem majórinn er I eðlilegt umhverfi líkt og Krókódíla-Dundee var tekinn úr óbyggðum Ástralíu forðum og sett- ur niður í New York. Andstæðurnar geta af sér grín og glens og stund- um heppnast grínið í „Major Payne“ aðallega af því Wayans er svo ger- samlega innlifaður í hlutverk sitt og tekst að gera persónu sína skemmtilega með tilheyrandi lát- bragði og svívirðingum og rödd sem kemur einhvers staðar langt neðan úr maganum. En þetta er mynd sem rís aldrei yfir meðalmennskuna og er gerð auðvitað fyrst og fremst fýrir amer- ískan fjölskyldumarkað. Arnaldur Indriðason ÞÓRHALLUR Birgisson og Snorri Sigfús Birgisson. Tækni og raddfegnrð TONLIST Ilafnarborg EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sólrún Bragadóttir sópransöng- kona og Jónas Ingimundarson píanóleikari fluttu íslensk og erlend söngverk. Mánudagurinn 28. ágúst, 1995. ÞAÐ sem einkenndi fyrsta hluta efnisskrár var samanburður á nokkrum íslenskum söngverkum. Fýrst var það Draumalandið eftir Sigfús Einarsson og Bjarna Þor- steinsson, þá Enn syngur vomóttin eftir Sigfús Halldórsson og Karl 0. Runólfsson, Söngur bláu nunnanna eftir Pál ísólfsson og Karl 0. Run- ólfsson og síðast Fjólan eftir Þórar- in Jónsson og Helga S. Helgason. Slíkur samanburður getur verið fróðlegur en einnig dregið athyglina frá söngnum sjálfum. Sólrún söng öll lögin mjög vel en það sem ein- kenndi að nokkru tónleikana, sér- staklega í íslensku lögunum, var oft óskýr framburður, vegna ofmótunar sérhljóða og einnig, að samhljóðarn- ir voru helst til mjúklega útfærðir. í seinni hluta islensku efnisskrár- innar var söngurinn í fyrirrúmi og þar gat að heyra Sólroðin ský, ág- ætt lag eftir Áma Bjömsson, Það vex eitt blóm fyrir vestan eftir Guð- rúnu Þorsteinsdóttur og kveðjuna frægu eftir Þórarin Guðmundsson. Farandsveinninn, eftir Karl 0. Run- ólfssori, var sunginn á íslensku, sem er í raun óþarft, því ljóð Jóhanns Siguijónssonar er svo einfalt og skýrt og lagið eins og „klæðskera- saumað“ á danska textann. Kveld eftir Bjama Böðvarsson er vel sam- ið lag og sérstaklega þó undirspilið. íslénska þættinum lauk með lagi eftir Loft Guðmundsson, er nefnist Ósk og ætlun. Lagahöfunda flestra íslensku laganna vita flestir um en trúlega fáir hveijir em höfundar textanna, t.d. við lögin Kveld og Ósk og ætlun. Öll íslensku lögin voru vel sungin en Kveðjuna eftir Þórarin Guðmundsson, Drauma- landið eftir Sigfús og Söng bláu nunnanna eftir Pál söng Sólrún þó allra best. Seinni hluti tónleikanna hófst á þremur söngvum eftir Chausson, Le Colibri, Sérénade Italienne og Les temps de lilas og í þeim fór Sólrún á kostum. Sama má segja um Chanson de Printemps, eftir Gounod og hreint glæsilegur var söngur hennar í La Barcheta eftir Reynoldo Hahn. Ach ich fúhl’s úr Töfraflautu Mozarts var vel sunginn og sama má segja um Endlich all- ein úr Seldu brúðinni eftir Smetana. Líklega á Puccini vel við rödd Sól- rúnar, sem vel mátti heyra I aríu SÓLRÚN Bragadóttir syngur Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hafnarborg Líu úr Turandot, en þó sérstaklega í einu af aukalögunum Donde lieta, úr La bohéme, sem var frábærlega vel sungin. Sólrún er glæsileg söngkona. Tækni og raddfegurð naut sín hvað best í frönsku lögunum og aukalag- inu eftir Puccini, þó öll væru við- fangsefnin vel sungin. Tilfinning og túlkun var einum of hófstillt eða öguð í framsetningu Sólrúnar, sem mætti vel sleppa fram af sér beisl- inu. Jónas var góður og lék oft fallega inn á söngröddina, sérstaklega I lagi Karls 0. Runólfssonar, Söngur bláu nunnanna og sömuleiðis í lögunum eftir Chausson og lagi Hahns. Jón Ásgeirsson Mynd af skáldkonu afhjúpuð NÝLEGA var afhjúpuð í Hafn- arborg brjóstmynd af Ragn- heiði Jónsdóttur skáldkonu. Myndinni, sem er verk Gests Þorgrímssonar, tengdasonar Ragnheiðar, er ætlaður staður í Bókasafni Hafnarfjarðar. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Ragnheiðar, en hún bjó um árabil í Hafnarfirði. Það voru nöfnurnar Ragn- heiður Gestsdóttir og Ragn- heiður Guðjónsdóttir sem af- hjúpuðu myndina. Akureyri Irsk menn- ingar- hátíð í haust ÍRSK menningarhátíð verður haldin á Akureyri í haust. Á dagskrá hátíðarinnar verður írsk myndlist, tónlist, leiklist og írskar kvikmyndir. Haldin verður kynning á hátíðinni í menntamálaráðuneyti írlands í Dublin 5. september með for- sýningu á verkum íjögurra myndlistarmanna sem munu sýna á Akureyri en þeir eru Elisabeth McGail, James Hun- ley, Guggi og Jaclin Stanley en að sögn Haraldar Inga Haraldssonar skipuleggjanda hátíðarinnar hafa þau öll getið sér gott orð fyrir list sína á Bretlandi. Drakúla Hátíðin hefst föstudaginn 13. október með opnun sýning- ar á verkum myndlistarmann- anna í Listasafninu á Akureyri og frumsýningu Leikfélags Akureyrar á leikriti gerðu eft- ir skáldsögunni Drakúla eftir Dublinarbúann Bram Stoker. Leikstjóri sýningarinnar verð- ur Írinn Michael Scott og landi hans Paul McCauley mun gera leikmynd og búninga. Mynd- listarsýningin stendur í mánuð en leiksýningin fram í desem- ber. Að sögn Haraldar Inga er ætlunin að staðið verði fyrir sambærilegri hátíð í Dublin að ári með akureyrskum lista- mönnum. Morgunblaðið/Sverrir Óháð listahátíð Hug’leiðing*- ar um tromp BRÆÐURNIR Snorri Sigfús Birg- isson píanóleikari og tónskáld og Þórhallur Birgisson fiðluleikari leika á tónleikum á Óháðri listahá- tíð í kvöld kl. 20.30 í Iðnó. Á efnis- skránni eru verk eftir Finn Torfa Stefánsson, Leif Þórarinsson og Snorra Sigfús Birgisson. Tromp tarotspilanna Snorri sagði í samtali við Morg- unblaðið að fyrsta verkið, æfingar fyrir píanó, sem er eftir hann sjálf- an, væri lauslega innblásið af trompum tarotspilanna^ sem eru 21 eins og æfingamar.,, Ég stúderaði þessi tromp töluvert á þeim tíma þegar æfingarnar voru samdar. Þetta er ekki tilraun til að lýsa þeim nákvæmlega, þetta eru hug- leiðingar um tromp,“ sagði Snorri. Annað og þriðja verkið á efnis- skránni verða frumflutt í kvöld en höfundarnir, Finnur Torfi Stefáns- son og Leifur Þórarinsson, luku við þau á vormánuðum þessa árs. „Það er alltaf spennandi þegar verk eru flutt í fyrsta skipti og það verður hápunktur kvöldsins. Það er mjög skemmtilegt og gefandi að spila verk Finns sem samdi það að ósk minni. Verk Leifs er samið til minn- ingar um Jóhönnu Sveinsdóttur skáld sem lést með sviplegum hætti á árinu. Verkið er rómantískt. Bæði verkin krefjast mikils af flytjandan- um hvert á sinn hátt,“ sagði Snorri. Lokaverkið á tónleikunum er eft- ir Snorra og er tileinkað bróður hans Þórhalli sem leikur verkið með honum. Nafn þess er Novelette og er í einum samsettum þætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.