Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Líflegur danskur leir PEDER Rasmussen: Án titils. 1995. MYNPUST Norræna húsið LEIRLIST Karen Bennicke, Bente Hansen og Peder Rasmussen. Opið alla daga kl. 14-19 til 10. september. Aðgangur kr. 200. Sýningarskrá kr. 600. LEIRLISTIN hefur átt vaxandi fylgi að fagna hér á landi und- anfarin misseri, samhliða því sem virðing manna fyrir listrænum þáttum alls handverks hefur auk- ist. Þó að leirmunagerð eigi ekki langa hefð að baki meðal Islend- inga hefur mikil gróska verið í greininni, og þar höfum við að nokkru notið góðs af langri reynslu og sögu annarra þjóða á þessu sviði, þar sem íslenskir listnemar hafa leitað víða til náms og komið heim með víðtæka reynslu og fjöl- breytta. Þetta fjölskrúðuga nám hefur síðan orðið til þess að hér hefur dafnað ríkuleg leirlist hin síðari ár, og kemur vonandi til með að gera áfram. Hin norrænu tengsl hafa verið okkur mikilvæg á þessu sviði sem á svo mörgum öðrum, þar sem nokkur fjöldi íslenskra leirlista- manna hefur numið og starfað um tíma á hinum Norðurlöndunum, einkum í Danmörku og Finnlandi. Vegna þessa er mikill fengur að því fyrir landsmenn að fá tækifæri til að öðlast nokkra innsýn í það sem er að gerast í leirlist hjá þess- um frændum okkar, og á þessari sýningu getur að líta nokkurt sýnishorn þess, sem þrír af þekkt- ari leirlistamönnum Danmerkur eru að fást við. Þau Karen Bennicke, Bente Hansen og Peder Rasmussen eiga öll að baki langan feril fjölmargra sýninga og viðurkenninga, og verk þeirra er að finna í fjölda safna á Norðurlöndunum og víðar. Hjónin Karen og Peder hafa rekið sameig- inlegt verkstæði í rúm þrjátíu ár, en Bente hefur stárfað sjálfstætt frá 1968. Það er athyglisvert að þau Karen og Peder lærðu bæði hjá leirkerasmiðum í samræmi við iðnfræðslulög, en Bente Hansen stundaði nám í hönnunarskóla; þessi ólíki bakgrunnur hefur greinilega þjónað þeim vel í leirlist- inni. Sýningin í Norræna húsinu er þangað komin frá Listiðnaðarsafn- inu í Kaupmannahöfn, þar sem hún var haldin 29. júní til 6. ágúst undir heitinu „3 leirlistamenn", sem er þá einnig sjálfsögð yfir- skrift fyrir sýninguna hér. Sýning- in hlaut góða 'dóma í blöðum í Danmörku og er það verðskuldað, miðað við þann hluta hennar, sem hér getur að líta. Hér eru á ferð- inni þroskaðir listamenn, sem hafa náð að móta sér persónulegan stfl í verkum sem njóta sín vel í þeirri heildarmynd, sem sýningin býður upp á, en í stað þess að blanda verkum þeirra saman í rýminu er þeim skipað þannig niður að fram- lag hvers og eins nýtur sín án trufl- ana sem ein heild. í verkum Karen Bennicke er fágunin aðalsmerkið. Hreinir litir ólíkra forma verða einkar sterkir í þeim hringjum og spírölum þar sem reglulegar línur ríkja, og út- koman minnir helst á arkitektúr framtíðarinnar, sem vegna styrks efnisins gefur léttleikann til kynna öðru fremur. Lífræn form óreglu- legra hluta eflast einnig fyrir til- verknað litanna, sem njóta sín sér- staklega í uppsetningunni, þar sem nr. 26, 17 og 16 standa saman á einum palli. Hansafiðlur o g Lúxarar TONOST Ráðhúsinu SAMLEIKUR Flytjendur; Marc Jacoby fiðla, Henri Foehr selló, Kris Landsverk lágfiðla, Martine Schaack píanó, Marcel Lallemang klarinett og Mariette Lentz sópran. TÓNLISTARMENN frá Lúxem- borg, sex að tölu og kalla sig Kammersveit Lúxemborgar, héldu tónleika í Ráðhúsinu á sunnudag- inn og endurguldu þar með hlið- stæða heimsókn íslenskra tónlist- armanna til Lúxemborgar. Gest- imir héldu tónleikana í þéttsetnu Ráðhúsinu þrátt fyrir mjög hóflega kynningu fjölmiðla á tónleikunum. Ósvarað skal látið hvort ástæðan fyrir þessari ágætu aðsókn hafi verið að fólk hafi rennt grun í hversu ágætir tónlistarmenn voru hér á ferð eða hvort einhver flug- leiðaþráður tengir þessar tvær smáþjóðir saman eða þá forvitni að heyra hvað þessi hin smáþjóðin hefur að bjóða og víst kom tónlist- arfólk þessarar smáþjóðar á óvart. í fyrsta verkinu, Tríói Schu- berts, Der Hirt auf dem Felsen, náðu þó þremenningamir tæplega að flytja okkur töfra Schuberts. Schubert var ekki sterkasta hlið söngkonunnar þennan eftirmið- dag, svo var einnig um píanistann, hvers Schubert virtist ekki ná fram í fingurgómana. Söngkonan átti þó eftir að sýna á sér betri hlið, því músikölsk var hún, tæknin góð, en textaframburður var ekki skýr, fyrir það leið Schubert og varð einhvern veginn hálf volgur. Victor Fengistein er talinn lúx- emborgiskt tónskáld og mun strengjatríóið frá 1954 eitt af fyrstu verkum hans. Ýmissa áhrifa gætir í tríóinu, Hindemith, Mart- inu, Weill og fleiri mætti nefna. Eigi að síður voru þættirnir fjórir allir vel skrifaðir og mjög vel leikn- ir, og hér tók maður fyrst í alvöru eftir sellóleikaranum sem sýndi sig frábæran sellista. Samleikur þeirra þriggja var frábær og ef ætti að nefna einhvem veikan hlekk væri það helst víóluleikarinn, sem var óþarflega hlédrægur. Verk Kóreumannsins Isang Yun, sem hann nefnir Rencontre, fyrir klarinett, seiló og píanó, er feikivel samið, mjög erfitt í flutn- ingi, sem þó vafðist ekki fyrir flytj- endunum og enn undaðist maður tækni og öryggi sellistans. Claude Lenners mun talinn einn efnilegastur ungra tónskálda lúx- emborgskra. Píanóverkið Alba frá 1991 er vel uppbyggt hljómrænt og hvað formi viðvíkur og var sannfærandi flutt af píanóleikara hópsins. Og þá kóm söngkonan aftur til skjalanna með Sequenzu eftir Berio og hér sýndi hún óvenju mikla hæfileika í að túlka ýmis geðhrif á hinn margvíslegasta hátt. Hér sýndi hún leikhæfileika, tón- listargáfur, húmor og taltækni hnýtta saman í fína kúnst. Píanó- kvartett op. 47 eftir R. Schumann var þó hápunktur kvöldsins og hér sýndu þau öll frábæran leik og samleik á háu plani og sannarlega gneistaði af síðasta þættinum. Strokhljóðfærasmíð Hans Jó- hannssonar er merkilegur þáttur, sem hljómar núorðið út yfir öll landamæri. Strokhljóðfæraleikara er að skrifa þá sögu, en fyrir mér, sem heyrt hef þónokkuð mörg Hansa-hljóðfæri eru þau æði ólík hvert öðru, sum dálítið rómantísk í tóninum, önnur grönn, sem mér þótti hljóðfærin í kvöld vera og geta átt vel heima í kammermúsik. Hér er um smekksatriði að ræða, sem ekkert vit er í að fara að velta sér upp úr nú, en Hansi skal óskað til hamingju með sitt eðla og merka starf. Ragnar Björnsson Hjá Bente Hansen er meðhöndl- un litanna allt annars eðlis, þar sem þeir tifa í margbreytileik birt- unnar, og mætti helst líkja þeim við áferð hraunmosa. Þau form sem listakonan notar á vasa sína eru sveigð og tignarleg, líkt og eldfjöll, hæðadrög og hólar, sem taka á sig andstæður lita fyrir einkar vandaða vinnslu glerungs- ins. Hér má vísa til vasa nr. 32 og 35 sem dæma um þessi vand- virkni, og nr. 39-42 njóta sín vel saman á einum stað, þar sem and- stæður þeirra jafnt sem skyldleiki kemur hvað best fram. Þar sem fágun og tign eru mest áberandi þættirnir í verkum þeirra Karen og Bente, má segja að fram- lag Peder Rasmussen hér sé lífleg- asti þáttur sýningarinnar. Nokkrir vasar sem hann sýnir eru stórir og allt að því groddalegir, einföld form með flóknum og litríkum myndskreytingum, þar sem er skrifað og teiknað af mikilli innlif- un, eins og sést vel í nr. 5. Önnur verk eru minni, og má einkum benda á fjörleg, óregluleg form vasa á þrífæti, sem verða mjög skemmtileg í samanburðinum, t.d. nr. 11. Sýningunni fylgir fallega unnin sýningarskrá, þar sem ítarleg rit- gerð Gerd Bloxham Zettersten um leirlistina og þróun hennar hjá þessum þremur listamönnum er veigamesti þátturinn, og er fróðleg lesning. Einnig er hér að finna stutta hugleiðingu frá hveiju þeirra um listina, ogJoks myndir af nokkrum verkum þeirra. Hins vegar hefði verið eðlilegra að yfir- lit yfir náms- og sýningarferil þeirra þriggja hefði einnig verið hluti skrárinnar, í stað þess að fýlgja henni á lausblaði. Það er einnig galli fýrir okkur íslendinga - og ef til vill ómeðvituð gagnrýni á tungumálastefnu norr- ænnar samvinnu - að texti skrár- innar er aðeins á dönsku og ensku, þó það komi skýrt fram, að hún hefur verið unnin í tilefni sýning- anna hér og í Listiðnaðarsafninu fyrr í sumar; það er því furðulegt að íslenskum sýningargestum sé ekki sýnd sú virðing að til þeirra sé talað á þeirra máli í sýningar- skrá. Hið síðastnefnda dregur þó á engan hátt úr því að hér er á ferð- inni glæsileg sýning frá hendi þroskaðra listamanna, sem listunn- endur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Eiríkur Þorláksson Bókastefnan í Gautaborg Tjáningar- frelsi - prentfrelsi - óháðfjöl- miðlun Á ELLEFTU bókastefnunni í Gautaborg dagana 26.-29. októ- ber verður tjáningar- og prent- frelsi ofarlega á baugi. Mennta- málaráðherrum Norðurlanda hefur verið boðið til stefnunnar og munu þeir taka þátt í umræðu- fundi um efnið frá norrænum sjónarhóli. Björn Bjarnason menntamálaráðherra fær á þess- um fundi tækifæri til að skiptast á skoðunum við hina ráðherrana: skáldið Claes Andersson frá Finnlandi; Jytte Hilden, fulltrúa Dana; hina norsku Áse Kleveland og Svíann Margot Wallström. Bannfærðir höfundar Meðal ofsóttra og bannfærðra rithöfunda koma til stefnunnar Kínverjinn Bei Dao (rómað ljóð- skáld); Tyrkinn Yasar Kemal (höfundur Mehmeds mjóa); Kúrdaskáldið Solaiman Chirech og serbneski skáldsagnahöfund- urinn Miloslav Popadic. Þrír þeirra, Dao, Chirech og Popadic, eru landflótta í Svíþjóð. íslendingar á stefnunni Auk Björns Bjarnasonar koma eftirfarandi Islendingar fram á stefnunni: Einar Már Guðmunds- son, sem fékk bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í ár; Ólaf- ur Jóhann Ólafsson; Berg(jót Kristjánsdóttir og Sigurður Svavarsson. Bergljót og Sigurð- ur verða ásamt Lars Lönnroth mælendur á fundi um konur í íslendingasögum. Sérstakar dag- skrár verða hins vegar um rithöf- undana Einar Má og Ólaf Jóhann. Búist er við 300 þátttakendum í dagskrám og umræðufundum og að gestir bókastefnunnar verði 90.000. Bókastefnan er ekki síst umfangsmikil bókasýn- ing sem útgefendur, bóksalar, bókaverðir og kennarar setja svip á. L ^^KfOACCiðNÍ VÆNGIR klipptir af engli óháðrar fjölmiðlunar. Teikning eftir Spánverjann Tomá Padró. Veggspjald bókastefnunnar i Gauta- borg 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.