Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 25. plínrgiiwMalíií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TENGSLIN VIÐ KÍNA EFLD TENGSL íslands og Kína hafa stöðugt verið að eflast á undanförnum árum. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, er nú stödd í opinberri heimsókn í Kína og átti í gær fund með Jiang Zemin, forseta Kína. Er þetta í fyrsta skipti sem þjóðhöfðingi íslands kemur til Kína. Með forset- anum í för er viðskiptanefnd undir forsæti Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra, sem ræða mun við Kínverja um viðskiptatengsl ríkjanna. Davíð Oddsson forsætisráðherra fór í opinbera heimsókn til Kína á síðasta ári og á þessu ári hafa kínverskir ráða- menn endurgoldið fyrri heimsóknir íslendinga. Ein helsta skýring þessara auknu pólitísku tengsla ríkj- anna er aukin efnahagsleg samskipti Islands og Kína vegna opnunar kínverska hagkerfisins. íslensk fyrirtæki hafa komið á tengslum við kínversk fyrirtæki og í viðræðum stjórnmálamanna hafa verið viðraðar hugmyndir um sam- starf ríkjanna til dæmis á sviði vegagerðar. Það skiptir miklu máli að efla samskiptin, jafnt pólitísk sem efnahagsleg, við þetta fjölmenna ríki. Markaðir í Asíu verða okkur sífellt mikilvægari enda hefur þessi heims- hluti verið helsta hagvaxtarsvæði veraldar á undanförnum árum. Suðurhluti Kína er engin undantekning þar á og lík- legt að þar kunni að leynast gjöfulir framtíðarmarkaðir fyrir sjávarafurðir okkar eða þekkingu á sviði sjávarútvegs. Kínveijar eru líkt og aðrar Asíuþjóðir gamalgróin fisk- neysluþjóð þó að fiskneysla á þessu svæði sé oft frábrugð- in því sem við þekkjum, jafnt hvað varðar tegundir sem vinnsluaðferðir. í því gæti þó einmitt falist tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg til að læra að nýta áður ónýttar teg- undir eða þá að nýta hefðbundnar sjávarafurðir með öðrum hætti en hingað til hefur verið gert. En á sama tíma og við eflum tengslin við Kína verðum við að hafa hugfast að þetta er harðsnúið einræðisríki þrátt fyrir að markaðskerfi hafi verið komið á í stórum hlutum landsins. Hversu skammt lýðræðisþróunin í Kína er á veg komin kom greinilega í ljós í meðferðinni á andófsmannin- um Harry Wu og tilraunum til að koma í veg fyrir fijálsar umræður á kvennaráðstefnunni sem nú er að hefjast. Það hefur hins vegar ávallt verið stefna íslenskra stjórn- valda að blanda ekki saman stjórnmálum og viðskiptum við einstök ríki. Skýrasta dæmið eru tengsl okkar við Sovét- ríkin á sínum tíma. Þeirri staðreynd að Kína er einræðis- ríki má aldrei gleyma í samskiptum okkar við þetta ríki. Gerðist það værum við orðnir leiksoppar í voðalegum leik, leik sem okkur tókst sem betur fer að forðast í samskiptun- um við Sovétríkin. NÚTÍMALEG VIÐHORF ÞAÐ ER ástæða til að fagna þeim nútímalegu viðhorf- um, sem fram komu á aðalfundi Landssambands kúa- bænda í fyrradag. Guðmundur Lárusson, formaður sam- bandsins, vék m.a. að GATT-tollum og sagði: „Það er umhugsunarvert, hvort skynsamlegt sé að beita tollum eins og gert er nú, þar sem vitað er, að ekki verður hægt að veijast innflutningi í framtíðinni. Spurningin er einfaldlega sú, hvort núverandi ástand seinki ekki nauðsynlegri hag- ræðingu í mjólkuriðnaði, sem aðalfundur LK hefur lagt áherzlu á að gangi eftir. Menn hugsa einfaldlega sem svo að sú ógn, sem sögð var stafa af væntanlegum innflutn- ingi hafi ekki gengið eftir og því sé hægt að halda áfram í óbreyttu formi.“ Þetta er óneitanlega skynsamlegri af- staða en fram hefur komið hjá ráðherra og embættismönn- um í landbúnaðarráðuneyti. Sverrir Bjartmarz, hagfræðingur Bændasamtakanna, lýsti einnig athyglisverðum sjónarmiðum á fundinum. Hann hvatti til fækkunar og stækkunar kúabúa og lýsti undrun sinni yfir því, að Stofnlánadeild landbúnaðarins láni ekki til fjósbygginga, ef byggja á yfir fleiri en 36 kýr! Það er furðuleg afstaða hjá þessari lánastofnun. Hagfræðingurinn lýsti einnig þeirri skoðun, að hægt væri að lækka kjarnfóðursverð um 35-40% með afnámi kjarnfóðurstolls og hvatti til lækkunar sjóðagjalda, sem bændur greiða. Þá benti Sverrir Bjartmarz á, að mjólkur- kvóti væri að færast frá beztu mjólkurframleiðsluhéruðum til héraða, þar sem dýrara væri að framleiða mjólk, vegna þátttöku sveitarfélaga og kaupfélaga í kvótakaupum. Ef þau viðhorf, sem Guðmundur Lárusson og Sverrir Bjartmarz lýstu á aðalfundi Landssambands kúabænda, ryðja sér almennt til rúms meðal bænda eru breyttir og betri tímar framundan. Reuter KONA frá Kenýa leitar leiðsagnar kínverskra skólastúlkna, sem GERTlRUDE Mongella, aðalritari ráðstefnu SÞ um málefni kvenna, skoðaði ráðstefnusvæðið í gær. starfa sem sjálfboðaliðar á ráðstefnusvæðinu í Huairou. Hún kvartaði ýfir ófullnægjandi aðstæðum. Kvennaráðstefnan Sameinuðu þjóðanna í Kína RÁÐAMENN ÍPEKING EKKI í RÓNNI Hin svokallaða óopinbera kvennaráðstefna hefst í dag og hin opin- bera ráðstefna SÞ á mánudaginn. Stjómvöld í Peking eru undir það búin að margir af hinum mikla fjölda gesta á kvennaráðstefnunum verði þeim óþægir ljáir í þúfu. OOPINBERA kvennaráð- stefnan, sem haldin er samhliða kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, hefst í dag. I Huairou, 45 km norðan við Peking, eru nú samankomnir a.m.k. 30.000 ráðstefnugestir hvaðanæva að úr heiminum. Kínversk stjórnvöld hafa reynt að þrengja málfrelsi þátttak- enda og hafa m.a. með því sýnt þess greinileg merki að óttast óútreiknan- leik hins umfangsmikla óopinbera kvennaþings. Stjórnvöld í Kína höfðu hugsað sér að nýta sér ráðstefnuhaldið tii þess að bæta ímynd sína eftir atburðina á Torgi hins himneska friðar í júní 1989. Liður í sömu viðleitni var _ umsókn Kínveija um að fá að halda Ólympíu- leikana árið 2000, en þeir misstu naumlega af því tækifæri. Að Samein- uðu þjóðirnar skyldu fela Kína að hýsa fjórciu alþjóðlegu kvennaráð- stefnu samtakanna og óopinbera kvennaþingið henni samhliða var þó nokkur sárabót; í því fólst viðurkenn- ing og tækifæri fyrir kínversk stjórn- völd til að sýna hve vel þau gætu skipulagt stórviðburð sem þennan og baðað sig í ljósi hinnar alþjóðlegu at- hygli á jákvæðan hátt. En stjóm kommúnista í Peking ætlar ekki svo auðveldlega að verða kápan úr því klæðinu og nú er svo komið að líklegra er að þau sjái frek- ar eftir öliu saman. Augu umheimsins beinast í tilefni af ráðstefnunni sér- staklega að málum, sem stjórnvöld vilja engin afskipti umheimsins af. Staða kvenna og bama - einkum stúlkubarna - og mannréttindamál almennt í kínversku samfélagi hafa lent í brennidepli fjölmiðla allt frá því fyrst var ákveðið að ráðstefnan skyldi haldin í Kína. „Þeir eru óvinir okkar“ Við fyrstu sýn virðist sem kínversk- ir embættismenn kappkosti að taka vel á móti ráðstefnugestunum en þeir hafa áhyggjur af mót- mælunum sem ráðstefnunni kunna að fylgja. Þetta kom til að mynda fram á fundi sem kínverskur fjármála- maður var boðaður á með fulltrúa kommúnistaflokksins í starfs- hópi sem hann tilheyrði áður. Þar sem embættismenn nota slíka fundi til að koma áríðandi skilaboðum á framfæri vissi fjármálamaðurinn að þeim lá eitt- hvað mikið á hjarta. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér. Fulltrúi kommúnistaflokksins sagði honum að ráðamenn í Peking legðu mikla áherslu á að ráðstéfnumar færu vel fram, þar sem réisn kínversku stjórnarinnar og þjóðarinnar væri í húfí. Athygli umheimsins myndi bein- ast að Kína. . Þessi afstaða kom fjármálamann- inum ekki á óvart því kínverskir ráða- menn þykja gagnteknir af því hvaða álit útlendingar hafa á þeim þótt þeir þykist stundum kæra sig koliótta um það. Síðan breytti fulltrúi kommún- istaflokksins skyndilega um aðferð. „I rauninni viljum við ekki halda þessa ráðstefnu," sagði hann. „Við áttum einskis annars úrkosti. Og við verðum að vera á varðbergi vegna þess að þúsundir erlendra biaðamanna koma til Peking. Þeir eru óvinir okk- ar. Þú mátt ekki hafa neitt samband við þá og neitaðu beiðnum þeirra um viðtöl." Þessi orð kommúnista- fulltrúans eru í mótsögn við frásagnir kínverskra fjölmiðla, sem hafa fjallað af miklum áhuga um óopinbera kvennaþingið og ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem verður sett á mánudag. Martröð fyrir flokkinn Ummæli kommúnistafulltrúans þykja lýsa afstöðu kínverskra ráða- manna miklu betur en öll mærðarfullu skilaboðin á auglýsingaskiltum höfuð- borgarinnar, þar sem útlendingamir eru boðnir hjartanlega velkomnir. Kínverski kommúnistaflokkurinn stendur nú frammi fyrir einni af verstu martröðum sínum: tugþúsundir út- lendinga, sem hugsanlega verður ógjömingur að halda í skefjum, koma til Peking til að ræða ýmis mál sem yfirleitt er bannað að fjalla um á opin- berum vettvangi í Kína. Á dagskrá eru mál eins og réttarstaða lesbískra kvenna og staða kvenna í Tíbet. Allt tengist þetta því markmiði ráðstefn- unnar að bæta hag og auka völd kvenna, en mörg umræðuefnanna em forboðin í Kína. Auk þess verður allt ráðstefnuhald- ið undir smásjá fjölmiðla út um allan heim og undir eftirliti Sameinuðu þjóð- anna. Þetta skapar ekki aðeins hættu fyrir kínversk stjórnvöld, heldur einnig fyrir kvenréttindakonur, þar sem fréttir um gestgjafana gætu varpað skugga á málstað kvenna. Ófyrirsjáanleg framvinda Tillaga Kínverja um að ráðstefnan yrði haldin í Peking var liður í bar- áttu þeirra fyrir því að ijúfa einangr- un landsins eftir fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Þeir fögnuðu því ákaft þegar Sameinuðu þjóðimar ákváðu að halda ráðstefnuna í Kína. Kínverskir ráðamenn bjuggust þó ekki við því að ráðstefnan yrði svo umfangsmikil. Félagasamtök, sem taka þátt í óopinberu ráðstefnunni, hafa verið með öflugar herferðir, oft með líflegum mótmælum, sem hafa breytt ráðstefnum Sameinuðu þjóð- anna úr því að vera formlegir fundir nokkurs konar alþjóðlegs kvenna- klúbbs í eitthvað ófyrirsjáanlegt. Hermt er að Kínveijum hafi orðið um og ó þegar þeir komust að því að óopinberu ráðstefnuna kynnu að sitja allt að 40.000 konur, sem margar hveijar gætu efnt til mótmæla. Kínveijar gripu til þess ráðs að færa óopinberu ráð- stefnuna frá Peking þar sem baráttukonurnar gætu freistast til þess að efna til mótmæla í höfuðborginni. Orsök þess má rekja til þess, að þeg- ar harðlínumaðurinn Li Peng, forsæt- isráðherra Kína, var staddur á félags- málaráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn í marz sl. gripu fulltrúar frjálsra fé- lagasamtaka þar fram í fyrir honum. Þetta atvik er sagt hafa orðið til þess að óopinbera ráðstefnan var flutt frá upprunalega áætluðum ráðstefnustað, „Iþróttahöll verkalýðsins" í Peking, til Huairou, bæjar sem er 45 km fyrir norðan Peking og áður hýsti herbúð- ir. Staðurinn þykir lítt til þess fallinn að hýsa svo umfangsmikla ráðstefnu, en undanfarnar vikur hafa verkamenn unnið að því að reisa tjöld og leggja símalínur, sem munu þó vera langt frá því eins margar og Vesturlandabú- um þykir fullnægjandi. Átök menningarheima Kínversk yfirvöld hafa einnig reynt að neita konum, sem taldar eru „ógna öryggi landsins“, um vega- bréfsáritanir. En Kínverjar verða að taka við full- trúum ýmissa mannréttindasamtaka, sem yfirleitt er meinað að koma til landsins þar sem þau þykja hættuleg og líkleg tii að grafa undan kínverska ríkinu. Þeir neyðast einnig til að taka við fulltrúum erlendra hreyfinga, sem segjast beijast fyrir málstað kvenna í Tíbet og Tævan. Stjórnvöld í Peking standa fast á því að eingöngu aðilar útnefndir af þeim geti komið fram sem fulltrúar þessara tveggja landa, sem séu hlutar Kínaveldis. Kínversku fulltrúarnir á sjálfri opin- beru ráðstefnunni eru valdir af kost- gæfni af stjórninni þar sem flokksholl- usta er úrslitaatriði. Þess er að vænta að þessir fulltrúar muni standa fastir fyrir gegn hvers kyns gagnrýni á stjómvöld sem fram kann að koma á ráðstefnunni. En þann stutta tíma sem ráðstefnan stendur yfir verður kínverska stjómin knúin til þess að veija sig opinber- lega, fyrir erlendum gestum og fjöl- miðlum. Það em því takmörk fyrir því hvað stjórnin getur gert til að koma í veg fyrir mótmæli. Hún mun t.d. ekki geta farið með gagnrýna útlendinga á sama hátt og hún gerði með nokkra vestræna Grænfriðunga, sem gerðu tilraun til að mótmæla kjamorkutilraunum Kínveija á Torgi hins himneska friðar fyrir stuttu. Aðgerðir stjórnvalda síðustu vik- urnar fyrir ráðstefnuna eru þar að auki lítt til þess fallnar að friða hinar gestkomandi baráttukonur í Huairou. Á uhdanförnum tveimur vik- um voru 16 fangar teknir af lífi, tilraunir vom gerðar með eldflaugar við strendur Tævans, kjarnorkuvopnatilraunir framkvæmd- ar o.fl. Alit þetta bendir frekar til að Kínveijar láti sig álit umheimsins litlu varða og sé meira í mun að sýna mátt sinn og megin. Flest bendir því til þess að til árekstra kunni að koma milli ólíkra menningarheima í Huairou. Heimildir: Reuter, Daily Telegraph, The Economist, Newsweek. Bjuggust ekki við svo stórri ráðstefnu Kínverjar hugðust bæta ímynd sína Hefð að prestar ráði notkun kirkna Sóknarbönd o g söfnuðir KIRKJAN og starfsmenn hennar koma gjaman inn í líf fólks á þeim stundum þegar mestu tíðindin ger- ast. Hvort sem um er að ræða skírn- ir, fermingar, giftingar, skilnaði eða dauða koma prestar yfírleitt þar að. Oft eru þessi verkefni vandasöm, ekki síst vegna þess að fólkið sem prestverkin eru unnin fyrir er ekki alltaf í fullu jafnvægi og stríðir jafn- vel við tilfinningalegt umrót. Það skyldi því engan undra þótt fyrir komi að sitt sýnist hveijum í samskiptum presta og sóknarbarna. í tilefni af árekstrum sem orðið hafa milli sókn- arprests og sóknarbarna í Möðru- vallaprestakalli hefur vaknað sú spurning hver sé réttur fólks til þess að velja sér sjálft prest til prestverka. Til eru lög frá árinu 1882 sem kveða á um leysingu á sóknarbandi. í fyrstu grein segir svo: Öllum húsráðendum, börnum þeirra og hveijum öðmm, sem fermdur er og 18 ára, skal heim- ilt að kjósa sér annan prest en sóknar- prest sinn. Sóknarprestar einir mega kjörprestar vera. í annarri grein seg- ir ennfremur: Semja skal maður við kjörprest sinn, hveija prestsþjónustu hann vill af honum þiggja. Síðan skýr- ir hann héraðsprófasti frá samningi þeirra, en prófastur aftur sóknar- prestinum. Nú vill maður aftur hverfa til sóknarprests síns, og skal hann tjá það prófasti, en prófastur aftur sóknarpresti og kjörpresti. Einhver kann að furða sig á að til skuli vera lög um leysingu sóknar- bands. Sannleikurinn er sá að fyrir tíma þessara laga unnu sóknarprestar langflest prestverk fyrir sín sókn- arbörn. Samkvæmt upplýsingum sem blaðamaður hefur fengið er þessu enn svo farið víðast í lútherskum löndum. í samtali við séra Bolla Gústavsson vígslubiskup kom fram sú skoðun hans að eðlilegast sé að sóknarbörn leiti til síns sóknarprests til að fá unnin prestverk ef hann hefur unnið sín verk þannig að ekkert sé upp á hann að klaga. „Ég hef grun um að sóknarbönd séu víða vel virt í löndun- um í kringum okkur og til sveita á íslandi. Þetta hefur verið til umræðu á prestastefnu og þá einkum í sam- bandi við sjúkrahúspresta. Til þeirra leitar fólk oft af því það hefur kynnst þeim í veikindum. Það hefur t.d. færst í vöxt að börn séu skírð á sjúkrahús- um og þá af sjúkrahúsprestum. Ég hef orðið var við töluverða viðkvæmni hjá sóknarprestum sem talið hafa sig sniðgengna vegna þessa," sagði séra Bolli. Hann sagði einnig að stundum væri um að ræða skyldleika eða gamla Sóknarbönd og réttur safnaðarfólks til notkun- ar á sóknarkirkju sinni hafa verið í brennidepli að undanförnu í tengsl- um við málefni Möðru- vallaprestakalls í Eyja- firði. Guðrún Guðlaugs- dóttir kannaði afstöðu nokkurra lærðra manna. vináttu þegar sóknarbörn leita til annarra presta en síns sóknarprests. „Þá er sjálfsögð kurteisi að tala við viðkomandi sóknarprest og athuga hvort hann er því samþykkur að fá annan prest til verksins. Slíkt er til- litssemi, yfirleitt er hægt að komast að góðu samkomulagi í svona mál- um,“ sagði Bolli. Hefð fyrir að sóknarnefnd ráði notkun safnaðarheimila Landinu er skipt niður í biskups- dæmi, prófastsdæmi og prestaköll og prestaköllum í sóknir. Yfirleitt fylgir kirkja hverri sókn. Að sögn Baldurs Kristjánssonar biskupsritara stendur í lögum um kirkjusóknir og safnaðar- fundi nr. 25 frá 1985 stendur að sókn- arnefnd hafí umsjón með kirkju og safnaðarheimili og ráði því ásamt presti hvernig afnotum af þeim skuli háttað. I reglum um kirkjur og kirkju- byggingar segir að sóknarprestur ráði í samráði við sóknarnefnd með hveijum hætti sóknarkirkja og safn- aðarheimili verði notuð og að eigi megi leyfa neina þá notkun á kirkju sem ekki samrýmist vígslu hennar. „Hefðin er einföld í þessu máli. Prest- ur ræður notkun kirkjunnar, enda á hann að sjá um að hún sé ekki notuð til neins sem brýtur í bága við helgi hennar. Sóknarnefnd ræður hvernig safnaðarheimilið er notað. Þannig er þetta í flestum sóknum landsins og það er í samræmi við lög,“ sagði Baldur. Hann sagði ennfremur: „Það eru í gildi ákveðin lög um skiptingu sókna í landinu og önnur iög sem kveða á um hvernig eigi að leysa sóknarbönd. Fólk hér á höfuðborgarsvæðinu fer lítið eftir þessu og þess gætir líka á Akureyrarsvæðinu. Én strangt til tek- ið er það ekki í samræmi við anda laganna. Siðareglur presta kveða á um að prestar skuli virða starfsvett- vang hver annars og stuðla að góðu samstarfi og samkennd frekar en samkeppni innan stéttarinnar. Miðað við að vettvangurinn sé prestakallið þá kveða siðareglur skýrt á um að prestar skuli ekki fara í sóknir hvers'f annars nema með góðfúslegu leyfi sóknarprests. Reglan er að prestar fari ekki yfir sóknarmörkin nema í samráði hvor við annan,“ sagði Bald- ur. Hann gat þess líka að samkvæmt því sem hann best vissi þá væru sókn- arbönd vel virt í lútherskum löndum. „T.d. i Svíþjóð þá leitar fólk til sinnar sóknarskrifstofu þegar það þarf á prestþjónustu að halda og þá fær það úthlutað presti til verksins, ef svo má segja. Fólk leitar þar síður sjálft til einhvers einstaks prests. Hér á landi eru sóknarbönd yfir- leitt virt í dreifibýli en síður á höfuð- borgarsvæðinu. Fólk leikur sér ekki að því að láta presta ferðast á milli umdæma til að framkvæma athafnir. . Vissulega er heimilt að fá kjörprest en lögum samkvæmt er þá um form- legan gerning að ræða, sem sé kynnt- ur héraðsprófasti." Álit tveggja sóknarpresta Leitað var til tveggja starfandi sóknarpresta til þess að leita álits þeirra á hinni viðkvæmu spurningu um hvort rétt sé að fólk fái að velja sér prest til prestverka að vild. Séra Gunnlaugur Garðarsson prestur á Akureyri sagði: „Við þurfum í þessu efni að reyna að finna jafnvægis- punktinn milli festunnar og sveigjan- leikans. Augljóst er að kirkjan þarf á skipulagi að halda og það er vont ef málin komast í algeran glundroða. “ En við megum heldur ekki verða ríg- bundin í þessum efnum.“ Séra Karl Sigurbjörnsson sóknar- prestur í Hallgrímskirkju:„Ég tel rétt að fólk fái að velja sér prest til prest- þjónustu að vild. Ég tel að sóknin sé starfseining hvað snertir stjórnun og fjárhag og starfsvettvangur sóknar- kirkjunnar og sóknarprestsins. Sam- kvæmt aldagamalli hefð þá hefur starf kirkjunnar miðast við ákveðin iandsvæði en þær reglur sem binda fólk sóknarböndum miðast við allt annað þjóðfélag en við lifum í í dag, þjóðfélag þar sem hveijum var skipað á afmarkaðan bás. Á okkar dögum lætur fólk ekki segja sér hvert það á að leita eftir þjónustu á öðrum sviðum og þá gerum við það ekki heldur ekki hvað varðar kirkjulega þjónustu. Eina hliðstæðan við sóknarböndin eru um- dæmi réttarfarsins en ég held að það sé ekki sambærilegt við hina kirkju- legu þjónustu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.