Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvernig brugðist er við barnameiðingum og dálitlar hugleiðingar um réttlæti FTMMTUDAGINN 25. maí var í Morgun- blaðinu greinin „Hvað þurfa böm að þola og hvemig er bmgðist við því?“ eftir Sigríði Ingv- arsdóttur formann Bamavemdarráðs. Þar segir hún frá síðustu ráðstefnu ISPCAN er var í Ósló um misnotkun á bömum og vanrækslu á þeim. Sigríður skrifar: „Á Vesturlöndum er vanræksla bama vax- andi vandamál og verð- ur stöðugt meira áhyggjuefni þeirra sem beijast fyrir því að böm Sigurður Þór Guðjónsson fái að alast upp og þroskast við þann- ig aðstæður að þau verði heilbrigðir einstaklingar. Böm sem verða fyrir líkamsmeiðingum, kynferðislegri mis- notkun eða vanrækslu eiga á hættu að skaddast alvarlega, líkamlega og andlega... Dæmi em um að böm þurfí að sæta ofbeldi ámm saman án ■ þess að nokkur komi þeim til hjálpar. Einnig era dæmi um að böm hafi dáið af völdum hrottalegra líkams- meiðinga." Sigríður spyr ýmissa spuminga um það hvemig þjóðfélagið bregst við ísvona atburðum, þar á meðal fjölmiðl- ar. Grein hennar er almenn fræðslu- grein sem forðast alla gagnrýni. Allt öðra máli gegnir um skrif í Morgunblaðinu 28. mars, „Bama- vemd og §ölmiðlar“ eftir Hjördísi Hjartardóttur félagsráðgjafa og k starfsmann Bamavemdamefndar Reykjavíkur. Þau era meðvituð ádeila. Og þar er ýmsum spumingum svarað um það hvemig bragðist er við van- rækslu og misnotkun á íslenskum bömum. Hjördís gagnrýndi umijöllun fjölmiðla um barnavemdarmál. Þeir væru ijandsamlegir þeim sem reyndu að tryggja öryggi og umönnun bama, en samúðin væri öll með þeim er væra granaðir um að vanrækja þau og beita þau ofbeldi. Og Hjördís lýkur grein sinni með þessum orðum: j,Held- ur fólk að ekkert ljótt gerist á Islandi varðandi böm? íslendingar era engir eftirbátar annarra þjóða. Á íslandi era böm svívirt, vanrækt og beitt öllum tegundum af ofbeldi. Því mið- ur.“ ■ Ég vil með hliðsjón af þessum greinum kvennanna vekja athygli á „hinni hliðinni“ á ofbeldi gegn böm- um. Einhvers staðar era þau böm sem sætt hafa þessum hremmingum. Og þau verða fullorðið fólk áður en varir eins og önnur böm. Og fullorðna fólk- ið getur leyft sér ýmislegt sem ekki er á bama færi, til að mynda sagt frá helvíti bemsku sinnar. Erlendis er til íjöldi bóka með slíkum frásögn- um og nokkrar hafa orðið heimsfræg- ar og era mikilsmetnar af sérfræðing- um í bamamisnotkun. Ég nefni sér- staklega sjálfsævisögu kanadísku skáldkonunnar Sylvíu Fraser, “My father’s house", en fyrir hana fékk hún verðlaun kanadísku rithöfunda- samtakanna. Almennt má segja, þrátt fyrir ýmsa fordóma, að þessar frásagnir hafi erlendis notið skilnings og þótt fræða fólk .um mannlega harmleiki sem hingað til hafa verið faldir. Hvemig samfélagið bregst við frásögnum full- orðinna, sem lýsa ofbeldi í bernsku sinni, er ágætur mælikvarði á viðhorf þess til ofbeldis, sem núna er verið að fremja á börnum. Hér á landi hafa enn ekki komið svona sögur á bók og eram við þó talin bókmenntaþjóð með sérstakt dálæti á ævisögum og persónu- fróðleik. Nokkrar hafa þó birst í blöðum og tímaritum, en allar meira og minna undir dulnefnum að einni und- anskilinni. Sú frásögn var kærð til siðanefndar Blaðamannafélags ís- lands. Þó nefndin teldi sig ekki eiga að skera úr um sannleiksgildi sögunnar týndi hún allt til er gæti gert hana ósenni- lega, þar á meðal beinlínis rangar réttarfarslegar staðhæfíngar, en þagði vandlega um allt, sem henni var þó um kunnugt, og hefði getað styrkt söguna. Auk þess hvatti nefnd- in til vinnubragða blaðamanna gagn- vart sögumönnum svona frásagna er myndu niðurlægja þá og engum hefur dottið í hug að stinga upp á um þá, er segja annars konar sögur. Ég rök- studdi þetta ítarlega á sínum tíma. Rökum mínum hefur aldrei verið svar- að efnislega. Og það ákvæði í reglum um siðanefnd að hún ræði ekki ein- stök mál opinberlega var áreiðanlega ekki sett til að hún gæti skýlt eigin ávirðingum á bak við það. Samúð nefndarinnar var ekki með þeim sem ofbeldi segjast hafa verið beittir. Hún samsamaði sig að öllu leyti þeim sem sagðir era hafa beitt því. Reglan um tillitssemi við þá er um „sárt eiga að binda“, sem hlýtur að eiga að gilda í báðar áttir með frásagnir sem hvorki er unnt að sanna né afsanna, gilti bara í aðra áttina. Einmitt í þessu atriði birtust fordómar nefndarinnar. Jafnfjandsamleg og meiðandi viðhorf í garð þeirra er segjast hafa orðið fyrir ofbeldf sem börn hafa aldrei komið fram opinberlega. Nefndin van- virti sársauka þolenda og niðurlægði þá, en þeir munu líklega fremur skipta þúsundum en hundraðum á öllum aldri. Og þeir munu ekki halda uppi vömum fyrir sig eða yfirleitt krefjast eins eða neins. Það er alveg ábyggi- legt. Þama komu því fram nákvæm- lega sömu neikvæðu viðbrögðin og Hjördís Hjartardóttir sakar fjölmiðla um varðandi mál er snerta slæman aðbúnað bama. Virtur fiölmiðlarýnir, sem aldrei hefur verið sakaður um öfgar eða ofstæki, taldi að með úrskurði sínum væri siðanefndin að „bregða hlífiskildi yfir þá glæpamenn sem fremja sifj- aspell". Þessi alvarlega ásökun olli þó engum viðbrögðum í blaðamanna- samfélaginu. Hún var þöguð í hel. Ég er hræddur um að ef eitthvað hliðstætt hefði gerst í nágrannalönd- unum hefði það vakið umræður og spurningar. Þessi einhugur um það að láta sem ekkert væri er enn ein hliðin á þeirri afneitun sem Hjördís hefur lýst. Atburðir, sem leiddu til viðbragða undir öðram kringumstæð- um, fá á sig allt að því dulúðugan ósýnileika þegar þeir tengjast ætluðu ofbeldi gegn bömum. Og rauði þráð- urinn i þessum fáu skrifum mínum um efnið hefur verið sá að reyna að benda á þetta. Dagana 31. mars til 2. apríl hélt Námskeið haustið '95 Bútasaumur - föndur. f? V. 1. Teppi (byrjendur). 2. Skurðartækni, framhald. 3. Veggteppi. 4. Dúkkur. VIRKA Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. Sími 568-7477 5. Jóladúkar. 6. jólasveinar. 7. jólasokkar. 8. jóiateppi. Opið mán.-föst. kl. 10- 18. og laugard. frá 1/9, 10- 14 . Samúð gagnvart ná- unganum lærist ekki í háskóla, segir Sigurður Þór Guðjónsson, held- ur í lífinu sjálfu, með hluttekningu í mannleg- um samskiptum. Siðfræðistofnun Háskólans ráðstefnu um réttlæti í fjölskyldunni. Umræðan beindist að þjóðfélagslegri stöðu hennar og þessu eilífa karpi um mis- munun kynjanna. En varia var minnst á það ranglæti að sum börn era van- rækt og svívirt, og beitt öllum tegund- um af ofbeldi í fjölskyldum, bæði af konum og körlum, eins og Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir vakti máls á í Morgunblaðinu 11. febrúar. Enginn heill fyrirlestur var þessu helgaður en það flaut svona með í erindi, þar sem blandað var saman gagnrýni á kristilega siðfræði og hugleiðingum um feminíska siðfræði í sambandi við ofbeldi gegn „konum og börnum", en það orðalag þýðir í reynd: ofbeldi gegn fullorðnum konum. Enn þá sama afneitunin. Og þetta rifjar upp fyrir greinar- höfundi, að rétt áður en siðanefnd B.I. kvað upp áðumefndan úrskurð sinn, hafði Siðfræðistofnun gefíð út siðfræðilegt álit vegna spilakassa Háskólans. Höfundi kom þá í hug að skjóta úrskurði nefndarinnar til Sið- fræðistofnunar, en það hefði aldrei í lífinu hvarflað að honum nema fyrir hið fagra fordæmi um spilavítið. En erindinu var vísað frá á þeim forsend- um að Siðfræðistofnun gæti hvorki né vildi setja sig í dómarasæti. Undir bréfið skrifaði Páll Skúlason prófessor í heimspeki fyrir hönd stjómar Sið- fræðistofnunar, en auk hans sitja í stjóminni Bjöm Bjömsson, helsti sið- fræðingur íslenskrar guðfræði, og Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur í Keflavík. Frávísun á þessum nótum hefði hljómað ögn sennilegar og jafn- vel fagurlega akademískt ef ólukkans lotteríið hefði ekki áður sett strik í reikninginn. Siðfræðistofnun gaf sem sagt eigin reglum eða hefðum langt nef til að hala inn stóra vinninginn fyrir rekstur háskólans. En hún treysti sér ekki til að syndga svolítið upp á náðina til að verða lifandi fólki að liði. Börnum. Hefði stofnunin ályktað, jafnvei einungis mjög al- mennt og máttleysislega, að ekki síst fólki sem orðið hefur fyrir hremming- um í bernsku bæri að sýna lágmarks tillitssemi og virðingu, hefði það verið mikilvægur sigur fyrir húmanisma í landinu og risaáfangi í baráttunni gegn ofbeldi gegn börnum. Ráðstefn- an ábúðamikla um réttlæti í fjölskyld- um mun ekki stuðla að réttlæti eða koma í veg fyrir ranglæti. Hún breyt- ir engu þar um. En raunveraleg af- staða stofnunarinnar, alvöra andóf gegn ranglæti, hefði gert það að nokkru marki. En slíks er víst ekki að vænta í bráð frá Siðfræðistofnun eða íslenskum heimspekingum yfir- leitt. Veit einhver til þess að þeir hafí nokkra sinni lagt nokkuð í sölum- ar til að beijast gegn ranglæti sem verið er að fremja beint fyrir framan nefíð á þeim á vamarlausu fólki? Einn lærisveinn heimspekideildarinnar, Róbert H. Haraldsson, undirritaði reyndar á sínum tíma úrskurð siða- nefndarinnar eigin hendi. Og einhver atkvæðamesti heim- spekingur þjóðarinnar, Þorsteinn Gylfason, situr svo eins og ekkert sé sem formaður nefndarinnar. Það raskar ekki samvisku hans að nefnd- in vanvirti alla þá sem um sárt eiga að binda vegna ofbeldis í bernsku. . Hann- sæti ekki þarna ef hann sæi nokkuð athugavert við úrskurð nefndarinar, sem hann að vísu kvað ekki upp sjálfur. Enginn sannur mannvinur eða hugsuður gæti fengið af sér að láta bendla sig við nefnd- ina. í fyrra fékk Þorsteinn heljarm- ikla orðu. En með leyfi að spyija: Hvenær skyldi íslenska lýðveldið sæma einhvern orðu fyrir það, og það eitt, að hafa lifað af til fullorðins- ára ógnir í bernsku sem enginn skil- ur hvemig hægt sé að lifa af? Það er varla minna lífsafrek en hafa ver- ið skammlaus embættismaður í nokkur ár eða orðhvatur heimspek- ingur. Þekktir rithöfundar um efnið, ekki síst femínistar, hafa fyrir löngu sýnt fram á það, að viðbrögð í samfélög- unum gegnum tíðina við ofbeldi gegn bömum hafa oftast verið þolendum afar fjandsamleg en gerendum vin- samleg að sama skapi. Þolendurnir hafí staðið uppi í augum samfélagsins sem stimplaðir lygarar eða geðsjúkl- ingar. Þessi mynstur era þó farin að brotna ofurlítið upp á Vesturlöndum. Afneitunin lætur undan síga smátt og smátt. En við eram skemmra á veg komin en flestar þjóðir í grennd við okkur. Það lýsir kannski best ástandinu að menntuðustu menn þjóðarinnar í að hugsa og skýrgreina skuli hver um annan þveran 'ýmist sýna béinan fjandskap gegn þolend- um (Róbert), fara undan í flæmingi (Páll) eða stinga sínu snjalla höfði í sandinn (Þorsteinn). Þetta er nú bara þó nokkuð hátt hlutfall íslenskra heimspekinga. Meðan menn hugsa eins og þeir og siðanefndin er fljótsvarað spurn- ingu Sigríðar Ingvarsdóttur, „hvemig er bragðist við“ ofbeldi gegn bömum hér á landi. Með fjandskap, afneitun og sinnuleysi, eins og Hjördís Hjartar- dóttir hefur einmitt á bent í sérstöku samhengi. En bíðum nú við. Skjátlast mér ef til vill um heimspekingana sem spegilmynd þjóðarinnar? Getur verið að tregðan sé meðal þeirra einmitt verst og mest? Og ef til vill era ijöl- miðlar ekki heldur rétt spegilmynd þjóðarinnar. Þrátt fyrir allt er til margt gott og heiðarlegt fólk á Is- landi með óspillta réttlætiskennd, sem er reiðubúið til að læra og bregðast við áður óþekktum samfélagsmeinum, þegar það fær um þau fræðslu og upplýsingu, þótt það þurfí til þess nokkurn tíma. Og því sámar það ranglæti sem vamarlaus böm verða að þola. Fyrir þetta fólk, sem lítt eða ekki kemur við sögu í fjölmiðlum, er grein mín rituð. Fólk sem stendur ekki á sama um náungann. Slíkt lærist ekki í háskólum. Það lærist í lífinu sjálfu, með þátttöku og hluttekningu í mann- legum samskiptum, þegar ranglæti og þjáning annarra svíður jafnsárt og manns eigin þjáning og ranglæti. Þetta er það sem mestu skiptir um réttlæti. Allt annað er aukaatriði. Höfundur er rithöfundur. Græðum ógróið land — nýtum gróið land Ekki verður betur séð, segir Valdimar Krist- insson, en eitthvað af þeirri skógrækt sem átt hefur sér stað snúist um að „græða upp“ gróið land. SKÓGRÆKT hefur átt auknum vinsældum að fagna hér á landi síð- ustu árin og er í raun hægt að tala um vakn- ingu í þeim efnum. Ein- staklingar, fyrirtæki og félagasamtök keppast við að setja niður tijá- plöntur og forseti vor frú Vigdís Finnboga- dóttir gróðursetur tré í opinberum heimsóknum víða um land. Vissulega telst skógrækt vera af hinu góða og ekki síst í frekar gróðursnauðu landi eins og Island er en það er með skóg- Valdimar Kristinsson ræktina eins og margt annað sem við íslendingar tökum okkur fyrir hendur, okkur hættir til að verða dálítið „manísk“ þegar vinna á að einhveijum góðuin málefnum. Ekki er frítt við að stundum hafi verið gróðursett meir af kappi en forsjá og virðist manni oft að aðal- málið sé að koma tijáplöntunum nið- ur einhversstaðar og þar með sé til- ganginum náð. Virðist mörgum að ákefðin eða dugnaðurinn við að græða upp landið sé svo mikill að menn tapi á stundum áttum. Spurn- ingar vakna um það hvort ekki sé verið að beina fjármunum tíma og kröftum manna í ranga átt þegar vel gróin lönd í nágrenni þéttbýlis eru tekin undir skógrækt. Lönd þar sem uppblástur eða landeyðing eiga sér ekki stað. í mínum heimabæ Mosfellsbæ hefi ur að mínu mati átt sér stað þróun sem vert er staldra við og athuga. Á þessu svæði er mikil eftirspum eftir beiti- landi fyrir reiðhesta þéttbýlisbúa. Þar hafa beitilönd verið lögð und- ir skógrækt, meira að segja lönd sem hesta- menn hafa verið að reyna að græða upp til að auka beit og fegra. I Mosfellsbæ er dugíeg- ur og hugmyndaríkur garðyrkjustjóri sem hefur kappkostað góða samvinnu við hesta- menn sem og aðra bæj- arbúa. Hefur hann ásamt öðrum starfsmönnum bæjarins fegrað bæ- inn mjög með tijágróðri og eiga þeir lof skilið. En þrátt fyrir hans góðu viðleitni hefur mörgum og þá kannski hestamön’num sérstaklega virst full mikið af beitilandi tekið undir skóg- rækt. Af samtölum við hestamenn vfða um land má ætla að svipaðir hlutir gerist víðar en á höfuðborgar- svæðinu og því kannski ástæða fyrir skógræktarmenn að staldra aðeins við og hugleiða hvar sé mest þörf fyrir krafta þeirra og dugnað. I fram- haldi af þessu má leiða hugann að þeirri miklu baráttu sem Land- græðsla ríkisins stendur í gegn upp- blæstri víða um land og því spurning hvort ekki sé full ástæða til að beina þeirri miklu skógræktarvakningu sem áður var getið meir yfir á raun- verulega landgræðslu. Ekki verður betur séð en eitthvað af þeirri skóg- rækt sem átt hefur sér stað snúist meira og minna um að „græða upp“ gróið land, þ.e. er að breyta gróðri úr vallendis eða mýrargrösum yfir í tijágróður. Finnst mér full ástæða til að áhugamenn um skógrækt hug- leiði hvort ekki sé meira gagn gert að leita eftir samvinnu við Land- græðsluna um að græða upp á þeim stöðum þar sem land er lítt gróið og er í hættu. Ekki þarf að fara langt til að finna lítt eða ógróna bletti t.d. í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Eru ekki allir sammála um að klæða beri landið í grænan möttul? Meðan næg eru verkefnin í örfoka landi eða landi í hættu er vart ástæða til að eyða kröftum eða fjármunum í „upp- græðslu" á grónu landi, betur fer að nýta gróna landið skynsamlega en einbeita sér að upgræðslu þar sem hennar er virkiiega þörf, öll viljum við gera sem mest gagn ekki satt. Höfundur er hesbimaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.