Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sérblöb Morgunblaðsins á fimmtudögum / blaöinu Vibskipti/atvinnulíf er fylgst með viðskiptalífinu hér og erlendis. Birt eru viðtöl, greinar og pistlar sem tengjast tölvum og viðskiptum. Dagskrá inniheldur sjónvarps- og útvarpsdagskrána í heila viku en fjallar einnig um kvikmyndir, myndbönd og fleira. / íþróttablaöinu er umræða um íþróttir, m.a. úrslit úr fjölmörgum íþróttagreinum, viðtöl og umsagnir um leiki. Umfjöllun um hesta- og bílaíþróttir er í íþróttablaöinu. - kjarni málsins! ÍDAG HVÍTUR leikur og vinnur Það er sterkt í enda- tafli að tvöfalda hrókana á sjöundu línunni. Þetta h el=D+ með 4. Hgl fráskák og mát! Það er óvenjulegt að svona lagleg endatafls- stef komi upp í tefldum skákum. kom einu sinni enn í ljós í skemmtilegum tafllok- um frá Havana á Kúbu, fyrr á þessu ári. J.C. Perez (2.245) hafði hvítt og átti leik, en B. Lopez var með Lh5Í - gxh5 (Eftir 1. - Rxel 2. h6 er svartur óverjandi mát) 2. Bh4! - e2 3. Bxf6! og svartur gafst upp. Það dug- ar honum ekki að vekja upp drottn- ingu með skák, því hvítur svarar 3. - SKÁK Umsjón Margcir Pétursson Með morgunkaffinu ÉG er að gera könn- un á því hvernig fólk á landsbyggðinni ver frítíma sínum. Farsi 8-15 01995 rarcttt Cartoona/dtot. by Untveraal Pras» Syndteata UyA/S6l/4CS/c<X)lT4A/lT * ab Aw iilviibofar?* VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þekkir einhver (Ýr) eða 562 2236 hBfundinn? (K"stln) KRISTÍN Bjarnadóttir hringdi og vildi fá upp- lýsingar um textahöf- und eftirfarandi ljóðs: Næturljóð Þú kemur nótt með hvíld og svefnsins frið, með kyrrð og ró eftir dag- langan ys og klið er húmsins blæju þú vefur um berg og dal blikandi stjömuljós tindra í himins sal. Textinn sjálfur er þekktur en það er höf- undur textans sem er óþekktur. Lagið við þetta ljóð er eftir Padre Martin. Ef einhver kannast við höfund text- ans, vinsamlegast hringið í síma 551 7137. Tapað/fundið Myndavél tapaðist LÍTIL, sjálfvirk mynda- vél tapaðist í iok júlí á Snæfellsnesi, annað hvort við Hótel Búðir eða á Amarstapa. Vélin er í svarblárri tösku og er átekin filma í henni. Ef einhver hefur fundið vélina, vinsamlegast hringið í síma 562 3129 Poki tapaðist á bikarúrslita- leiknum HVÍTUR plastpoki með vasadiskói, derhúfu og fleiri smáhlutum tapaðist á bikarúr- slitaleik KR og Fram á Laugardalsvelli 27. ágúst sl. Finnandi vinsamlegast hringi í Mörtu í síma 552 8129. Hjól hvarf úr Lönguhlíð ÞRIGGJA DBS reiðhjól með bleikum og svörtum barnastói var horfíð eftir verslunarmanna- helgina úr Lönguhlíð 7 í Reykjavík. Ef einhver hefur orðið hjólsins var vinsamlegast hringið í Ýr í síma 562 3129 eða í Kristínu í síma 562 2236. Gæludýr Kettling vantar heimili SVARTUR og hvítur, 10 vikna fallegur kettl- ingur, mjög vel kassa- vaninn og blíður og góður er tilbúinn til að fara að heiman. Uppl. í síma 587 6678. Persnesk læða er týnd ÞESSI litla persneska læða er týnd. Hún heitir Sasha og er gul (rauð) á litinn og mjög mannelsk. Hún var ekki með hálsól en eyrnamerkt. Sasha hvarf frá Hofsvallagötu 55 laugardagskvöldið 26. ágúst og ratar sennilega ekki heim. Hennar er nú sárt saknað og ef þú veist hvar hún er niðurkomin, hafðu þá endilega samband við Ásdísi (s. 581 2490), Aðalheiði/Hörð (s. 552 0974) eða Kattholt í síma 567 2909. Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borist athuga- semd frá Flugleiðum, vegna skrifa miðvikudaginn 23. ágúst varðandi reglur um þjónustugjöld á bílaleigum. I athugasemdinni segir: „Umrætt gjald er innheimt þegar bíll er tekinn og/eða honum skilað á flugvelli. Gjaldið er mismunandi hátt eftir löndum, ýmist er það hlut- fall af heildarleiguupphæð eða fast gjald. Þetta gjald er einnig innheimt í Lúxemborg, en þar er það innifal- ið í verði vegna þess að eina af- greiðslustöðin er á flugvellinum. Á öðrum viðkomustöðum Flugleiða í Evrópu getur fólk valið um að taka og skila bílaleigubílum á flugvöllum eða öðrum afgreiðslustöðum. Gjald- ið er því innheimt á staðnum. Á blaðsíðu 3 í verðskrá Flugleiða fyr- ir sumarið ’95 er fjallað um ýmsa skilmála tengda gjöldum. Þar er að fínna upplýsingar um þetta þjón- ustugjald. Samkvæmt starfsreglum hjá Flugleiðum ber sölufólki að greina viðskiptavinum frá þessu. í þessu tilfelli virðist hafa orðið mis- brestur á og biðjumst við afsökunar á því.“ xxx AÐ ER einstakt að ferðast um það undraland sem hálendi ís- lands er, eins og æ fleiri íslending- ar og þá ekki síður útlendingar hafa komist að raun um. Með bætt- um bílakosti komast menn æ víðar enda vart sá staður til á landinu sem bílar og gangandi menn hafa ekki farið um að sumri og vetri. Kunningi Víkverja, sem ferðaðist um hálendið fyrr í sumar, segist hins vegar hafa furðað sig á slæleg- um merkingum á hálendinu, sem ýmist eru engar eða villandi. Því fer fjarri að kunninginn sé talsmað- ur þess spilla hinni ósnortnu nátt- úru hálendisins með skiltum um allt en telur þó að ósekju megi merkja vegi og slóða á hálendinu betur en nú er, auk þess sem að margir merkisstaðir fara fram hjá ókunnugum, þar ekkert í nágrenni þeirra gefur til kynna að eitthvað markvert sé að sjá. Dæmi um þetta eru kofarústir sem eignaðar hafa verið Fjalla-Eyvindi á Sprengisandi og í Hvannalindum. Á för sinni lenti kunninginn hvað eftir annað í því að vegurinn sem hann ók eftir greindist í tvo slóða og engin leið var að vita hvert þeir lágu, þar sem kort sem hann ók eftir, tíu ára gamalt, stemmdi engan veginn við raunveruleikann. Þá þótti honum merkingar á hálendinu víða rugl- ingslegar og nefndi sem dæmi þeg- ar komið er í Kreppulindir að aust- an og ætlunin að halda í Kverk- fjöll. Þangað liggja tveir vegarslóð- ar og á skilti við annan þeirra stend- ur Kverkfjöll en skilti við hinn vísar einungis á Hvannalindir, sem eru á leiðinni í Kverkfjöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.