Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 30. AGUST1995 BLAÐ TUNFISKINUM LANDAÐ • TUNFISKVEIDARViaSimoun, skips Goodman Shipping, dóttur- fyrirtækis Sölumiðstöðvar hrað- fi-y st ihú sann.'i, ganga vei um þess- ar mundir, Skípið er nú að veiðum og er með á flmmta hundrað tonn af tunfiski. Þetta er eina skipið í eigu íslendinga, sem stundar tun- fiskveiðar, en það er gert út frá Fílabeinsströndinni. Túnfiskafli S hei miiiuni hefur aukizt mikið á uudanf örnum árum, og eru veiðar í Norður-Atiantshafi vaxandi. Þar er mest um verðmestu tunfiskteg- undina, „bluefin" að ræða. Tun- ftskveiðum og vinnslu era gerð nánari skii á markaðssiðu Versins ídag, bls. B5. 5 bátar með 100 tonn eða meira í þorskaflahámark Fréttaskýrinq 3 IMýju skipin seld úr landi Aflabrögð 4 Aflayfirlit og stadsetning fiskiskipanna Greinar 7 Garðar Björgvinsson SMABÁTAR frá Grímsey fá mest þorskafiahámark smábáta, samkvæmt út- hlutun Fiskistofu, sem nú hefur verið send út. Alls völdu um 400 smábátar, sem áður voru með krókaleyfi, þorskaflahámarkið. Mest þeirra fá Óli' Bjarnasön EA 279, 137 tonn, og Kristín EA 37, 131 tonn, en þessir bátar eru báðir frá Grímsey. Alls eru 5 bátar með 100 tonn eða meira. Tveir Grímseyingar efstir með rúmlega 130 tonn Samkvæmt breytingum á lögum um stjórn fiskveiða, var smábátum á krókaleyfi gefinn kostur á því að velja á milli þorskaflahámarks og krókaleyf- is á fiskveiðiárinu, sem nú er að hefj- ast. 400 útgerðarmenn völdu hámark- ið, en í þeirra hlut koma 14.000 tonn af 21.500 af þorski sem krókabátum stóðu til boða. 700 áfram á krókaleyfi 700 bátar verða áfram á krókaleyfi, en hlutur þeirra verður 7.000 tonn og líklegur fjöldi róðrardaga um 100. Loks hefur Byggðastofnun fengið 500 tonn til úthlutunar á þær verstöðvar, sem mest eru háðar veiðum smábáta. Að meðaltali koma 35 tonn í hlut þeirra, sem velja þorskaflahámarkið, en 10 tonn í hlut hinna, en þess ber að geta að um 200 krókaleyfisbátar hafa verið nánast óvirkir við veiðarnar. Aflahámark bátanna er fundið þann- ig út að miðað er við aflareynslu þeirra síðustu þrjú árin og tvö þau beztu tek- in til viðmiðunar. I samræmi við það er heildinni deilt niður á bátana, en þó með þeim hætti að skerðing kemur á hámark umfram 50 tonn. Geta endurskoðað val sltt í árslok Þorskaflahámark bátanna miðast við óslægðan fisk. Eigendum krókabáta, sem valið hafa þorskaflahámark gefst síðan kostur á því að endurskoða val sitt í lok næsta fiskveiðiárs. Endanleg niðurstaða er ekki enn fengin, þar sem einhver kærumál kunna að vera óleyst og geta því einhverjar breytingar enn átt sér stað, en þó smávægilegar. Á blaðsíðu 5 í Verinu í dag er birtur listi yfir þá báta, sem fengið hafa meira en 40 tonn í þorskaflahámark. Fréttir Færeyingar fá minni kvóta í Barentshafi • VEIÐAR íslenzkra skipa og f æreyskra hentifána- skipa í Smugunni hafa vald- ið því að Færeyingar hafa orðið af 2.000 tonna veiði- heimildum í Barentshafi að sögn Jákups Sólstein, for- manns Samtaka færeyskra útvegsmanna. Hann segir að þó Föroya Fiskasöla hafi selt afla skipanna, hafi það ekki haft áhrif á afkomu færeyskrar útgerðar, missir veiðiheimilda skipti mestu./2 Ámakríl við Færeyjar • JÓNA Eðvalds SF 20 frá Hornafirði hefur undanfar- ið verið á makrílveiðum inn- an færeysku lögsögunnar. Samkvæmt heimildum Versins hafði lítið sem ekk- ert fengist af makríl í gær en skipið var þá að leita rétt við ensku lögsöguna og te\ja færeyskir makrílveiði- menn að makríllinn sé far- inn út úr færeysku lögsög- unni./3 Nýr Lóðs íEyjum • SMÍÐI nýs Lóðs fyrir Vestmannaeyjahöfn stend- ur yfir í Skipalyftunni í Vestmannaeyjum, en Lóðs- inn er fyrsta nýsmíði Skipa- lyftunnar. Byrjað var á smíðinni í maí en undirbún- ingur hefur staðið yfir frá síðasta hausti. Samningur um smíði Lóðsins, milli Vestmannaeyjahafnar og Skipalyftunnar, var undir- ritaður á vordögum en þá lá fyrir smíðalýsing og teikningar að skipinu sem Skipalyftan hafði gert./7 NEAFC stjórnar síldveiðum • FISKVEIÐINEFND Norðaustur-Atlantshafsins, NEAFC, mun taka yfir fisk- veiðistjórnun í Síldarsmug- unni samkvæmt áliti nor- skra stjórnvalda, eftir sam- þykkt samkomulagsins um sljórn fiskveiða á úthöfun- um. Því kemur stjórn á veið- um úr norsk-íslenzka síldar- stofninum til kasta nef ndar- innar. Norsk stjórnvöld te\ja hins vegar að sameig- inleg nefnd þeirra og Rússa hafi áfram lögsögu í Smug- unni í Barentshafi./8 Markaðir Sveifiur á túnfiskverði • VERÐ á túnfiski er bæði misjafnt eftir tegundum og tímabilum, en samkvæmt lögmálum markaðsins ræð- ur framboð og eftirspurn mestu um verðþróunina. Dýrasta túnfisktegundin er „bluefin" en hver fiskur selst á tugi þúsunda, sé hann stór. Aðrar tegundir eru albacore, bigeye, yellowfin og skipjack. Hér sést þróun verðs á fjórum síðasttöldu tegundunum í Bandaríkjunum fram á mitt þetta ár, en það er á bilinu 66.000 krónur tonnið upp í 230.000. Túnfiskverð síðustu 2 ár Styrjueldi fervaxandi Styrjueldi 1986-1992 87 '88'89 '90 '91 • STYRJUELDI er nú að aukast víða um heim, en þessi merkilegi fiskur er mest nýttur til hrognatöku. Úr þeim er gerður dýrasti kavíar veraldar, en fiskur- inn er einnig etinn. Eldið í heiminum nam alls rúmlega 400 tonnum árið 1992, en styrjuafli hefur hrunið úr 25.000 tonum 1986 í um 10.000 tonn 1993. Rússar hafa veitt mest af styrj- unni, en ítalir eru umsvifa- mestir í eldinu. Verð á. ^> styrju, ekki kavíar, í Banda- ríkjunum er um 500 krónur á kiló./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.