Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 B 3 FRETTASKYRING LÍNUSKIPIÐ Ásgeir Frímanns er eitt þeirra nýlegu skipa, sem seld hafa verið úr landi. ¦f ÞRÓUNARSJÓÐUR stuðlar ekki að útflutningi nýrra eða nýlegra fiskiskipa, að mati Hinriks Greips- sonar, forstjóra Þróunarsjóðs sjáv- arútvegsins. Hann segir að mark- mið sjóðsins sé að hagræða í sjávar- útvegi og ef menn telji hagræðingu í að selja nýleg skip þá standi þeim til boða að sækja um styrki úr sjóðn- um. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að sala nýrra skipa úr landinu væri minni ef úreldingar- styrkur væri miðaður við rúmmál skipa en ekki vátryggingarverð. Hann telur að sveiflur í styrkhlut- falli ekki góðar. Skuldir Þróunar- , sjóðs eru nú um 3,6 milljarðar króna. Það hefur upp spurningar um þróun fiskveiða, þegar að íslending- ar, sem byggja hag sinn að miklu leyti á fiskveiðum, þurfa í auknum mæli þurfa að sjá á eftir glæsilegum og fullkomnum skipum úr landinu og fá í staðinn gömul skip sem aðrar þjóðir hafa ekki lengur not fyrir. Fjölmörg nýleg skip hafa ver- ið úrelt og seld úr landi og skemmst er að minnast sölu Haukafells frá Hornafirð og Hópsness frá Grinda- vík sem voru bæði fullkominn fjöl- veiðiskip. Um 90 milljónir fengust í úreldingarstyrki fyrir hvort skipið. Úrelding er hagrœðing Hinrik Greipsson segir að sjóður- inn stuðli ekki beint að útflutningi á nýjum og fullkomnum skipum sem nýta mætti m.a. til úthafskarfa- veiða og rækjuveiða, þótt sjóðurinn bjóði vissulega upp á þann mögu- leika að menn geti úrelt og selt úr landi nýleg skip. Það megi aftur á ¦ móti kalla það hlutverk Þróunar- sjóðs að draga úr afkastagetu skipastólsins þannig að meiri árangur náist af friðun fiskistofna og minnkun offjárfestinga í fiski- skipaflotanum með því að selja ný- íeg skip úr landi. „Það er aftur á móti staðreynd að nýleg skip hafa verið úrelt vegna þess að styrkur fyrir þau er hærri. Ef menn hafa átt tvö skip hafa þeir haldið eldra skipinu og sameinað aflaheimildir beggja skipanna á það og selt nýja skipið úr landi vegna þess að það er betri söluvara heldur en það gamla. Þannig geta menn hagrætt hjá sér og ég held ekki að neinum sé illa við það," segir Hinrik og bætir því við að ef að ekki sé rekstr- argrundvöllur fyrir ný skip sé eins gott að menn geti losnað við þau áður en þeir verði gjaldþrota. „Þannig að ég tel það ekki and- stætt anda laganna og hugmyndum um hlutverk Þróunarsjóðsins. Þetta er ekki úreldingasjóður heldur Þró- Nýju skipin seld úr landi Á vettvanqi Útgerðarfélögin selja oft nýrri og fullkomnari skipin úr landi og færa aflaheimildirnar yfír á eldri skip. Forstjóri Þróunarsjóðs sjávarútvegsins ----------------------------------^------------------------------------------------- segir Helga Mar Arnasyni að sjóðurinn stuðli ekki beint að þessu, heldur sé þetta oft leið til hagræðingar vegna þess að nýju skipin séu betri -----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------y—j-------------------------------------- söluvara en þau eldri. Formaður LIU segir að þetta gæti breyst ef úreldingarstyrkir yrðu miðað- ir við rúmmál skipa en ekki vátryggingarverð. unarsjóður sjávarútvegsins sem á að stuðla að þróun og aðlögun af- kastagetu skipastofnins að afrakst- ursgetu nytjastofna sjávar. Ég tel að það sé mjög vel gert með því að úrelda nýleg skip," segir Hinrik. Vilja miða styrki viö rúmmál Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útgerðar- manna, segir að ekki hafi neitt skip, sem hægt væri að nýta til úthafs- veiða, farið úr landi. Miðað við skertar heimildir í flestum fiskiteg- undum séu verkefni engan veginn nægileg fyrir fiskiskipaflotann og þess vegna hafi það ekki verið umdeilt innan sambandsins að gefa ætti mönnum kost á því að hætta útgerð. „Hins vegar höfum við talið æski- legra að miða úreldingarstyrkina við rúmmál skipanna frekar en vá- tryggingarverð. Það myndi leiða til þess að lökustu skipin færu úr landi en ekki þau bestu. Það hefur virkað sem hvati að skipin sem hæst eru tryggð séu úrelt og það finnst mér vera röng aðkoma að málinu." Kristján segir að einnig sé slæmt að styrkhlutföllin skuli breytast eins mikið og raun beri vitni. Greinilega hafi verið byrjað of hátt þegar far- ið var með bæturnar í 45%. „Ég hef ekki trú á því að mikið verði um úreldingar þegar bæturnar eru komnar niður í 20%," segir Kristján. „Mér fínnst að umræðan um sjóð- inn út á við snúist um að þarna sé ríkið að gefa útgerðarmönnum pen- inga. Það er alrangt, því greinin er látinn greiða þennann kostnað og enginn ríkisstyrkur falinn í þess- um bótum," segir Kristján. Arnar HU sæklr ekki um styrk Hið glæsilega skip Skagstrend- ings hf., Arnar HU, er einnig eitt þeirra skipa sem menn sjá mjög eftir út úr landhelginni um þessar mundir, enda skipið talið eitt _af flaggskipum fiskiskipaflotans. Út- gerðarmenn Skagstrendings hf. segjast þó ekki ætla að sækja um úreldingarstyrk fyrir skipið. Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Skagstrendings hf., segir að það borgi sig ekki því að hámarksstyrk- ur sjóðsins sé um 93 milljónir en eðlilegt hlutfall af vátryggingar- verði Arnars sé um 250 milljónir. Rúmmetratala skipsins sé það verð- mæt að úreldingin verði nýtt í ann- að. Úreltir bátar enn í notkun Hinrik segir að fram að þessu hafi talsvert borið á því að bátar, sem fengið hafi styrk, hafi ekki verið seldir eða þeim eytt, eins og reglur kveða á um. Sérstaklega bátar sem voru greiddir út árið 1994 en þeir fengu greiddan úreld- ingarstyrk þótt ekki væri búið að eyða skipunum eða selja þau úr landi. Það hafi verið gert út á yfir- lýsingu sem var afhent Siglinga- málastofnun um að"éigendur skip- anna eyddu eða seldu þau innan ákveðins tíma. Ef þeir ekki gerðu það sjálfir væri Siglingamálastofn- un heimilt að gera það á kostnað eigendanna. Talið var að þetta jafn- gilti eyðingu og væri nægjanlegt. Hins vegar hafi orðið einhver mis- brestur á að menn hafi framkvæmt eyðinguna eða reynt að selja skipin úr landi. „En það er alls ekki búið að bíta úr-,4nálinni með þetta og þessu verður haldið að þeim og eyðing eða sala úr landi mun fara fram," segir Hinrik. Lögum og reglugerð Þróunar- sjóðs hefur nýlega verið breytt og nú þarf ekki að eyða úreldum skip- um, heldur er hægt að halda þeim gegn ströngum skilyrðum á skipa- skrá. Styrkhlutfallið minnkar þá úr 40% af vátryggingarverði niður í 20%. Hins vegar verður heimilt fram að árslokum að láta króka- báta, sem nú fá aðild að sjóðnum, njóta hærra styrkhlutfalls en afla- marksskip njóta, eða í mesta lagi 45%. Eftir þann tíma verður styrk- hlutfall krókabáta og aflamarks- báta það sama. Önnur verkef nl á dagskrá í fyrstu grein laga Þróunarsjóðs segir að sjóðnum sé ætlað að auka arðsemi í sjávarútvegi, m.a. með því að kaupa fiskvinnslustöðvar og framleiðslutæki þeirra, veita lán og ábyrgðir til nýsköpunar í sjávarút- vegi og greiða fyrir þátttöku sjávar útvegsfyrirtækja erlendis. Sjóður- inn hefur hingað til lítið sinnt öðrum viðfangsefnum en að veita styrki til úreldinga fiskiskipa en ætlunin er að snúa sér að öðrum verkefnum þegar meginþungi viðfangsefnisins hefur verið afgreiddur. Núverandi útgjöld Þróunarsjóðs eru fjármögnuð með lántðkum úr ríkissjóði, en lánin verða endur- greidd af sjávarútveginum sjálfum með framtíðartekjum sjóðsins. Þremur tekjustofnum er einkum ætlað að standa undir þessum skuldbindingum, þróunarsjóðsgjaldi á fiskiskip, þróunarsjóðsgjaldi á fiskvinnslustöðvar og aflamarks- gjaldi á fískiskip sem leggst á frá og með l.september 1996. Þróunarsjóður skuldaði um þrjá milljarða króna umfram eignir um síðustu áramót og segir Hinrik að um 600 milljónir hafi verið teknar að láni úr ríkissjóði á þessu ári. JpPUSSHJl lGlXci fjár erlendis • KÚSSNESKA sjávarútvegs- i'y rirta;kið Sovrybflot, leitar ívú eftir e.r lendunt fjárfestum til að koma fyrirtækinu ti! aðstoðar. Það er gert þrátt fyrir að afi i hafi aukizt nokkuð að undanf brnu. Forstióri fyrir- tækisins, Alexei Volkov, segir að rússneskur sjávarútvegur sé i nauðum staddur. Fiski- skipaflotinn sé úrettur og neyzla á flski i nna n lands hafl faUiðúr21kflóláhvert mannsbarn 199Q í 7 kiió nu. Fjármagn er tæpast til heima fyrir til að bæta stöðuna og þvi er leitað eftir érlendri fjár- festingu. Heimiid: Lcbensmittel Zcit- ung. Fiskimálin rædd á Nýja Sjálandi • ALÞJ ÓD AS AMTÖK sam- taka sjávarútvegsins halda ár- icgan fund sinn í borginni Nelson á Nýja Sjálandi að ál- iðnum september í haust. Sam- tökinleru skipuð sjálfstæðum samtökuni sjávarútvegsins i helztu fískveiðilöndum hcims, cn hcildarsamtökin voru stoín- uð árið 1989. Markmíð þcirra cr að kynna hagsmunamál sjávarátvegsins um víða ver- 8Id. Mcðai i'élaga i samtðkunum eru sjávárutvegssamtðk frá Argentínu, Kína, Tæwaii, Kanada, Japan, Kóreu, Banda- rikjunum, Nýja SjálandL Nor- cgi og Rússlandi. Samtök at- vinnurckenda í sjávarútvegi sitja ársfundinn fyrir islands hönd. ' Að þessu sinni verðar meg- inviðfangsefni fundarins físk- veiðistjðrnun, verndun f iskim- iðanna,hreinlætis- og holl- ustustaðiar og umh vcrfisáhrif í sjávarutvegi. Þá verður sijórn úthafsveiða og sam- þykkt ráðstcfnu Samcinuðu þjóðanna meðal umræðuefnis. Fyrir íslands hönd er Sam- slarfsncfnd atvinnurckcnda í sj ávarú tvegi aðiii að alþjóða- samtökunum, en óvíst er hvort f u Utrúi héðan fer á f undinn. Milljónir í menntuní útveginum • í R AR hafa ákveðið að verja rúmlcga cinni milijóu írskra punda, um 110 milljóniim króna, til námskeiðahalds og mcnntunar í írskum sjávarút- vegí. Þetta er fyrsti hluti 5 ára áæt iunar, sem mun alis kosta um 650 milljónir kröna. Þrír fjórðu hiutar fjárins koma frá Evrópiisambandinu, en írar leggia- íjáiíu* Eram um fjórð- ung þess. Ætlunin er að kenna fiskverkafólki og sjómönnum ný viðhorf varðandi hollustu, hreinlæti og fleiri þættí um meðferð aflans og vinnslu hans. Sean Barret, sjá varút- vegsráðherra í rlands, segir að nauðsynlegl sé að svara aukn- um kiiífum markaðsins af þessutagi. Heimiid: Eurofish Report. ! Renni- smioi = HÉÐINN = SMIÐJA STÖRtól 6 • GARÐABŒ ¦ SlMl 565 2921 • FAX 565 2927 Hönnun • smlöi • viögeröir • þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.