Morgunblaðið - 30.08.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.08.1995, Qupperneq 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ BgFiskverð heima Júlí Ágúst 7n 29. v i'so.vlai .v132,v [ 33.v i 34.v! Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja . / / §i Alls fóru 142,2 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 20,8 tonn á 101,67 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 28,6 tonn á 95,00 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 92,8 tonn á 103,66 kr./kg. Af karfa voru seld 26,3 tonn. í Hafnarfirði á 80,97 kr. (1,81), ekkert á Faxagarði, en á 79,14 kr. (24,51) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 85,4 tonn. í Hafnarfirði á 66,00 kr. (9,91), á Faxagarði á 41,00 kr. (1,01) og á 67,17 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (74,51). Af ýsu voru seld 48,7 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 71,46 kr./kg. Kavfi M- ÁH&Í_____________,___T-____tn 29.v 130.v 131 .v 132.v 133.vT34.vi Fiskverð ytra Þorskur< Karfi Ufsi Júlí 29. vika 33. vika KrJkg 180 140 120 100 80 60 40 Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 216,9 tonná131,99 kr./kg. Þar af voru 32,7 tonn af þorski seld á 128,89 kr./kg. Af ýsu voru seld 100,5 tonná 107,81 kr./kg, 27,6 tonn af kolaá 186,01 kr./kg og 6,5 tonn af karfa á 129,82 kr. hvert kíló. Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Túnfiskafli í heiminum hefur aukizt gífurlega síðustu árm Aðeins ein tegund þó talin ofveidd inn hefur vaxið gífurlega sl. einn oj ar tegundir séu nú full- eða ofnýttí Árið 1980 var heildarafli á tún- fiski og náskyldum tegundum um 1,8 milljón tonn, en var kominn í rúmar 3 milljónir tonna árið 1992. Langmest er veitt af tegundinni skipjack, en árið 1992 var heildar- veiðin á þeirri tegund rúmlega 1.420 þúsund tonn eða nærri helmingur alls túnfisksafla í heiminum það ár, en þar næst kemur svo yellowfm en af honum veiddust tæp 1.100 þúsund tonn árið 1992. Samanlagt er því veiðin af þessum tveimur tegundum rúmlega 83% af heildartúnfiskaflan- um'. Þessar tvær tegundir standa einnig undir næstum allri aukningu í heimsaflanum, sem orðið hefur frá árunum kringum 1980, meðal ann- arra túnfisktegunda má nefna Bluef- in, albacore og Bigeye. „Bluefin" gengur næst íslandi Til fróðleiks skal þess getið að bluefín er sú tegund sem líklegast er að veiðist hér nálægt landinu, en sú tegund er talin í hættu vegna ofveiði. Bluefin gengur á sumrin frá Miðjarðarhafinu til norðurs, og síðan á móti golfstraumnum til suðvesturs allt að ströndum Bandaríkjanna, en á þessari leið virðist hann vilja vera í 12 til 14 gráðu heitum sjó. Nyrzt kemst fiskurinn upp að Noregsströndum, fyrri hluta sumars, þannig að búast má við að hann veiðist suður af íslandi seinni part sumars, minnsta fjarlægð frá íslandi bréytist væntanlega í samræmi við hitastigssveiflur. Ljóst er þó að í eðlilegu árferði er um umtalsverða vegalengd að ræða. Albacore er eina túnfísktegundin þar sem afli hefur dregist verulega saman á síðustu árum. Aflinn náði hámarki árið 1989, tæp 245 þúsund tonn, en var um 212 þúsund tonn TÚNFISKUR er uppsjávarfiskur sem gengur í torfum. Vegna þess hve víða fískurinn gengur og hve lítið er vitað um atferli hans þá er erfitt að meta stærð og ástand stofnanna. En þar sem túnfískafl- hálfan áratug, þá er óttast að sum- árið 1992. Ástæður þessa aflasam- dráttar eru að mestu taldar vera vegna minnkandi veiða í reknet, en sem kunnugt er hefur verið viðleitni til að banna reknetaveiðar. Aflaaukning á Indlandshafi Sem dæmi um svæði þar sem afla- aukning hefur verið má nefna Ind- landshaf, en frá byijun áttunda ára- tugarins hefur afli þar nærri þrefald- ast, frá 183 þúsund tonnum 1983, í 540 þúsund tonn árið 1992. Ástæða þessarar miklu aukningar er fyrst og fremst sú að Frakkar og Spánverj- ar sendu flota stórra nótaskipa frá Atlandshafi yfír í Indlandshaf á þessu tímabili. Einnig hefur á þessum tíma orðið mikil aukning aflamagns í V-Kyrrahafí, en á því svæði hafa Bandaríkjamenn og lönd í SA-Asíu aukið veiðar sínar þar. Að framan sögðu má því sjá, að sóknin í túnfískstofnana hefur aukist gífurlega síðustu tvo áratugi. Afia- aukning í tegundunum skipjack og yellowfín skiptir hundruð prósenta eða um 340% fyrir skipjack og um 270% fyrir yellowfin. Þrátt fyrir þessa miklu aflaaukningu virðast sérfræðingar sammála um, að þegar á heildina sé litið, sé ekki um ofveiði að ræða. Það er eingöngu bluefín- túnfiskstofninn, sem lifir í mun kald- ari sjó bæði norðan og sunnan mið- baugs, sem talinn er vera ofveiddur og jafnvel í útrýmingarhættu. Þrjár velðlaðferðir Við veiði á túnfiski er í stórum dráttum beitt þremur veiðiaðferðum, en eins og hér að neðan er lýst þá er reginmunur á þeim bæði með til- liti til afkastamöguleika og eins fjár- festinga í veiðitækjum og skipum. Nótaveiðar er afkastamesta að- ferðin en um 80% alls túnfísksafla eru veidd í nót. í austanverðu At- landshafí er aðallega veitt með nóta- skipum sem eru 55 til 90 metra löng og geta borið 550 til 1.500 tonn af túnfiski, sem geymdur er heill og óunnin í pækiltönkum við allt að 18 gráðu frost. Skipin eru fremur hrað- geng, geta gengið allt að 18 sjómílur og nota nætur sem eru á bilinu 1.400 til 1.600 m langar en aðeins um og yfír 200 m djúpar. Algengt er að nótaskip séu í allt að 50 daga í hveij- um veiðitúr. Nótaskip eru frambyggð með aðalvindu og snurpugálga aftan við miðju og kraftblökkina, sem jafn- framt er eina blökkin, hangandi í bómu hátt yfir afturhluta skipsins. Þetta fyrirkomulag, svo og lögun nótarinnar, gerir það að verkum að notast verður við stóran og öflugan hjálparbát (vélastærð 400 til 600 hestöfl), en hliðarskrúfa er aðeins að framan, a.m.k. á öllum eldri skip- unum. Línuveiðar algengar Línuveiðar eru nokkuð algengar, en eins og fram kemur á viðfestum gögnum er línuveiði stunduð á mun stærra svæði en nótaveiði, sem helg- ast meðal annars af því að leitað er eftir dýrari tegundum sbr. veiði á Northern Bluefín í Atlantshafí. Um borð í línuskipunum er fískurinn slægður og tálknin skorin burt (gilled and gutted) síðan er hann frystur í blæstri og geymdur við tiltölulega lágt hitastig, oft er talað um þörf á allt að -50°C. Línufiskur fer bæði á vestræna markaði, þar sem hans er oftast borðaður steikur eða til Japans þar sem hann er framreiddur hrár og þykir þarlendum hann hið mesta lostæti. Stangvelðl Þriðja veiðiaðferðin sem hér er nefnd er stangveiði eða Pole and Line, sem miðast fyrst og fremst við yfirborðsveiði. Vaðandi torfa er leitað og fiskurinn er engdur með því að kasta lifandi æti í sjóinn ásamt því að ýfa vatnsborðið með því að sprauta vatni kringum skipið. Við þetta æsist fískurinn mjög upp og gleypir allt sem að kjafti kemur. Fiskurinn er þá veiddur á stöng þar sem viðfest er stutt færi eða lína með öngli án agnhalds, þannig að þegar físknum er kippt inn fyrir borð- stokkinn losnar hann oftast sjálf- krafa af króknum og er línunni þá umsvifálaust kastað út aftur. Þar sem þessi veiðiaðferð gerir litlar kröf- ur til tæknilegrar útfærslu á veiði- skipinu, þá má segja að flest smærri fiskiskip henti til þessara veiða. Þó ber að geta þess að skipin þurfa að vera útbúin með pöllum á síðunum þar sem fískimennimir standa við vinnu sína og einnig þurfa þau að vera með sérútbúna tanka til að halda beitfisknum lifandi. MiklA fer í niðursuðu Túnfiskur er bæði seldur ferskur og unnin, en meginvinnsluaðferðir eru niðursuða og flakavinnsla: Mikilvægasta vinnsluaðferðin, miðað við magn, er niðursuða, en meginhráefnið er nótafiskur. Við veiði er fískurinn háfaður um borð og fer nánast lifandi ofan í lestarn- ar, þannig fara oft fleiri en ein teg- und af túnfíski auk aukaafla (by catch) í lestina. Flakaframleiðsla er tvenns konar; annars vegar er um að ræða fram- leiðslu á ferskum flökum og hins vegar á forsoðnum flökum. Fersk flök, oft veidd af “pole and line“- skipum eða dagróðrabátum eru yfír- leitt flutt með flugi á markaðina. Forsoðin flök (tuna loins) er afurð sem hefur verið að ryðja sér til rúms sem milliafurð, þar sem menn reyna að nýta sér ódýrt vinnuafl þróunar- landa til að forvinna físk, sem síðan fer í lokavinnslu í verksmiðjum sem eru staðsettar nálægt markaði eða innan tollamúra. Dæmi um þetta er vinnsla á forsoðnum flökum í Tæ- landi fyrir Bandaríkjamarkað og flakavinnsla franskra fyrirtækja í Abidjan í Vestur Afríku. ByKKt á upplýsingum Páls Gísla- sonar, framkvæmdastjóra Good- man Shiping. Veiðisvæði Heildarafli á öilum tegundum túnfisks Millj. lonn KYRRA- Túnfiskur veiðist um allan heim SEGJA má að í heiminum séu fjögur meginveiðisvæði, þótt túnfiskur sé veiddur nánast alls staðar kringum jörðina: Austur- Atlantshaf, en þangað sækja aðallega skip frá Spáni, Frakklandi, Japan og Kóreu. Indlandshaf, en þangað sækja skip frá Frakklandi, Spáni auk Asíulanda. Austur-Kyrrahaf, en þangað sækja skip frá Bandaríkjunum og Mexikó, en auk þess eru nokkur skip frá öðrum löndum Mið- og Suður-Ameríku. Vestur-Kyrrahaf, en þangað sækja aðallega skip frá Asíu- löndum, Bandaríkjunum og Mexikó. Skipting þessi miðast mest við veiðar í nót. Markaðir Túnfiskmarkaðir 4 QQ9 H Eigin veiði/lramleiðsla * L" innllulningur Bandaríkjamarkaður Heill.l Iryslur Niður- soðinn Evrópusamb.markaður Heill, Uyslur Niður- soöinn Japansmarkaður MARKAÐIR fyrir túnfiskafurð- ir eru í stórum dráttum Japan, Bandaríkin og Evrópa, en með- fylgjandi tafla gefur örlitla hug- mynd um innflutning til þessara meginmarkaða og eins framboð frá eigin skipum þegar það á við. Tölurnar miða við árið 1992 og eru nákvæmar upplýsingar af skornum skammti. Engu að síður gefa þær vísbendingu um skipingu markaða fyrir túnfisk- afurðir. Verð á túnfiski hefur sveiflast nokkuð á síðastliðnum árum, en í dag er túnfiskverð fremur hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.