Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 B 7 GREINAR Opið bréf til Arthurs Bogasonar, formanns LS „FIMM BRAUÐ og tveir fiskar" nefnist viðtal við okkur í ver- inu. 16. ágúst á bls. 2. Viðtalið fjallar um ágreining okkar um lausn á erfiðri deilu um aðgang smábáta að fiskimiðunum. Ég vil jöfnuð með aflatopp á hvern bát og burt með bannda- ga. Þú vilt áframhald- andi kapphlaup út í hvaða veður sem er með tilheyrandi slys- um, við að ná bita af kökunni frá munni barna náungans. Þú leggur vopn í hendur þeirra hópa andsamfé- lagslegra manna sem vilja hina sameiginlegu auðlind sem einka- eign fáeinna fjölskyldna í landinu með því að segja að skrif mín séu ekki svaraverð. Þú segir að tillaga mín sé ekki nógu vel útfærð, því þú skilur hana ekki vegna þess að hún er svo sáraeinföld. Þú veldur verkef ninu ekkl lengur Arthúr minn, þú ert góður strákur, og vel upp alinn og þú hefur staðið þig vel og átt þakkir fyrir að hafa haldið okkur saman, en öllum mönnum eru takmörk sett. Þú veldur verkefninu ekki lengur, svo sem lesa má út úr til- vitnun þinni í hið heilaga orð, þar sem þú segir mig hafa mikla trú. Það er rétt. Ég trúi á réttlætið og mun verða að trú minni. Ég les kannski Biblíuna með öðurm hætti en þú, því ég álít að Jesú hafi mettað áheyrendur sína í eyði- mörkinni með því að fá fjöldann til að draga fram nestið sitt og neyta þess á samfélagslegan hátt og sú aðferð hafi gefið -svo góða raun að afgangurinn hafi fyllt tólf körfur. Það er einmitt þetta sem ég er að gera. Ég er að hvetja fólk til að koma auga á þá staðreynd að til að þjóðin geti lifað saman í Garðar Björgvinsson sátt og samlyndi þá verðum við að nýta þau tækifæri sem guð gefur okkur, í þágu þjóðarheildar, á sam- félagslegan hátt. Art- húr. Tillaga mín um aflatopp á smábáta er fyrsta skrefið í löngu ferli, því núverandi kvótakerfi ætla ég að láta víkja fyrir mann- eskjulegri fiskveiði- stýringu framtíðar- innar í þágu þjóðar- heildar. Endanleg útfærsla á næstunni í Gamla testamentinu bls. 122, Jóhannes 8 segir: ,jSannleikurinn gerir þig frjálsan." Eg trúi á sann- leikann. Ég trúi að Biblían sé merkilegasta og trúverðugasta rit- verk veraldarsögunnar. Ef þú lifir með Guði þínum í sannleikanum þá fjötra þig engin lög sem samin eru af misvitrum mönnum, brjóti þau í bága við trú þína og sannfær- ingu. Arthúr minn. Ég vil biðja þig að gera það aldrei oftast að saurga hið heilaga orð með því að setja það í samhengi við sví-. virðu þá sem landsfeður vorir nefna lög nr. 83, 15. júní 1995. Arthúr, á næstunni kemur til- laga mín endanlega útfærð. Ásamt úrfærslu á samhjálp, hinu nýja tryggingafélagi, sem við smáút- gerðarmenn munum stofna í kjöl- far fyrsta áfanga að fiskveiði- stjórnun framtíðarinnar. Arthúr, svo vil ég vekja athygli þína á þeirri staðreynd að við trillukarlar höfum átt fullt í fangi með að verja okkur fyrir ofbeldi því sem forysta LÍU fjarstýrir stjórnvöld- um til að hamra á okkur með í nafni lagasetninga. Á færibandi í útrýmingarbúðir Og nú er svo komið að úrelding- arsjóður borgar krókabátaeigend- um 45% af matsvirði báta þeirra ef þeir vilja eyðileggja þá og fara „Tillaga mín um afla- topp á smábáta er fyrsta skrefið í löngu ferli," skrifar Garðar Björgvinsson og held- ur áfram, „því núver- andi kvótakerfi ætla ég aðlátavíkjafyrir manneskjulegri fisk- veiðistýringu framtíð- arinnar í þágu þjóðar- heildar." sjálfir á atvinnuleysisbætur. Við erum ekki lengur bornir til grafar, heldur erum við fluttir á færibandi í útrýmingarbúðirnar. Vegna of- sókna á hendur okkur hefur sjón- deildarhringur okkar ekki náð til þeirrar staðreyndar að fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni og lög- um um stjórn fiskveiða frá 1990. í Ijósi þess mun ég leggja tillögu mína um aflatopp til handa smá- bátum fyrir þjóðina í skoðana- könnun. Það eru hvorki þú né for- ysta LÍU sem eigið síðasta orðið í þessari deilu. Ég treysti á dóm- greind íslendinga í þessu máli. Ég mun fara með sigur af hólmi á fundinum í haust til bjargar hinu hrjáða smáútgerðarfólki á lands- byggðinni, sem þó er svo mikil- vægur liður í góðum þjóðarhag. Að síðustu, Arthúr minn, látum ekki skaðleg orð líða okkur af munni hvor til annars, heldur það eitt sem er gott og til uppbygging- ar þar sem þörf gerist, til þess að það verði til góðs þeim sem heyra og sjá. Höfundur er útgerðarmaður og bátasmiður Vinnslustöðin eykur aflaheimildir sínar milli fiskveiðiára MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar eftirfarandi athuga- semd frá Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum Fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum langar mig til þess að koma á framfæri eftir- farandi leiðréttingu við frétt ykkar um kvótahæstu útgerðarfélögin 1995-1996. í fréttinni kemur fram að bol- fiskkvóti Vinnslustöðvarinnar hf. sé alls 5.615 þorskígildi og hafi minnkað frá fyrra ári. Hið rétta er að aflahlutdeild félagsins skipt- ist á eftirfarandi hátt á skip félags- ins sem hér segir: BrekiVE61 2.629 þíg. Drangavík VE 80 1.493 þíg. KristbjörgVE70 1.389 þig. KapVE4 1.305 þíg. Sighv.Bjarnas.VE81 1.582 þíg. Samtals: 8.398 þíg. Aflahlutdeild Vinnslustöðvar- innar fyrir fiskveiðiárið 1994/1995 var tæp 8.000 þ.ígildi, þannig að í þorskígildum hafa heimildir fé- lagsins aukist nokkuð á milli ára. Þegar dregin hafa verið frá þorskígildi síldar-, loðnu-, humars- og rækjuaflahlutdeildar félagsins þá er aflahlutdeild í botnfiski um 6.340 þ.ígildi. Auk þessa á félagið 80 þ.ígildi sem vistuð eru á öðrum skipum. Hlutdeild Vinnslustöðvar- innar hf. í heildaraflahlutdeildum í þorskígildum talið hefur því skerst lítið á milli ára. Verðmætastúðlar brengla hlutföllin Benda má á að hlutföll útgerða hafa brenglast verulega vegna þess að verðmætastuðlar hinna ýmsu tegunda hafa einhverra hluta vegna breyst umtalsvert á milli ára. Má þar nefna, að verðmæti karfa hefur vaxið úr 0,46 í 0,85 en karfi er stór hluti í aflahlut- deild Granda hf., sem dæmi. Laus- lega virðist sem aflahlutdeild Granda væri ríflega 4.000 þ.ígiid- um lægri ef gamli karfastuðullinn 0,46 væri notaður en ekki 0,85. Svipaða sögu er að segja af Út- gerðarfélagi Akureyringa sem á mikið af grálúðu en stuðullinn fyr- ir þá tegund var hækkaður veru- lega í sumar. Fjárfest í af laheimildum Verðmæti ýsu hefur minnkað úr 1,22 í 1,10 á milli ára en Vinnslustöðin hf. á í dag ríflega 1400 tonna aflahlutdeild í ýsu eft- ir skerðinguna sem varð í sumar. Vinnslustöðin hf. á ennfremur verulegar hlutdeildir í humarkvót- anum en hann var skertur um þriðjung auk þess sem verðmæt- astuðullinn var lækkaður verulega, við þetta skertust aflahlutdeildir \ félagsins í þorskígildum talið um 250. Auk þessa hafa stuðlar í loðnu og síld lækkað á milli ára. Vinnslu- stöðin hf. hefur fjárfest nokkuð í aflaheimildum á síðastliðnu ári umfram það sem selt hefur verið, þannig að hlutfallslegur samdrátt- ur félagsins skýrist af breyttum verðmætastuðlum. Líkleg skýring Mér þætti vænt um ef leiðrétt- ingu yrði komið á framfæri um - málið, en líkleg skýring er að Drangavík VE 80 hefur ekki verið þinglýst á okkur og Frigg VE er enn skráð á okkur þrátt fyrir að skipið hafi verið selt og muni verða afhent nú þann 31. ágúst nk. HtarstuiÞIafrife -kjarnimálsins! WtÆKW>AUGL YSINGAR ¦ -¦ ¦ :'• .-¦¦ ... ¦. .... . ¦: ¦...¦. ; A TVÍNNUAUGL YSINGAR Vélavörður Vélavörð vantar á 200 lesta línuskip frá Grindavík sem rær með beitingarvél. Upplýsingar í síma 426-8755. Baader-maður óskast á frystitogara sem gerður er út frá Norðurlandi. Upplýsingar í síma 468 1111. Vélstjóri Vélstjóra vantar á frystiskip. Starfið er fyrsta vélstjórastaða og afleysingar sem yfirvél- stjóri. Við leitum að framtíðarmanni með full réttindi, sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi starf hjá kraftmiklu fyrirtæki. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „V- 15511". KVGTI Kvóti Eigum 23 tonn af þorski til leigu á 80 kr. kg. Karfi til sölu 10-20 tonn. Ýsa 30-40 tonn. Ufsi 200 tonn. Rækja 118 tonn. Vantar varanlega síld, karfa og 45 tonn af kola. Skipasalan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími 562 2554, fax 552 6726. BATAR-SKIP Fiskískip Höfum góða kaupendur að 25-40 tonna eik- ar- eða stálbátum og 80-300 tonna stálbátum. Höfum ávallt kaupendur og leigjendur að öllum tegundum kvóta. Skipasalan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími 562 2554, fax 552 6726. KVftTABANKINN Aðeins tveir dagar eftir Sfmi565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Höfum fengið íeinkasölu á íslandi nóta- og togskipið mv. „LUNAR BOW", smíðað 1987 Lengd 49,28 m, breidd 8,90 m, dýpt 4,30 m. Aðalvél 2200 HP. Tog- og snurpuspil 25 tn. Fiskilest 890 cbm. í 9 RSW kælitönkum. Vakumdæla MMC. Hliðarskrúfur 250 og 400 HP. Nótaveiðiskip í topp-klassa. Allar frekari upplýsingar á skrifstofu okkar. B.P. SKIP HF., Borgartúni 18, 105 Reykjavík, sími 551-4160, fax 551-4180.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.