Morgunblaðið - 30.08.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.08.1995, Qupperneq 8
4 ittox'jjunWatiiiíi SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 30. AGUST1995 '7/r irt í lok fiskveiðiársins 1994/1995, tonn AAA/y ' Karfi Grálúða Skarkoli Veiðiheimild 99.101 57.407 69.982 86.667 31.557 13.769 Afli t/kvóta 91.138 44.383 37.643 90.751 23.757 10.191 Staða (eftir) Y.963 13.024 32.338 -4.084 7.799 3.578 Tegundatilfærsla -583 -642 -5.003 9.436 -644 -6 Ný staða 7.380 12.382 27.335 5.352 7.155 3.572 Flutt á næsta ár 6.401 5.861 9.483 3.124 3.733 1.432 Umframafli 914 181 43 635 241 74 Ónotað 1.890(1,9%) 6.673(11,6%) 17.894 (25,6%) 2.730(3,1%) 3.662(11,6%) 2.205(11 NEAFC mun stjórna nýtingu norsk-íslenzka sfldarstofnsins FISKVEIÐINEFND Norðaustur-Atlantshafs- ins, NEAFC, mun taka yfir fískveiðistjómun í Síldarsmugunni sam- kvæmt áliti norskra stjómvalda, eftir sam- þykkt samkomulagsins um stjóm fiskveiða á úthöfunum. Því kemur stjórn á veiðum úr norsk-íslenzka síldarstofninum til kasta nefndarinnar. Norsk stjórnvöld telja hins vegar að sameiginleg nefnd þeirra og Rússa hafi áfram lögsögu í Smugunni í Barentshafi. Norðmenn meta stöðuna eftir samkomulagið um sljórn veiða á úthöfunum Fiskeríbladet í Noregi fjallar um fiskveiðistjómun á alþjóðlegum haf- svæðum á Norðaustur-Atlantshafí nú að fenginni niðurstöðu um stjóm fisk- veiða á úthöfunum. Blaðið segir að tæpast sé hægt að skilgreina Síldar- smuguna sem innhaf. Því sé eðlilegt að þar komi fleiri þjóðir að stjórn veiðanna en nú er í Barentshafi, þar sem Rússar og Norðmenn eru einir um stjórnina. Norðmenn muni að öll- um líkindum krefjast þess að Smugan í Barentshafi verði skilgreind sem hálfinnilokað svæði og falli þess vegna undir lögsögu Rússa og Norðmanna einna. Alvarlegustu deilurnar „Deilurnar um Síldarsmuguna eru þær alvariegustu sem við sem físki- veiðiþjóð stöndum frammi fyrir um þessar mundir. Öllum er ljóst hve mikilvæg síldin er fyrir útveginn og reyndar fyrir þorskinn líka. Fari veiði- stjómin úr böndunum getur það haft langvarandi og víðtæk áhrif. Samkomulagið frá New York, sem í rauninni er viðauki við hafréttarsátt- málann, bindur grundvöllinn fyrir kvótaskiptingu og eftirlit á hinum ólíku alþjóðlegu hafsvæðum. Á þann hátt er það tryggt að ekkert fari al- veg úrskeiðis. A hinn bóginn dregur samkomulagið úr beinum norskum áhrifum á gang mála. Vlnnan þegar hafin Þegar er hafin vinna af alþjóða hafrannsóknaráðinu, þar sem metnar era göngur síldarinnar og hvernig hægt sé að meta í hvaða mæli hveijum hún tilheyrir. Þær niðurstöður verða svo grannurinn að kvótaskiptingu í framtíðinni. Jafnframt er unnið að því innan undimefndar ráðsins, NEAFC,(fiskveiðinefnd Norðaustur- Atlantshafsins) hvernig skipta beri veiðiheimildum á Reykjaneshrygg. Þar lítur út fyrir að Færeyingar komi best út, en það er þó Island, sem notfærir sér karfaveiðar norskra og rússneskra skipa, til að opna sér leið inn í Barentshafið. Hvort tveggja bendir til þess að staða NEAFC sé að styrkjast og hún muni fá úrslita- valdið í fiskveiðistjórn í Síldarsmug- unni í framtíðinni, meðal annar með hliðsjón af kröfu ESB um síldarkvóta þar. NEAFC styrkist NEAFC hefur undanfarin ár verið hálflamað stjórntæki, þar sem reglur um veiðistjórnun hefur skort. Með ráðstefnuna í New York að baki verð- ur hægt að endurvekja nefndina og auka áhrif hennar. Það hefur einnig í för með sér að Noregur verður að sætta sig við að hún stjórni öllum veiðum á norsk-íslenzku síldinni. Á lokastigi umræðnanna í New York var tekizt á um það, hveijir ættu að eiga sæti í hinum svæðisbundnu fiskveiði- nefndum. Mikil umræða á eftir að verða um framkvæmd þess og þar ná benda á Alþjóða hvalveiðiráðið, þar sem nægilegt er að greiða árgjöld tii að geta orðið meðlimur, en það hefur ekki alltaf þjónað hagsmunum veiði- þjóðanna. Slæm reynsla Bæði Noregur og ísland hafa haft slæma reynslu af því fyrirkomulagi. Þess vegna heitir það í samkomulagi Sameinuðu þjóðanna að ríki skuli hafa raunverulegra hagsmuna að gæta hvað veiðar varðar til að öðlast rétt til þátttöku í fiskveiðistjórnun innan svæðisnefndanna. íslendingar geta örugglega, eftir veiðarnar í Smugunni á síðasta ári, haldið því fram að þeir eigi raunverulegra hagsmuna að gæta við nýtingu þorsksins í Barentshafi. Þannig öðlast þeir hugsanlega rétt til setu í norsk-rússnesku fiskveiðinefnd- inni, þegar að því kemur að ijalla um kvóta í Smugunni. Það þýðir hins vegar ekki að með því öðlist þeir kvóta sjálfkrafa. Þar kemur til kasta 11. greinar samkomulagsins, þar sem fjallað er um áhrif rannsókna þjóða, sem fara fram á kvóta og tekið fram að hagsmunir strandríkja sem eiga lögsögu að hinu alþjóðalega hafssvæði skuli virtir. í texta samkomulagsins þurfa þjóð- ir sem fara fram á kvóta að uppfylla fleiri skilyrði en þær, sem fá aðild að veiðistjórninni í svæðisnefndunum með það í huga að þeir, sem ekkert fá út úr starfinu, nenni ekki að vera með í því. Með þetta í huga vonast menn til að koma í veg fyrir stöðu eins og innan alþjóða hvalveiðiráðsins við veiðistjórnun á úthöfunum eftir samkomulagið í New York. í New York vora einnig fulltrúar landa, sem héldu því fram að hvaða þjóð sem væri gæti átt sæti í svæðisnefndunum og haft áhrif á nýtingu viðkomandi fiskimiða. í Jpessu tilfelli hafa bæði Noregur og Island sama „hvalbakgrunninn“. Sú sameiginlega reynsla jók á sam- starfsviljann í New York og á henni ætti að vera mögulegt að byggja áfram, einnig í hinum viðkvæmu mál- um, sem framundan eru.“ Þýtt og endursagt úr Fiskeribladet,. Karl Jóliannesson FOLK Breytingar hjá ÍS hf. HÉR á eftir eru kynntir nokkr- ir starfsmenn Islenskra sjáv- arafurða hf. sem færst hafa milli starfa hjá fyrirtæk- inu. Upplýs- ingarnar eru fengnar úr _ fréttabréfi ÍS. • KARL Jó- hannesson hefur verið ráðinn sölu- stjóri á skrifstofu Iceland Se- afood Ltd. í Hamborg og tek- ur hann við því starfi af Birgi Erni Arnarsyni, sem ráðinn hefur verið til söludeildar ÍS í Reykjavík. Karl er fæddur í Reykjavík 5. nóvember 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands 1988 og prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1993. Karl hefur starfað við ýmis sölustörf, m.a. hjá Jóhanni Ólafssyni & Co og Teppalandi. 1993 til 1995 starfaði hann sem sjálfstæður ráðgjafi við markaðsmál og stefnumótun. Á sama tímabili starfaði hann einnig sem stundakennari við HÍ. Birgir Örn Arnarson hóf störf í sölu- deild ÍS í Reykjavík um síðustu áramót. Birgir Örn, sem er rekstrarhagfræðingur að mennt, starfaði sem sölustjóri á skrifstofu Iceland Seafood Birgir Örn Arnarson Ingi Jóhann Guðmundsson Ltd. í Hamborg frá miðju ári 1991 fram til síðustu áramóta. Þar áður stundaði hann nám í rekstrarhagfræði við Tækni- háskólann í Kiel frá 1987 til 1991. • INGI Jóhann Guðmunds- son hóf störf á alþjóðasviði ÍS um síðstu áramót. Hann var m.a. ráðinn til að sinna fram- leiðslu- og gæðastjórnun um borð í rússneska frystitogaran- um Admiral Zavoiko, en sem kunnugt er annast ÍS sölu og markaðssetningu á afurðum togarans. Ingi Jóhann dvaldi um fjóra mánuði á Kamtsjatka í vetur og þar af um þijá mán- uði við störf úti á sjó. Ingi Jó- hann hefur nú tekið við nýju starfi og mun hann í framtíð- inni sinna útflutningi á ferskum fiski, sem áður var í höndum Atla Björns Bragasonar. Ingi Jóhann er fæddur í Reykjavík 12. janúar 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1988 og prófi í viðskiptafræði, af fram- ieiðslusviði, frá HÍ 1994. Loka- verkefni hans Ijallaði um fram- leiðslutækni og gæðastjórnun í sjávarútvegi. Ingi Jóhann starfaði með námi hjá Gjögri hf. og ein átta sumur sem há- seti á Hákoni ÞH 250. Þá starfaði hann hjá Isberg Ltd. í Hull sumarið 1991. Ný stjórn Gunnarstinds • NÝ stjórn Gunnarstinds hf. á Stöðvarfirði hefur verið kjörin i kjölfar sölu eigna fé- lagsins á Breiðdalsvík til Búlandstinds hf. á Djúpa- vogi. Fyrirtækið er nú ein- göngu með rekstur á Stöðvar- firði. Heimamenn skipa meiri- hluta stjórnar. Þeir eru Ævar Ármannsson húsasmíða- meistari sem er stjórnarfor- maður, Björgvin Valur Guð- mundsson, vélsmiður og odd- viti Stöðvarhrepps, og Bjarni Gíslason verkstjóri. Stöðvar- hreppur á um þriðjung hluta- fjár í félaginu. Árni Bene- diktsson framkvæmdastjóri er fulltrúi Útvegsfélags sam- vinnumanna hf. sem ásamt tengdum aðilum á tæp 20% hlutafjár. Fimmti stjórnar- maðurinn er Einar Kristinn Jónsson viðskiptafræðingur en hann er fulltrúi Búlands- tinds hf. á Djúpavogi. Búlandstind- ur á17% í Gunnarstindi hf. sem félag- ið eignaðist þegar Þróun- arsjóður sjávar- útvegsins seldi eign sína í félaginu. Á móti á Gunnarstindur um 20% í Búlandstindi en það er vegna þess að hluti eigna félagsins á Breiðdalsvík var greiddur með hlutabréfum. Ævar Ármannsson segir að stjórn félagsins sé að skoða framhaldið hjá félaginu eftir skiptin. Hann segist ekki vera svartsýnn á að vel gangi. Jón- as Ragnarsson er fram- kvæmdastjóri Gunnarstinds hf. Skagamaðurinn Guðmundur Sigurðsson, matreiðslumað- ur á veitingastaðnum Madonnu við Rauðarárstíg, sendir rsr^rnrnrfTmj okkur hér uppskrift að girnilegri IfcfciiMiUAkfaJiLB fiskisúpu. Guðmundur hefur sjálfur verið kokkur til sjós og þekkir vel hvað hafið býður upp á. Hann setur hér saman i súpu það besta sem upp úr sjó er dregið. 1 dós niðursoðnir tómatar 2 dl fiskisoð (vatn + fiskikraftur) 2 dl hvítvín 60 gr rækjur 60 gr hörpuskel 60 gr skötuselur 60 gr humar i skel (klofinn eftir endilöngu og garndreginn) 2 stk rauðar paprikur 2 stk grænar paprikur oregano basilikum fiskikraftur og kjúklingakraftur 1 laukur Tómatarnir eru maukaðir ásamt rauðu paprikunum í matarvinnsluvél. Laukurinn er sneiddur gróft og krau- maður í potti. Þá er hvítvininu, fiskisoðinu og tómat- og paprikumaukinu bætt út í pottinn og látið sjóða í u.þ.b. 10 mín. við vægan hita. Kryddað til með oregano og basilikum, fiski- og kjúklingakrafti eftir smekk. Grænu paprikurnar eru skornar gróft niður og settar í pottinn ásamt fiskinum og látin sjóða í 2-3 mín. Borið fram með hvítlauksbrauði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.