Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 1
I BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 Sigurpáll fór holu i hoggi SIGURPÁLL Geir Sveins- son, kylfingxir úr GA, varð í gær þriðji kylfingurinn á einni viku sem fer holu í höggi á átjándu braut á golf- vellinum á Akureyri. í síðustu viku fóru tveir þátttakendur á Unglinga- meistaramóti íslands í golfi átjándu brautina I einu höggi og í gær endurtók Sigurpáll leikinn á brautinni sem er 147 m löng. Sigur- páll notaði átta járn og kúlan hafnaði rétt fyrir ofan hol- una en skrúfaðist niður und- an hallanum og beint ofan í. Alls hafa sjö kylfingar farið holu í höggi á golfvell- inum á Akureyri í sumar, einn á fjórðu braut, tveir á sjöttu braut, einn á fjórt- ándu og þrír á þeirri átj- ándu. Úlfar og Sigurjón fara til Jamaíku SIGURJÓN Amarsson og Úlfar Jónsson héldu í gær til Jamaíku þar sem þeir félagar taka þátt í undan- keppni heimsmeistaramóts atvinnumanna. Komist þeir félagar áfram úr keppninni á Jamaíku verða þeir meðal keppenda í úrslitakeppninni sem að þessu sinni fer fram í Kína. íslendingar hafa nokkrum sinnum tekið þátt í þessu móti og þeir Ragnar Ólafs- son og Sigurður Pétursson komust í gegnum undan- keppnina árið 1984 og léku með þeim bestu í heiminum í úrslitakeppninni, meðal annars Nick Faldo. MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST GOLF BLAÐ C Rússi til Fram FRAM, sem leikur handknattleik í 2. deild- inni, hefur fengið til liðs við sig tveggja metra rússneskan leikmann, Oleg Titov. Hann lék áður með Krasnodar, meðal annars með Dimitrij Filippov, Dimitry Karlov og markverðinum Andrej Lavarov, varð Evr- ópumeistari með liðinu 1990 og spilaði 25 landsleiki fyrir Samveldin árið eftir. Titov, sem er 28 ára, spilar á línunni í sókninni en þykir frábær varnarmaður og var kosinn besti varnarmaðurinn á æfingamóti á Akur- eyri um helgina þar sem tóku þátt FH, Sel- foss, KA og Fram. „Þetta var gott mót, hann á samt eftir að aðlagast liðinu en fellur vel inní hópinn,“ sagði Guðmundur Guðmunds- son þjálfari Fram, „við munum leggja mikla áherslu á varnarleikinn í vetur og verður Titov lykilmaður í því dæmi en það er kom- inn timi til að íslensk félög fari að sinna þeim hluta.“ COLIN Montgomerle hefur tvisvar áður lelkið í Rayder-liðl Evrópu gegn Bandaríkjamönnum. Ryderlið Evrópu SÍÐASTA mótið sem máli skiptir við val á Ryder-liði Evrópu fór fram um helgina í Stuttgart. Þar sigraði Colin Montgomerie og var þetta fyrsti sigur hans á ár- inu. Að loknu mótinu var Ijóst hvaða kylfingar skipuðu Ryder- liðið: Colin Montgomerie frá Bretlandi, Bernhard Langer frá Þýskalandi, Sam Torrance frá Bretlandi, Costantino Rocca frá Italíu, Seve Ballesteros frá Spáni, David Gilford frá Bretlandi, Mark James frá Bretlandi, Ho- ward Clark frá Bretlandi, Per- Ulrik Johansson frá Svíþjóð og Philip Walton frá írlandi. Síðan valdi fyrirliðinn, Bernhard Gall- agher, tvo kylfinga í liðið — Nick Faldo frá Bretlandi og Jose Mar- ia Olazabal frá Spáni. Ryder-liðið mætir Bandaríkjamönnum á Oak Hill í Rochester 22. til 24. septem- ber. Tveir nýliðar eru í liði Evrópu að þessu sinni, Per-Ulrik Johans- son, 28 ára Svíi, og Philip Wal- ton, 33 ára gamall íri. Árangur annarra liðsmanna úr fyrri við- ureignum við Bandaríkjamenn er æði misjafn. Colin Montgo- merie, sem er 32 ára, hefur tví- vegis verið í Ryder-liðinu, 1991 og 1993. HANDKNSATTLEIKUR Þorbjöm velur tvo nýliða ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs- þjálfari, tilkynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn, en landsliðið fór utan í morgun til keppni á fjögxirra landa móti í Austurríki. I hópnum að þessu sinni eru tveir nýliðar, Valsmaðurinn Ingi Rafn Jónsson og Leó Örn Þorleifsson, línumaður úr KA. Aðrir leikmenn eru: Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, Guð- mundur Hrafnkelsson, Val, Páll Þórólfsson, UMFA, Valdimar Grímsson, Selfossi, Patrekur Jó- hannesson, KA, Einar Gunnar Sigurðsson, Selfossi, Jón Krist- jánsson, Val, Dagur Sigurðsson, Val, Ólafur Stefánsson, Val, Ja- son Ólafsson, Brixen, Róbert Sighvatsson, UMFA og Júlíus Jónasson, Gumersbach. Geir Sveinsson gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna anna hjá félaginu sem hann Ieikur með í Frakklandi, Montpellier, og Bjarki Sigurðsson gefur ekki kost á sér að þessu sinni vegna þess að hann og kona hans bíða eftir að annað bam þeirra komi í heiminn. Á mótinu í Austurríki leikur íslenska landsliðið fyrst á föstu- daginn gegn Noregi, síðan verð- ur spilað gegn Austurríki á laugardag og loks mæta íslensku piltarnir ítölum á sunnudag. Komið verður heim á sunnudags- kvöldið. KAPPAKSTUR: ÍSLENDINGUR FÉLL Á160 KM HRAÐA í ENGLANDI / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.