Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA PltfýMtiMaWlí 1995 Sigurpáll fór holu -#¦¦¦¦ ¦ i hoggi SIGURPÁLL Geir Sveins- son, kylfingur úr GA, varð í gær þriðji kylfingurinn á einni viku sem fer holu í höggi á átjándu braut á golf- vellinum á Akureyri. I síðustu viku fóru tveir þátttakendur á Unglinga- meistaramóti íslands i golfi átjándu brautina i einu höggi og í gær endurtók Sigurpáll leikinn á brautinni sem er 147 m löng. Sigur- páll notaði átta járn og kúlan hafnaði rétt fyrir ofan hol- una en skrufaðist niður und- an hallanum og beint oi'an í. Alls hafa sjö kylfingar farið holu í höggi á golfvell- inum á Akureyri í sumar, einn á fjórðu braut, tveir á sjöttu braut, einn á fjórt- ándu og þrír á þeirri átj- ándu. Úlfar og Sigurjón fara til Jamaíku SIGURJON Arnarsson og Úlfar Jónsson héldu í gær til Jamaíku þar sem þeir félagar taka þátt í undan- keppni heimsmeistaramóts atvinnumanna. Komist þeir félagar áfram úr keppninni á Jamaíku verða þeir meðal keppenda í úrslitakeppninni sem að þessu sinni fer fram í Kína. íslendingar hafa nokkrum sinnum tekið þátt í þessu móti og þeir Ragnar Ólafs- son og Sigurður Pétursson komust í gegnum undan- keppnina árið 1984 og léku með þeim bestu í heiminum i úrslitakeppninni, meðal annars Nick Faldo. MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST GOLF BLAÐ C Rússi til Fram FRAM, sem leikur handknattleik í 2. deild- hini, hefur fengið til liðs við sigtveggja metra rússneskan leikman n, Oleg Titov. Hann lék áður með Krasnodar, meðal annars með Dimitrij Filippov, Dimit rij Karlov og markverðinum Andrej Lavarov, varð Evr- ópumeistari með liðinu 1990 og spilaði 25 landsleiki fyrir Samveldin árið eftir. Titov, sem er 28 ára, spilar á línunni í sókninni en þykir frábær varnarmaður og var kosinn besti varaarmaðurinn á æfingamóti á Akur- eyri um helgina þar sem tóku þátt FH, Sel- foss, KA og Fram. „Þetta var gott mót, hann á samt eftír að aðlagast liðinu en f ellur vel inni hópinn," sagði Guðmundur Guðmunds- son þjálfari Fram, „ við munum leggja mikla áherslu á varnarleikinn í vetur og verður Titov lykilmaður í þvi dæmi en það er kom- inn timi til að íslensk félög fari að sinna þeim hluta." COLIN Montgomerle hefur tvisvar áöur lelklö í Rayder-llöi Evrópu gegn Bandaríkjamönnum. I :W* TZ7 ffti SÍÐASTA mótið sem máli skiptir við val á Ryder-Iiði Evrópu fór fram um helgina í Stuttgart. Þar sigraði Colin Montgomerie og var þetta.fyrsti sigur hans á ár- inu. Að loknu mótinu var h'óst hvaða kylfingar skipuðu Ryder- liðið: Colin Montgomerie frá Bretlandi, Bernhard Langer frá Þýskalandi, Sam Torrance frá Bretlandi, Costantino Rocca frá ítalíu, Seve Ballesteros frá Spáni, David Gilford frá Bretlandi, Mark James frá Bretlandi, Ho- ward Clark frá Bretlandi, Per- Ulrik Johansson frá Svíþjóð og Philip Walton frá írlandi. Síðan valdi fyrirliðinn, Bernhard Gall- agher, tvo kylfinga í liðið — Nick Faldo frá Bretlandi og Jose Mar- ia Olazabal frá Spáni. Ryder-Uðið mætir Bandaríkjamönnum á Oak Hill í Rochester 22. til 24. septem- ber. Tveir nýliðar eru í liði Evrópu að þessu sinni, Per-Ulrik Johans- son, 28 ára Svíi, ogPhllip Wal- ton, 33 ára gamall íri. Árangur annarra liðsmanna úr fyrri við- ureignum við Bandaríkjamenn er æði misjafn. Colin Montgo- merie, sem er 32 ára, hef ur tví- vegis verið í Ryder-liðinu, 1991 og 1993. HANDKNSATTLEIKUR Þorbjörn velur tvo nýliða ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs- þjálfari, tilkynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn, en landsliðið fór utan í morgun til keppni á fjögurra landa móti í Austurríki. I hópnum að þessu sinni eru tveir nýliðar, Valsmaðurinn Ingi Rafn Jónsson og Leó Örn Þorleifsson, línumaður úr KA. Aðrir leikmenn eru: Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, Guð- mundur Hrafnkelsson, Val, Páll Þórólfsson, UMFA, Valdimar Grímsson, Selfossi, Patrekur Jó- hannesson, KA, Einar Gunnar Sigurðsson, Selfossi, Jón Krist- jánsson, Val, Dagur Sigurðsson, Val, Ólafur Stefánsson, Val, Ja- son Olafsson, Brixen, Róbert Sighvatsson, UMFA og Júlíus Jónasson, Gumersbach. Geir Sveinsson gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna anna hjá félaginu sem hann leikur með í Frakklandi, Montpellier, og Bjarki Sigurðsson gefur ekki kost á sér að þessu sinni vegna þess að hann og kona hans bíða eftir að annað barn þeirra komi í heiminn. Á mótinu í Austurríki leikur íslenska landsliðið fyrst á föstu- daginn gegn Noregi, síðan verð- ur spilað gegn Austurríki á laugardag og loks mæta íslensku piltarnir ítölum á sunnudag. Komið verður heim á sunnudags- kvöldið. KAPPAKSTUR: ISLENDINGUR FÉLL Á160 KM HRAÐAIENGLANDI / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.