Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRIMA MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 C 3 + HESTAR Brýnt að lengja keppnistímabilið SKRANINGIN á Lokasprettinn í Varmadal sprengdi af sér öll bönd og fór dagskrá mótsins af þeim sökum nokkuð úr böndum. Dagskrá lauk ekki fyrr en klukkan að verða tíu um kvöldið og nánast komið myrk- ur. Þessi mikla þátttaka sýnir vel að þrátt fyrir erf iða stöðu í mörgu er víkur að hestamót- um er áhuginn mikill og gróska f keppnismennskunni. Vissulega hefði verið þörf á að gera einhveijar ráðstafanir til að tryggja að mótinu lyki fyrr því botninn datt nokkuð úr mjög góðri stemmningu þegar líða tók á daginn og ljóst var að ekki tækist að ljúka dagskrá fyrr en í myrkri. Var fólk farið að yfirgefa svæðið og los komið á þá sem eftir voru. Að öðru leyti var mjög vel staðið að mótinu og aðdáunarvert hversu góð aðstaðan þarna er orð- in. Það er einn ábúenda í Varmad- al, Jón Sverrir Jónsson sonur hins kunna skeiðkóngs fyrri ára Jóns í Varmadal, sem hefur staðið að þessu ásamt sonum sínum Jóni og Björgvini og tengdadótturinni Berglindi Árnadóttur. Skeiðbrautin hefur í bæði skiptin sem hún hefur verið notuð skilað afbragðs tímum og sömuleiðis er hringvöllurinn ágætur. Mótið nú sýnir kannski betur en margt annað að brýn þörf er á að lengja keppnistímabil hestamenns- kunnar. Hestar eru í feikna góðu formi og líklega aldrei betri en á þessum tíma séu þeir í þjálfun á Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EFTIR harða keppnl unnu Viðar og Fiðringur, lengst tll hægri, sig upp í fyrsta sætið, Berglind og Fjöður komu næst og þá Sylvía og Galsl, Sigurður og Freyr og Hlnrik og Hugur. Höggvið nærri meti Annað árið í röð náðust bestu tímar ársins á skeiðbrautinni í Varmadal og í bæði skiptin er það ■_■■■■ síðasta mót ársins, Valdimar Lokasprettur, sem Kristinsson skilar þessum ár- skrifar angri. Nú eins og í fyrra voru þar að verki Ósk frá Litladal og Sigurbjöm Bárðarson en tíminn 21,45 sek. er aðeins 1/20 úr sekúndu frá gildandi meti Leists frá Keldudal. Tímar í 150 metrunum voru einnig mjög góðir og árangur Snarfara frá Kjalarlandi og Sigurbjöms, 14,2 sek., líklega með bestu tímum ársins á vegalengdinni. Djákni frá Efri-Brú sem nú virðist kominn í uppsveiflu hjá Ragnari Hinrikssyni á nýjan leik og kannski ekki seinna vænna, mætti grimmur til leiks og sigraði glæsilega í gæðingaskeiðinu með 103 stig. Reyndar gat að líta marga glæsilega skeiðspretti á mótinu, hægt að kalla þetta vekurðarveislu. Skeiðhestarnir eru í miklu banastuði þessa dagana og hefði verið sorglegt ef ekki hefðu verið fleiri mót framundan því vissu- lega gætu metin legið í loftinu við góðar aðstæður. Andvaramenn hafa tekið boltann á lofti og ákveðið að halda mót um næstu helgi. í tölti fullorðinna bitust hjónin Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi og Fríða Steinarsdóttir á Hirti frá Hjarðarhaga um efsta sæt- ið og mátti þar glöggt sjá að Sigur- björn gefur aldrei neitt þegar í keppni er komið, jafnvel þótt sjálf eiginkon- an eigi hlut að máli. Alexander Hrafnkelsson á Kveik frá Ártúnum vann sig úr B-úrslitum upp í fjórða sæti en Erling Sigurðsson á Feldi frá Laugarnesi var ekki á því að hleypa honum lengra. Snæfellingurinn Gunnar Tryggvason mætti með stóð- hestinn Þyt frá Brimilsvöllum og hélt sínu fimmta sæti en Orri Snorra- son féll í sjötta með Gorm hinn unga sem virðist eiga góða framtíð þrátt fyrir fallið í þetta skiptið. Guðmar Þór keppti á Spuna frá Syðra-Skörðugili sem virðist óðum að ná sér eftir bakmeiðsli sem hann hlaut í sumar. Sigruðu þeir næsta örugglega í unglingaflokki en Ásta Kristín sem kom næst á Nökkva frá Bjarnastöðum vann sig upp um sæti, hafði skipti við Magneu Rós á Vafa sem gerði það gott á Akranesi fyrir rúmri viku. í barnaflokki átti Viðar Ingólfsson góðan dag eða öllu heldur gott kvöld því komið var kvöld þegar úrslitin fóru fram. Fiðringur kom geysivel fyrir undir öruggri stjórn Viðars og grei'nilegt að þeir ætluðu sér ekki að láta þriðja sætið duga. Uppskáru þeir vel að lokum og voru óumdeilan- lega sigurvegarar. Skídaþjálfari óskast Skíðadeild Hugins á Seyðisfirði vantar þjálfara. Upplýsingar gefur Björg í síma 47-21301 og 47-21260. annað borð. Einnig má sjá á þessu móti og íslandsbankamóti Ðreyra helgina áður að opnu síðsumars- mótin njóta mikilla vinsælda. Inn í þetta spilar að haustin eru að verða einn besti sölutími á hrossum og tamningamenn margir hveijir eru með hross í þjálfun langt fram á haust. Síðastliðin tvö til þijú ár hafa frístundahestamenn einnig stundað útreiðar lengra fram á haustið en áður tíðkaðist þannig að við blasir að lengja megi keppnis- tímabilið og mætti ætla að síðasta mót ársins væri hægt að halda fyrstu eða aðra helgi í september. URSLIT Hestar Lokasprettur ’95. Mótið haldið í Varmadal 26. ágúst. Tölt. Fullorðnir: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 93. 2. Fríða Steinarsdóttir, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 92. 3. Erling Sigurðsson, Fáki, á Feldi frá Laug- amesi, 87. 4. Alexander Hrafnkelsson, Fáki, á Kveiki frá Ártúnum, 84. 5. Gunnar Tryggvason, Snæfellingi, á Þyti frá Brimilsvöílum, 84. Gæðingaskeið. Fullorðnir 1. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Djákna frá Efri-Brú, 103. 2. Alexander Hrafnkelsson, Fáki, á Hjalta, 96. 3. Sigurður Marínusson, Fáki, á Snarfara frá Kjalarlandi, 94. 4. Jón K. Hafsteinsson, Sleipni, á Ölveri frá Dýrfinnustöðum, 92. 5. Guðmundur Einarsson, Sörla, á Brimi frá Hrafnhólum, 91. 150 metra skeið 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Snarfara frá Kjalarlandi, 14,2 sek. 2. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Djákna frá Efri Brú, 14,45 sek. 3. Logi Laxdal, Fáki, á Tvisti frá Minni- borg, 15,27. 4. Þórður Þorgeirsson, Geysi, á Örvari frá Ási, 15,3 sek. 5. Jón K. Hafsteinsson, Sleipni, á Ölveri frá Dýrfinnustöðum, 15,4 sek. 250 metra skeið 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Ósk frá Litladal, 21,45 sek. 2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki á Gordon frá Stóm-Ásgeirsá, 22,02 sek. 3. Sigurður Marínusson, Fáki, á Snarfara frá Kjalarlandi, 22,26 sek. 4. Kristján Þorgeirsson, Herði, á Þrym frá Þverá, 23,5 sek. 5. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Edda frá Reykjum, 23,7 sek. 250 metra stökk 1. Dagur Benónýson, Herði, á Byl frá Bæ. 2. Rúnar Sigurpálsson, Herði, á Roða frá Kirkjulæk. 3. Sölvi Sigurðarson, Herði, á Mósa frá Blönduhlíð. 4. Tómas Bentsson, á Guttormi frá Stóra- Fjalli. 5. Jóhann Þór Jóhannesson, Herði, á Skjóna. Víðavangshlaup 1. Jóhann Þór Jóhannesson, Herði, á Skjóna. 2. Guðiaugur Pálsson, Herði, á Hjálmi frá Guðnabakka. 3. Tómas' Bentsson, á Guttormi frá Stóra- Fjalli. 4. Stefán Hrafnkelsson, Herði, á Vopna frá Víðivöllum. 5. Berglind I. Árnadóttir, Herði, á Pæper frá Varmadal. Tölt-unglingar 1. Guðmar Þór Pétursson, Herði, á Spuna frá Syðra-Skörðugili, 79.. 2. Ásta Kristín Victorsdóttir, Gusti, á Nökkva frá Bjamastöðum, 62. 3. Magnea Rós Axelsdóttir, Herði, á Vafa frá Mosfellsbæ, 75. 4. Kristín H. Sveinbjarnardóttir, Fáki, á Valíant frá Hreggstöðum, 59. 5. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir, Fáki, á Þrá Barkarstöðum, 58. Tölt-börn 1. Viðar Ingólfsson, Fáki, á Fiðringi frá Ögmundarstöðum, 65. 2. Berglind Rósa Guðmundsdóttir, Gusti, á Fjöður frá Svignaskarði, 76. 3. Sylvía Sigurbjömsdóttir Fáki, á Galsa frá Selfossi, 73. 4. Sigurður Pálsson Herði, á Frey, 56. 5. Hinrik þór Sigurðsson á Hug frá Skarði, 57. Mót um helgina Andvari í Garðabæ gengst fyrir móti um helgina. Keppt verður í A og B flokki gæð- ing og 150 og 250 metra skeiði. IÞROTTIR KAPPAKSTUR Hlífðarbúnaðurinn bjargaði MÓTORHJÓLAKAPPINN Karl Gunnlaugsson flaug harkalega á hausinn í mótorhjólakeppnl í Englandi. Hann handarbrotnaði, en hjálmur og hlífðargalll varnaðl frekari meiðslum. Hvíta skellan á hjálmlnum sýnir skemmdirnar á hjálminum sem er ónýtur. Barátta um fall og Evrópusætin FJÓRTÁNDAumferðin í1. deildinni íknattspyrnu karla hefst í kvöld með þremur leikj- um og henni lýkur síðan annað kvöld með tveimur leikjum, þar sem bikarúrslitaliðin koma við sögu en leikjunum var frestað vegna bikarúrslitaleiksins. í kvöld taka FH-ingar á móti Eyjamönnum, Keflvíkingar fá Breiðablik í heimsókn og Vals- menn bregða sér til Ólafsfjarð- ar. Annað kvöld leika KR og Akranes og Fram og Grindavík. Það eru fímm umferðir eftir og því 15 stig eftir í pottinum. Baráttan um íslandsmeistaratitilinn er löngu búin. Skagamenn eru ör- uggir um þann titil fjórða árið í röð, en KR-ingar eiga fræðilegan mögu- leika á að ná þeim að stigum og raunar Eyjamenn líka, en þeir mögu- leikar eru aðeins fræðilegir. Spennan í deildinni snýst því orðið um hvaða lið falla í 2. deild og einn- ig um næstu sæti á eftir Skaganum, en þar eru sæti í Evrópukeppninni í boði. FH-ingar, með Inga Björn Al- bertsson sem nýjan þjálfara, þurfa nauðsynlega á stigum að halda í leiknum gegn Eyjamönnum í kvöld. FH er neðst með 8 stig og Reykjavík- urfélögin Valur og Fram koma þar á undan með 11 stig. Eyjamenn eru hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig og hafa komið verulega á óvart í sumar. Þeir stefna ótrauðir að sæti í Evrópukeppninni og haldi Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Leikir sem eftir eru ÍA: KR (Ú), Grindavík (H), Fram (Ú), Val (Ú), ÍBV (H). Keflavík: Breiðablik (H), Fram (H), FH (Ú), Leiftur (H), KR (ú). Fram: Grindavík (H), Keflavík (Ú), ÍA (H), FH (Ú), Val (H). IBV: FH (U), Leiftur (H), KR (Ú), Grindavík (H), ÍA (Ú). Leiftur: Valur (H), ÍBV (Ú), Breiðablik (H), Keflavík (Ú), FH (H). Grindavík: Fram (Ú), ÍA (Ú), Valur (Ú), ÍBV (Ú), Breiðablik (H). Breiðablik: Keflavík (U), FH (H), Leiftur (Ú), KR (H), Grindavík (Ú). FH: ÍBV (H), Breiðablik (Ú), Keflavík (H), Fram (H), Leiftur (Ú). Valur: Leiftur (U), KR (H), Grindavík (Ú), ÍA (H), Fram (ú). . . . KR: IA (H), Valur (U), IBV (H), Breiðablik (Ú), Keflavík (H). Dattá 160 km hraða - í stórri mótorhjólakeppni á Snetterton-kappakstursbrautinni í Englandi KARL Gunnlaugsson, nýkrýndur íslandsmeistari í kvartmílu, þykist lánsamur aö hafa sloppið með handarbrot eftir að hann féll af keppnishjóli sínu íkappakstur- skeppni í Englandi. Hann féll af hjólinu á 160 km hraða fyrir framan hóp annarra keppenda í stórri mót- orhjólakeppni á Snetterton-kapp- akstursbrautinni. Hann keppti þar ásamt Þorsteini Marel, sem varð í sjöunda sæti í liðakeppni ásamt tveimur breskum ökumönnum. Eg slapp ótrúlega vel og var hrædd- ur í fyrsta skipti í keppni. Ég fór alltof geyst í beygju, missti stjórn á- hjólinu og kastaðist í veg fyrir aðra keppendur, sem voru fyrir aftan. Ég var alltof bráður, ætlaði að slá í gegn í fyrsta hring, en flaug í stað þess á hausinn í fyrstu beygju,“ sagði Karl Gunnlaugsson í samtali við Morg- unblaðið. „Ég lenti á höfðinu og öxlun- um og munaði minnstu að ég yrði undir hjólinu, sem var fyrir aftan mig. Svo rann ég 150 metra eftir brautinni og út á grasbala. Ég þorði ekki að hreyfa mig og hugsaði um það hvort ekki væri nú tími til kominn að hætta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég meiðist í keppni á mótorhjóli. Sem betur fer reyndust meiðslin ekki alvar- leg. Ég var með sérstaka axlarpúða og bakplötu, sem sjálfsagt bjargaði miklu. Á spítala var síðan gert að meiðslunum og ég er með þrjá stál- pinna í handarbakinu, þar sem ég brotnaði." Þrátt fyrir þetta áfall hyggst Karl KR öðru sæti sínu í deildinni mun það lið sem verður í þriðja sæti keppa í UEFA-keppninni að ári og fjórða sætið gefur rétt til keppni í Toto- keppninni. Keflvíkingar eru í 5. sæti með 19 stig og hafa fullan hug á að komast ofar og ná í Evrópusæti, þeir ætla sér því sigur á móti Blikum í kvöld en Kópavogsiiðið er í mikilli fall- hættu, er í fjórða neðsta sæti, aðeins þremur stigum á undan Fram og Val. Leiftur er í fjórða sæti með 21 keppa í kappakstri í Englandi á næsta ári og í kvartmílu hérlendis. „Þorsteinn stóð sig vel í mótinu úti, var um tíma í fjórða sæti, en féll í það sjöunda vegna bilunar í hjólinu. Við eigum alveg er- indi erlendis á þolakstursmót, þar sem ekið er samfleytt í sex klukkutíma. Svona óhapp er góð lexía, þótt hún sé sársaukafull. Ég mun ekki æða af stað af sama kappi. Svo sannar þetta nauð- syn þess að vera með góðan öryggis- búnað, hvort sem menn keppa á mótor- hjóli eða aka á götunum," sagði Karl. stig, tveimur stigum á undan Kefla- vík og einu stigi á eftir Eyjamönnum, þannig að baráttan er hörð á þessum vígstöðvum. Valur, eina liðið sem hefur alltaf leikið í efstu deild hér á landi, er hins vegar í bullandi fall- hættu og það er nokkuð sem fyrrum stórveldi sættir sig ekki við. Það má því búast við spennandi leikjum í fyrstu deildinni í kvöld og ef til vill ekki síður á morgun því þá gætu Skagamenn tryggt sér Is- landsmeistaratitilinn. Raith mætir ÍA heima FORRÁÐAMENN skoska Liðs- ins Raith Rovers segja að þeg- ar Ijóst var að mótherjar liðs- ins væri Akranes, hefði það bjargað því að þeir yrðu að fara með Evrópuleikinnn frá heimavelli liðsins, Starks Park, sem tekur 5.000 áhorf- endur. Þeir segja að ef mót- heijinn hefði orðið þekktari lið en Akranes, hefðu þeir farið með leikinn til Edin- borgar — á heimavöll Hibs, eða á vðli St. Johnston, sem taka fleiri áhorfendur — alla í sæti. Þess má geta að Skaga- menn leika heimaleik sinn gegn Raith á Akranesi. Morgunblaðið/Sverrir ÚLFAR Óttarsson, varnarmaður hjá Breiðabliki, sést hér í keppni við Kjartan Einarsson, sókn- arleikmann Keflvíklnga. Þeir eigast við í Keflavík í kvöld. Salako á ný í lands- liðshóp Englands John Salako, miðherji Englands, sem lék síðast landsleik 1991, er á ný kominn I landsliðshópinn. Salako meiddist illa á hné fyrir fjór- um árum, þannig að um tíma leit allt út fyrir að knattspyrnuferill hans væri á enda. Terry Venbales, lands- liðsþjálfari Englands, valdi í gær landsliðshóp sinn fyrir vináttuleik gegn Kólumbíu á Wembley í næstu viku. Paul Ince, AC Milan, Les Ferd- inand, Newcastle og Darren Ander- ton, sem er meiddur, eru ekki í hópn- um. Inn koma David Seaman, mark- vörður Arsenal og Tony Adams, Arsenal og Rob Jones, Liverpool, sem gátu ekki tekið þátt fjögurra landa móti í Englandi í júni. Þá eru Newcastle-leikmenninrir Steve Howey og Robert Lee einnig komnir á ný í hópinn, sem er þannig skipað- Markverðir: David Seaman (Arse- nal), Tim Flowers (Blackburn Ro- vers). Vamarleikmenn: Rob Jones (Liver- pool), Gary Neville (Man. Utd.), Tony Adams (Arsenal), Steve Howey (Newcastle), Gary Pallister (Man. Utd.), Graeme Le Saux (Blackburn), Stuart Pearce (Nott. For.) Miðvallarspilarar: Steve McMana- man (Liverpool), David Platt (Arse- nal), Robert Lee (Newcastle), Jamie Redknapp (Liverpool), David Batty (Blackburn), John Barnes (Liverpo- ol), Paul Gascoigne (Glasgow Ran- gers), Dennis Wise (Chelsea) Sóknarleikmenn: Teddy Shering- ham (Tottenham), Peter Beardsley (Newcastle), Nick Barmby (Midd- lesbrough), Stan Collymore (Li- verpool), John Salako (Coventry), Alan Shearer (Blackburn). Seeler sækist eftir völd- um hjá Hamburger UWE Seeler, fyrrum iniðherji Hamburger og þýska landsliðsins — markvarðahrellirinn mikli á árum áður, hefur hug á að taka völdin hjá Hamburger SV og gera liðið að nýju að stórveldi. Seeler, sem er einn af vinsælustu knattspyrnumönnum sem Þýska- land hefur átt, er 58 ára, mun gefa kost á sér sem stjórnarformað- ur liðsins á ársfundi þess í nóvember. ( 33 í lands- kvenna KRISTINN Bjömsson, lands- liðsþjálfari kvenna, hefur valið eftirtaldar knattspyniukonur í undirbúningshóp fyrir Evrópu- keppni kvennalandsiiða, sem hefst 17. september með leik gegn Rússum. Frá Brelðabliki: Sigfríður Sophus- dóttir, Vanda Siguigeirsdéttir, Ásthild- ur Helgadéttir, Margrét Ólafsdóttir, Helga Osk Hannesdóttir, Sígrún Ótt- arsdóttir, Erla Hendriksdóttir. Frá KR: Sigríður F. Pálsdóttir, Olga Fœraeth, Guðlaug Jónsdóttir, Helena Ólafsdóttir, Olga Einarsdóttir, Ásdís Þorgilsdóttír, Inga Dóra Magnúsdóttir, Gerður Guð- mundsdóttir. Frá Stjöniunni: Auður Skúladóttir, Katrín Jónsdóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Hanna Kjartansdótt- ir, Steinunn H. Jónsdóttir, Rósa Dogg Jónsdóttir. Frá Vali: Guðrún Sœ- mundsdóttir, Ásgerður H. Ingibergs- dóttir, Hjördís Símonardóttir, Krist- björg H. Ingadóttir, Birna BjömsdótUr. Frá ÍA: Jónfna Vfgiundsdóttir, Ásta Benediktsdóttir, Ingibjörg H. Ólafs- dótUr, Laufey Sigurðardóttir, Áslaug Ákadóttir. Ikvöld Knattspyrna 1. deild karla: Kaplakriki: FH - ÍBV ...18.30 Keflavík: Keflavík - Breiðab... ...18.30 Ólafsfjörður: Leiftur - Valur... ...18.30 1. deild kvenna: ...18.30 3. deild karla: Dalvík: Dalvík - Leiknir R ...18.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.