Morgunblaðið - 30.08.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 30.08.1995, Síða 1
HALl't 6 ^/AX i "ftV /1 YT A 9 tv A L Engar upplýsingar HALLI, 6 ára. Ávaxtaskál. Punktur og basta. Ekki er fleiri upplýsingar að hafa með þess- ari mynd. Gaman hefði verið að segja hver höfundur þessarar flottu myndar er, hvar hann á heima og svo framvegis. Krakkar mínir, það er almenn kurteisi að þið segið hver þið eruð, hversu gömul og hvar þið eig- ið heima þegar þið sendið efni til birtingar í Myndasögum Moggans. Og þá er líka auð- veldara fyrir ykkur að vísa í blaðið og segja: Þetta er sko eftir mig! Og ykkur verður fyrr trúað ef allar upplýs- ingarnar eru við höndina. Munið það - fullt nafn, ald- ur, heimilisfang. Skuggi SKYGGIÐ þau svæði myndar- innar sem eru með punkti. Og þið munuð sjá eitthvað birtast! Úh, húh, húúú! Hvað skyldi það *nú vera, ha? Pennavinir og skemmtilegir strákar, diskótek, góð tónlist og ég ætla að biðja þá stráka sem lesa þetta, að vera óhræddir við að skrifa, ég ætla að biðja þá að senda mynd með fyrsta bréfi og þeir mega vera á aldrinum 11-14 ára. Og svo vil ég senda mergjað- ar og æðisgengnar kveðjur til Láru, Eddu, Gauta, 01- geirs, Davíðs og Kristínar og hinar kveðjurnar fá allir sem þekka mig. Matthildur S. Þorláksdóttir Furugerði 15 108 Reykjavík Sími: 588 1399 Hæ, hæ, Moggi! Ég vil þakka Unni Völu, Örnu, Rósu, Hrönn, Mel- korku Rán, Eyrúnu, Möggu, Tinnu Ósk og Gyðu fyrir skemmtilegt pennastarf. Þóra Ingimundardóttir. KÆRI Moggi! Ég heiti Urður Arna og óska eftir pennavinkonum á aldrinum 9-11 ára - er sjálf 9 ára. Áhugamál mín eru: Sund, tónlist og fleira. Reyni að svara öllum bréfum. Urður Arna Ómarsdóttir Borgarlandi 34 765 Djúpivogur Halló! Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 9-14 ára, bæði strákum og stelpum. Ég er sjálf 10 ára. Áhugamál mín eru góð tónlist, bréfaskriftir, dýr og sund. Mynd fylgi fyrsta bréfí. Jóhanna B. Þórisdóttir Fossvegi 12 580 Siglufjörður Halló, Myndasögur Mogg- ans! Ég er stelpa sem langar að eignast pennavini/vinkonur (alls staðar að af landinu) á aldrinum 11-13 ára - er sjálf 11. Áhugamál tónlist, dýr, frímerki, límmiðar, glans- myndir, servíettur og margt fleira. Þorbjörg Karlsdóttir Laufásvegi 5 101 Reykjavík Ég óska eftir pennavinum (bara strákum). Áhugamál mín eru margvísleg, t.d. körfubolti, hafnabolti, sætir DANl feL. Blettatígur í veiðihug DANÍEL Valgeir Stefánsson, 7 ára, Skúlabraut 39, 540 Blönduós, sendir okkur þessa fínu mynd af blettatígri í frum- skógi. Hver ætli það sé sem gægist þarna á milli gróðurs- Tns? Blettatígur kemst hraðast allra dýra. Hann getur náð 120 kílómetra hraða á klukku- stund! Að vísu hefur hann ekki mikið úthald - sprettirnir eru frekar stuttir hjá honum. Blettatígurinn á heima á slétt- um Afríku þar sem hann hleypur uppi bráðina. Hann er ekki þungur og ekki heldur sterkur og stundum þarf hann að sjá á eftir bráðinni til ann- arra sterkari dýra, t.d. eru hýenur oft aðgangsharðar. Þakkir fyrir myndina, kæri Daníel Valgeir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.