Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D **ttnnltfiifeife STOFNAÐ 1913 196. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 31. AGUST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússlandsforseti fordæmir árásir NATO og SÞ á Bosníu-Serba Segja Serba ekki eiga möguleika á sigri París, Moskvu, Washington, Napólí. Reuter. HERÞOTUR Atlantshafsbandalags- ins (NATO) og stórskotalið Breta og Frakka héldu í gær uppi stöðug- um árásum á víghreiður Bosníu- Serba við griðasvæði múslima og höfuðstöðvar þeirra í Pale. John White, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að árásunum yrði haldið áfram og að þær hefðu verið árangursríkar til þessa. Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), sagði yfirmann friðar- gæsluliðsins hafa sett Ratko Mladic herforingja Bosníu-Serba ákveðin skilyrði, sem yrði að uppfylla ef loftárásunum ætti að linna. Serbar yrðu að fallast á vopnahlé, færa vopn sín í 20 km fjarlægð frá Sarajevo og hætta árásum á Tuzla og Gorazde. Mladic hafnaði þessum skilmálum og sagði ekki hægt að leysa málið með faxsendingum. Frakkar staðfestu að frönsk herþota hefði verið skotin niður yfir Bosníu í gær. Flugmönnunum tveim tókst að komast frá borði, en ekki er vit- að um afdrif þeirra. Óttast er um afdrif fimm eftirlitsmanna Evrópu- sambandsins í grennd við Sarajevo, en ekki hefur heyrst frá þeim síðan á mánudag. Er talið að þeir kunni að hafa fallið í árásunum í gær. Mótmæli Jeltsíns Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að einungis viðræður, en ekki vopnavald, geti komið á friði í Bosníu. „Við erum enn andvígir því að Bosníudeilan verði leyst með valdi," sagði Jeltsín í sjónvarps- ávarpi. „Stefna okkar er sú, að for- dæma jafnt árás [Serba á markaðs- torg í Sarajevo á mánudag] og sprengjuárás [NATO]." Talsmaður forsetans hafði áður sagt við fréttastofuna Ítar-Tass að Jeltsín liti svo á að árásir NATO og SÞ væru „grimmilegar" Samruni Time og Turner? New York. Reuter. GREINT var frá þvi í gær að for- svarsmenn bandarísku fjölmiðlafyr- irtækjanna Time-Warner og Turner Broadcasting ættu ! viðræðum um samruna. Turner yrði dótturfyrirtæki í eigu Time-Warner, sem þar með yrði stærsta fjölmiðlafyrirtæki ver- aldar, stærra en samsteypa Disney og Capital Cities/ABC. Þetta er í fyrsta skipti sem Ted Turner ljáir máls á því að gefa eftir fyrirtæki sitt, sem m.a. rekur frétta- stöðina CNN. Ef af samrunanum verður yrði hann einn stærsti hlut- hafi Time-Warner. í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu þó fyrirtækin við því að mörg mál væru enn óleyst. Reuter FRANSKIR hermenn fylgjast með flugvélum NATO utan við Sarajevo í gær. A minni myndinni má sjá sprengju springa skammt frá Pale, þar sem hofuðstöðvar Bosníu-Serba eru. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að Bosníu-Serbum hlyti að verða ljóst, í kjölfar árásanna, að þeir ættu enga möguleika á að sigra í stríðinu í Bosníu, og að tími væri kominn til að semja um frið. Nicholas Burns, talsmaður bandaríska innanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina CATJV að Richard Holbrooke, sendi- maður Bandaríkjastjórnar í Boshíu, myndi flytja þessi skilaboð til ráða- manna í fyrrverandi Júgóslavíu. Burns brást með þessu við yfirlýs- ingu frá leiðtoga Bosníu-Serba, Radovan Karadzic, sem sagði í gær að þrátt fyrir árásir NATO og SÞ myndi þjóð hans hvergi gefa eftir. Karadzic sagði: „Við munum sigra að lokum." Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti í gær yfir stuðningi við aðgerðir NATO og sagði þær löngu tímabær- ar. Gaf hann í skyn að atkvæða- greiðslu til að hnekkja neitunarvaldi Bills Clintons forseta, gegn þeirri ákvorðun að aflétta vopnasölubann- inu á Bosníu, kynni að verða frest- að. Utanríkisráðherrar Norðurland- anna og Eystrasaltsríkjanna, sem sitja á fundi í Danmörku, sögðust einnig vera samþykkir árásunum. Þetta eru umfangsmestu árásir sem Vesturlðnd hafa gert í Bosníu og mestu hernaðaraðgerðir NATO frá upphafi. Hátt í hundrað herþotur hafa tekið þátt í árásunum. ¦ NATOogSÞ/18 Georgía Tíu hand- teknirí Tbilisi Tbilisi. Reuter. SÓLARHRlNG eftir að tilraun var gerð til að ráða Edúard She- vardnadze, leiðtoga Georgíu, af dög- um, lýsti hann því yfir að hann hygð- ist bjóða sig fram til embættis for- seta landsins í nóvember. „Guð er með okkur, fólkið er með okkur, heimurinn er með okkur og við munum sigra," sagði Shevardnadze á fjölmennum útifundi í Tbilisi í gær en hann er talinn sigurstranglegur. Shevardnadze virtist við ágæta heilsu en var skrámaður á andliti. Öflug bílsprengja sprakk nærri bíl hans er hann var á leið til þinghúss- ins í Tbilisi á þriðjudag. Hundruð lögreglumanna, sérþjálfaðra til að fást við óeirðaseggi, gættu öryggis leiðtogans á útifundinum og skyttur höfðu komið sér fyrir á húsþökum í nágrenninu er hann ávarpaði fund- inn. Rádherra gagnrýndur Igor Georgadze, öryggismálaráð- herra Georgíu, sagði í gær að tíu manns hefðu verið handteknir þar sem þeir hefðu haft undir höndum teikningar af þinghúsinu og aðsetri Shevardnadzes. Of snemmt væri hins vegar að segja til um hvort þeir tengdust tilræðinu við hann. Margir þingmenn á georgíska þinginu gagnrýndu í gær Georgadze fyrir að bera ábyrgð á glæpa- og hryðjuverkaöldu í landinu, sem beindist ekki síst að stjórnmála- mönnum. Lögðu nokkrir þeirra til að lýst yrði yfir neyðarástandi í höf- uðborginni. Georgadze hét því í samtali við georgíska sjónvarpsstöð að baráttan gegn hryðjuverkum yrði aukin í kjöl- far tilræðisins. Gatan, sem spreng- ingin varð í, var opnuð fyrir umferð að nýju í gær en hermenn könnuðu skilríki allra þeirra sem leið áttu um hana auk þess sem vopnaðir verðir voru við helstu byggingar. Frönsk stjórnvöld fordæmdu í gær tilræðið við Shevardnadze og báru lof á tilraunir hans til að koma á friði á erfiðum tímum. Óopinbera kvenna- ráðstefnan hafín Reuter OOPINBER ráðstefna kvenna, sem haldin er í tengslum við kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína, hófst í Huairou í gær. Settust konur niður í yfir 2.800 vinnuhópum en meðal þess sem rætt verður, er ofbeldi gegn konum, umskurður stúlkna, réttindi vændiskvenna og fóstureyðingar. Kínverjar óttast mjög að róttækir hópar kvenna kunni að efna til mót- mæla. Margir þátttakendur í ráð- stefnunni voru órólegir í gær vegna nærveru blaðamanna og sögðu að yrði vera þeirra á ráð- stefnunni gerð opinber, gæti það haft slæm áhrif á starfs- frama og fjölskyldulíf. Banda- rískar konur á kvennaráðstefn- unni lýstu í gær reiði sinni vegna gagnrýni Harry Wu á þá ætlun Hillary Rodham Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna, að mæta til opinberu ráðstefnunn- ar, sem hefst í Peking 4. sept- ember. Töldu þær að hagsmun- ir einstaklings ættu ekki að draga úr alþjóðlegri tilraun til að bæta hag niilljóna kvenna. Á myndinni má sjá kínversk- ar skólastúlkur fylgjast með opnunarathöfn ráðstefnunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.