Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 4
4 FÍMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Ingvar Birgir Friðleifsson forstöðumaður Jarðhitaskólans Hlýtur Boutros Ghali-verðlaunin TILKYNNT hefur verið að dr. Ing- var Birgir Friðleifsson, forstöðu- maður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hjá Orku- stofnun í Reykjavík, hljóti svo- nefnd Boutros Ghali-verðlaun fyrir mikilvægt framlag til markmiða Sameinuðu þjóðanna. Verðlaunin eru kennd við Boutros Boutros Ghali, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, en þau eru veitt af alþjóðleg- um sjóði til eflingar starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Verðlaunin eru árlega veitt fimm einstaklingum, einum úr hverjum heimshluta: Afríku, Asíu, Rómönsku-Ameríku, Arabalönd- unum-Indlandi og N-Ameríku- Evrópu. Tilnefningar um verð- launaþega koma frá sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg dómnefnd velur verðlaunaþegana. Verðlaunin eru veitt vísinda- mönnum sem með starfi sínu hafa haft forystu um stuðning við hin ýmsu markmið Sameinuðu þjóð- anna um frið og þróunaraðstoð. Ráðgert er að Boutros Boutros Ghali afhendi verðlaunin við hátíð- lega athöfn í Tókíó hinn 11. september nk. Þetta er í annað sinn sem verð- launin eru veitt. Auk Ingvars Birg- is hljóta verðlaunin á þessu ári dr. Jyoti K. Parikh, prófessor við Ind- iru Gandhi-þróunarmálastofnun- ina í Bombey á Indlandi, dr. Shi- geru Suganami, forseti Lækna- samtaka Asíu í Okayama í Japan, dr. Mauriee Tchuente, aðstoðar- rektor Háskólans í Yaounde, Kam- erún, og dr. Jose Galizia Tundisi, forseti Vísinda- og tækniráðs Brasilíu. Ingvar Birgir lauk prófi í jarð- fræði frá St. Andrews-háskóla í Skotlandi 1970 og doktorsprófi frá Oxford-háskóla í Englandi 1973. Hann hóf störf við jarðhitaleit hjá jarðhitadeild Orkustofnunar 1973. Hann hefur verið forstöðumaður Jarðhitaskólans frá stofnun hans 1979 utan þess sem hann starfaði sem yfirmaður verkefnamats við Norræna fjárfestingarbankann í Helsinki 1986-1988. Hann hefur starfað í fjölmörgum alþjóðlegum nefndum um jarðhitamál og þró- unarmál og flutt fyrirlestra á ráð- stefnum og við menntastofnanir í um 30 löndum í öllum heimsálfum. Hann er kvæntur Þórdísi Árna- dóttur, skrifstofustjóra Rótarýum- dæmisins á íslandi, og eiga þau þrjár dætur. Við Kína- múrinn FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skoðaði Kína- múrinn við borgina Badaling norðvestur af Peking í gærmorg- un á öðrum degi opinberrar heim- sóknar forsetans til Kína. í gær ræddi frú Vigdís við Li Peng for- sætisráðherra Kína og Qiao Shi forseta kínverska þjóðþingsins, og jafnframt var hún viðstödd opnun íslenskrar frímerkjasýn- ingar í Peking. Islenska viðskiptasendinefndin undir forsæti Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra hitti að- stoðarsjávarútvegsráðherra Kina að máli í gær og viðskiptaaðila í Peking, og einnig heimsótti við- skiptanefndin kínversku póst- og fjarskiptastofnunina þar sem rætt var við ráðamenn um upplýsinga- tækni, fjarskipti og hugbúnað, en með í för nefndarinnar eru full- trúar frá tveimur íslenskum tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækj- um. í dag heldur forseti íslands ásamt föruneyti til Tanggu þar sem skoðaðar verða hitaveitu- framkvæmdir og að því loknu verður hádegisverðarboð í boði borgarstjórans í Tianjin. Að því loknu verður skoðunarferð um Tianjin og síðan haldið á ný til Peking, en þar verður móttaka um kvöldið í íslenska sendiherra- bústaðnum. Á meðan á heimsókn- inni til Tianjin stendur mun ís- lenska viðskiptasendinefndin hitta viðskiptaaðila í sjávarútvegi og hátækniiðnaði að máli og eiga fund með öðrum viðskiptaaðilum. Deilt um áform viðskiptaráðherra um að breyta ríkisbönkum í hlutafélög Frumvarp verði til í ársbyijim Miðstjórnarfundur SUF, sem haldinn var seinasta föstudag, fór þess á leit við við- skiptaráðherra að hann flýti sér hægt við að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Viðskiptaráðherra segist skilja þetta sem ósk um vandvirkni, en formaður SUF kveðst óttast að verið sé að undirbúa einkavæðingu bankanna. Ágreiningur sé innan Framsóknarflokks um málið. Guðjón Ó. Jónsson Finnur Ingólfsson IÁLYKTUN Sambands ungra framsóknarmanna segir að „einkavæðingin mikla sem hófst á síðasta kjörtímabili hefur kennt þjóðinni að betra er að flýta sér hægt í jafnstóru máli og einkavæðing ríkisfyrirtækja er.“ Miðstjórn SUF hvatti ríkisstjórnina til að „leggja aðaláherslu á betri lífskjör i landinu og þá mun hluta- bréfaeign landsmanna sjálkrafa aukast. Þá verður lag til að gera banka að almenningseign". _ Óska vandvirkni Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kveðst skilja ályktun SUF svo að ungir fram- sóknarmenn vilji að hann vandi vel til verka við að breyta ríkisbönkum í hlutafélög. „Það hefur aldrei stað- ið annað til en að flýta sér hægt í þessum efnum og það sem ég held að menn eigi við með því, er að vanda vel til verksins og það hef ég hugsað mér að gera. Ég hef rætt við fulltrúa starfsmanna, bankaráða og bankastjóra og kynnt þeim hvernig ég ætla að standa að þessu. Ég fékk góð viðbrögð við því hjá öllu þessu fólki og er nú að skipa nefnd sem á að annast samræmingu á þessum málum og á að hafa samráð við of- antalda aðila um fram- kvæmdina. . Síðan hef ég hugsað mér að fá frá nefndinni fullbúin lagafrumvarp sem gera ráð fyrir því að báðum ríkisviðskipta- bönkunum verði breytt í hlutafélög. Það er síðan Alþingis að fjalla um þau frumvörp þegar þar að kemur. I skipunarbréfi nefndarmanna geri ég ráð fyrir að í upphafi næsta árs verði frumvörpin tilbúin til fram- lagningar á Alþingi.“ Misskilningur um margt Finnur kveðst hins vegar telja að ungir framsóknarmenn misskilji áform sín að mörgu leyti og í álykt- un þeirra sé ekki gerður greinar- munur á að breyta rekstrarformi bankanna eða að selja þá. „Þetta eru tveir algjörlega óskyldir hlutir,“ segir Finnur. „Annars vegar er ver- ið að tala um að breyta rekstrar- forminu með því að gera bankana að hlutafélögum, sem hefur ekkert með að gera hvort selja eigi eignarhluta ríkisins í þessum bönkum eða.ekki, frekar en í öðrum stofn- unum sem ríkið á. Það er ákvörðun Alþingis hvort og þá hvenær ákvörðun verður tekin um að selja, ef að það verður nokk- um tímann. Ég ætla eingöngu að breyta rekstrarformi bankanna, í þeim tilgangi að gera samkeppnis- aðstæður bankanna sambærilegar." Einkavæðing undirbúin Guðjón Ólafur Jónsson, formaður Sambands ungra framsóknar- manna, segist líta svo á að með því að breyta bönkunum í hlutafélag sé verið að undirbúa einkavæðingu þeirra. Reynsla af einkavæðingu ríkisfyrirtækja á seinasta kjörtíma- bili sé slæm og innan Framsóknar- flokksins sé að hans mati skoðana- ágreiningur um boðaða breytingu á rekstrarformi bankanna. „Ég tel enga sátt innan Framsóknarflokks- ins um að einkavæða ríkisbankana og menn bera ákveðinn ótta í bijósti að breyta rekstrarformi þeirra." Finnur kveðst ekki telja hugsan- legt að djúpstæður ágreiningur sé innan Framsóknarflokksins um þau áform að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög, þar sem þau áform séu skýr í stjórnarsáttmála. „Þessi stjórnarsáttmáli var bor- inn upp í þingflokknum. Við þessi áform voru ekki gerðar athuga- semdir þar og stjórnarsáttmálinn samþykktur einróma. Þetta atriði var í stjórnarsáttmálanum þegar hann var kynntur miðstjórn Fram- sóknarflokksins sem er næstæðsta valdastofnun flokksins, fer með vald flokksins milli flokksþinga og stjórnar setu og þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Þar var sáttmálinn líka samþykktur samhljóða og engar athugasemdir gerðar við þetta at- riði. Allir í þingflokknum komu að þessu, þannig að ef einhver ágrein- ingur væri til staðar hefði hann átt að koma fram miklu fyrr. Það er af og frá að hann sé til innan ríkis- stjórnarinnar, enda unnið eftir þessu fyrirkomulagi þar.“ Þingmenn og fleiri með fyrirvara Guðjón Ólafur segir að ágreiningur um að breyta ríkisbönkum í hlutafélög hafi borist í tal í stjórnarmyndunar- viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. „Á þeim fundum sem ég sat vöruðu menn við einka- væðingu ríkisbankanna og ég tel að bæði þingmenn og enn fleiri al- mennir flokksmenn hafi haft ákveðna fyrirvara hvað þetta varð- ar. Stjórnarsáttmálinn sem slíkur var hins vegar borinn upp í einu lagi, þannig að ekki var borin upp hver og ein setning eða hvert atriði fyrir sig. Menn samþykktu stjómar- sáttmálann í heild sinni,“ segir hann. Aðspurður um viðhorf Guðna Ágústssonar, þingmanns Fram- sóknarflokksins, sem hefur opinber- lega varað við breytingum á rekstr- arformi bankanna, segir Finnur hann hafa sín rök fyrir afstöðu sinni og hann vilji ekki deila um það. Hvorki Guðni né aðrir hafi hins vegar gert athugasemdir við þetta atriði þegar það var sett í stjórnar- sáttmálann. „Ég hef alltaf vitað um efasemdir Guðna í þessu máli, en þetta með ungu mennina hef ég aldrei heyrt minnst á fyrr og skil ekkert í því, en lít ekki svo á að þeir reki andstöðu gegn þessum áformum." - Má ekki ætla að skoðanir SUF og Guðna Ágústssonar eigi hljóm- grunn víðar í flokknum? „Ég þori ekkert að segja til um það og hef ekki orðið var við það sjálfur. Ég hef ekki heyrt þetta annars staðar frá,“ segir Finnur. Flokksmenn kyngja ekki ákvörðun Guðjón Ólafur kveðst ekki vilja segja beinum orðum að viðskipta- ráðherra sé að framfylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins í einkavæðing- armálum, en hann sé þeirrar skoð- unar „að við eigum ekki að halda áfram einkavæðingarfylliríi sein- ustu ríkisstjórnar. Ég vil persónu- lega halda rekstrarformi bankanna óbreyttu og er ekki tilbúinn að taka þátt í að breyta því, þótt það sé sáluhjálparatriði fyrir Sjálfstæðisflokkinn," segir hann. „Við erum hlynntir því að viðskipta- ráðherra kanni frekar viðhorf sinna flokksmanna eða láti nefnd skoða málin, og ég reikna með að þessi mál verði rædd á aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins í nóv- ember. Ég held að það sé nauðsyn- legt fyrir viðskiptaráðherra að þessi umræða fari fram og á erfitt með að sjá að almennir flokksmenn vítt og breitt um landið eigi eftir að kyngja þessari ákvörðun þegjandi og hljóðalaust,“ segir Guðjón. Því fari þó íjarri að hans mati að Finnur sé að einangrast í mál- flutningi sínum, en skoðanir séu mjög skiptar. „Tel enga sátt um að einka- væða ríkis- bankana“ „Ágreiningur hefði átt að koma fram miklu fyrr“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.