Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú skulu Kínverjarnir aldeilis fá það óþvegið . . . * Arnarí Eyjafirði taka við sér EFTIR erfíða tíma framan af sumri, hefur sjóbleikjuveiði tekið vel við sér í Eyjafjarðará og Hörgá. Laxveiði hefur hins vegar að mestu brugðist í Fnjóská í sumar og sjóbleikjan bjargað því sem bjargað hefur verið hjá stangaveiðimönnum. Góð bleikjuveiði „Menn hafa verið að gera góða túra í Eyjafjarðará og Hörgá að undanfömu og segja má að ástandið í ánum sé loksins orðið eðlilegt. Eyja- fjarðaráin var óhemjuvatnsmiki! framan af og óveiðandi í henni lengi eftir að skriðan féll í ána í sumar. Hörgáin hefur einnig verið leiðinleg oft í sumar, það renna í hana tvær jökulár og í langvarandi hlýindum gruggast áin um leið. í Eyjafjarðará hafa margir verið að fá 15 til 20 bleikjur á dag, jafnvel meira og fisk- urinn er vænn, allt að 7 pund. í Hörgá hafa einnig verið fín skot, einn hringdi hingað og hafði fengið 22 fiska á hálfum degi. í Hörgá eru stærstu fiskarnir 5-6 pund. Bestu svæðin í Eyjafjarðará eru nr. 3, 4 og 5, en neðsta svæðinu verður lokað nú um mánaðamótin vegna smáfísks- ins sem þar er. Það sama er uppi á teningunum í Hörgá, nema að þar eru það tvö neðstu svæðin sem verða lokuð. Annars er veitt til 20. septem- ber,“ sagði Sigþór Gunnarsson í versluninni Veiðisport á Akureyri í gærdag. Hann gat ekki nefnt heildar- tölur yfír veiði, því afli væri skráður á veiðileyfín og þeim síðan skilað til bænda eða í búðina til hans. Mikið vantaði á að allt væri komið í hús. 20-pundari í klak Laxveiðin hefur verið dræm í Fnjóská í sumar, að sögn Sigþórs í Veiðisport, aðeins 45 laxar væru komnir á land. Bleikjan hefði hins vegar verið til staðar og milli 220 og 230 bleikjur veiðst, flestar um 2 pund, en þær stærstu 4 pund. Fyrir 88 ÁRA GAMALL stangaveiðimaður, Guðmundur Gíslason, með tvo væna laxa úr Tjarnará á Vatnsnesi. skömmu veiddþLúther Gunnlaugsson bóndi í Veisuseli 20 punda hrygnu sem hann' tímdi ekki að drepa og bíður hún þess nú í keri að vera strok- in og þannig notuð í undaneldi Fnjó- skánni til heilla. Stærsti drepni lax- inn úr ánni var hins vegar 18,5 pund. Selá yfir 1000 laxa Tölur breytast hratt í Vopnafírð- inum þessa dagana. Stutt er síðan að Selá var tii umfjöllunar, en við rennum þessum línum nú vegna þess að áin er nú komin í fjögurra stafa tölu. í fyrrakvöld voru komnir sléttir 1000 fiskar á land og eru að veiðast 20 til 30 laxar á dag að jafnaði, stundum minna en oftar meira. Hérogþar . . . Síðustu tvær vikumar hafa verið slakar í Blöndu, en heildarútkoman er mjög góð og komnir vel á sjöunda hundrað laxar á land. Þar af rúmlega 100 á efra svæðinu sem er með því besta enda eru menn sem óðast að læra á svæðið. í vikunni hafa veiðst Iúsugir laxar svo gangan er enn ekki úti. Um 650 til 660 laxar hafa veiðst í Laxá í Dölum og eru menn í heild séð ósáttir við þá tölu. September hefur þó oft verið dijúgur í ánni. Nýlega veiddist 22 punda lax í ánni og áður hafði veiðst þar 21 punds fiskur. Álftá á Mýrum hefur gefið um 200 laxa og hefur mönnum gengið upp og ofan seinni hluta sumars. Áin hefur verið mjög vatnsmikil að jafn- aði og hefur því dijúgur tími margra farið í að leita að laxi, enda hafa menn ekki séð ána öðru vísi en of vatnslitla í mörg sumur. SH kaupir Faroe Seafood Mikið verk að koma rekstrinum á réttan kjöl á ný Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna keypti í sumar helmingshlut í Faroe Seafood, fiskréttaverksmiðju hinnar gjaldþrota Föroya Fiskasala. Agnar Friðriksson, forstjóri fiskréttaverksmiðju SH í Grimsby, Icelandie Fre- ezing Plants Ltd., hefur tekið við stjórn verksmiðjunnar og segir að nú verði farið ræki- lega ofan í saumana á rekstri Faroe Seafood, en tap hefur verið á rekstri verksmiðjunn- ar undanfarið. Verksmiðja Icelandic Freezing Plants Ltd., IFPL, stendur hins veg- ar vel að vígi og á síðasta ári náðist besti árangur frá upp- hafí verksmiðjurekstrar árið 1984. Hver er forsaga kaupa Sölumiðstöðvarinnar á Faroe Seafood ? „Forsagan er í raun þeir erfið- leikar, sem Föroya Fiskasala hafði glímt við. Sölumiðstöðin starfaði lengi með fyrirtækinu að markaðsmálum og stóð í viðræð- um um frekari samvinnu af því tagi þegar Faroe Seafood , fisk- réttaverksmiðja Föroya Fiskasala í Grimsby, var boðin til sölu. SH keypti helmingshlut í verksmiðj- unni á móti færeyska fyrirtækinu JPJ & co. Móðurfyrirtækið í Fær- eyjum hefur hins vegar verið tek- ið til gjaldþrotaskipta og nýtt fyrirtæki stofnað á grunni þess.“ / Færeyjum liggja fyrrum stjórnarformaður og einn stjórnarmanna Föroya Fiskasala undir ámæli fyrir að hafa keypt Faroe Seafood á móti SH, þegar ætlunin hafi verið að endurskipu- leggja móðurfyrirtækið fyrst og huga síðar að rekstri erlendis. Eiga deilur um þetta eftir að hafa einhver áhrif á kaup SH á verksmiðjunni? „Nú spyrð þú um færeyska pólitík, sem ég get ekkert tjáð mig um. Það sem að mér snýr er eingöngu viðskiptaleg hlið málsins og hvað hana áhrærir hafa alltaf verið mjög góð tengsl milli Sölumiðstöðvarinnar og Færeyinga. Við höfum átt marg- víslega samvinnu við þá um sölu sjávarafurða, sérstaklega á Bandaríkjamarkað, og ég vænti þess að svo verði áfrarn." Hvernig stendur Faroe Seafo- od að vígi? „Reksturinn hefur gengið brösulega, sérstaklega á þessu ári, og tapið er umtalsvert. Nýir eigendur verksmiðjunnar, SH og JPJ & eo., áttu þá kosti, að reka verksmiðjuna algjörlega óháð Icelandic Freezing Plants Ltd. og í samkeppni við hana, eða reyna að samnýta húsnæði, _____________ vélar og starfsfólk. Síðari kosturinn var tekinn. Nú hafa for- stjóri, framleiðslustjóri og innkaupastjóri ............... IFPL tekið við stjórn í Faroe Seafood . Við vonum að með slíkri samnýtingu náum við að skapa eins sterka rekstrareiningu og hægt er.“ Verður stofnað eitt fyriitæki um rekstur beggja verksmiðj- anna? „Það er allt of snemmt að segja til um hvernig að rekstrinum verður staðið. Fyrst þarf að huga að fjölmörgum atriðum. Faroe Agnar Friðriksson ► Agnar Friðriksson fæddist 14. júlí 1945. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1965 og við- skiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1970. Hann var skrif- stofustjóri hjá Landsvirkjun til 1977, en þá tóku við 5 ár hjá Heklu hf. Árin 1982-1986 var hann framkvæmdasljóri Arnarflugs, en hélt síðan til náms og lauk MBA-prófi frá Babson háskóla í Bandaríkj- unum árið 1988. Árið 1989 tók Agnar við starfi fram- kvæmdastjóra Umbúðamið- stöðvarinnar, en frá 1. maí 1990 hefur hann verið for- stjóri fiskréttaverksmiðju Söl- umiðstöðvar hraðfrystihús- anna í Grimsby í Bretlandi, Icelandic Freezing Plants Ltd. Þann 24. ágúst sl. varð hann einnig forstjóri Faroe Seafood í Grimsby, fyrirtækis sem er að hálfu í eigu SH. Ólíkar vörur og aðrir við- skiptavinir Seafood er stórt fyrirtæki og sel- ur tilbúna fiskrétti fyrir um 4 milljarða króna á ári, eða svipað og IFPL. Hjá fyrirtækinu starfa um 280 manns, það er umsvifam- ikið [ innkaupum á hráefni og innkaupum víða að og selur um allt Bretland. Báðar verksmiðj- urnar framleiða tilbúna, frysta fiskrétti, sem seldir eru í stór- markaði, verslunarkeðjur og veit- ingastaði, en þar lýkur samlíking- unni. Viðskiptahópurinn skarast nánast ekkert og mikill munur er á vöruvali. Færeyska verk- smiðjan vinnur einkum úr flök- um, en við úr blokkum. Fram- leiðslurásin er þó svipuð, þar sem bæði fyrirtækin setja fiskinn í _________ deig, strá brauð- mylsnu yfir, hálf- steikja,_ frysta og pakka. í raun eru þessi fyrirtæki mjög ólík, ....þrátt fyrir að vera í sömu framleiðslugrein.“ Hvenær áttu von á að nýja verksmiðjan rétti úr kútnum? „Það er viðamikið verkefni sem bíður hér, að snúa taprekstri þessa stóra fyrirtækis í hagnað. Nú er rétt vika frá því að ég tók við forstjórastarfinu í færeysku verksmiðjunni og ég gef mér nokkra mánuði til að sjá hvernig gengur að koma rekstrinum á réttan kjöl á ný.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.