Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 9 FRÉTTIR Doktorspróf í sagnfræði ■ VILBORG Auður ísleifsdótt- ir hefur nýlega lokið doktorsprófi í sagnfræði við Johannes-Guten- berg-háskólann í Mainz. Rit- gerðin ú'allar um aðdraganda að siðaskiptum á íslandi. Vilborg er dótt- ir hjónanna Sig- ríðar Tómas- dóttur, húsmóð- ur frá Auðsholti í Hrunamanna- hreppi og ísleifs Olafssonar, sjó- manns og verka- manns í Reykja- vík. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1964 og stundaði nám við háskólann í Heidelberg og við Háskóla Islands þar sem hún lauk BA prófi í þýsku, latínu og sögu árið 1969. 1983 hóf hún nám í sagnfræði og stjórnmálafræði við háskólann í Mainz og lauk magisterprófi árið 1990. Vilborg er gift Christian Bic- kel, lögfræðingi í Wiesbaden og eiga þau tvo syni, Tómas og Hösk- uld. Morgunblaðið/Þorkell Glaður í stiga EKKI hefur viðrað sérlega vel til málningarvinnu utanhúss í sumar eins og sölumenn útimálningar hafa áþreifanlega orðið varir við. Nú þegar hillir undir haustið eru síðustu forvöð fyrir þá sem þurfa að mála hús, að nota hvern rign- ingarlausan dag til verksins. Húsamálarinn, sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á við vinnu sína í gær, lét tækifærið ekki ónot- að og virtist kampakátur með bæði veðrið og afrakstur vinnunn- ar, þar sem hann stóð í stiganum ofanverðum og hressti upp á útlit hússins. Athugasemd frá starfsmönn- um Veiðimálastofnunar PARTAR Kaplahrauni 11, sími. 565 3323 Eigum nýja og notaða boddýhluti í japanska og evrópska bíla. Húdd, bretti, stuðara, grill, hurðir, hlera, skottlok, rúður. Góðir hlutir - gott verð. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá tveimur starfsmönnum Veiðimálastofnunar, Sigurði Guðjónssyni deildarstjóra og Þórólfi Antonssyni verkefnisstjóra: „Þráfaldlega hafa fiskifræðingar á vistfræðideild Veiðimálastofnunar verið taldir ábyrgir fyrir því að 10.000 gönguseiðum, sem sleppt var í Elliðaárnar, var ekki eytt. Þetta er svo rangt sem það getur verið. Saga málsins var sú að við vorum með samanburðarhópa af gönguseið- um í keijum við Elliðaárnar, allt merkt seiði af stofni árinnar. Nokkru fyrir hvítasunnu fór að bera á dauða í keijunum og þótt hátíð væri, köll- uðum við á dýralækni fisksjúkdóma strax á hvítasunnudag, þann 4. júní. Samkvæmt hans ráði var seiðunum gefið lyf sem sló hratt á veikina, jafnframt því sem sýni voru send til greiningar. Síðan biðum við niður- stöðu greiningar. Þegar við tölum svo við dýralækninn þann 13. júní, 9 dögum eftir að lyfjagjöf hófst, lá niðurstaða fyrir. Um var að ræða tvær bakteríur sem lifa frítt í um- hverfinu og höfðu náð að valda sýk- ingu við þessar aðstæður. Hvergi var minnst á kýlaveiki, né nokkurn vafa um greiningu. Eftir lyíjagjöf tók al- farið fyrir dauða í ketjunum og var seiðunum sleppt að kvöldi 20. júní. Á þessu tímabili var ekki rætt við fisksjúkdómadeildina á Keldum, heldur fóru öll samskipti í gegnum dýralækni fisksjúkdóma. Það að greina tvær umhverfis- bakteríur í seiðunum getur verið eðli- legt, en af hveiju voru menn á Keld- um þá vissir um að kýlaveikin hafi verið í seiðunum, þegar veikin greindist í fullorðnum laxi tveimur mánuðum seinna? Því verða sérfræð- ingar á Keldum að svara. Starfsmenn Veiðimálstofnunar urðu líka til þess að koma fyrsta dauða laxinum við Elliðaárnar til rannsóknar þannig að kýlaveikin varð ljós mönnum. Við teljum okkur því hafa brugðist fljótt og rétt við. Sama er hægt að segja um stöðvar- stjóra eldisstöðvarinnar við Elliðaár, starfsmenn rafstöðvarinnar, veiði- verði og Veiðifélag Elliðavatns. Eftir að kýlaveikin var staðfest í Elliðaánum hefst næsta stig þessa máls, að beijast við veikina, minnka smithættu og gera framtíðaráætlanir um smitvarnir. Það er umhugsun- arvert, að embættismenn leituðu aldrei til þeirra sérfræðinga Veiði- málastofnunar sem stundað hafa rannsóknir á lífríki Elliðaánna og Elliðavatns frá árinu 1988. Þó hafa verið haldnir fundir með fiskjúk- dómanefnd, fisksjúkdómadeild Keldna, dýralækni fisksjúkdóma, embætti Veiðimálastjóra og eigenda ánna. Nú berast þær fréttir að fisk- sjúkdómanefnd ætli að þurrka upp Elliðaárnar neðan Elliðavatns. Hefur nefndin fengið álit þeirra sem þar þekkja best til um hvort þetta sé vænlegt og gerlegt? Alla vega hefur ekki verið leitað til þeirra sérfræð- inga vistfræðideildar Veiðimála- stofnunar sem hafa skrifað margar skýrslur um lífríki Elliðaánna og gerst þekkja. Einnig hefur verið í umræðunni hvort óvarlega hafi verið staðið að dreifingu fisks frá hafbeitarstöðvum í veiðiár. Á fagfundi sérfræðinga Veiðimálastofnunar 28. apríl 1995, segir m.a. í fundargerð um þetta efni: „{ umræðunum voru menn al- mennt á því máli að takmarka bæri sleppingar af þessu tagi og jafnvel að þær skyldi ekki leyfa þar sem göngufiskur væri. Einnig kom fram að slíkt gæti haft áhrif á staðbundna silungastofna." En við höfum ekki ákvörðunarvald á þessu sviði. Ýmis sólarmerki benda til að þetta sé a.m.k. annað sumarið sem kýla- veiki er hér á landi. Flestir eru sam- mála um að tímaspursmál hafi verið hvenær veikin bærist til landsins, því smitleiðir eru margar. En að drepa sendiboða illra tíðinda, læknar ekki kýlaveiki. Loks viljum við láta það koma fram að við höfum um árabil bent á, í ræðu sem riti, að Elliðaárnar séu viðkvæmar og maðurinn með sínum framkvændum hafi skert verulega lífsskilyrði laxfiska þar. Unnt er að snúa þeirri þróun við með viðeigandi aðgerðum en ennþá eru svörin þau að það sé of kostnaðarsamt. Á móti má spyija hvað „kostar“ að endur- reisa eina laxveiðiá, ef hún eyði- leggst?“ NettOL.u ASKO -Ö&) <g*AM Qturbo MIVPISK IMM HOFUM OPNAÐ NYJA GLÆSILEGA DEILD MEÐ DANSKAR ELDHÚS- OG BAÐINNRÉTTINGAR OG FATASKÁPA. Nú bjóöum viö allt sem þig vantar INNRETTINGAR OG RAFTÆKI í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í svefnherbergið, barnaherbergiö og anddyriö. Vönduö vara á afar hagstæðu verði. Ókeypis teikningar og tilboðsgerð. Góður magn- og staðgr. afsláttur. /?onix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 ?Pl EMIDE NILFISK Oturbo Oium tfmrrmii ASKO Netto . . Vorurn acf fd 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.