Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 FRÉTTIR íslandshestabúgarður brennur ANNAR gafl hússins hrundi fljótlega eftir brunann og var hinn þá brotinn nið- ur. Til vinstri sér í leifarnar af íbúðarhúsinu, sem var sambyggt hesthúsinu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ANDREAS Trappe og Sigurgeir Þorgeirsson, búnaðarmálastjóri. Myndin er tekin 1991. Stórbruni hjá Andreasi Trappe í Þýskalandi * Utboð blóðmeina- og meinefnarannsókna Sparar mmna en vonast var til SETJA yrði strangar reglur um gæðaeftirlit varðandi rannsóknir í blóðmeinafræði og meinefnafræði og ekki mætti eingöngu láta lágt ein- ingaverð ráða ef rannsóknimar yrðu boðnar út. Þetta kemur fram í áliti starfshóps sem fyrrverandi heilbrigð- isráðherra skipaði á miðju síðasta ári til að kanna möguleika á útboði rann- sóknanna á höfuðborgarsvæðinu en hópurinn skilaði áliti sínu nýlega. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra segist eiga von á að einhver hluti rannsókna í blóðmeinafræði og meinefnafræði verði boðin út en að ljóst sé að það muni skila minni hag- ræðingu en vonir stóðu til. I áliti starfshópsins er vakin at- hygli á því að rannsóknastofur sjúkra- húsanna gætu misst hluta af tekjum sínum ef útboð færi fram. Þær hafi nú töluverðar sértekjur af rannsókn- um á þessu sviði og ef þær töpuðu þeim gæti kostnaður ríkisins af rekstri rannsóknastofanna aukist. Að sögn Guðjóns Magnússonar, skrif- stofustjóra heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, telur nefndin að undirbúningi vegna útboðsins sé lokið og skilaði hún ráðherra drögum að útboðsgögnum ásamt skýrslu og öðr- um gögnum nefndarinnar fyrir skömmu. Fram kom í skýrslu Löggiltra end- urskoðenda hf. að æskilegt væri að rannsóknastofurnar yrðu gerðar að sjálfstæðum stofnunum eða félögum með sjálfstæðan tjárhag og rekstur. LINDENHOF búgarður hins kunna þýska hestamanns Andreas- ar Trappe við bæinn Altenberge í Þýskalandi brann til kaldra kola 18. ágúst sl. Eldur sem kviknaði út frá rafmagni magnaðist upp á mjög skömmum tíma en þó tókst að bjarga öllum hrossum að einu undanskildu sem í hesthúsinu voru. Kunnur íslenskur hestamaður, Sævar Haraldsson, var staddur hjá tengdaforeldrum' sínum sem búa í Altenberge þegar þetta gerðist, sagði að á ellefta tímanum um kvöldið hafi viðvörunarflauta í þorpinu svipuð og loftvamaflautur heimsstyijaldarinnar síðari farið í gang til að ræsa út slökkvilið þorpsins sem samanstendur af sjálfboðaliðum. Hafí hann ásamt öðru heimilisfólki þust út og séð hverskyns var og farið til hjálpar en Sævar vann hjá Andreasi fýrir nokkrum árum. Allt heimilisfólk á búgarðinum var fjarverandi utan ein dönsk vinnustúlka og hjón sem áttu stóðhest á búgarðinum auk dýralæknis sem var að skoða hross þegar eldur kviknaði. Skyndilega slokknuðu öll ljós á búgarðinum og eldur gaus upp á örskammri stundu. Tókst þeim með naumind- um að hleypa hrossunum sem voru í hesthúsinu út utan einu sem brann inni. fimmgangi 1989 og í tölti og fjór- gangi í Svíþjóð 1991 á hinum kunna stóðhesti Tý frá Rappenhof, sem er í hans eigu. Týr var ekki á staðnum þegar þetta gerðist. Hefur Andreas verið í fremstu röð hestamanna í Þýskalandi frá lok- um áttunda áratugarins. Andreas á nokkum fjölda hrossa á íslandi og þar á meðal er stóðhesturinn Galsi frá Sauðárkróki sem efstur stóð af fjögurra vetra hestum á síðasta landsmóti. Var Andreas farinn að hug að því að fá hestinn til Þýskalands en á því verður ein- hver bið vegna þessa atburðar. Voru að fagna sigri dótturinnar Var hann í Trier ásamt dóttur sinni Lenu sem tók þátt í unglinga- meistaramóti Þýskalands og voru þau að fagna sigri hennar í tölt- keppninni þegar tíðindin bárust og hélt hann strax heimleiðis og var kominn um þrjúleytið um nóttina. Kona hans Sabina var í Bandaríkj- unum. Eignirnar vorú tryggðar upp á 1,3 milljónir marka en miklar end- urbætur höfðu verið gerðar á bú- garðinum síðustu tólf árin. Trygg- ingum hafði ekki verið breytt í samræmi við aukin verðmæti eign- anna. Morgunblaðið/Barbara Mayer AÐEINS veggir hesthúss og hlöðu voru uppistandandi en þá verður að sögn að brjóta niður þar sem múrsteinarnir skemmast í Stóðhestamir flugust á Á meðal hrossanna voru margir stóðhestar sem voru frelsinu fegn- ir en fóru að fljúgast á fljótlega eftir að þeim var sleppt. Sagðist Sævar hafa farið í að handsama hestana og koma þeim inn í ný- byggt hestaskýli meðan slökkvi- liðsmenn og aðrir björguðu upp- runavottorðum hrossa og bókhaldi búgarðsins auk þess sem einhveiju tókst að bjarga af húsmunum og verðlaunasafni Andreasar. Að öðru leyti brann allt sem brunnið gat og klukkan fimm um morguninn þegar slökkvistarfi lauk stóðu miklum hita. hlaðnir veggir útihúsanna einir uppi auk þess sem íbúðarhúsið sem var sambyggt stóð að hluta til uppi. Hlaðan sem var yfir hesthús- inu var full af hálmi og heyi og magnaðist eldurinn mjög fljótt þar. Alls voru kallaðir út 20 slökkviliðsbílar og með þeim um eitthundrað slökkviliðsmenn. Voru rústirnar vaktaðar næstu daga en eldur gaus margsinnis upp á þeim tíma. Þrefaldur heimsmeistari Andreas Trappe, sem er einn þekktasti Islandshestamaður í Þýskalandi, varð heimsmeistari í - Þú tryggir ekki eftir á! Opið hjá Sj ó vá-Almennum frá átta til fimm 1. september aukum við þjónustuna við viðskiptavini með því að lengja afgreiðslutímann um eina klukkustund. Frá þeim degi verður opið hjá Sjóvá-Almennum frá klukkan átta til fimm. Árlegl happdrætti Hjartaverndar Vinningar að verð- mæti 9,6 milljónir króna ÁRLEGT happdrætti Hjarta- verndar er nú hafið með út- sendingu á gírómiðum til kvenna, eins og undanfarin ár. Öllum ágóða happdrættisins er varið til reksturs rannsókn- arstöðvar Hjartaverndar. Dreg- ið verður 14. október 1995, segir í tilkynningu frá Hjarta- vernd. f rúm 30 ár hefur Hjarta- vemd staðið fyrir umfangsmikl- um rannsóknum á útbreiðslu og orsakavöldum hjartasjúkdóma á íslandi. Niðurstöður þeirra rannsókna eiga stóran þátt í þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma. Þær rannsóknir sem nú er unnið að eru m.a. á kransæðasjúkdómum meðal íslenskra kvenna, tíðni og áhættuþáttum heilablóðfalls og nú er í þann veginn að hefj- ast rannsókn á arfgengum þátt- um kransæðasjúkdóma meðal afkomenda þeirra, sem þátt tóku í hinni upphaflegu hóp- rannsókn Hjartaverndar. Starfsemi og árangur Hjartaverndar er fyrst og fremst undir samvinnu og stuðningi almennings komin. Án þeirrar samvinnu hefði ekki náðst sá árangur í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma sem náðst hefur og án fjár- hagslegs stuðnings væri starf- semi þessi löngu liðin undir lok. Nú, á tímum minnkandi ríkis- framlags, er þessi stuðningur ekki síst mikilvægur. Það er von Hjartaverndar að happ- drættið fái sömu góðu viðtök- urnar og undanfarin ár. Vinningar að þessu sinni eru alls 15 að verðmæti 9,6 millj- ónir kr. Aðalvinningur Pajero- jeppi að verðmæti 3.775.000 kr., V.W. Polo-bifreið að verð- mæti 1.100.000 kr., þijár æv- intýrasiglingar eða vélsleðar, hver að verðmæti 575.000 kr. auk þess 10 ferðavinningar, hver að verðmæti 300.000 kr. Hjartavernd er aðeins með eitt happdrætti á ári og verð miðans aðeins 600 kr. og er það sjötta árið sem miðaverð er það sama. Hjartavernd heit- ir á almenning að leggja mál- efnum samtakanna lið og freista gæfunnar um leið. \ I I » I ( I I I I | i í [ l í í ■ í l £ | ( l l: I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.