Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 11 SKAK Undanrásir fyrir Intcl-mótið í London Hasting-s, Englandi 28.-29. ágúst ÞAÐ VAR ekki fyrr en eftir ell- efu umferða atskákmót, síðan sjö umferða hraðskákúrslit og loks þriggja skáka lokauppgjör að það lá ljóst fyrir hvaða sex skákmenn kæmust áfram úr undankeppninni í Hastings á atskákmót Intel í Lond- on þar sem margir bestu skák- manna heims eru á meðal kepp- enda. Undanrásirnar voru haldnar í Hastings í tilefni af því að nú eru rétt 100 ár frá því að fyrsta Hast- ingsmótið árið 1895 fór fram. Atskákmótið sjálft tók tvo daga. Það var geysilega vel skip- að, 44 stórmeist- arar voru í hópi u.þ.b. 100 þátt- takenda. Fyrri daginn voru tefld- ar sex skákir, en fimm þann seinni. Taflmennskan hófst klukkan hálfellefu um morg- uninn, en þegar leið á seinni keppn- isdaginn voru efstu menn í hnapp þannig að sýnt var að það myndi koma til aukakeppni. Sú varð raun- in. Vladímir Malanjuk, Úkraínu, og Eric Lobron, Þýskalandi, sigruðu með 8 '!i v. af 11 mögulegum, en í 3.-9. sæti með 8 vinninga urðu Margeir Pétursson, 011, Eistlandi, Ibragimov og Drejev, Rússlandi, Van Wely, Hollandi, Ivan Sokolov, Bosníu og Khuzman, Úkraínu. Þessir sjö þurftu að tefla fimm mínútna hraðskákir til úrslita og gekk þar á ýmsu enda mikið í húfi og taugarnar þandar. Ég byrjaði illa með því að tapa unnu tafli gegn Ivan Sokolov. Mér tókst þó að halda möguleikunum opnum með sigrum á Drejev og Khuzman, í síðustu tveimur umferðunum. Lok skákar- innar við Khuzman voru ævintýra- leg. Ég var drottningu yfir en átti aðeins tvær sekúndur eftir á klukk- unni s_em gat ekki dugað. En þá flýtti Úkraínumaðurinn sér um of, skildi kónginn eftir í skák og fékk það í refsingu að mínútu var bætt við tímann hjá mér. Þá var ekki um annað að ræða fyrir Khuzman en að gefast upp. Úrslit í hraðskák- inni urðu: 1. Van Wely, 4'A v. 2. I. Sokolov, 4 v. 3.-5. Oll, Drejev og Margeir, 3 Vz v. 6. Khuzman, 1 '/z v. 7. Ibrag- imov, 'h v. Enn þurfti að setjast að tafli til að skera úr um síðustu sætin. 011 I og Drejev gerðu fyrst jafntefli í hörkuskák. Drejev bauð mér svo jafntefli, en ég hafnaði og tapaði illa. Þá var aftur ekki um annað að ræða en að sigra og það tókst mér eftir að 011 féll í gildru eftir að hafa fengið mjög vænlega stöðu eftir byijunina. Þetta er í þriðja skiptið sem Ís- lendingur kemst áfram á Intel mót, Jóhann Hjartarson komst áfram í París sl. haust og í New York í 1 vor. Jóhann Ragnarsson, skákmað- ur úr Garðabæ, keppti einnig í und- anrásunum í Hastings og hlaut fjóra vinninga af 11 mögulegum. Niðurröðunin í London í gær var dregið um það hveijir mætast í fyrstu umferð á mótinu í FRÉTTIR Tólf tíma tafl- mennsku þurfti um síðasta úrslitasætið London. Gary Kasparov, PCA heimsmeistari, lætur sig nú í fyrsta skipti vanta, en eftir aðeins tíu daga hefst heimsmeistaraeinvígi hans og Anands í New York. Indveijinn er hins vegar mættur til leiks og mun frammistaða hans væntanlega gefa til kynna hvers er að vænta af hon- um gegn Kasparov. Eftirtaldir dróg- ust saman. Teflt er með útsláttarfyr- irkomulagi og fara úrslitin fram á sunnudagskvöld. _ 1. Ivantsjúk, Úkraínu, 2.780- Malanjúk, Úkraínu, 2.580 2. Margeir Pétursson 2.565- Drejev, Rússlandi, 2.670 3. I. Sokolov, Bosníu, 2.630- Short, Englandi, 2.645 4. Lautier, Frakklandi, 2.645- Anand, Indlandi, 2.725 5. Morosevitsj, Rússl., 2.630- Piket, Hollandi, 2.625 6. Speelman, Englandi, 2.620- Adams, Englandi, 2.660 7. Lobron, Þýskalandi, 2.595- Van Wely, Hollandi, 2.585 8. Miles, Englandi, 2.600- Kramnik, Rússlandi, 2.730 Keppnin hefst í London í dag kl. 14.00 að staðartíma í Sedgwick ráðstefnumiðstöðinni. Aðeins eitt einvígi fer fram í einu og tekur tvo daga að tefla fyrstu umferðina. Viðureignin Margeir-Drejev hefst í dag kl. 16. Margeir Pétursson Málflutningsskrifstofan Borgartúni 24 í Reykjavík fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli. Á þessum tímamótum var ákveðið að gefa stofunni nýtt nafn. Nafn sem væri í senn einfalt og félli að viðskiptaháttum jafnt á Islandi sem erlendis. Niðurstaðan varð A&P LÖGMENN sf. LOGMENN A&l* LÖGMENN er sameignarfélag sex hæstaréttarlögmanna og þar starfa einnig fjórir löglærðir fulltrúar auk aðstoðarfólks. A&P LÖGMENN veita atvinnufyrirtækjum, stofnunum, samtökum og einstaklingum alhliða lögfræðiþjónustu. A&P LÖGMENN eiga aðild að The International Lawyers Network sem eru samtök lögmannastofa í 50 þjóðlöndum um gagnkvæma samvinnu og aðstoð við viðskiptamenn þeirra* *A&1> I.ÖGMENN hafa opna heimasiöu á veraldarvefnum (INTERNET) i og þar er m.a. aö finna mannréttindaákvæði stjórnarskrár og sáttmála. I Netfang: aplaw@aplaw.is Heimasíöa: http://www.aplaw.is/aplaw/ 4ýP LÖGMENN Eigendur: Ragnar Aðalsteinsson hrl. Othar Örn Petersen hrl. Viðar Már Matthíasson hrl. Árni Vilhjálmsson hrl. Tryggvi Gunnarsson hrl. Jóhannes Sigurðsson hrl. Fulltrúar: Helgi Birgisson hdl. Erlendur Gislason hdl. Oddný Mjöll Arnardóttir hdl. Ragnar Tómas Árnason lögfr. Erlent heiti: Adalsteinsson & Partners Heimilisfang: ; Borgartún 24 105 Reykjavík j Sími: 562 7611 Bréfasími: 562 7186

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.