Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ OKKAR BESTU HEÐMÆU KOMA FRÁ NEMENDUM OKKAR: Nemendur í skrifstofustörfum fyrir og eftir nám í VSN. I A O/. VI, Nánari upplýsingar í símum 562 10 66 og 462 7899. VllÐSKIPTASKÓLI STJÓRNUNARFÉLAGSINS CX3 HÝHERJA KQO/„ Fyrir Eftir Úr könnun sem gerð var meðal nemenda sem útskrifuðust 5. maí 1995. Sex mánaða uppgjör Kaupfélags Eyfirðinga Samþykkt stjórn- ar Eyþings um skólaþjónustu Bæjarráð Akureyrar mótfallið tillögunum Á FUNDI bæjarráðs Akur- eyrar sl. þriðjudag var tekin til umfjöllunar samþykkt stjórnar Eyþings um skóla- þjónustu, skipulag og verkefni í ljósi flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Til- lögurnar höfðu verið kynntar í ráðinu 17. ágúst en óskað var umsagnar sveitarfélaga innan Eyþings fyrir aðalfund sambandsins sem hefst í dag. Bæjarráð fékk umsagnir um tillögurnar frá skólanefnd og leikskólanefnd og niðurstöður fundarins urðu þær að bæjar- ráð getur ekki fallist á tillögur Eyþings í óbreyttri mynd og telur nauðsynlegt að málið verði unnið enn frekar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru ýmis ágreinings- efni uppi í þessu sambandi, ekki síst hvað varðar hlutverk Fræðsluskrifstofu Norður- landsumdæmis eystra svo og hlutverk Eyþings í skólaþjón- ustunni. Málið verður tekið til umræðu og afgreiðslu á föstu- daginn í tengslum við aðalfund Eyþings og má búast við að skoðanaskipti verði lífleg. Kröfur um bætur hafnað Á FUNDI bæjarráðs voru lagðir fram tveir úrskurðir sem matsnefnd eignarnámsbóta hefur kveðið upp að beiðni Akureyrarbæjar vegna meintrar verðrýmunar á fast- eignunum Bakkahlíð 7 og Bakkahlíð 13 ef byggð verður bensínstöð á horni Hlíðar- brautar og Borgarbrautar. í úrskurðarorðum er kröfum um bætur til eigenda fasteign- anna hafnað. Kostnaður Akur- eyrarbæjar vegna matsgerð- anna er 667.000 krónur. Bátur í boði BÆJARSTJÓRI greindi frá því að Akureyrarbæ hefði munnlega verið boðinn for- kaupsréttur að m/b Nóa EA 477 ásamt veiðiheimildum og fyrir fund bæjarráðs var lagð- ur fram kaupsamningur þar að lútandi með forkaupsrétt- arákvæði. Seljandi er Hamar hf. á Akureyri en kaupandi Meitillinn hf. í Þorlákshöfn. Bæjarráð leggur til að for- kaupsrétti verði hafnað. IQHIIGJ6I QtJ 0BO j2)00« «0000001 ÞÓTT venjan sé að Listasumri ljúki 29. ágúst eru nú tvennir tónleikar eftir. í kvöld, fimmtudaginn 31. ágúst, leikur djasskvartett í Deigl- unni kl. 22. Kvartettinn skipa þeir Karl Olgeirsson á píanó, Atli Örv- arsson á Hammond og trompet, Jón Rafnsson á kontrabassa og Karl Petersen á trommur. Laugardaginn 2. september kl. 20 verða tónleikar í Akureyrar- kirkju. Flutt verður tónverkið Kvöldmáltíð Maríu meyjar eftir Claudio Monteverdi fyrir hljómsveit og kór undir stjórn Gunnsteins Ól- afssonar. Tap af rekstrinum 20 milljónir STORFYRIRTÆKIN á Akureyri sýna nú hvert af öðru verulegt rekstrartap á fyrri helrningi ársins. Nýverið kom fram að Útgerðarfé- lag Akureyringa hefði tapað ríflega 80 milljónum á þessu tímabili og nú liggur sex mánaða uppgjör Kaupfélags Eyfirðinga og dóttur- fyrirtækja þess fyrir. Niðurstöðu- tölumar sýna um 20 milljóna króna tap af rekstrinum. Brúttóvelta samstæðunnar fyrri helming ársins var um 4.673 millj- ónir króna og launagreiðslur námu 871 milljón. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem Kaupfélag Eyfirð- inga gerir sex mánaða uppgjör liggur ekki fyrir samanburður frá fyrra ári en að sögn Magnúsar Gauta Gautasonar kaupfélags- stjóra er ljóst að afkoman er tölu- vert lakari en á síðasta ári. Kaupfé- lag Eyfirðinga og dótturfyrirtæki skiluðu 16 milljóna króna hagnaði á öllu árinu 1994. „Helstu skýringarnar liggja í því að fiskvinnslan hefur verið mjög döpur og afkoma mjólkursamlags- ins er lakari nú en í fyrra, en þá var hún reyndar mjög góð. Það hefur háð fiskvinnslunni að skip félagsins hafa ekki verið að landa hjá okkur og því hefur vinnslan þurft að reiða sig á markaði. Þar hefur hráefnisverð verið mjög hátt og gæðin vægast sagt misjöfn," sagði Magnús Gauti. Rekstur móðurfyrirtækisins, þ.e. Kaupfélags Eyfirðinga, hefur því verið töluvert lakari en á síðasta ári en afkoma dótturfyrirtækjanna hefur batnað í heild. Magnús Gauti sagði að þar munaði mestu um bættan rekstur Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. Kaupfélagið hefur lagt 112 milljónir króna í nýtt útgerðarfé- lag í Snæfellsbæ og sagði Magnús Gauti að þessi ráðstöfun myndi styrkja sjávarútvegsþátt félagsins og tryggja vinnslunni hráefni. Hann kvaðst líka vonast til þess að reksturinn á seinni helmingi ársins yrði betri en vildi þó sem minnstu spá um það. Ef til vill gefur það einhveija mynd af þró- uninni að rekstrartapið dreifist á fjóra fyrstu mánuði ársins en hagnaður varð af rekstrinum í maí og júní. Nóg af krækibeijum TVENNUM ef ekki þrennum sög- um fer af berjasprettu norðan- lands en ef meðaltal frásagna er skoðað má segja að krækiberin hafi þroskast vel en bláberin síð- ur. Eyfirðingar streyma nú tii berja og á Árskógsströndinni mokuðu tengdafeðginin Páll og Sigrún upp krækiberjunum með berjatínu ásamt fleiri fjölskyldu- meölimum. Þau sögðu bláberin lítil og hlutfall grænjaxla hátt. Búast má við að sprettan hafi tekið nokkurn kipp núna í snörp- um vætu- og hlýindakafla. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Kennslurit fyrir há- skólanema FÉLAGSSTOFNUN stúdenta við Háskólann á Akureyri, Bóksala stúdenta í Reykjavík og Bókval hafa gert með sér samkomulag um að Bókval annist sölu allra kennslubóka til háskólanema á Akureyri. I fréttatilkynningu segir að með þessu sé tryggð betri þjónusta fyrir nemendur Háskólans á Akureyri þar sem Bókval er með langan af- greiðslutíma eða frá kl. 9.00 (10.00) til 22.00 alla daga, einnig um helgar. Filmumenn vinna við Gas Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir IÐNAÐARMENN hafa staðið í ströngu í kjallara Glerár- kirkju að undanförnu og var stefnt að því að opna leikskól- ann Krógaból í dag. Krógaból aftur í Gler- árkirkju LEIKSKÓLINN Krógaból á Ak- ureyri var fluttur til bráðabirgða í Glerárskóla eftir að húsnæði leikskólans í Glerárkirkju stór- skemmdist í eldsvoða. I gær var síðasti starfsdagur Krógabóls í Glerárskóla enda skólastarf að hefjast og full þörf fyrir stofurn- ar sem lagðar voru undir leik- skólánn. Ekki var fyllilega ljóst í gær hvort hægt yrði að taka á móti börnum í endurinnréttuðu hús- næði Krógabóls í kjallara Glerár- kirkju í dag því framkvæmdum var ekki lokið. Vonast var til að ekki þyrfti að loka leikskólanum en fyrr í þessum mánuði hafði leikskólanefnd Akureyrarbæjar lýst yfir áhyggjum vegna þess hve seint gekk að lagfæra húsa- kynnin. Unnið var í húsnæði Krógabóls fram eftir kvöldi og stefnt að því að opna leikskólann á gamla staðnum í dag. Tökum á nýrri stuttmynd lokið FJÓRÐA stuttmynd Filmumanna á Akureyri sem kemur fyrir sjónir almennings verður frumsýnd í febrúar eða mars á næsta ári. Myndin heitir Gas og lauk tökum á henni í gær með miklum áhættuatriðum þar sem menn flugu fram af húsþaki og fleira í þeim dúr. Framundan er nú eftirvinnsla og verður kvikmyndin 35-40 mín- útur að lengd. Sævar Guðmundsson er sem fyrr leikstjóri og aðalmaðurinn á bak við Filmumenn en hópurinn hefur áður framleitt stuttmyndirnar Spurn- ing um svar, Skotinn í skónum og Negli þig næst. Allar vöktu þær athygli fyrir djörf áhættuatriði og Gas verður ekki hættulaus heldur. „Það eru færri áhættuatriði í þessari mynd en þau eru jafn hættuleg samt sem áður. Þótt hasarinn sé fyrir hendi er Gas manneskjulegri en hinar myndirnar. Þetta er hröð og spenn- andi gamanmynd. Hún fjallar um tvær persónur á bensínstöð og margar skrautlegar manneskjur sem þangað koma,“ sagði Sævar. Litlu mátti muna að slys yrði við tökur fyrr í vikunni. Þá var verið að festa á filmu hraðakstur svokall- aðra go-cart bíla hjá Shell-nesti við Hörgárbraut. Einn bíllinn lenti í árekstri við fólksbíl sem birtist óvænt á tökustað en betur fór en Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir ÁHÆTTUATRIÐI úr nýrri stuttmynd Filmumanna. Okuþórar, dularfullir ná- ungar og rænulítill maður. Óhapp varð við tökur á þessu atriði þegar ökuþór lenti í árekstri við fólksbíl en hann slapp ómeiddur. á horfðist og steig ökumaðurinn ómeiddur úr bílnum. Kostnaður við gerð myndarinnar nemur 1,5-2 milljónum króna. Sæv- ar sagði að allt starf í kringum hana væri unnið í sjálfboðavinnu en ef það væri ekki gert myndi kostnaðurinn ijúka upp í 10-20 milljónir. Fyrri myndirnar hafa gengið vel en ekki vildi Sævar meina að þær hefðu skilað hagnaði. Gas verður sýnd á Akureyri og Reykjavík í febrúar eða mars og síðan um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.