Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 13 Dagur heilsueflingar á Egilsstöðum BRODDI Bjarnason og Bjarni E. Pjetursson tóku vel á í reiptoginu. HELGI Halldórsson bæjarsljóri þreytti óvenjulegt kappsund við Emil Björnsson iþróttakennara. Egilsstöðum - Heilsueflingardag- ur var haldinn á Egilsstöðum síð- astliðinn laugardag. Meðal þess sem var á dagskrá var vígsla nýju sundlaugarinnar, skokk og hjól- reiðar, götukörfubolti, ókeypis í sund og starfsfólk frá heilsu- gæslustöðinni var með blóðþrýst- ingsmælingar og heilsuráðlegg- ingar í íþróttamiðstöðinni. Sr. Vig- fús Ingvar Ingvarsson, sóknar- prestur á Egilsstöðum, flutti vígsluræðu og Bjarni E. Pjeturs- son, formaður byggingarnefndar sundlaugarinnar, flutti ávarp. Sundlaugin var tekin í notkun 17. júní i sumar og hafa gestir laugar- innar frá þeim tíma verið jafn- margir og á heilu ári í gömlu laug- ina, eða um 30.000. í tilefni vígsl- unnar fóru fulltrúar bæjarsljórn- ar, byggingarnefndar og starfs- Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir KRAKKARNIR sýndu því mikinn áhuga þegar bæjarstjórnarmenn fóru í rennibrautina. manna sundlaugarinnar í reiptog og tímatöku í rennibraut og fleira. Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum og Egilsstaðabær stóðu fyrir framkvæmd heilsueflingardags og sagði Eiríkur Björgvinsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúi bæj- arins, að vænst hefði verið meiri þátttöku bæjarbúa en raun var. Þó hefðu fjölmargir nýtt sér ráð- gjöf og mælingar sem starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar bauð sundlaugargestum og öðrum sem tóku þátt í dagskránni. Nýja sundlaugin vígð Sveitarstj óraskipti á Hvolsvelli Stangaveiðikeppni NÝVERIÐ tók Ágúst Ingi Ólafsson við stöðu sveitarstjóra á Hvols- velli. Ágúst Ingi tók við starfinu af ísólfi Gylfa Pálmasyni sem kjörinn var á þing sl. vor fyrir Framsóknarflokkinn. Ágúst Ingi, sem er 46 ára, hefur Samvinnu- skólapróf og hefur gegnt starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Rangæinga um árabil. Hann er Rangæingur í húð og hár og er kvæntur Sól- eyju Ástvaldsdóttur og eiga þau þrjú börn. f SÓLFUR Gylfi afhendir Ágústi Inga lykla að sveitarstjórnarkontórnum. Morgunblaðið/Silli UNNUR Ösp, en hún veiddi stærsta fiskinn og Brynjar, sem veiddi flesta fiska. Húsavík. Morgunblaðið. HIN árlega stangaveiðikeppni vinnuskólans á Húsavík fór fram á Suðurgarðinum í Húsa- víkurhöfn nýlega. Veitt var í tvo tíma og verðlaun veitt fyrir flesta fiska og stærsta fiskinn. Flesta fiska veiddi Brynjar Smárason, 50 fiska, eftir harða baráttu við Hallgrím Jónasson, sem sigraði síðastliðið ár, en hann veiddi nú 47 fiska. Stærsta fiskinn veiddi Unnur Ösp Guð- mundsdóttir rétt fyrir lokin, en fram að þeim tíma var Jón Hafsteinn Jóhannsson með stærsta fiskinn. Veiðin var mis- jöfn, en allir höfðu gaman af. Vestfjarðaumdæmi Skattsljórinn hefur sagt starfi ísafirði. Morgunblaðið. ELÍN Árnadóttir, sem gegnt hefur starfi skattstjóra Vestfjarðaum- dæmis undanfarin ár, hefur sagt starfi sínu lajusu og hyggst flytja búferlum frá ísafirði um leið og nýr maður hefur verið skipaður í hennar stað. „Það er rétt að ég hef sagt starfi mínu lausu og ástæðan er einfald- lega sú að eiginmaður minn, sem er lærður sjúkraþjálfari, hefur ekki haft nóg að starfa að undanförnu og ekki bjart framundan í hans starfi hér vestra. Hann á fyrirtæki fyrir sunnan og þar er nóg að gera og sínu lausu því er fjölskyldan að flytja í dag. Ég verð hins vegar hér áfram þar til nýr maður hefur verið skipaður í starfið, en hvað það tekur langan tíma er ómöguiegt að segja til um, kannski tvo mánuði eða fjóra,“ sagði Elín í samtali við blaðið. Elín sagði að sér og fjölskyldu sinni hefði líkað vel þau tvö ár sem hún hefði búið hér og hún ætti efiaust eftir að sakna margra vina og kunningja. Ráðgert er að starf skattstjóra Vestfjarðaumdæmis verði auglýst laust til umsóknar inn- an skamms. Leikfiini Iþróttamiðstöðinni Seltjarnarnesi Uppl. í síma 552 3913 Viltn hafa það svait/livítt crta í lit? HP Desk Jet bleksprautuprentarar HP 320 kr. 20.900 HP -540 kr. 28.900 HP G00C kr. 49.9 HP 850C kr. 79.900 HP 1200C kr. 99.900 11P IG00C kr. 149.900 HP LaserJet geislaprentarar HP 4L/MIi kr. 55.900 HP 5P kr. 129.900 HP 4Plus kr. 179.900 Viðurkenmlur siilnaðili HP. þjónusta og ábyrgð. BOÐEIND Við erum f Mörkinni 0 • Sími 588 2001 . Fax 588 2002

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.