Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Morgunblaðið/ÞHY FRÁ Hornströndum. Framlenging á Hornstrandasumri - aukaferðir með ms. Fagranesi NÚ ER fagurt á Homströndum og veður hefur verið mjög gott þar að undanfömu. Haustlitirnir skarta sínu fegursta í septembersólinni. Þess vegna mun ms. Fagranes vera með tvær ferðir þangað í septem- ber. Fyrri ferðin verður föstudaginn 1. september og verður þá farið í Fljótavík. Lagt verður af stað frá ísafirði kl. 14. Dvalið verður í húsi á staðnum. Fararstjóri verður Jósep Vernharðsson, en hann þekkir hvern stein og þúfu á staðnum. Dvalið verður í Fljótavík til sunnu- dags og komið til Isafjarðar síðdeg- is. Á staðnum verður farið í skipu- lagðar gönguferðir og ornað sér við varðelda. Seinni ferðin verður föstudaginn 15. september. Lagt verður af stað frá ísafirði kl. 14 og farið að Látr- / . um í Aðalvík og dvalið þar til sunnu- dags. Leiðsögumaðurinn Jón Björnsson verður með í för, þar verður einnig dvalið í húsi og skipu- lagðar ferðir fa'rnar um svæðið. Það er eins og koma í annan heim að koma á Hornstrandir. Takmarkaður fjöldi er í hveija ferð, þess vegna er betra að panta tímanlega. Allar upplýsingar eru á skrifstofu hf. Djúpbátsjns. Agætt sumar hjá Ferðaþjón- ustu bænda ALLT úlit er fyrir að sumarið verði með betra móti hjá Ferðaþjónustu bænda og meiri nýting á gistiplássi og ferðaþjónustumöguleikum en í fyrra, þó að júní hafi reynst dræm- ur, segir Paul Richardson, fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. „Enn er ekki búið að gera upp sumar- ið, og verður ekki gert fyrr en í lok september eftir Vest-Norden-ráð- stefnuna sem fer fram í haust.“ Um 130 staðir víðs vegar um land tengjast Ferðaþjónustu bænda og eru flest ailt bændur eða fyrrverandi bændur á lögbýlum sem reka stað- ina. Flestir bjóða upp á gistingu og mat og sumir hafa auk þess ýmsa afþreyingu í boði svo sem veiði og hestaleigu. Paul segir að Suðurland hafi lík- lega haft mestu nýtinguna og mestur straumur þangað. Einnig eru Mý- vatnssveit og Óræfasveit mjög vin- sælar. Líta beri til þess að flutnings- kostnaður eigi mikinn þátt í því hvert fólk fer, og hvað staðir hafi upp á að bjóða. Nú er reynt að vinna að því að finna leiðir til þess að dreifa ferðamönnum um allt land. Meðal annars hafa verið reglulegir tónleikar á Kirkjubæjarklaustri í nokkur ár og hafa ferðamenn sótt þó nokkuð þangað. Þar tengist ferða- þjónusta og menningarmál á skemmtilegan hátt saman. Aðrar uppákomur víðsvegar um landið hafa dregið að ferðamenn, t.d. golfmót á Hellu og á Norðurlandi býðst fólki að taka þátt í smölun og stóðréttum. V estur-íslendingasaf n á Hofsósi Nú er að fara af stað samstarfs- verkefni meðai nokkurra Evrópu- landa sem Evrópusambandið þróar, en það er að vinna að því að fá Vesturfara til þess að ferðast til gamla landsins. í því skyni er verið að gera Vestur-Islendingasafn á Hofsósi í gamla kaupfélagshúsinu, í samvinnu við Þjóðminjasafnið og verður það opnað næsta vor. Ennfremur er verið að vinna að þriggja ára verkefni í að samræma bókunar- og markaðssetningarkerfi í tölvu á vegum ESB. En markmiðið er að tengja þjónustu í dreifbýli í tölvukerfi svo að upplýsingar verði aðgengilegri. í bígerð er tilrauna- verkefni í átta löndum og verður Ferðaþjónusta bænda þátttakandi í verkefninu fyrir Islands hönd. HAUKUR Halldórsson á sínum bás. með glóðarsteiktu lambakjöti. Inni í búðunum er opið eldstæði og þar sátu stúlkur og sneru lambaskrokk- um, sem stiknuðu yfir eldinum, tíu skrokkar í einu og mörg læri. Óneit- anlega skemmtileg sjón, enda dró eldstæðið að sér mikla athygli. Það sem blasir við gestum er sjálf umgerðin, þar sem tjöldin eru með stílfærðu víkingasniði. Útlitið er ekki hugsað sem nein endurgerð, heldur til að vekja upp skírskotanir Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir og gefa tóninn. Andinn er kannski ofurlítið eins og í víkingamyndum Hrafns Gunnlaugssonar; það er skáldað áfram í stað þess að leita einhvers upprunalegs. Þeir sem standa og skera niður lambakjötið í einu sölutjaldinu og aðrir sem eru við afgreiðslu og framreiðslu annars staðar klæddust allir kuflum. Auk tjalda með mat, bjór og kynningarbæklingum eru þarna söiubásar. Haukur Halldórsson sel- ur muni sína og fræðir forvitna gesti um galdra og hjátrú. Evrópa er um þessar mundir gósenland alis kyns hindurvitna, þar sem búðir með heilsusamlegum kristöllum og öðru ámóta dóti spretta upp. Á sama hátt höfðar þetta gamla íslenska til margra og það vantar ekki áhugann hjá gestum. Útlendingar sem iðka víkingalíf hafa slegist í hópinn í . búðunum og framlejða hluti tengda því, svo þeii' sem hafa áhuga á að kaupasér sverð eðahjálm-geta einn- ig gert það. Góð öxí, líklega í ætt yið Rimmugígl, kostar um 15 þús. ÍKít, ef einhver hefur áhuga á að byija að safna sér í viðeigandi bún- ing. Tónlistin skipar sérstakan sess. Víkingasveitin og Ingi Gunnar eiga stóran þátt í að skapa þann anda sem þarna ríkir. Þau syngja íslensk og erlend lög, hressilega flutt. Á góðri þýsku skýtur Ingi Gunnar inn fróðlegu efni um land, þjóð og menningu, enda alvanur leiðsögu- maður útlendinga um ísland. Það má vera dauður maður sem ekki skemmtir sér yfir liressilegri tónlist- inni og innskotum flytjenda. HVERNIG á að kynna ís- land erlendis? Til þess eru margar leiðir, en um skeið hefur hópur manna og kvenna unnið að landkynningum með víkingayfirbragði í Svíþjóð og Þýskalandi. Almennt samsama Is- lendingar sig ekki víkingum og því kann mörgum að finnast þetta af- káraleg hugmynd. Hún hittir þó í mark hjá vaxandi hópi Norður- landabúa, Þjóðverja og Breta, sem leita einhvers upprunalegs í siðum og lifnaðarháttum gamalla þjóð- flokka, þar á meðal víkinga. Með mat, söng og hressilegu viðmóti sýnir hópurinn hlið á Islandi sem, af viðtökum í Þýskalandi um síðustu heigi að dæma, höfðar til margra. Kynningin er runnin undan rifum Jóhannesar Viðars Bjamasonar og Ottós Clausens veitinga- og um- svifamanns í Svíþjóð, en Flugieíðir og FerðarHálaráð koma þar einnig við sögu. Jóhannes Viðar er kannur fyrir Fjörukrána í Hafnarfirði og víking- astílinn þar, að ógleymdum deilum um hofíð við krána. Hann segir að starfsfólk í ferðageiranum hafi frá upphafi stappað í sig stálinu, en aðrir hlegið að tiltækinu. Hiáturinn hafí þagnað þegar 500 erlendir vík- ingar mættu á Víkingahátíðina í sumar. Þá hafi mnnið upp fyrir mörgum að til eru hópar sem taka víkingalífið af alvöru og fyrir þeim er ísland fyrirheitna landið. Og fyr- ir utan þá sem lifa eins og víking- ar, er útbreiddur áhugi á víkingum víða um N-Evrópu. En Jóhannes lætur sér ekki nægja að reka Fjörukrána, heldur á hann sér þann draum að reka farandveit- ingahús með víkingasniði og kynna ísland um leið. Farandveitingahúsið er reyndar ekki komið á fast, en í sumar hafa hann og Ottó yerið á nokkrum stöðum erlendis og s.l.helgi í Þýskalandi. Með þeim er starfsfólk Fjörukráarinnar, starfs- Undanfaríð hefur hópur íslendinga kynnt ísland eriendis á nýstárlegan hátt. Með mat, drykk og tónlist auk upplýsinga hefur landið verið borið á borð. Sigrún Davíðs- dóttir heimsótti hópinn og greinir frá því sem fyrir augu bar. fólk Ottós og lausafólk, sem slæst í hópinn. Framhaldið er óráðið, en þeir félagar eru fullir áhuga og eftir- spurn vantar ekki. Árlega er haldin menningar- og bæjarhátíð í borginni Rendsburg við Kielarskurðinn, skammt fyrir vestan Kiel og var þeim félögum boðið á hátíðina með tjaldið og veitingasöl- una. Stella Kristinsdóttir frá Ferða- málaráði var einnig á staðnum og kynnti ísland fyrir gestum og gang- andi, Haukur Halldórsson var með muni sína og þarna kom íslenskur hestaeigandi, búsettur í Þýskalandi, og sýndi hestana sína. Síðast en ekki síst söng Víkingasveitin og Ingi Gunnar Jóhannsson. Skáldað í eyðurnar Á um 2.000 fm svæði voru tjald- búðir með víkingasniði, þar sem seldar voru veitingar, laxaréttir og víkingasamloka, sem voru flatkökur SÉÐINN í íslensku búðirnar íslancl - fyrirheitna víkingalandið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.