Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG URVERINU FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 17 MARGIR ferðamenn sækja til Grímseyjar m.a. til þess að komast norður fyrir heimskautsbaug og sjá miðnætursólina. Grímsey er kjörland nátt- úruunnenda Grímsey. Morgunblaðið. Engin pöntun um ný- smíði borist á þessu ári REGLUGERÐ um veiðistjórnun smá- báta hefur mikil áhrif á smábátaiðn- aðinn að sögn Ósk- ars Guðmundsson- ar, framkvæmda- stjóra Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði. Hann segir að margir sem hafi ætlað að láta smíða bát í sumar hafi hætt við eftir vorþingið og engar pantanir um nýsmíði hafi borist á þessu ári. Þegar hefur verið fækkað um tíu starfsmenn í bátasmiðjunni. Starfsmönnum Bátasmiðju Guðmundar fækkar um 10 vegna verkefnaskorts FERÐAMENN sem komu til Gríms- eyjar í sumar voru ívið fleiri nú en í fyrra. Fetjan Sæfari siglir hingað tvær ferðir í viku. Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri selur ferðir hing- að með feiju og flugi og sagðist Helena Dejak sem rekur ferðaskrif- stofuna hafa bókað á bilinu 900- 1.000 manns til Grímseyjar í sumar og er það talsverð aukning frá í fyrra. Flugfélag Norðurlands var með átta áætlunarferðir í viku frá 12. júní til 22. ágúst og var það sex kvöld í viku auk þess sem flogið var tvo morgna. Fóru um flugvöll- inn 2.256 farþegar mánuðina júní- ágúst og er það heldur fleira en í fyrra. Sigrún Óiadóttir hefur rekið gistiheimilið á Básum undanfarin sumur. Heldur fleiri keyptu þjón- ustu þar nú en í fyrra en hún hefur einnig verið leiðsögumaður hjá FN í kvöldfluginu samtímis rekstri gistiheimilisins og telur hún að nú séu hlutfallslega fleiri af heildar- fjöldanum sem noti sér kvöldflugið eða þá komi með morgunflugi og fari með feijunni að kvöldi. í félagsheimilinu Múla var rekin greiðasala á vegum kvenfélagsins Baugs og einnig er hægt að fá svefnpokapláss eða tjaldstæði á svæðinu. Grímsey er kjörland fyrir þá sem leita að kyrrð og ró en vilja jafn- framt njóta náttúrunnar. Fjölskrúð- ugt fuglalíf er í eyjunni og algengt er að fuglaskoðunarmenn leggi leið sína hingað og dvelji þá gjarnan a.m.k. dag í eynni.. Erlendir ferða- menn sækjast mjög eftir að sjá lundann sem nóg er af hér. Allir sem koma hingað geta komist norð- ur yfir heimskautsbaug og fengið skjal því til staðfestingar, og svo dregur miðnætursólin margan ferðamanninn hingað en þegar vel viðrar um sumarsólstöðurnar er al- veg einstök upplifun að fylgjast með sólinni næturlangt. Miðgarða- kirkja sem byggð var árið 1867 er opin ferðamönnum og hafa nærri 300 manns skoðað hana í sumar og ritað nöfn sín í gestabókina þar. Nýleg sundlaug er í Grímsey og er hún opin þijá daga í viku, alls þtjá tíma dag hvern. Fyrir golfáhuga- menn gæti orðið mögulegt í fram- tíðinni að slá yfir heimskautsbaug- inn því hér er áhugamaður að und- irbúa að koma upp golfvelli og lítur það út fyrir að verða að veruleika. Óskar segir að smábátareglu- gerðin hafi mikil áhrif á starfsemi bátasmiðjunnar. í augnablikinu sé ekki nein nýsmíði í gangi og engar pantanir hafi borist um nýsmíði á þessu ári. Hann segir að 15 bátar hafi verið smíðaðir fyrir þingið í vor og margir hafí verið að spyijast fyrir og jafnvel gert munnlega samninga, en hætt við eftir að lög- in voru samþykkt. „í fyrsta lagi er orðið erfítt að fá úreldingu ef menn viija fá sér nýjan bát. Nú þurfa menn að úrelda um 50% meira en áður var og það er mjög dýrt. Þá er eins og við séum komnir í samkeppni við ríkið um krókaleyfi þegar opnaður var fisk- veiðasjóður fyrir krókaleyfísbáta og VÍSINDAMENN frá Bandaríkjun- um og Kanada hafa komizt að þeirri niðurstöðu eftir úttekt á 128 físki- stofnum, að aðeins þrír þeirra séu svo slakir að þeim verði vart við bjargað. Alla aðra fískistofnana 126 megi byggja upp að ný með skyn- samlegri veiðistýringu, þannig að hámarka megi afrakstur úr þeim. Einn hinna verst stöddu fiskistofna segja visindamennirnir að sé ís- lenzka vorgotssíldin. Það eru vísindamenn frá NAFO- miðstöðinni á Nýfundanlandi (the Northwest Atlantic Fisheries Cent- við þurfum þá að borga miklu meira fyrir þau. Einnig er þetta orðinn svo lítill kvóti að það hreinlega treystir sér enginn til að fara út í smábátaútgerð,“ segir Óskar. Fimmtán bátar smíðaðir í vor Sjö bátar voru smíðaðir í Báta- smiðju Guðmundar á síðasta ári og segir Óskar að sprenging hafí orðið fýrir vorþingið í ár en þá hafí verið smíðaðir fímmtán bátar. Hann reiknaði með að kannski yrðu smíð- aðir tveir til þrír bátar á næsta ári og í versta falli enginn. Að sögn Óskars hafði verið pant- að efni í tvo til þijá báta sem verða væntanlega smíðaðir á þessu ári en er) og Hafrannsóknastofnun Banda- ríkjanna sem komizt hafa að þess- ari niðurstöðu. Þeir báru saman fjölda ungfisks og eldri físka í hveij- um stofni á 15 ára tímabili. Ef hlut- fall ungfisks minnkaði á sama tíma og heildarstofninum hrakaði veru- lega, var niðurstaða þeirra sú, að nýliðun væri ekki nægileg til að við- halda stofninum. Niðurstöður gáfu til kynna að svo illa væri aðeins komið fyrir þremur fískistofnum, islenzku vorgotssíld- inni og tveimur laxastofnum í Kyrrahafi. síðan verði þeir að setjast niður og sjá til hvernig málin þróast á næsta ári. „Það sjá það allir að kerfíð gengur ekki þegar um þúsund manns missa atvinnuna. Þessu hlýt- ur að verða breytt.“ Óskar segir að í vor hafí verið um fiinmtán manns í vinnu við báta- smiðjuna en hann sé þegar farinn að fækka starfsfólki og nú séu að- eins fímm manns í vinnu hjá fýrir- tækinu. Úreldingin miklu dýrari Hann segir að Bátasmiðjan hafí átt krókaleyfi fyrir fimm báta fyrir þingið í vor en nú dugi þau aðeins til að úrelda tvo og hálfan bát þar sem úreldingin hafí þækkað mikið. Þessu fylgi eðlilega mikill kostnaður sem bátasmiðjan verði að taka á sig því ekki sé auðvelt að hækka bátana í verði á þessum tímum. „Þegar lögin eru orðin svona er ekki mikið fyrir okkur að gera í þessum bransa. Það hljóta margir að hætta trillusjómennskunni og þá verða eðlilega margir notaðir bátar til sölu. Menn taka sig ekki til og kaupa nýjan bát meðan ástandið er svona,“ segir Óskar. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að stofn íslenzku vorgotssíldarinnar hafí hrunið á árunum 1965 til 1970 vegna ofveiði og mikils sjávarkulda. Hann segir að þessi stofn hafí í raun verið hluti af norsk-íslenzku síldinni, sem hafí komið inn á ís- lenzkt hafsvæði í ætisleit, en orðið eftir og hrygnt við ísland. Hann segir ennfremur, að alltaf komi fá- ein sýni af vorgotssíldinni fram á hveiju ári, um 20 til 30 af 6.000 sýnum, svo hún sé ekki alveg út- dauð enn. Aðeins þrír fiskistofnar eru við mörk útrýmingar Islenzka vorgotssíldin talin vera einn þeirra Nú hefur verið opnað fyrir 800-numer til Bandaríkjanna ■ - Talsímaþjónusta Pósts og síma er sjálfvirk um allt land og að auki til 202 annarra landa. Hún er mest notaða þjónusta okkar. Nú höfum við gert samkomulag um að opnað verði fyrir hringingar héðan i græn númer í Bandaríkjunum sem kallast 800-númer. K. 1 ' | Mörg bandarísk fyrirtæki auglýsa einungis 800-númer sem ekki hefur verið hægt að hringja í frá íslandi fyrr en nú. Við vekjum athygli á því að þessi símtöl eru ekki gjaldfrjáls, þau greiðast að fullu af þeim sem hringir. PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.