Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 LISTIR MÖRGÚNBLAÐIÐ Veruleiki hugans * Rokkóperan Iindindin verður frumsýnd í Is- lensku óperunni annað kvöld. Breyskleiki mannsins er þar í brennidepli eins og Orri Páll Ormarsson komst að þegar hann ræddi við aðstandendur sýningarinnar og rokkaði inn í nóttina með leikhópnum Theater. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson INGIMAR Oddsson, höfundur Lindindin, fer fyrir sínum mönnum í atriði sem snýst um oflæti aðalsögnhetjunnar ívars. í LINDINDIN verður hugsunin að veruleika. í speglinum er maðurinn berskjaldaður og hverflyndið kallar á uppgjör, gott og illt, ást og hat- ur, draumur og veruleiki. Forðast hann firringuna eða fellur í freistni? Hvort stendur eðli hans nær, ást og umburðarlyndi eða öfgar og yfir- gangur? Rokkóperan Lindindin er runnin undan rifjum ungs listamanns Ingi- mars Oddssonar sem semur tónlist og texta auk þess að fara með aðal- hlutverkið. Segir hann að draumur- inn um að setja á svið rokkóperu hafi fylgt sér frá blautu barnsbeini en hugmyndin að Lindindin mun hafa kviknað fyrir sjöárum síðan. Það var hins vegar ekki fyrr en á liðnum vetri að hjólin fóru að snúast. „Ég var atvinnulaus úti í Svíþjóð og leiddist þannig að ég fór að semja og skrifa af fullum krafti," segir Ingimar. „Þegar upp var stað- ið hafði ég samið fullt af lögum og lokið við söguna." Höfundinum var ekki til setunnar boðið og í apríl síðastliðnum kom hann heim með það fyrir augum að setja verkið á svið. Fékk hann bróður sinn, Guðmund Kr. Oddsson, til liðs við sig og settu þeir leikhóp- inn Theater á laggimar. „Ég varð að fá einhvem sem hefur vit á pen- ingum inn í þetta.“ Því næst hófust bræðumir handa við að sækja um styrki og hlaut erindi þeirra hljóm- grunn hjá Reykjavíkurborg. Fijór og opinn Þegar ljóst var að grundvöllur var fyrir sýningunni hófst leitin að leikstjóra. „Við völdum Guðjón Sig- valdason úr hópi leikstjóra þar sem það orð fer af honum að hann sé bæði frjór og opinn fyrir nýsköpun en á því þurftum við virkilega að halda," segir Ingimar. Bryndís Einarsdóttir danshöf- undur og Dóra Takefusa aðstoðar- leikstjóri bættust síðan í hópinn áður en efnt var til opinnar pmfu fyrir unga leikara, dansara og söngvara. „Við völdum stóran hóp fólks á aldrinum 16-30 ára sem gat gert alla þessa hluti,“ segir Guðjón leikstjóri. „Við vomm mjög heppin en þessi hópur nær vel saman og hefur að mínu mati verið að gera ákaflega góða hluti.“ Ingimar er á sama máli og bætir við að hópurinn hafi mikla trú á verkinu. „Það kemur okkur alltaf meira á óvart hvað þetta er gaman. Sjálfur er ég til dæmis ekki ennþá orðinn leiður á lögunum en ég samdi það fyrsta þegar ég var fjórtán ára.“ Guðjón tekur í sama streng: „Ég hafði alltaf trú á þessum lög- um. Sum grípa mann strax en önn- ur vinna á og það er mjög gaman að segja frá því að leikhópurinn er sísyngjandi þau út um allan bæ.“ 27 leikarar taka þátt í sýningunni en í helstu hlutverkum em, auk Ingi- mars, Páll Rósinkranz og Heiðrún Anna Bjömsdóttir. Helga Kristrún Hjálmarsdóttir hannar sviðsmynd og búninga, Vilhjálmur Hjálmarsson ljós og tónlistarstjóri er Þröstur E. Sameinuðu krafta sína Ingimar er ekki fyrsti fjölskyldu- meðlimurinn sem hefur veg og vanda af uppsetningu söngleiks en Kennslustaðir: Reykjavík, Brautarholti 4. Mosfellsbær, Varmárskóli. Hveragerði, grunnskólinn. Innritun í síma 552 0345 kl. 17-23 daglega til 9. sept. Keflavík, Sandgerði, Garður og Grindavík: Innritun daglega í síma 42 67680 kl. 22—23. og í síma 552 0345 kl. 17-23. f/iennum alla samkvæmisdansa. Þjálfum keppnisdansara og Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ROKKÓPERAN er bönnuð börnum yngri en fjórtán ára en æðisgengin ástaratriði setja svip sinn á sýninguna. bræður hans, Guðmundur og Hall- grímur, hafa sett upp hvor sinn söngleikinn í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Báðir taka þeir þátt í upp- færslunni á Lindindin en Guðmund- ur er framkvæmdastjóri Theater og Hallgrímur meðal leikenda. „Við ákváðum að hafa þetta stærra núna og sameinuðum því krafta okkar,“ segir Ingimar. Rokkóperur og söngleikir hafa verið fyrirferðamikil á fjölum leik- húsanna í Reykjavík síðasta kastið. Aðstandendur Lindindin óttast hins vegar ekki samkeppni. „Við teljum að það styrki okkur frekar en hitt að fleira sé í gangi,“ segir Guðjón. Athygli vekur að rokkóperan er bönnuð börnum yngri en 14 ára en æsileg ástaratriði setja svip sinn á sýninguna. „Það eru þarna ákveðn- ir hlutir sem við viljum ekki að börn sjái og tókum því ákvörðun um að hafa aldurstakmark. Það er hins vegar alltaf umdeilanlegt hvað er við hæfi bama og hvað ekki,“ segir Guðjón. Langþráður draumur Ingimars Oddssonar verður að vemleika ann- að kvöld. Hann kveðst þó ekki hafa haft tíma til að gera sér almenni- lega grein fyrir því. „Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki haft tíma til að hugsa um það. Ef til vill á ég eftir að verða í skýjunum eftir frumsýning- una en ég ætla að minnsta kosti að bíða með það þangað til.“ Hugsjónastarf Að sögn Guðjóns veltur framtíð leikhópsins Theater á gengi Lind- indin. „Ég lít á þetta sem hugsjóna- starf frekar en gróðafyrirtæki. Borgin var tilbúin að styrkja þennan hóp og ef fólk fær styrk til að gera hluti þá reynir það að sjálfsögðu að framkvæma þá.“ Félagarnir hafa á hinn bóginn fullan hug á að halda starfinu áfram og kveðst Ingimar þegar vera farinn að leggja drög að nýrri rokkóperu sem gæti orðið næsta verkefni hópsins. „Það er næsti draumur." • MALMÖ-búar ætla ekki að sitja hjá aðgerðarlausir þegar fjöldi listunnenda flykkist til Kaupmannahafnar á næsta ári í tilefni þess að borgin verður þá menningarhöfuðborg Evr- ópu. í síðustu viku samþykkti borgarsljórnin að leggja fram rúmar 5 milljónir kr. tU að byggja einskonar tónlistarbrú yfir Eyrarsundið, standa fyrir tveimur kvikmyndahátíðum og listviðburðum fyrir börn með vUyrði um annað eins framlag á næsta ári. Nýstárlegasta hug- myndin er líklega tónverk sem sænskt og danskt tónskáld hyggjast semja en það á að byggja á legu hafsbotnsins þar sem fyrirhuguð brú yfir Eyrar- sund mun standa. • BÓK um samband rithöf- undarins Erich Maria Remarque og Ieikkonunnar Paulette Godd- ard, sem út kom fyrir skömmu hjá Pantheon-forlaginu banda- ríska, fær ágæta dóma í Inter- natioml Herald Tribune. í henni er sögð velþekkt saga ólíkra elskenda, gáfumennisins og glæsikvendisins. Remarque, þekktastur fyrir bók sína „Tíð- indalaust á Vesturvígstöðvun- um“, og Goddard, sem lék m.a. í myndum Charlies Chaplins, voru vissulega ólík um margt. En ástarsamband þeirra, sem Goddard Remarque hófst á sjötta áratugnum, byggðist þó á mörgum þáttum sem líkir voru með Goddard og Remarque, s.s. áhugi á listmun- um og hinu ljúfa lífi. Höfundur bókarinnar, Julia Gilbert, þykir draga fram margar athyglis- verðar staðreyndir í dagsljósið, enda hafði hún m.a. aðgang að dagbókum Remarque, bréfum sem fóru honum og konu hans í milli, viðtöl við Goddard og ólokinni ævisögu hennar. • UNESCO, menntunar-, vís- inda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur sett járnsmiðjuna Völklinger Eisen- hiitte í Saarlandi í Þýskalandi, á lista yfir byggingar sem beri að vernda vegna menningar- legs verðmætis þeirra. Fyrir eru á listanum fjöldi halla, klaustra, kirkna og jafnvel heilu borgarhlutarnir. UNESCO leggur ekki til fjár- magn til viðhalds á byggingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.