Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 21 MYNPLIST Nýlistasafnid BLÖNDUÐ TÆKNI OG MÁLVERK Doris Halfman/Mark de Weij- er/Birgitta Silfverhielm/ Baldur Helgason Opið alla daga kl. 14-18 til 3. sept. Aðgangur ókeypis Sýningarskrá Mark de Weijer kr. 500 AÐ þessu sinni eru í boði fjórar sjálfstæðar sýningar í Nýlistasafn- inu; ungt listafólk frá fjórum lönd- um, sem ýmist hefur nýlega lokið listnámi eða er enn í því ferli, hefur hér fengið tækifæri til að kynna þá list sem það er að fást við. Það er athyglisvert að hinir er- lendu gestir hafa allir gert ísland að viðfangsefni sínu með einum eða öðrum hætti hér, og enn á ný gefst sýningargestum því tækifæri til að bera saman þá sýn á landið, sem kemur fram hjá þessu unga lista- fólki við það, sem er að gerjast hjá landsmönnum sjálfum. Þau atriði sem gestirnir koma auga á eða taka sérstaklega fyrir eru oftar en ekki af öðrum toga en við eigum al- mennt að venjast, og þannig færist sífellt nýtt líf inn í listumræðuna. Doris Halfman Verk Dorisar Halfman fylla for- sal og gryfju safnsins, en hér er um að ræða tvær umfangsmiklar innsetningar. Sýningu sína kallar listakonan „Sunnanvindur“, og við- fangefnin eru umfangsmikil, eins og hún lýsir þeim á fylgiblaði: „í verkum mínum reyni ég að umbreyta tíma í myndir. Ekki hin- um reiknanlega hlutlæga tíma held- ur þeim huglæga ... Hin stöðuga umbreyting sem á sér stað samsvar- ar óafturkallanlegu flæði tímans, og lífrænni hringrás jarðarinnar og hinum endalausa takti áranna. Hér er litið hátt, og verður ætíð erfitt að fylgja eftir. Hin stöðuga umbreyting tímans kemur þó vissu- lega fram með skemmtilegum hætti í verkinu í forsalnum; ísvél hleður stöðugt hrími á málmhring sem svart tjald fellur niður frá, en loft- hitinn hlýtur að sama skapi að vinna stöðugt á ísnum og breyta honum í vatn og gufu. Hin innsetning listakonunnar er ekki síður áhugaverð, en þar hefur hún skapað viðamikið kort af ís- landi með rúmlega þijú þúsund eggjum, sem hanga í tvinna úr loft- inu. Hér hlýtur hver og einn að finna til virðingar fyrir því mikla sem eru á listanum en hvetur yfirvöld í viðkomandi landi til að veita fé til þess. Um er að ræða járnsmiðju sem stofnuð var í lok síðustu aldar en í • ÓVENJULEGA sýningu ber fyrir augu Kaupmannahafn- arbúa þessa dagana í ljóðabúð- inni Afsnit B. Þar gefst áhuga- sömum kostur á að taka þátt í að þróa nokkurs konar ritlist. Um er að ræða 100 póstkort sem tíu manns, sem atvinnu hafa af skrifum, hönnum og myndlist, sendu sín í milli. Kortin bárust á milli þátttakenda með viðbótum við það sem sendandinn hafði til málanna að leggja. Kortin eru nú til sýnis og geta gestir á sýn- ingunni sent korttil sýningarinn- ar, sem bætast við þau sem fyrir eru. • TVÖ forvitnileg ritsöfn komu út hjá Gyldendal-forlaginu í Dan- mörku fyrir skömmu en þau inni- halda opin bréf frá þekktu fólki til barna sinna. Sextán karlar skrifa til sona sinna og fimmtán konur til dætranna. A meðal þeirra sem skrifa eru stjórnmála- mennirnir Anker Jorgensen og Holger K. Nielsen og rithöfund- arnir Hanne Marie Svendsen, Bodil Wamberg, Susanne Brogg- er og Klaus Rifbjerg. í bókadómi í Politiken fá ritsöfnin heldur óvægna gagnrýni og telur gagn- rýnandinn að vel hefði mátt sam- Landið og listin BALDUR Helgason við verk sitt, „Innilokunarkennd“. verki sem hefur verið unnið við uppsetninguna, um leið og verkið dregur atnygli að hinu viðkvæma jafnvægi, sem vill stundum gleym- ast að tilvera okkar í landinu bygg- ir á; landið er aðeins þunn skurn utan á innri orku jarðar, sem getur brotist fram hvenær sem er, eins og sagan sýnir vel. En þessi skurn er allt sem við höfum, og á stundum skartar hún slíkum glæsileik, að ógnunin undir niðri viTl gleymast. Mark de Weijer Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Hollendingar verða heill- aðar af þeim gífurlegu andstæðum sem eru á milli heimahaga þeirra og þess landslags, sem blasir við hér. Annars vegar er nær fullkom- lega hamið land, sem maðurinn hefur af dugnaði sínum sléttað, ræktar, numið úr hafinu, girt af voldugum veggjum og reynir að veija eftir bestu getu fyrir áhrifum veðurs og vatnsfalla; hins vegar er villt land og nánast ósnortið, þar sem maðurinn hefur viðurkennt takmörk sín við að reyna að hemja náttúruöflin, sem minna óþyrmilega á sig öðru hveiju með eldgosum, flóðum og óveðrum, sem einatt kosta mannslíf. Þessi ungi listamaður hefur gert landið undir Jökli að yrkisefni sínu, og nálgast það með nokkuð sérstök- um hætti, en hann hefur gefið sýn- ingunni yfirskrifina „Nature’s Wonderland" - Undraland náttúr- unnar. Mark hefur tekið viðtöl við nokkra einstaklinga sem búa á þessum slóðum, þar sem m.a. koma fram afar persónulegar tilvísanir í landið, áhrif þess og stöðu í hugum fólksins. í kjölfar þessa hefur hann unnið málverkin, sem hann setur upp við hlið viðtalanna sem þannig verða virkur þáttur í heildarverkinu, enda ein af niðurstöðum lista- mannsins að sögurnar sem tengjast landinu séu óijúfanlegur hluti af ímynd þess í hugum landsmanna. Það er fjallað með afar fróðlegum hætti um þessi málverk í vandaðri sýningarskrá, og má sérstaklega benda á ritsmíð Domeniek Ruyters. Þó augljóslega sé þetta efni einkum sett fram með erlenda áhorfendur í huga, á það einnig erindi til okk- ar, þar sem það veitir okkur nokkra innsýn í hveijum augum ungt erlent listafólk lítur náttúru landsins um Rifbjerg með syni sínum Frank árið 1966. eina bækurnar í eina og grisja skrifin. Bréfin séu á stundum pínleg og óspennandi lesning enda höfundar þeirra ekki allir vanir slíkum skriftum. Þær snú- ist oftar en ekki um foreldra höfundanna og að í sumum bréf- anna beri mjög á því að foreldr- ið afsaki það hversu litlum tíma það hafi varið með bami sínu. En bréfin dragi upp ákveðna mynd af foreldrahlutverkinu og mismunandi hlutverkum kynj- anna og að inn á milli sé að finna bréf sem geri útgáfu sem þessa fyllilega réttlætanlega. Eru bréf Rifbjergs og Brogger nefnd sem dæmi um þetta. leið og við sjáum dæmi þess á hvern hátt hinn hefðbundi miðill lands- lagsmálverksins hefur verið að koma fram á ný á síðustu árum. Birgitta Silfverhielm Þessi sænska listakona hefur einnig leitað sinna viðfangsefna til landsins, og að hluta til sama svæð- is; annað meginverk hennar felst í ljósmyndaflokki sem varð til á ferð umhverfis Snæfellsjökul. Verk hennar eru hins vegar unnin í anda hugmyndalistarinnar, og eru raunar heimildir um gjörninga fremur en sjálfstæð myndverk. Annars vegar er ljósmyndaskrá um gönguferð í kringum Snæfells- jökul, þar sem myndir voru teknar á vissum tímum í sömu áttir aila daga fararinnar; vandlega skipu- lagðar athafnir eru skráðar og myndsettar, en afraksturinn (ljós- myndirnar) hefur að þessu sinni lít- ið myndrænt gild sem sjálfstæðar einingar. Hitt verkið er einnig afrakstur ferðar, að þessu sinni í Lakagíga - og þaðan er yfirskrift sýningarinnar „Hljóðferð" komin. Þar hljóðritaði listakonan rödd sína í botni þriggja gíga, og hér er upptökunum varpað fram úr hátölurum, þannig að hljóð- in blandast í sífellu og á tilviljana- kenndan hátt í salnum, líkt og gnauð vindsins, sem er hvoru tveggja í senn, síbreytilegt og til- breytingalaust. Þetta hljóðverk nær sér ekki á flug, enda heimild fremur en fram- kvæmd á staðnum, ólíkt því sem bestu hljóðverk ýmissa íslenskra listamanna hafa verið á sýningum síðustu árin. Baldur Helgason í setustofu Nýlistasafnsins er ef til vill sú sýning sem kemur mest á óvart, en þar sýnir nítján ára gamall myndlistarnemi, Baldur Helgason, sex málverk. Þessi sýning, sem listamaðurinn hefur gefið yfirskriftina „Myndir af tilfinningum“, kemur ekki aðeins á óvart fyrir aldur listamannsins, heldur einnig fyrir það vald, sem hann hefur náð á hinum tæknilegu þáttum málverksins, og er ágæt vísbending um hvað hægt er að gera á unga aldri, sé áhuginn fýrir hendi. Áhuginn er greinilega mikill hjá Baldri, sem hefur verið í myndlist- arnámi meira og minna frá tíu ára aldri, og framtakssemin einnig, en hann hefur þegar tekið þátt í nokkr- um samsýningum. Myndefni hans hér eru hins veg- ar í þyngri kantinum, depurð og einmanaleiki, og stílinn má einkum kenna við gamlan súrrealisma Salvador Dali. Hinar flóknu út- færslur myndanna eru fremur til þess fallnar að sýna fram á tækni- lega getu listamannsins en dýpt til- finninga, en slíkt er raunar eðlilegt hjá ungu listafólki, sem er að hefja sinn feril. Hér er ótvírætt nokkuð efni á ferðinni, og verður áhugavert að fýlgjast með þessum framtakssama unga listamanni í framtíðinni. Eiríkur Þorláksson :G fc£G AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG ÁEG AEG AEG AEG Gerö Nettó ltr. Orkunotkun HæðxBreiddxDýpt Afb.verð. Staðgr. ARCTIS 1502 GT 139 1,2 Kvvst 86x60x67 44.105,- 41.900,- ARCTIS 2202 GT 208 - 1,3 Kwst 86x80x67 47.263,- 44.900,- ARCTIS 2702 GT ARCTIS 3002 GT ARCTIS 4102 GT ARCTIS 5102 GT 257 353 401 488 l,4Kw$t 1.6 Kwst 1.7 Kwst 2,0 Kwst 86x94x67 86x119x67 86x132x67 86x160x67 51.473, - 58.842,- 11.474, - 48.900, - 55.900, - 59.900, - 67.900, - Umboðsmenn Þríggja ára ábyrgð á öllum AEG Vosturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgflrölnga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal. Vestfirölr: Rafbúö Jónasar Þór.PatreksfirÖi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, BÍönduósi.Skagfirölngabúö, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhðfn. Austurland: Svelnn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopntiröinga, Vopnaflröi. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vik, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, HöfnSuðurland: Kf. Rangæinga. Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri.Ðrimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanos: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfirði < Með hverri AEG frystikistu fylgir kaffikanna frá AEG eSa TEFAL. Það gerist ekki betra! BRÆÐURNIR í©)ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 O FRYSTUGSTUM ’ l AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.