Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 25
24 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TIMABÆRT HÆTTUSPIL ARÁSIR Atlantshafsbandalagsins í umboði Sameinuðu þjóðanna á stöðvar Bosníu-Serba í grennd við griða- svæði múslima, Sarajevo, Tuzla, Gorazde og Mostar eru óneit- anlega hættuspil. Þetta eru umfangsmestu hernaðaraðgerðir sem sveitir bandalagsins hafa staðið fyrir frá stofnun þess. Loftárásum var fyrst hótað í ársbyrjun 1994 og til þessa hefur níu sinnum verið varpað sprengjum á Bosníu-Serba. Þær loftárásir hafa verið umfangslitlar og beinst að mjög afmörkuðum skotmörk- um, jafnvel einu fallbyssuhreiðri. Aðgerðir þessar hafa að sama skapi verið mjög árangurslitlar og ekki megnað að koma í tfeg fyrir áframhaldandi árásir á griðasvæðin, sem Samein- uðu þjóðirnar höfðu heitið að vernda. í raun má færa sterk rök fyrir því að árásirnar, sem hóf- ust aðfaranótt miðvikudags, séu bein afleiðing þess að Samein- uðu þjóðunum hefur mistekist ætlunarverk sitt í Bosníu. Ann- ars vegar er auðveldara að grípa til loftárása en áður þar sem friðargæsluliðar eru ekki lengur á helstu átakasvæðunum og því ekki hætta á að Serbar reyni að koma í veg fyrir þær með því að taka friðargæsluliða í gíslingu, líkt og gerðist í maí síðastliðnum. Hins vegar virðist sem Atlantshafsbandalag- ið, Vestur-Evrópusambandið og Evrópusambandið muni í auknum mæli ráða ferðinni í málefnum Bosníu. Árásirnar voru gerðar í refsiskyni fyrir hrottalega árás Serba á Sarajevo á mánudag en þá féllu 37 óbreyttir borgar- ar. Umfang refsiaðgerðanna þýðir hins vegar einnig að eðli deilunnar hefur breyst. í stað þess að reyna að leysa deiluna við samningaborðið einvörðungu er nú verið að knýja Serba til sátta með valdi. Margt bendir til að Bosníu-Serbar hafi vanmetið Atlantshafsbandalagið og hugsanlegt að árásirnar verði til þess að þeir breyti um stefnu. Bosníudeilan er hins vegar of flókin til að hægt sé að leysa hana með sprengju- regni og vissulega er hætta á að Serbar ákveði að bjóða Atl- antshafsbandalaginu birginn. Úr því sem komið var áttu Vesturlönd samt ekki annarra kosta völ. Áframhaldandi aðgerðaleysi hefði verið versti kost- urinn. SAMEINING VINSTRIMANNA ÞAÐ ER nokkuð föst regla að i hvert sinni sem nýtt flokks- brot verður til á vinstri væng íslenzkra stjórnmála er boðskapur þess sá að það hafi verið stofnað til að sameina vinstri menn í einum flokki. Þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði árið 1938 var stofnaður nýr flokkur sem fékk nafnið Samein- ingarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkur og af nafninu mátti sjá að markmið flokksins var að sameina vinstri menn. Hið sama gerðist þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði á ný á sjötta áratugnum og vinstri armur flokksins myndaði kosn- ingabandalag með Sósíalistaflokknum. Þá átti iíka að sameina vinstri menn. Hið sama átti að gera árið 1968, þegar Alþýðu- bandalagið varð að formlegum stjórnmálaflokki. Samtök fijálslyndra og vinstri manna voru stofnuð með klofningi í Alþýðubandalaginu og höfuðmarkmið þeirra var að sameina vinstri menn. Bandalag jafnaðarmanna átti líka að sameina vinstri menn. Og Jóhanna Sigurðardóttir ætlaði að sjálfsögðu að sameina vinstri menn með því að kljúfa Alþýðuflokkinn einu sinni enn og sameina vinstri menn með því að stofna Þjóðvaka. Niðurstaðan af tæplega 60 ára tilraunum íslenzkra vinstri manna til að sameinast er sú að þeir hafa aldrei verið sundr- aðri en nú. Hvaða líkur eru á því að það sameiningartal, sem enn einu sinni er komið til sögunnar, leiði til einhvers? Þær líkur eru sáralitlar, ef nokkrar. Hvernig ætla Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag t.d. að móta sameiginlega stefnu gagnvart Evrópusambandinu? Það er nánast óhugsandi að flokkarnir geti fundið málamiðlun í þeim efnum. Afstaða þeirra til málefna neytenda í þéttbýli og hagsmuna landsbyggðar er gjörólík. Slík ágreiningsmál eru vissulega til staðar í Sjálfstæðisflokknum en þau eru inn- an flokks sem byggir á sterkum grunni. Það gegnir því allt öðru máli en ef menn vilja sameina stjórnmálahreyfingar með svo ólík sjónarmið. Eitt er að sameinast um framboðslista til sveitarstjórna eins og gerðist í síðustu borgarstjórnarkosningum, annað að ná málefnalegri samstöðu um meginmál á landsmálavett- vangi. Á vinstri vængnum takast bæði á gjörólík sjónarmið í stórum málum og metnaðarfullir stjórnmálaleiðtogar, sem hingað til hafa ekki unað því að verða undir í lýðræðislegum kosningum og stofna þá gjarnan nýjar stjórnmálahreyfingar. Kannski verður þessi persónulegi þáttur erfiðari viðureignar fyrir vinstri menn en málefnin, þótt skoðanamunur sé mikill. HEIMSPEKI Hugsað um nútím- ann í Astralíu íslenzki félagsheimspekinfflirínn Jóhann Páll Ámason gegnir prófessorsstöðu við ástralskan háskóla. Hann er víðlesinn höfundur á sviði * félagsvísinda og eftirsóttur fyrirlesari. Olafur Þ. Stephensen ræddi við Jóhann um fræði- grein hans, námsárin í Tékkóslóvakíu, fráhvarf hans frá marxisma, mótsagnir nútímans og ýmislegt fleira. Morgunblaðið/ÓÞS JÓHANN Páll Árnason á Nesjavöllum: Kominn heim til fósturjarð- arinnar að miðla því, sem hann hefur verið að hugsa í Ástralíu. Brotthvarf Madelins breytir ímyndinni MADELIN ásamt hinum nýja fjármálaráðherra Jean Arthuis, JÓHANN Páll Árnason er sá' íslenzkur fræðimaður á sviði félagsvísinda, sem hefur náð einna mestri athygli í alþjóð- legu fræðasamfélagi. Hann hefur verið prófessor við La Trobe-háskóla í Melbourne í Ástralíu í hartnær tuttugu ár og starfaði áður m.a. við Heidelbergháskóla í Þýzkalandi. Hann hefur gefið út fjölda bóka á þýzku og ensku og á meðal þeirra nýjustu má nefna bók um uppruna og endalok hinna kommúnísku stjórnkerfa í Austur-Evrópu. Jóhann Páll vinnur nú að viðamiklu verki um nútímann. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og kom hingað til lands um síðustu mánaðamót til að flytja þrjá fyrirlestra á sumarþingi Nor- ræna sumarháskólans á Nesjavöll- um. Sérgrein Jóhanns Páls er félags- heimspeki. Hann gegnir prófessors- stöðu í félagsfræði en segist reyna að leggja mikla áherzlu á félags- heimspeki. En hvað felst í félags- heimspekilegum fræðum? „Félags- heimspeki er ekki til sem opinber- lega sjálfstæð fræðigrein við engil- saxneska háskóla. Það er hún hins vegar í Þýzkalandi. Sumir myndu telja að félagsheimspeki fælist fyrst og fremst í því að horfa á þjóðfélag- ið frá gildishlöðnu sjónarhorni, en ég tek ekki undir þá skilgreiningu. Fyrir mér snýst félagsheimspeki fremur um að taka grundvallarhug- tök félagsvísindanna til skoðunar og leitast við að útskýra þær undir- stöður, sem þjóðfélagsfræði hvíla á. Uppskurður á þjóðfélagshugtakinu Undanfarin ár hefur til dæmis verið gert nokkuð af því að skera þjóðfélagshugtakið sjálft upp og ég hef tekið þátt í því. Það er ástæða til að spyija hvað felist í hugtakinu og hvað standi að baki því sögulega séð. Ég er sammála þeim, sem telja hið allsráðandi þjóðfélagshugtak Vesturlanda vera fegraða eða „ídealíseraða" mynd af þjóðríkinu. Hinu sögulega fyrirbæri, þjóðríkinu, er lyft upp í æðra veldi og sem ab- strakt hugtak verður það að horn- steini félagsvísindanna. Tveir fræðimenn, sem þarna hafa valdið mestu um, eru Emile Durk- heim og Talcott Parsons, og þeir verða helzt fyrir gagnrýni þegar farið er að ijalla um þjóðfélagshug- takið á gagnrýnan hátt. Þetta er dæmi um það hvað fé- lagsheimspekin fæst við. Næsta skref er svo að setja þessa hluti í hug- mynda- og menningar- sögulegt samhengi. Þar með er félagsfræðin komin í nánari tengsl við menningar- og saman- burðarsögu, sem kemur við öðrum þætti í fræðunum, sem ég kenni og skrifa um, og er kallaður söguleg félagsfræði. Henni er kannski bezt lýst sem tilraun til að ijúfa einangr- un félagsfræðinnar og sagnfræðinn- ar hvorrar frá annarri. Frá Lenín til Hayeks Það hefur verið talað um flótta félagsfræðinga inn í nútímann — að þeim hætti til að gleyma hinum sögulega bakgrunni. Söguleg fé- lagsfræði er um leið tilraun til að taka upp aftur þráðinn þar sem hann var slitinn hjá hinum sígildu félagsvísindamönnum. Sérstaklega Max Weber var sögulegur félags- fræðingur, eins og nú er talað um.“ Jóhann Páll hélt til náms við Karlsháskólann í Prag í Tékkóslóv- akíu árið 1959 og var þar í sjö ár. Hann segir það hafa verið mikil- væga reynslu og mikilvægasta hluta menntunar sinnar. „Þar var harð- línustalínismi ríkjandi þegar ég kom og einhver forhertasta kommúnista- stjórn sem um getur,“ segir hann. Jóhann segist síðan hafa getað fylgzt með fyrstu áriim umbóta- hreyfingarinnar í landinu og ljóst hafi verið að miklar breytingar hefðu verið að eiga sér stað er hann fór frá Tékkóslóvakíu árið 1966, en hann hafi þó ekki órað fyrir „spreng- ingunni“ í janúar 1968, sem olli síðan innrás Sov- étmanna og bandamanna þeirra í Varsjárbandalag- inu, sem kæfði „vorið í Prag“ í fæðingu. Jóhann Páll hefur á seinni árum fjallað talsvert um Austur-Evrópu og Sovétríkin fyrrverandi og segir það eiga rætur að rekja til þess, sem hann las og hugsaði í Prag á sjö- unda áratugnum. Hann hafi jafn- framt komið oft í heimsókn til Tékkóslóvakíu og annarra Austur- Evrópuríkja. Hann segir þjóðirnar, sem sækist nú eftir vestrænum fyrirmyndum af kappi, oft hafa fegr- aða ímynd af Vesturlöndum. „Það er mikið af mönnum, sem hafa stokkið beint úr marx-lenínisma yfir í róttæka frjálshyggju; hafa snúizt frá Lenín til Hayeks, ef svo má segja, og gleyma því kannski að Max Weber er til.“ Weber fram yfir Marx Jóhann Páll, sem hefur skipað sér á bekk með gagnrýnum, vinstrisinn- uðum fræðimönnum, segir reynslu sína í Tékkóslóvakíu hafa gerbreytt skilningi sínum á Marx. „I Tékkó- slóvakíu tileinkaði ég mér gagnrýn- inn marxisma með sterku ívafi frá vestrænni heimspeki, sérstaklega varðandi hugtakanotkun," segir hann. Nú hefur hann hins vegar tekið þýzka þjóðfélagsfræðinginn Max Weber fram yfir Marx. „Það er hægt að hafa ýmislegt gagn af Marx, ekki sízt með því að lesa hann með - hliðsjón af Weber. Það er meira af Marx í Weber en marg- ir gera sér grein fyrir. En það má segja að Weber hafi nú tekið sess Marx sem höfuðspámaður gagnrýn- inna kenninga í félagsvísindum. Það er hins vegar annar Weber en lengi var í tízku í Bandaríkjunum. Virtur bandarískur félagsfræðingur hefur sagt að Ameríkanar hafi farið með Max Weber eins og með Sigmund Freud; þeir breyttu þeim báðum í bjartsýnismenn! Að mínu mati er það verðmætasta í kenningum Web- ers áherzlan á átök, mótsagnir og ósamrýmanlega þætti í nútíman- um.“ Jóhann Páll segist þeirrar skoðun- ar að bæði Weber og Durkheim skilji betur og taki alvarlegar menn- ingarlega og pólitíska þætti í bygg- ingu og breytingu samfélagsins en Marx, sem hafi lagt ýkta áherzlu á hinn efnahagslega grunn þess. „Ég hef því sagt skilið við Marx. Ég var reyndar búinn að missa alla trú á sovézkan marxisma í árslok 1961, en hinn gagnrýni marxismi, sem var að þróast í Tékkóslóvakíu á sjöunda áratugnum, var af öðru tagi. Löngu eftir að hann beið ósigur 1968 hélt ég í hugmyndina um að hægt væri að taka meira mark á Marx en öðr- um hugsuðum. Það var fyrst seint á áttunda áratugnum, sem afstaða mín til Marx breyttist með þessum hætti, þótt ég hafi ekki viljað kasta hinu marxíska sjónarhorni algerlega fyrir róða.“ Fordæmdur sem „borgara- legur fræðimaður" Eftir námsdvölina í Tékkóslóvak- íu hélt Jóhann Páll til Þýzkalands, þar sem hann lauk doktorsprófi í félagsheimspeki undir handleiðslu hins víðkunna fræðimanns Júrgen Habermas. Hann tengdist þar meðal annars hreyfingu nýmarxista, sem kallaði sig Neue Linke, en segir sambúð sína við hana hafa verið erfiða. „Ég hafði lært hitt og þetta í Tékkóslóvakíu, sem kom ekki heim og saman við boðskap þeirra. Ég stóð nokkuð nærri Frankfurt-skól- anum og lærði hjá Habermas, sem var langt frá því að vera kreddu- kenndur marxisti. Mér kom hins vegar illa saman við rétttrúaðri hópa í nýju vinstrihreyfingunni í Þýzka- landi. Ég kenndi og skrifaði í þijú ár við Heidelberg-háskóla og var illa séður af maóistum. Ég á enn flug- rit, þar sem ég er fordæmdur sem borgaralegur fræðimaður.“ Þverstæður nútímans Kenningar um nútímann eru aðal- viðfangsefni Jóhanns Páls um þess- ar mundir. Hann segir að áherzla á eðli nútímans sé eins konar viðbót eða leiðrétting á fyrri áherzlu félags- fræðinga á ferli nútímavæðingar í samfélaginu: „Hvaða skilning leggj- um við í orðið nútímalegur? Hvaða þýðingu hefur það fyrir menningu eða þjóðfélag? Þegar leitað er svara við þessum spurningum komast menn fljótt að því að meira má læra af klassíkerum félagsfræðinnar, til dæmis Durkheim og Weber, en til dæmis Talcott Parsons og lærisvein- ar hans á árunum eftir stríð gerðu sér grein fyrir. Eitt af því, sem mér þykir athygl- isvert í þessu sambandi, eru hlið- stæður milli sovétmarxisma og þess, sem kalla mætti opinbera ameríska hugmyndafræði. Það er sambærileg bjartsýni, sannfæring um að nútím- inn sé í eðli sínu samstæður, sam- stilltur og þróanlegur upp í hærra veldi. Það, sem menn hafa síðar veitt meiri athygli, eru vandamál og þverstæður í nútímanum. Fræðimenn hafa skoðað einstaka eðl- isþætti nútímans, þar á meðal kapítalisma, lýð- ræði, ríkismyndun og þjóðernis- hyggju. Mikið af því, sem ég hef skrifað um fræðilega greiningu á nútímanum, fjallar um misvísandi þróun þessara þátta.“ Það dæmi um misvísandi þróun af þessu tagi er oft tekið að efna- hagsþróun heimsins hafi farið fram úr stjórnmálaþróuninni — efnahags- lífið sé í auknum mæli hnattrænt, en stjórnmálin miðist við þjóðríkið. Jóhann Páll segir að ekki megi þó ofureinfalda þessa mynd. „Oft er látið sem svo að hnattræn þróun sé nýtt fyrirbæri, hafi átt sér stað síð- astliðin fimm til tíu ár. Hún er þá oft talin fyrst og fremst efnahagsleg og að hún marki einhvern lokasigur hins efnahagslega yfir því pólitíska. Mér finnst meira vit í að ræða um hnattræna þróun sem einn þátt nú- tímans, allt frá upphafi. Það mætti jafnvel byija á árinu 1492, er Kólumbus fann Ameríku, því að þá varð heimurinn einn og óskiptur. Það, sem síðan hefur gerzt, er rök- rétt framhald. Hnattræn þróun er einn af þeim eðlisþáttum nútímans, sem setja svip á síðastliðnar íjórar til fimm aldir, en þá hefur lýðræðis- leg og kapítalísk þróun átt sér stað. Hnattræn þróun er ekki aðeins efna- hagslegt ferli, heldur þrívítt; efna- hagslegt, pólitískt og menningar- legt. Þau hnattrænu fyrirbæri, sem verða til, hlýða ekki öll sömu lögum og það er misræmi milli hnattræn- unnar í efnahagsmálum og stjórn- málum. Sumir partar efnahagslífs- ins eru líka hnattrænni en aðrir, og það er sennilega ýkt þegar sagt er að það hafi endanlega slitið sig úr böndum þjóðríkisins. Hins vegar getur líka verið villandi að tala um þjóðríkið, því að sum ríki eru bæði þjóðlegri og ríkislegri en önnur. Það fer til dæmis varla á milli mála að japanskt hagkerfi er „þjóðlegra" en flest önnur, en fæstum dettur í hug að smáríkin í Kyrrahafi ráði nokkru um eigin efnahagsmál." Bjartsýnin ótímabær Jóhann minnir á að á fyrsta ára- tug þessarar aldar hafi verið rætt um að efnahagsleg þróun væri orðin svo alþjóðleg og þjóðríkin svo háð hvert öðru, að stríð væri þar af leið- andi óhugsandi. „Þessi bjartsýni er ekki óskyld marxísk-lenínískri bjart- sýni, því að í báðum tilfellum er um efnahagslega nauðhyggju að ræða. Menn treysta á að efnahagsleg lög- mál tiyggi þróun í rétta átt.“ Bjartsýni fijálslyndra fræði- manna í Evrópu í upphafi aldarinnar hefur verið borin saman við þá bjart- sýni, sem greip um sig við hrun kommúnismans í austurhluta álf- unnar árið 1989, en þá varð mönn- um tíðrætt um lokasigur vestræns lýðræðis og markaðshagkerfis og nýja og friðvænlegri heimsskipan. Jóhann Páll telur lítið vera eftir af þeirri bjartsýni. „Ef litið er á fyrrver- andi kommúnistaríki, hefur þróunin þar verið í mjög mismunandi áttir. Ég held að óhætt sé að segja að menningarhefðir og sögulegur bak- grunnur hvers lands ráði meiru um það hvað gerist en sú hugmynda- fræði, sem hefur verið ríkjandi, og hvað menn hafa þótzt vera að gera eða haldið að þeir væru að gera.“ Fræðasamfélag á bak við tungumálamúr Síðastliðin nítján ár hefur Jóhann Páll verið prófessor við La Trobe- háskóla í Melbourne í Ástralíu. Hann segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að taka stefnuna svo langt burt frá heimahögunum á íslandi, heldur hafi málin æxlazt svona. Hins vegar séu ýmsir kostir við að vera fræðimaður í Ástralíu. „Ég er langt í burtu frá helztu miðstöðvum nútímasögunnar og það er að vissu marki auðveldara að hugsa um þær úr hæfilegri fjarlægð. Hvort ég hefði haft sömu möguleika, ef ég hefði verið á íslandi? Það er auðvitað spurning um tungumálið, sem mað- ur skrifar á. Ég fór að skrifa á þýzku eftir að ég var í Þýzka- landi og skrifaði lengi vel á þýzku eftir að ég kom tif Ástralíu. Nú skrifa ég hins vegar meira á ensku. Það er erfitt að skrifa að staðaldri á öðru máli en því, sem maður kennir á. Ef ég hefði verið hér, hefði ég sennilega ekki skrifað jafnmikið á erlendum málum og þar með hefði tungumálamúrinn komið * til sögunnar, sem ef til vill stendur íslenzku fræðasamfélagi helzt fyrir þrifum.“ Jóhann Páll bætir við að hann beri mikla virðingu fyrir því starfi, sem unnið hafi verið meðal félags- vísindamanna á íslandi við að þýða fræðilegan orðaforða. „Að miklu leyti hefur þetta gerzt eftir 1970, þannig að ég hef ekki kynnzt þýð- ingarstarfinu mikið. Ég hef þó feng- ið nasasjón af því eftir að ég fór að koma hingað oftar, upp úr 1984 hef ég verið hér annað hvert ár. Mér finnst hafa náðst meiri árangur á þessu sviði en mig hefði grunað fyrir tuttugu og fimm árum.“ Alain Madelin, sem sagði af sér sem fjármálaráð- herra Frakklands fyrir síðustu helgi, hefur verið helsti hugmyndafræð- ingur franskra markaðs- sinna. Steingrímur Sig- urgeirsson segir brott- hvarf hans breyta ímynd stjórnar Alain Juppés. IMYND frönsku ríkisstjórnarinn- ar breytist nokkuð með brott- hvarfi Alains Madelin fjár- málaráðherra úr stjórn Alains Juppés forsætisráðherra. Madelin hefur um árabil verið einn helsti málsvari fijálslyndra viðhorfa 5 efna- hagsmálum í frönskum stjórnmálum og skipan hans í þetta valdamikla embætti var á sínum tíma talin vera tákn um að Jacques Chirac forseta væri alvara er hann lofaði uppstokk- un á efnahagslífi Frakklands. Raunar má færa rök fyrir því að þau markmið, sem Chirac leggur til grundvallar stefnu sinni, séu um margt mótsagnakennd. Hann heitir uppstokkun á efnahagslífinu og minni ríkisafskiptum á sama tíma og hann leggur mikla áherslu á að draga úr félagslegri mismunun og félagslegri spennu í Frakklandi. Með afsögn Madelins dregur stórlega úr líkum þess að hin efnahagslega upp- stokkun verði jafnróttæk og vonir stóðu. til. Madelin er sá franski stjórnmála- maður á hægri vængnum sem mesta áherslu hefur lagt á hugmyndavinnu og má segja að hann hafi verið helsti hugmyndafræðingur hægrimanna um árabil eða allt frá því að hann átti sæti í ríkisstjórn Chiracs á árun- um 1986-88. Hann er forstöðumaður hugmyndabankans Euro 92 Instit- ute, sem reglulega heldur ráðstefnur um efnahagsmál. Ekki gaullisti John Laughland, sem kennir við Institute de Science Politique í París, segir í grein í Wall Street Journal að einmitt vegna þessarar sérstöðu sinnar hafi Madelin ávallt verið nokk- uð utangarðs í frönskum stjórnmál- um. Hann tryggði hins vegar stöðu sína með því að lýsa snemma yfir stuðningi við forsetaframboð Chiracs og studdi hann dyggilega þegar hann átti sem mest undir högg að sækja. Þessi stuðningur Madelins var Chirac mjög mikilvægur. Madelin er ekki í flokki nýgaullista (RPR) heldur vara- formaður Repúblikanaflokksins sem er hluti af flokkabandalaginu UDF, sem Valéry Giscard d’Estaing er. í forystu fyr- ir. Þá stofnaði Madelin samtökin Idées-Action sem áttu stóran þátt í því að afla Chirac fylgis í við- skiptalífinu. Loks var Mad- elin höfundur efnahagsstefnu Chiracs þar sem mikil áhersla var lögð á að skera niður ríkisútgjöld. Markaðshyggjumaðurinn Madelin studdi hinar félagslegu áherslur Chiracs þar sem hann var sannfærð- ur um að einungis væri hægt að draga úr félagsíegri mismunun í landinu með aukinni áherslu á fijáls- an markað. Ríkisafskiptakerfið hefði gengið sér til húðar. Það ætti þvi kannski ekki að hafa komið neinum á óvart þegar Madelin viðraði skoðanir í þessum anda í út- varpsviðtali á fimmtudagsmorgni í síðustu viku. í viðtalinu var Madelin spurður hvernig stæði á því að lífeyr- iskerfi opinberra starfsmanna gerði ráð fyrir örlátari greiðslum en lifeyr- iskerfi hins almenna markaðar og svaraði hann því að þetta væri ekki réttlátt. Madelin sagði einnig í svari sínu að hann vonaðist til að hægt yrði að örva framleiðslu í Frakklandi með því að stokka upp hið félagslega kerfi og ríkisfjármálin og bætti því við að vissulega væri það vandamál að sumir gætu setið heima aðgerða- lausir og fengið hærri bætur en þeir sem væru í fullri vinnu á lágmarks- launum. Frönsk stéttarfélög urðu æf yfir þessum ummælum fjármálaráðherr- ans og varð það til að Alain Juppé forsætisráðherra ákvað að láta Mad- elin víkja úr ríkisstjórninni. Juppé var búinn að skipuleggja fundi með stéttarfélögum í næstu viku og óttað- ist að yfirlýsingar Madelins gætu stefnt þeim viðræðum í tvísýnu. Yeikir stöðu stjórnarinnar „Það er erfiðara að hugsa sér betri leið fyrir ríkisstjórn til að veikja stöðu sína en að fórna næstvalda- mesta ráðherra sínum eftir dagslöng mótmæli stéttarfélaga," segir Laughland og bætir við að þetta sé þvi miður sönnun þess að Fraklandi sé enn stjórnað annars vegar áf embættismönnum og hins vegar af stjórn- málamönnum sem séu aldir upp sem embættismenn í hinum virta stjórn- sýsluskóla ÉNA. Annað dæmi um þetta sé að Mad- elin hafi viljað fækka embættismönn- um um 20 þúsund fyrir lok næsta árs en Juppé krafist þess að fjöldi þeirra yrði óbreyttur. Telur Laugh- land að Madelin hafi látið blekkjast af hinni fijálslyndu stefnuskrá Chiracs því sannleikurinn sé sá að jafnt Chirac sem Juppé séu dauð- hræddir við að fá á sig of mikinn „hægri“-stimpil. Nefnir Laughland þessu til stuðnings að meðal fyrstu aðgerða ríkisstjórnarinnar liafi verið að hækka lágmarkslaun, en þau eru að mati margra efnahagssérfræð- inga ein helsta skýringin á miklu atvinnuleysi meðal ungmenna, hækka virðisaukaskatt um tvö pró- sentustig og hækka táknrænan skatt á „efnafólk". Deilur hófust í sumar Það sé því ekki rétt að Madelin hafi verið látinn segja af sér sökum þess að hann „ógnaði“ umbótastefnu stjórnarinnar líkt og Juppé gaf í , skyn. Þvert á móti hafi deilur forsæt- is- og fjármálaráðherrans hafist fyrr í sumar er Juppé vildi samþykkja aukin ijárlagahalla en Madelin reyna að halda honum óbreyttum. Þá hafi Juppé ekki fallist á tillögur Madelins um að lækka hæsta stig tekjuskatts í 50%. Laughland segir Chirac hafa fallið í sömu gryfju og Edouard Balladur forsætisráðherra á síðasta kjörtíma- bili er sá síðarnefndi notaði rökin um „breytingar án kollsteypu“ til að hylja hversu illa honum væri við raunverulegar breytingar. Nú séu aftur á móti líkur á að Madelin muni ásamt Philippe Seguin þingfor- seta, sem einnig var öflugur stuðn- ' ingsmaður Chiracs í kosningunum, mynda óformlega andspyrnuhreyf- ingu á hægri vængnum. Báðir hafa þeir ákveðnar efasemdir um Evrópu- samstarfið í núverandi mynd og gæti það reynst Chirac erfitt þegar fram í sækir að hafa þá báða á móti sér. Ekki eru þó allir sammála um hversu mikil áhrif afsögn Madelins muni hafa og benda sumir frétta- skýrendur á að Juppé hafi í raun verið sá er mótaði efnahagsstefnuna. Arftaki Madelins í embætti, Jean - Arthuis, sé einungis útvötnuð útgáfa af Madelin. Hugsanlega verði stíll hans frábrugðin en stefnan líklega svipuð. Raunar játaði Juppé í viðtali í gæi að hann væri sammála Madelin varð- andi lífeyri ríkisstarfsmanna en að það væri samt hann sem mótaði stefnuna. Weber hefur nú tekið sess Marx Langt frá mið- stöðvum nú- tímasögunnar Gagnrýndi líf- eyrisgreiðsl- ur opinberra starfsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.