Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 3 7 BRÉF TIL BLAÐSIIMS AFHJÚPUN styttu Þorláks biskups helga í Kristskirkju í júlímánuði sl. Áheitasjóður Þor- láks biskups helga Frá Eyjólfi Guðmundssyni: STOFNAÐUR hefur verið áheita- sjóður Þorláks biskups helga. Sjóð- urinn er til ávöxtunar í Búnaðar- bankanum á Hellu, á Rangárvöll- um. Hlutverk sjóðsins er að veita fé til lagfæringa á manngerðum hell- um í Rangárþingi, en þeir eru margir hveijir í megnri niðumíðslu. Forskálar hellanna era víða hrund- ir, svo það bæði rignir og snjóar inn í hellana. Þessar fornu menjar liggja því undir skemmdum. Stofnandi sjóðsins, hefur haft samband við Sigurð Jónsson, sókn- arprest í Odda, og beðið hann að annast sjóðinn og einnig að Sýslu- maður Rangæinga og bankastjóri Búnaðarbankans á Hellu, í samráði Áfram FH Frá Orra Þórðarsyni: GENGI FH í 1. deildinni í sumar hefur verið slakt og þegar þetta er ritað er FH í neðsta sæti, 3 stigum á eftir næstu liðum og 6 umferðir eftir. Þetta er erfið staða en langt í frá vonlaus. Mér hefur fundist liðið vera á uppleið að undanförnu að leiknum gegn Val undanskildum (sem er reyndar slakasti FH-leikur sem eg hef séð). Leikirnir gegn KR og ÍA voru t.d. mjög góðir þó uppskeran í stigum talið hafi verið rýr. FH-liðið hefur sýnt að það getur unnið hvern sem er en einnig tap- að fyrir sömu liðum ef svo ber undir. í liðinu eru reyndir leikmenn í bland við unga og efnilega og allt eru þetta miklir baráttujaxlar, því kom þessi doði í liðinu, sérstak- lega um miðbik mótsins, mér á óvart. Það var sem menn tryðu ekki að þessi staða gæti komið upp og því flotið sofandi að feigða- rósi. En það er enn tími til að bretta upp ermarnar og róa lífróð- ur fyrir áframhaldandi sæti í 1. deild. Það er verkefnið sem blasir við leikmönnum og stuðnings- mönnum FH. Ég er bjartsýnn á að það takist því liðið er á uppleið og getur enn meira. Framtíðin er björt í Kaplakrika og FH er ekkert annað en 1. deildarfélag og það vona ég að sannist í næstu leikjum. Um leið og ég sendi leikmönn- um og aðstandendum FH-liðsins baráttukveðjur, hvet ég alla Hafn- firðinga að mæta á völlinn og láta vel í sér heyra. Áfram FH! ORRIÞÓRÐARSON, Sævangi 51, Hafnarfirði. við hann, fýlgist með þeim fjármun- um sem sjóðnum kunna að berast, og ákveði fjárveitingar úr honum. Þorlákur biskup var fæddur á Hlíðarenda í Fljótshlíð árið 1133. Hann ólst síðar upp í Odda. Hann sigldi utan og var 6 ár við nám erlendis, fyrst í París og síðar í Lincoln á Énglandi. Hann var bisk- up í Skálholti 1178-1193. Fimm árum eftir dauða sinn var hann tekinn í helgra manna tölu og gerð- ur að dýrlingi. Hann þótti fyrrum góður til áheita og mun svo vera enn. Flestir verða að ganga í gegnum mótlæti í lífi sínu og er þá stundum að allt leggist á eitt og lífið í sjálfu sér sé lítils virði og þýðingarlaust. Við slíkar aðstæður, væri ekki úr vegi að heita á hinn foma þjóðar- dýrling okkar og sjá hvort úr ræt- ist. Hvort fjárhæð er lítil, eða mik- il, er ekki aðalatriði, heldur að standa við gefið áheit. Þeir sem kunna að heita á Þor- lák helga, og fá óskir sínar og væntingar uppfylltar, geta komið greiðslu til Sóknarprestsins í Odda, eða snúið sér beint til Búnaðar- bankans á Hellu og látið leggja upphæðina inn á Áheitasjóð Þor- láks helga. EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON, Sólvallagötu 45, Rvk. Nýkominn b>a I let- og fi m I <a i l<a- fatnaður frá fjtniss afc mmúTiLíFPmm GLÆSIBÆ ■ SÍMI SB1 2922 DÖI\is K BERUTZ ORÐABÆKURNAR ULBQÐ 33.000 bltmH vpplUHi*'® íslensk ensk ordubók UelaníU*I»|H*h DUIlonury íslensk íslensk dönsk orðabók Frönsk islensk íslensk ordobók fnsk jsknsk •slensk Þýsk islensk ísiensk þýsk ■Æ jíöfelr I Spænsk 'siensk f íslensk ■slensk is|ensk * spaensk sb&t.. JT ordabók lilíodlnhBwtKk lloonik-ltllMlidi WHrtoiWdi 'sjensk ifo/sk orðabók orðabók l’ilsnt/f‘ Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann. ó skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN <0 /0 Qt-Jíf . Dómnefnd virtustu fagblaSamanna fró 13 löndum valdi Mercedes-Benz Sprinter sendibíl ársins 1 995. KaupverSi5 er fyrsti sparnaðurinn. Og sparnaðurinn eykst þegar kemur aS rekstri bílsins. StaSgreiSsluverS frá 1.819.000 kr. + vsk. Sendibíll ársins 1995 Mercedes-Benz RÆSIR HF Skúlagötu 59, sími 561 9550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.