Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 1
CiC A IHVi Jí.JION : ífUC/.H'JTOM SAMKEPPWI Heildsalar á dag- vörumarkaöi/4 HggglP ípj SAMRUNI NÝHERJI Chemical og Chase Skjáauglýsingar í lálí Manhattan/6 stórmörkuðum/8 ÍÉÍIÍLtJ Æ 3H«tpnU«^ VIÐSKIFn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 31. AGUST 1995 BLAÐ B Flotkví Ekki hefur enn skýrst hvar flotkví vélsmiðju Orms og Víg- lundar verður. Að sögn Eiríks Orms Víglundssonar, fram- kvæmdastjóra, er málið enn til umfjöllunar hjá Hafnarfjarð- arbæ. Fyrir liggi tilboð frá öðr- um bæjarfélögum um aðstöðu fyrir flotkvxna en hann vill ekki segja hvaða bæjarfélög það eru. Ríkisvíxlar Meðalávöxtun samþykktra til- boða í ríkisvíxla hækkaði í útboði í gær. Heildarfjárhæð tekinna tilboða var 3.688 millj. Meðal- ávöxtun 3ja mán. víxla var 6,98% en 6,94% um miðjan ágúst, ávöxt- un 6 mán. víxla var 7,43% en var 7,35% í byrjun ágúst og ávöxtun 12 mán. ríkisvíxla var 7,92% en var 7,89% í ágústbyijun. Hnappar Umsagnarfrestur fyrir frumvarp vegna íslenskra hnappaborðs- staðla er til 15. sept. nk. Frum- varpið er að ÍSTISO 9995-3 og nær yfir öll tákn í hópi 2 á grunn- lyklaborði. Það er með íslenskum fræðsluauka sem sýnir hvar öll tákn í Latin-1 og Latin 2 stafa- töflunum eru á hnappaborðum sem fylgja íslenskum stöðlum. SÖLUGENGi DOLLARS Eitt hundrað milljóna króna hlutaff árútboð hjá Granda hf. Hlutafé aukið um 9% HLUTAFJARÚTBOÐ í Granda hf. hefst á morgun, föstudaginn 1. september, og verða boðin til sölu hlutabréf að nafnverði 100 milljónir króna. Fyrir aukninguna var hluta- fé í Granda 1.094,5 milljónir þann- ig að hér er um að ræða rúmlega 9% hækkun hlutafjár. Hlutabréfin verða seld á genginu 2,08 og að sögn Davíðs Björnsson- ar, deildarstjóra hjá Landsbréfum sem sjá um sölu bréfanna, gildir það gengi bæði fyrir forkaupsrétt- arhafa og sölu á almennum mark- aði. Til hennar kemur þó því aðeins að hlutabréfín seljist ekki öll á for- kaupsréttartímabilinu sem stendur frá 1.-21. september. Allir hluthafar sem hyggjast nýta sér forkaupsrétt sinn verða að hafa tilkynnt kaup fyrir lok þess tímabils. Bréfin þarf síðan að greiða fyrir 5. október. Að sögn Davíðs er sölugengi Grandabréfanna, 2,08, nálægt því gengi sem hlutabréf Granda hf. hafa verið að seljast á á markaðnum undanfarnar vikur. Hæst hefur gengið farið í 2,30 undanfarið. Markmiðin Kristín Guðmundsdóttir, fjár- málastjóri Granda hf., segir að markmiðið með útgáfu nýs hluta- fjár sé að viðhalda sterkri eiginfjár- stöðu félagsins. Þá hafi Grandi fjár- fest töluvert undanfarið, bæði inn- anlands og erlendis, í þeim tilgangi að styrkja stöðu sína í veiðum og vinnslu. Hlutafjáraukningúnni sé einnig ætlað að mæta þessum fjár- festingum. „Af innlendum fjárfest- ingum má nefna endurbætur á tog- urunum Snorra Sturlusyni og Eng- ey. Þá hefur Grandi keypt eignar- hluti í Þormóði ramma hf., Arnesi hf. og Bakkavör hf. auk þess að kaupa töluverðan aflakvóta," sagði Kristín. „Meðal erlendra fjárfest- inga er um að ræða fyrirhugaða fjárfestingu í rækjuútgerð í Mexíkó sem Grandi áætlar að fara út í ásamt Þormóði ramma.“ Áætlaður hagnaður 200 milljónir Grandi hf. gerir út átta togara, þar af þrjá frystitogara og fimm ísfisktogara. Úthlutaðar aflaheim- ildir fyrir fískveiðiárið 1. september 1995 til 31. ágúst 1996 eru áætlað- ar 18.992 tonn, eða sem nemur 15.511 þorskígildum. Helstu mark- aðssvæði fyrir útflutning fyrirtæk- isins eru Evrópa með 53%, þar af 40% í Þýskalandi, Asía með 35% og Bandaríkin með 10%. Hagnaður Granda á síðasta ári var 153 milljónir króna. Fyrstu sex mánuði þessa árs var hagnaðurinn 141 milljón og að sögn Kristínar gerir rekstraráætlun félagsins ráð fyrir 200 milljóna króna hagnaði á árinu 1995. Hvað varðar áherslur í rekstri nefndi Kristín þær breytingar frá fyrra ári að útflutningur á ísuðum karfaflökum yrði aukinn, dregið úr sölu á heilum karfa á uppboðsmörk- uðum í Þýskalandi og afkastageta í sjófrystingu aukin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.