Morgunblaðið - 31.08.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 31.08.1995, Síða 2
2 B FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Samskip og Faroe Line auka sam- starf SAMSKIP og færeyska flutn- ingafélagið Faroe Line hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem kveður á um nánara samstarf en hingað til og leysir eldri samn- ing af hólmi. Nýi samningurinn kveður á um að Samskip taki að sér alla áætiun- arflutninga frá Færeyjum til Bret- lands, Hollands, Þýskalands, Sví- Jjjóðar og Noregs fyrir Faroe Line. A móti mun Faroe Line hins vegar taka að sér flutninga til Kaup- mannahafnar fyrir Samskip. Samn- ingurinn leysir af hólmi rúmlega ársgamlan samstarfssamning á milli skipafélaganna. Baldur Guðnason, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Samskipa, segir að með samningnum sé stigið skref í þá átt að auka enn frekar þá hagræðingu, sem félögin hafi náð með samstarfi sínu. Með þess- um gagnkvæmu flutningum geti bæði félögin boðið viðskiptavinum sínum bætta þjónustu án þess að þurfa að auka kostnað samfara því. Með nýja samningnum verður siglingum Faroe Line til og frá Austfjörðum hætt frá og með 1. október. Baldur segir að þessar siglingar hafi ekki þótt hagkvæmar til lengri tíma litið. „í stað þeirra er ætlunin að Mælifell, strandferða- skip Samskipa, sigli í framtíðinni vesturhring og endi á Austfjörðum. Einnig kemur á móti að akstur- skerfí Samskipa annar nú stærri hluta af innanlandsflutningum." IBESTAI ! HÆTTID AÐ BOGRA VIÐ ÞRIFIN! Nýbýlavegi 18 Sími 564 1989 N ú fást vagnar meö nýrri vindu þar sem moppan er undin með éinu handtaki án þess að taka þurfi hana af skaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þetta þýðir auðveldari og betri þrif. Auðveldara, fljótlegraog hagkvæmara! VIÐSKIPTI Frelsi í sölu á léttvíni og bjór umræðu- efni á fundi norrænna kaupmanna Þjóðaratkvæði um áfengissölu? Á FUNDI norrænna dagvörukaup- manna síðastliðinn mánudag var sala á léttvíni og bjór í matvöru- verslunum gerð að umtalsefni, enda hefur verið að losna um hömlur á áfengissölu á Norður- löndunum að undanförnu. Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands, segir það vera Ijóst að íslenskir kaupmenn geri kröfu um að sala á bjór og léttvíni verði leyfð í matvöruverslunum á Islandi enda séu horfur á að Island verði brátt eina norræna landið þar sem slíkt sé ekki heimilt. Velheppnuð tilraun Magnús segir að á fundinum hafi komið fram upplýsingar sem gangi gegn þeirri staðhæfingu að tilslakanir í sölu á áfengi leiði til aukinnar drykkju. „í Toronto í Kanada var gerð mjög veigamikil breyting á áfengislöggjöf þegar sala á öllu áfengi var gefin fijáls. Þar telja þeir sig hafa leyst mikinn áfengisvanda sem var þar fyrir og segjast sérfræðingar sjá þess merki að þar sé um verulega breyt- ingu að ræða. Norskir kaupmenn hafa ákveðið að senda aðila út til að skoða þessi mál og með þeim í för verða full- trúar frá norska viðskiptaráðu- neytinu og norska heilbrigðisráðu- neytinu.“ Magnús segir að auðvitað séu skiptar skoðanir um þessi mál en sala á léttu víni og bjór í matvöru- verslunum sé orðin algild regla innan Evrópusambandsins og hon- um fínnst ekki ástæða til þess að hér á landi sé hafður annar háttur á en í nágrannalöndunum hvað þetta varðar. Hann segir kaup- menn hins vegar ekki sækjast eft- ir leyfi til að selja sterkt áfengi -enda sé slíkt vandmeðfarnara. Vill þjóðarat- kvæðagreiðslu Kaupmannasamtökin hafa sent frá sér ályktanir um þessi mál á undanförnum árum auk þess sem reynt hefur verið að vinna þessu máli stuðning hjá ráðherrum og þingmönnum. Magnús segir þetta þó hafa borið takmarkaðan árang- ur enn sem komið er. „íslenskir ráðamenn virðast vera mjög hræddir við að hreyfa við þessum málum og virðast telja að þeir hópar sem eru mótfallnir þessu hafi mörg atkvæði á bak við sig. Mín persónulega skoðun er sú að réttast væri að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um þetta mál sam- hliða næstu almennu kosningum.“ Hann segist telja að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi þessari hugmynd. Að sögn Magnúsar er engin ástæða til þess að óttast að aldurs- takmörk verði síður virt ef þessi sala verður heimiluð. „Við teljum að þetta verði ekkert meiri vandi hér heldur en í nágrannalöndum okkar né verði þetta meira vanda- mál í kaupmannaverslunum heldur en í verslunum ÁTVR.“ Flutningamiðstöð Austurlands stofnuð Markmið að stórauka þjónustu við Austfirðinga Egilsstaðir. SAMSKIP hf. og Kaupfélag Hér- aðsbúa hafa stofnað Flutningamið- stöð Austurlands ehf., sem tekur formlega til starfa 1. október nk. Markmið Flutningamiðstöðvarinn- ar (FMA) er að auka til muna alla þjónustu við aðila á Austurlandi á sviði vöruflutninga og tengdrar þjónustu. Með samstarfi við Sam- skip mun FMA stengjast alþjóð- legu flutninganeti Samskipa, ann- ast rekstur vörugeymslu og skipaafgreiðslu og löndunarþjón- ustu á Reyðarfirði. Áætlun daglega Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segir að FMA muni bjóða daglega flutninga með bílum til og frá höfuðborgarsvæðinu og á milli helstu þéttbýlisstaða á Aust- urlandi. Á undanförnum tveimur árum hafa flutningamiðstöðvar verið stofnaðar á Norðurlandi, Suðurlandi og Vestmannaeyjum og verður FMA hluti af því þjón- ustuneti. Ólafur segir að FMA muni taka að sér þá flutningastarf- semi sem Kaupfélag héraðsbúa hefur haft með höndum og halda uppi nánu samstarfi við aðra flutn- ingsaðila í fjórðungnum. Stjórn FMA skipa Haraldur Jóns- son fyrir KHB, Baldur Guðnason og Ragnar Guðmundsson fyrir Samskip. Framkvæmdastjóri verð- ur Siguijón Baldursson. Höfuð- stöðvar FMA verða á Reyðarfirði og starfsmenn eru sjö talsins. Morgunblaðið/Jón Svavars Danssmiðjan og Dansskóli Hermanns Ragnars hafa verið sameinuð F.v. Hermann Ragnar, Jóhann Örn Ólafsson, Unnur Berglind Guð- mundsdóttir, Unnur Arngrímssdóttir, Henný Hermanns og Guðrún Björnsdóttir. Dansskólar sameinaðir Danssmiðjan og Dansskóli Her- manns Ragnars hafa verið samein- uð og hefur nýi skólinn hlotið nafn- ið Danssmiðja Hermanns Ragnars. Hún verður til húsa að Engjateig 1 í Reykjavík, þar sem Danssmiðjan var áður. Að sögn Jóhanns Arnar Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra hins nýja skóla hefur þessi sameining verið í lengi í geijun og um síðustu ára- mót fóru skólarnir að starfa saman að ýmsum málum og í sumar var lagt af stað út í sameiginleg sum- arnánísskeið fyrir börn og segir Jóhann að það samstarf hafi gefið mjög góða raun. „Okkur líst mjög vel á framhaldið enda önnum við vart þeim verkefnum sem liggja fyrir nú í haust. Sú aðstaða sem við höfum að Engjateig er ein sú besta sem þekkist í þessum geira. Við erum með tvo danssali sem kennt verður í alla daga vikunnar og auk þess erum við með tvo sali undir veggtennis sem verða leigðir út til hópa og einstaklinga í vetur. Jóhann segir að boðið verði upp á mjög fjölbreytta kennslu í vetur og vekur sérstaka athygli á Jass- leiksskóla sem verði starfræktur í vetur. „Við höfum algera sérþekk- ingu á þessu sviði. Þetta eru 15 vikna námsskeið þar sem markmið- ið er að kenna börnunum leiki og frumatriði í einföldum dönsum. Hermt er eftir dýrum og leikbrúðum sem börnin þekkja til að þjálfa hug- ann á leikrænan hátt. Þá er lögð mikil áhersla á að virkja eðlislæga leik- og hreyfiþörf barnanna.“ Jóhann Örn mun sem fyrr segir gegna starfi framkvæmdastjóra skólans en Henný Hermannsdóttir mun ásamt honum stýra dans- kennslunni. Fáanlegar brúnar.. Auðvelt að rúlla upp til að hreinsa undan. ... og gráar. • Fáanlegar í öllum stærðum og lögunum. • Fyrir mottugryfjur sem/og ofanátiggjandi. Framleiðandi: Besta hf, Nýbýlavegi 18, Kópavogi, sími 564 1988, fax 564 1989. DUROL mottur í öll anddyri! • Spara peninga með því að minnka þrif og slit á dýrum gólfefnum • Minnka óhreinindi í húsinu um ailt að 70% • Yfir 15 ára frábær reynsla á íslandi, veitum 5 ára ábyrgð! Landsbréf bjóða fast- eignalán LANDSBRÉF bjóða nú upp á verðtryggð fasteignalán til allt að 25 ára og geta lántakendur valið á milli jafngreiðslulána (annuitet) eða jafnra afborgana. Vextir af þessum lánum eru 7,0 - 8,25% og ráðast af veðsetningu eignar og áhættumati. Þá geta lántakendur valið um fjölda endurgreiðslna á ári. Þau skilyrði eru sett fyrir af- greiðslu lánsumsóknar að veðsetn- ing sé undir 55% af markaðsvirði eignar, greiðsluhæfi umsækjanda sé samþykkt af Landsbréfum og fyrir liggi sölumat frá löggiltum fasteignasala. Afgreiðslutími er einn til tveir dagar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.