Morgunblaðið - 31.08.1995, Síða 5

Morgunblaðið - 31.08.1995, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 B 5 VIÐSKIPTI G. J. Fossberg vélaverslun hf. fagnar nú þeim tímamótum að þrjátíu ár eru liðin síðan fyrir- tækið flutti úr kjallaranum að Vesturgötu 3 í núverandi hús- næði að Skúlagötu 63. Fyrirtækið var stofnað árið 1927 af Gunnlaugi j. Fossberg, vélstjóra. Eftir andlát hans, árið 1949, gegndi Bjarni R. Jónsson forstjórastarfi allar götur til 1989 en þá tók núverandi for- stjóri, Einar Örn Thorlacius, við. Núver- andi eigendur fyrir- tækisins eru annars veg- ar afkomendur Gunn- 30 ár á Skúlagötunni G. J. Fossberg vélaverslun við Skúlagötu laugs J. Fossbergs og hins vegar Bjarni R. Jónsson, stjórnar- formaður. G. J. Fossberg hefur lagt áherslu á að þjóna málmiðnaði og starfa nú tólf manns hjá fyrirtækinu. Helstu vörumerkin eru Stahlwille-verkfáeri, Flexo- vit-slípivörur, Walker-pakkn- ingarefni, Presto-borar og snitt- verkfæri, Tungaloy-renniverk- færi og Rocol-olíur. í frétt frá fyrirtækinu segir að 23,7% söluaukn- ing hafi orðið hjá því í fyrra og það sem af er þessu ári sé hún rúm 17%. I tilefni af þrjátíu ára „staðarafmæli" býður G. J. Fossberg öllum við- skiptavinum sínum sér- stakan 10% staðgreiðslu- afslátt vikuna 4.-8. sept- ember. Þá fá aðilar, sem eru í föstum viðskiptum og hafa þannig afslátt fyrir, aukalega 5% viðbótarafslátt. S-'-'fe., sé eðlilegast að kaupmenn sjái sjálfir um þessi mál. „I Danmörku eru þetta t.d. einkum kaupmenn sem reka þessi dreifingarfyrirtæki og ef þeir standa ekki í rekstrinum sjálfir þá eru þeir yfirleitt rækilega hnýttir við ákveðin vöruhús. Þannig gera þeir samninga um að einhver tiltekin prósenta af veltu þeirra renni til hússins burtséð frá því hvort þeir kaupa af dreifingarfyrir- tækinu eða ekki. Því meira sem þeir kaupa þar, því hagkvæmara verður það fyrir þá sjálfa. Við höf- um hins vegar ekki orðið varir við að kaupmenn hér á landi vilji binda sig með þessum hætti.“ Vörudreifing óháð heildsölum Þó svo að lítið hafi þokast í þá átt að heildsalar komi sér upp sam- eiginlegri dreifingarmiðstöð þá hafa aðrir aðilar komið þar að og telja - greinilega að markaður sé fyrir slíka þjónustu hér á landi. Þannig hefur Tollvörugeymslan um nokkurt skeið boðið upp á slíka þjónustu og mun meðal annars vera að búa sig undir frelsið í heild- verslun með áfengi, en ný lög þar að lútandi taka gildi 1. desember næstkomandi. Þá hafa Samskip hf. einnig verið að fikra sig áfram á þessari braut að undnanfömu og fyrir réttu ári setti fyrirtækið á fót vörudreifing- armiðstöð þar sem boðið er upp á lagergeymslu og dreifingu á vömm. Með þessum hætti þarf heildsali í raun ekki á lagerhús- næði að halda og séð er um flutn- ing vörunnar allt frá hafnarbakka til endanlegs kaupanda. Pétur Már Halldórsson, sem veitir þessari þjónustu forstöðu, segir þetta hafa farið vel af stað og séu viðskipta- vinir fyrirtækisins allt frá smærri verktökum til stærri heildsala með yfir eitt þúsund vörunúmer á skrá. Hann segist þó verða var við ákveðna tregðu hjá eldri fyrirtækj- um við að nýta sér þessa þjónustu. „Þetta er byllingarkennd nýjung á flutningamarkaðnum hér á landi. Menn hafa hingað til verið í því fari að byggja og koma sér upp gríðarlegri fjárfestingu í lagerhús- næði og þannig er til alveg gífur- legt framboð af slíku húsnæði í Reykjavík. Það er því ljóst að það verða engar stórar breytingar á mjög skömmum tíma. Maður sem í dag á sitt lagerhúsnæði sem hann er búinn að borga að verulegu leyti sér það ekki beint sem fýsilegan kost að söðla um og stökkva inn í svona starfsemi. Hvað á hann að gera við húsnæðið og tækin og mannskapinn? Þetta er hins vegar mjög góður kostur fyrir innflytj- anda sem er að fara af stað í dag og stendur frammi fyrir því að ákveða hvort hann eigi að fara að taka sér lagerhúsnæði á leigu og veit ekkert hvernig hans rekstur kemur til með að haga sér. Hans hag væri betur borgið inni í svona starfsemi þar sem hann er bara að greiða fyrir þá þjónustu sem hann fær hvetju sinni og hans fjár- magni er þá einfaldlega betur varið annars staðar.“ Þjónusta innlenda framleiðendur Innflytjendur eru hins vegar ekki einu aðilarnir sem eru að selja vör- ur í matvöruverslanir. Þarna koma innlendir framleiðendur einnig að sem og allur landbúnaðargeirinn. Nú virðist það vera að færast í vöxt að heildsölur séu að dreifa vörum fyrir innlenda framleiðend- ur, eða taka jafnvel yfir starfemi þeirra eins og kaup Natans og Óls- en á Sápuverk- Færist í vöxt að heildsölur dreifi vörum fyrir innlenda framleiðendur smiðjunni Frigg eru dæmi um. Þá hefur íslensk- ameríska gert samning við Vik- ing-brugg um dreifingu á fram- leiðslu verk- smiðjunnar og fleiri dæmi er að finna um slíka samninga heildsala við innlenda framleiðendur. Flestir þeir sem Morgunblaðið ræddi við virtust vera sammála um að miklar breytingar ættu eftir að eiga sér stað á þessum markaði á næstunni. „Það á eftir að verða mjög mikil sameining hjá öllum þessum litlu framleiðendum því þeir eiga engan veginn eftir að lifa samkeppnina af öðruvísi. Mér finnst heldur ekkert ólíklegt að heildsölur eigi hugsanlega eftir að kaupa upp eitthvað af þessum fyrir- tækjurn," segir Ingvar. Það sér því ekki enn fyrir endann á þeim hræringum sem verið hafa á heildsölumarkaðnum á undan- förnum misserum enda kannski ekki nema von þar sem þróun og breytingar liggja í sjálfu eðli mark- aðsbúskaparins. EVROPUFLUG Með reglubundnum vöruflutningum Cargolux frá 34 helstu iönaðar- og verslunarborgum Evrópu, tengiflugi frá helstu löndum Asíu til Luxem- borgar og síðan beinu, vikulegu fraktflugi til íslands opnast betri kostir fyrir íslenska farmflytjendur en áður hefur þekkst: • Hagkvæmari heildarfarmgjöld frá upphafsstað til íslands. • Farmbókanir sem hægt er að reiða sig á. • Betri vörumeðferð með B-747 breiðþotum. AMERÍKUFLUG Cargolux býður nú vikulegt flug frá Keflavík til New York og Houston ásamt vikulegu flugi frá Detroit og New York til Keflavíkur. Frá þessum stöðum bjóðast góðir tengiflutningar um öll Bandaríkin. Ráðstefnuskrifstofa Isfands Sími 562 6070 - Fax 562 6073 SAMKEPPNI í FRAKTFLUTNINGUM Með komu Cargolux á flutníngamarkaðinn bjóðast lægri farmgjöld og betri þjónusta en áður. Reynslan sýnir íslend- ingum, að samkeppni í frakt- flutningum í lofti er nauðsyn. Þetta ættu farmflytjendur að hafa í huga við val á flutningsmöguleikum. Allar frekari upplýsingar CARGOLUX Á ÍSLANDI: Söluskrifstofa og vöruafgreiðsla Héðinsgötu 1-3: Sími 588 1747 - Fax 588 2747 Afgreiðsla Keflavíkurflugvelli: Sími 425 0700 - Fax 425 0707 cargolux -fagmenn í flugfrakt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.