Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. ö LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Viðskiptavinir Nýherja! Nær öll símanúmer okkar hafa breyst. Vinsamlegast setjið þessa auglýsingu inn Nýherji hi. Skaftahlíð 24...................'............... 569 7700 - bréfslmi - skrrfstofa................................... 569 7799 Verslun...................................................... 569 7800 Verkstæöi - skrifstofubúnaöur................................ 569 7760 - bréfslmi.............................................. 569 7769 Tæknideild - hugbúnaöur...................................... 569 7780 Tæknideild - vélbúnaöur...................................... 569 7790 - bréfsími................................................ 569 7789 Vöruafgreiðsla Fellsmúla 26.................................. 569 7895 Radíóstofan - Nýherji, Skipholti 37.......................... 569 7600 - bréfslmi................................................ 588 8701 Tölvulagnir - Nýherji. Skipholti 37 569 7600 - bréfsími 588 8701 Viðskiptaskóli Stjórnunarfélagsins og Nýherja, Ánanaustum 15 569 7640 - bréfsími................................................ 552 8583 Tölvuskóli Stjórnunarfélagsins og Nýherja.................... 569 7645 Utan skrifstofutima: • Símsvari verkstæöis skrifstofubúnaöar 569 7760 - Símsvari tæknideildar hug- og vélbúnaðar 569 7760 - Símsvari Radíóstofu/Tölvulagna 588 8070 Heimaslmar deildarstjóra verkstæöis og tæknideildar - viögeröir skrifstofubúnaöar. sjóösvéla o.þ.h. Reynir Guömundsson 564 3132 - viögeröir tölvubúnaöar, Þórir Kr. Þórisson 561 4183 Þjónustusímboöi Radíóstofu - viögeröir hljóökerfa, öryggiskería o.þ.h. 845 9010 Tæknimenn tölvubúnaöar - heimasímar - Bragi H. Kristjánssonx 565 6199 - Eiríkur Ingibergsson 561 9713 - Hafsteinn Sigmarsson 561 2138 - Hilmar M. Gunnarsson 551 1336 - Kjartan Egilsson 552 9336 - Þorsteinn Hallgrímsson 554 3031 - Ægir Pálsson 565 7857 VIÐSKIPTI Samruni Chemical Banking og Chase Manhattan Reuter THOMAS Labrecque og Walter Shipley voru glaðbeittir við lok blaðamannafundarins þar sem tilkynnt var um sameiningu Chemical og Chase. HÖFUÐSTÖÐYAR nýja bankans verða í húsi Chemic- al við Park Avenue. Viðamesta sameining bandarískrar bankasögu HINN NÝI banki, sem til verður við sam- einingu Chase Manhattan og Chemical Banking Corp. verður stærsti banki Bandaríkjanna og einn stærsti banki veraldar. Mikil geijun á sér nú stað í bandaríska bankakerfinu og mörg fyr- irtæki að sameinast eða stokka upp rekstur sinn til að ná fram aukinni hagræðingu. Sameining Chemical, sem er fjórði stærsti banki Bandaríkjanna, og Chase, sem er sá sjötti stærsti, er hins vegar viðamesta sam- eining bandarískrar bankasögu. Thomas Labrecque, aðalstjórnandi Chase, sagði á blaðamannafundi með Walter Shipley, aðalstjórnanda Chemical, að ekki væri um kaup annars fyrirtækisins á hinu að ræða heldur samruna til að styrkja stöðu beggja. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að þetta væri besta lausnin fyrir hluthafa okkar, viðskiptavini og starfsmenn," sagði Labrecque. Chemical sterkari aðilinn Það er þó ljóst af flestu að það er Chemical sem er sterkari aðilinn í þessu samstarfí. Yfirstjómendur Chemical munu skipa flestar mikilvægustu stjórnunar- stöður hins nýja þanka og að auki munu eigendur Chemical ráða yfír 55% af hlutafé nýja bankans. Ship- ley verður aðalstjómandi nýja bankans en Labrecque næðst æðsti stjómandi. Ekki er gert ráð fyrir að þeir muni skiptast á hlutverkum í framtíðinni líkt og þegar Chemical sameinaðist bankanum Manufactures Hanover fyrir fjórum áram. Þá verða höfuðstöðvar Chase Manhattan í núver- andi höfuðstöðvum Chemical við Park Avenue í New York. Helsta sárabót Chase er að nýi bankinn mun heita Chase Manhattan en það nafn varð til á sjötta áratugnum er Chase, banki Rockefeller-fjölskyldunnar, sameinaðist Manhattan Bank. Shipley sagði að til lengri tíma litið væri Chase-nafnið heppilegra en Chemical-nafnið ekki síst vegna þess að það væri þekktara utan Bandaríkjanna. Heildareignir hins nýja banka nema 297 milljörðum dollara og heildarverðmæti hluta- bréfa 25 milljörðum dollara, ef tekið er tillit til gengishækkunar hlutabréfa beggja í kjölfar þess að tilkynnt var um samranann. Þar með verður Chase orðinn stærsti banki Bandaríkjanna (og tekur við þeirri stöðu af Citicorp) og einn stærsti banki veraldar. Hann á þó töluvert langt í land með að ná sömu stærð og stærstu bankarnir utan Bandaríkjanna, ekki síst stærstu bankar Japan. Chase verður með starfsemi í 39 ríkjum Bandaríkj- anna og 51 ríki utan Bandaríkjanna. Starfsfólki fækkað Starfsmenn bankanna tveggja telja samtals 75 þús- und og er stefnt að því að fækka stöðugildum hjá nýja bankanum um 12 þúsund. Að sögn Shipley verð- ur það gert að miklu leyti með því að nýta þau eðli- legu umskipti sem stöðugt eiga sér stað í starfsmanna- haldi. Benti hann á að það væri reynsla bankanna tveggja að á hveiju ári næmu umskipti meðal starfs- manna um 20% og væru umskiptin aðallega í lægri launaþrepum. Eftir þijú ár er stefnt að því að búið verði að ná 1,5 milljarða dollara árlegum sparnaði vegna sameiningarinnar. Heildarútlán nýja bankans munu nema 149 milljörð- um og verður hann því umfangsmesta lánastofnun veraldar. Heildarinnlán verða 163 milljarðar. Shipley sagði helsta kost samrunans vera þann að með honum yrði bankinn leiðandi í heiminum á öllum þeim sviðum sem hann stundaði viðskipti á. „Við erum þeirrar skoðunar að það sé styrkur af því að vera leið- andi á markaðnum og veikleiki að vera það ekki,“ sagði Shipley. Með samrananum öðluðust bankarnir tækifæri á alþjóðavettvangi sem hvorugur þeirra hefði getað orðið sér úti um einn og óstuddur. Hluthafar Chase fá 1,04 Chemical-hlutabréf fyrir hvert hlutabréf í Chase, sem þeir láta af hendi í skatt- frjálsum skiptiviðskiptum. Eru hlutabréf í Chase metin á 56,55 dollara sem er nokkuð hærra en gengi þeirra við lokun verðbréfamarkaða á föstudag en þá var það 53 dollarar. Þá sömdu bankarnir um að hvor um sig fær að kaupa 19,9% hlut í hinum undir ákveðnum kringum- stæðum, t.d. ef utanaðkomandi aðili reynir að hafa afskipti af samrunanum. Ronald Mandle, fjármálaráðgjafí hjá Sanford C. Bern- stein, sagði við Reuters að samruninn myndi hafa já- kvæð áhrif á gengi hlutabréfa í bankanum jafnt til lengri sem skemmri tíma. Mandle ritaði í síðasta mánuði skýrslu þar sem hann mælti sterklega með sameiningu bankanna en í kjölfarið urðu miklar umræður málið. Michael Price, eigandi Heine Securities, sem varð stærsti hluthafí Chase Manhattan er hann keypti rúm- lega 6% hlut fyrr á árinu, lýsti einnig yfir ánægju með samranann. „Við teljum samranann skynsamlegan ... Það eru miklir möguleikar í framtíðinni og ég tel að hlutabréf í báðum bönkunum muni njóta góðs af því,“ sagði Price. Price hafði lagt hart að stjórnendum Chase að sam- einast öðrum banka og var talið að hann myndi ella leggja til að bankanum yrði skipt upp í minni einingar og sumar þeirra seldar. Sjálfur gæti hann hagnast verulega á samrunanum en hann á einnig hlut í Chemical. Hækkaði verð hluta- bréfa hans samtals um sjötíu milljónir dala í þessari viku. Hvorki Shipley né Labrecque hafa viljað tjá sig um það hver hafði frumkvæðið að samruna bankanna. „Við teljum það ekki skipta máli,“ sagði Shipley. „Ef annar okkar hefði ekki orðið fyrri til hefði hinn hringt eftir viku.“ Blaðið Financial Times fullyrðir í fréttaskýringu að það hafi verið Labrecque, aðalstjórnandi Chase, sem fyrst hefði tekið upp símtólið fyrir sex vikum og feng- ið góðar undirtektir hjá Shipley. Labrecque var undir miklum þrýstingi frá hluthöfum, með Price í broddi fylkingar, að auka verðmæti hlutabréfa í bankanum. Þrátt fyrir að rekstri bankans hafi verið snúið til betri vegar eftir að hann tók við stjórn Chase árið 1992 hafði gengi hlutabréfa ekki hækkað að ráði fyrr en á þessu ári. Þá er bent á að farið er að draga úr hagvexti í Bandaríkjunum og sjá því bankar fram á erfiðari tíma á næstu árum. Með samrunanum ætti Chase og Chemical hins vegar að takast að auka tekjur sínar þrátt fyrir almennt versnandi hag banka. Að auki auðveldaði það samrunann að rekstur bankanna er um margt áþekkur. Þeir hafa báðir höfuðstöðvar í New York og hafa einbeitt sér að viðskiptum á svipuðum sviðum innan Bandaríkjanna og ætti því að geta náð verulega aukinni hagkvæmni í rekstri með samruna. Báðir bank- arnir hagnast á samruni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.