Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI s ents Á ÍIVITERWETIIMU 6UESTH0USES BANKS • CAR RENTAtS • TRAVEL AGENTS • GALLEKIES & MUSEUNIS HOTELS • LIBRARIES • RESTAURANTS • THEATRES • GUESTHQUSES CINEMAS • TAXJ • SIGHTSEEING TOURS • THE ICELANDIC HORSE NIGHTLIFE • SWIMMING POOLS • AIRL1NES • ALTERNATIVE MEDICINE CYBERSPACE • EMBASSIES • PHARMACIES • SHOOLS S COLLEGES PHOTOGRAPHERS • FILMMAKERS • SPORTSCLUBS • PUBS • CAFÉS Qlan kynnir gagnagrunninn „This is Reykjavík“ Utlendingar fræð- ast um Reykja- vík á Alnetinu Jk UGLÝSINGASTOFAN Qlan er nú að setja ■*> gagnagrunninn „This is Reykjavík" inn á Alnetið. I honum er að finna ferðaþjónustu- og landkynningarupplýsingar um Reykjavík og þjónustu reykvískra fyrirtækja, fyrir erlenda Alnets- notendur. Tómas Jónsson, grafískur hönnuður og umsjónarmaður verkefnisins, á von á því að gagnagrunnurinn komi að marg- víslegum notum. „Fyrst og fremst er hér um að ræða landkynningu og þjónustu við væntanlega ferða- menn. Hinn gífurlegi vöxtur Al- netsins gerir það ______ að verkum að það er nú orðið daglegt tómstundagaman milljóna manna um allan heim. Margir ferðast fram og aftur á netinu og stað- næmast á forvitnilegum stöðum. Það er engin spurning að orðin Reykjavík og ísland vekja forvitni margra sem vita lítið um landið. Gagnagrunnurinn ætti að sýna þeim að hér býr menningarþjóð, sem spennandi væri að heim- sækja. Þá ætti hann einnig að nýtast þeim vel sem hafa ákveðið að heimsækja borgina til að skipu- leggja ferðina og dvölina hér.“, Að sögn Tómasar byggist gagnagrunnurinn á skrá yfir flesta þá þjónustuaðila, sem ferða- menn gætu sýnt áhuga eða þurft á að halda eins og flugfélög, ferðaskrifstofur, hótel, banka, bílaleigur, listhús, söfn, veitinga- staði, kvikmyndahús, hestaleigur, skemmtistaði og sundlaugar svo eitthvað sé nefnt. Möguleiki á tölvupósti Öll fyrirtæki á viðkomandi þjónustusviðum fá nafn, heimilis- fang og símanúmer birt ókeypis í skránni. Þá býðst þessum fyrir- tækjum gegn gjaldi að koma sér upp eigin heimasíðu á gagna- grunninum þar sem hægt er að koma fyrir myndum og mun ýtar- legri upplýsingum og jafnvel tölvupósti. Netnotendurnir geta þannig slegið inn fýrirspurnir og pantanir. Hafi viðkomandi fyrir- tæki ekki tengingu fyrir tölvupóst _____________ tekur Qlan á móti skeytinu en sendir það síðan með sjálfvirkum fax- búnaði áfram til fyrirtækisins. Verð fyrir heima- síðuþjónustu er frá 15-60 þúsund krónur en fyrir 40 þúsund er t.d. hægt að fá heimasíðu með þrem- ur blaðsíðum, fjórum myndum, merki fyrirtækisins og tölvupóst- þjónustu. Innifalið er dreifing og hýsing á netinu í hálft ár. Gagnagrunnur fyrir landið Upplýsingamar em allar á ensku en Tómas segir að í vetur verði þýsk útgáfa af „This is Reykjavík“ framleidd. Eins og er nær gagnagrunnurinn eingöngu yfir þjónustu í Reykjavík en Tóm- as segir að nú þegar sé hafín vinna við sambærilegan grann, sem ber heitið „This is Iceland." og er ætlað að kynna sveitarfélög og þjónustuaðila á landsbyggðinni Fyrirtækjum boðin heima- síða í gagna- grunninum Meðeigandi með fjármagn óskast að bókhalds- og ráðgjafar- þjónustu í Reykjavík. Starf fyrir manneskju með þekkingu kæmi einnig til greina. Svör leggist inn á afgreiðslu Mbl., merkt: Góð afkoma - 7872". FIMMTUDAGUR 31.ÁGÚST1995 B 7 TILKYNNIN G UM UTGAFU MA RKA ÐSVERÐBREFA HLUTABRÉF í GRANDA HF. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Sölugengi: Forkaupsréttartímabil: Almennt sölutímabil: Umsjón með útboði: Skráning: 100.000.000.- kr. 2,08 1. - 21. september 1995 22. september - 5. október 1995 Landsbréf hf. Þegar útgefin hlutabréf í Granda hf. eru skráð á Verðbréfaþingi Islands og sótt hefur verið um skráningu nýrra hlutabréfa á þinginu. Q gMIdi m , LANDSBREF HF. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Hlutabréf sem keypt verða skv. forkaupsrétti þarf að greiða eigi síðar en 5. október nk. Gögn varðandi söluna hafa verið send til hluthafa. Hlutabréf sem ekki seljast til forkaupsréttarhafa verða seld á almennum markaði á tímabilinu 22. septcmber - 5. október 1995. Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi frá 1. septcmber hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf. í útibúum Landsbanka Islands um allt land, svo og hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum. ERTU ÚTFLYTJANDI EÐA YILTU FLYTJA ÚT? Góður árangur Útflutningsráð íslands, í samvinnu við íslandsbanka, Iðnlánasjóð og Stjórnunarfélag íslands, býður í sjötta sinn til verkefnisins ÚTFLUTNINGSAUKNING OG HAGVÖXTUR, vegna hins góða áran- gurs sem náðst hefur í fyrri skiptin. Fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu Verkefnið er ætlað fyrirtækjum í framleiðslu og þjónustu sem framleiða útflutningshæfa vöru eða þjónustu. Áhugi á að hefja útflutning eða treysta þegar hafinn útflutning er skilyrði og fjárhagslegur grundvöllur verður að vera fyrir hendi. Þrír dagar á mánuði Ef þú tekur þátt í þessu verkefni, þarft þú að verja þremur dögum á mánuði til aðgerða sem tengjast verkefninu. Tveir dagar í hverjum mánuði fara í vinnufundi í Reykjavík og einn dagur fer í starf innan fyrirtækis þíns með ráðunauti. Þú þarft einnig að verja um það bil einni viku til kynnisfarar á valið markaðssvæði. Október ‘95 - júní ‘96 Áætlað er að verkefnið hefjist í október 1995 og að því verði lokið í júní 1996. Kostnaður hvers fyrirtækis er kr. 340 þúsund, sem greiðist í áföngum meðan á verkefninu stendur, en íslandsbanki, Iðnlánasjóður og Útflutningsráð bera meginhluta kostnaðar. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að snúa sér til Hauks Björnssonar, verkefnis- stjóra hjá Útflutningsráði íslands, og veitir hann allar nánari upplýsingar. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS HALLVEIGARSTÍG 1, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 511 4000, MYNDSÍMI 511 4040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.