Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 8
VlÐSKIPn JflVINNULÍF FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 Nýherji hf. býður nú upp á nýjan valkost í auglýsingum í Skjáauglýsingar birtar í stórmörkuðum NÝHERJI hf. 'býður nú upp á nýjung í auglýsingum hér á landi, en það er Raðsýn, skjáauglýsinga- kerfi fyrir stórmarkaði. Að sögn Hjálmtýs Heiðdal hjá Nýheija, er hugmyndin að þessu sótt til Dan- merkur og hefur fyrsta búnaðinum þegar verið komið upp í verslun Bónuss við Faxafen. Hjálmtýr segir að auglýsingamar birtist á skjám í verslunum og stór- mörkuðum og er ætlunin að háfa skjána staðsetta við búðarkassa verslananna þannig að viðskiptavin- imir geti fylgst með þeim á meðan beðið er eftir afgreiðslu. Hjálmtýr segir þetta kerfi hafa ótvíræða kosti umfram hefðbundn- ar auglýsingar. Það bjóði auglýs- endum upp á öflugan auglýsinga- miðil sem sé í beinni snertingur við neytendur þegar þeir eru að kaupa vörar til heimilisins. Þá stytti það neytendum stundir á meðan þeir bíði afgreiðslu. „Með þessu kerfi má auka veltuhraða ýmissa vöra- flokka, auglýsa merkjavöru, styrkja boðskap auglýsingaherferða og upplýsa neytendur um margs konar sértilboð viðkomandi verslunar," segir Hjálmtýr. Myndefnið er sent frá miðstöð Nýheija hf. og er sérstök dagskrá send í hveija verslun eða verslun- arkeðju eftir því sem við á. í hverri verslun er síðan tölva sem stjórnað er frá miðstöðinni og er henni send dagskráin sem hún sendir síðan áfram í alla skjái í versluninni. Hjálmtýr segir að auðvelt sé að breyta dagskránni og taki það að- eins um hálfa klukkustund. Auk auglýsinga verður ýmislegt annað efni birt á skjáum verslan- anna. „Við höfum hugsað okkur að þarna geti verið að finna veður- spár, upplýsingar um færð á vegum og gatnaframkvæmdir, auk um- ferðarslagorða, upplýsinga frá fé- lagasamtökum, smælkis og fleira.“ Hann segir ráðgert að hver auglýs- ing verði um fimmtán sekúndur að lengd og bendir því til samanburðar á að skjáauglýsing í sjónvarpi sé um tíu sekúndur að lengd. Miðað við hámarksnýtingu kerfisins sé það tryggt að hver auglýsing muni birt- ast fjóram sinnum á hverri klukku- stund, en það samsvari tvö hundruð birtingum á viku. „Við eram að þróa verðskrána hjá okkur en sem stendur kostar ein vika ellefu þús- und krónur sem er svipað og ein skjáauglýsing í sjónvarpi.“ Þá sé einnig ráðgert að bjóða upp á lang- tímasamninga með miklum af- slætti. Hjálmtýr segir að Nýheiji standi straum af öllum kostnaði við upp- setningu og rekstur kerfisins og auk þess fái þær verslanir sem komi því upp hjá sér aðgang að því með auglýsingar og tilboð, Þá sé einnig í skoðun að setja upp skjái inni í verslununum sjálfum til þess að ná til fólks á meðan það er að versla. Að sögn Hjálmtýs er hægt að skila fullhönnuðum skjámyndum á disklingum til Raðsýnar, en starfs- menn fyrirtækisins taki einnig að sér hönnun þeirra, sé þess óskað. „Skjáauglýsingarnar geta verið ein- faldar textauppsetningar eða ljós- myndir, merki viðkomandi fyrir- tækis o.s.frv. Þær geta hins vegar einnig innihaldið hreyfanlegan texta til áhersluauka. Slíkar skjá- myndir þarf þó að vinna sérstaklega og þurfa hönnuðir að ráðfæra sig við starfsmenn Ráðsýnar þegar sú . leið er valin.“ Hann segir að þessi hugmynd sé enn í þróun. Þegar sé búið að setja kerfið upp í fyrmefndri verslun Bónuss en viðræður standi yfir við fyrirtækið um frekari útbreiðslu kerfisins. Ráðgjafi til Ráðgarðs MJÓN Freyr Jóhannsson hefur tek- ið til starfa hjá Ráðgarði hf. stjóm- unar- og rekstrarráðgjöf. Jón Freyr er tölvunarfræð- ingur frá Há- skóla Islands 1989. Hann starfaði hjá Skýrr frá 1987, var verkefnis- stjóri í hugbún- aðardeild Skýrr, forstöðumaður notendaþjón- ustudeildar Skýrr 1991 og verkefn- isstjóri gæðaátaks Skýrr 1994- 1995. Frá mars til júlí á þessu _var Jón Freyr þjónustustjóri hjá Ört- ölvutækni. Hann er kvæntur Val- gerði Halldórsdóttur, kennara. Sérfræðingur til Islandsbanka MHILMAR Gunnarsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings í mark- aðs- og þjónustudeild íslandsbanka. Hilmar er við- skiptafræðingur frá Háskóla ís- lands. Hann út- skrifaðist sl. vor, en jafnhliða námi rak hann eigið fyrirtæki, Hug- mynd, sem var sérhæft margm- iðlunarfyrirtæki. Hjá íslandsbanka mun Hilmar með- al annars annast markaðssetningu fyrirtækjaþjónustu bankans og tölvutengingu viðskiptavina við bankann. Hilmar er 24ra ára, kvæntur Guðnýju K. Hauksdóttur. Jón Freyr DIT ræstivagninn er léttur og meðfærilegur með tveimur fötum Alltaf er skúrað með hreinu vatni þar sem sápuvatn og skolvatn er aðskilið í tveimur 13 Itr. fötum. Pressan vindur moppuna 95% og ekki þarf að taka moppuna af til að vinda hana. SKIPTIMARKAÐUR A RÆSTIVOGNUM RETTARHALSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 587 5554 Torgið Leitin að þeim rétta Það lætur nærri að hér á landi sé árlega varið um 4 milljörðum króna til auglýsinga- og kynningarmála. Hér er ekki um neina smápeninga að ræða og mikið í húfi fyrir auglýs- endur og auglýsingastofur að sam- starfið takist vel. Undanfarið hefur Morgunblaðið birt fréttir af hræringum á auglýs- ingamarkaði þar sem nokkrir stórir auglýsendur hafa flutt sig um set. Þar má nefna íslenska getspá og Happdrætti Háskóla íslands, auk íslandsbanka og Búnaðarbanka. Samkvæmt upplýsingum fjölmiðla- vaktar Miðlunar hf. fjárfestu þessir fjórir aðilar fyrir rúmar 114 milljón- ir í auglýsingum í dagblöðum og sjónvarpi eingöngu á síðasta ári. Hér er átt við listaverð án afslátta af einu eða öðru tagi. í fréttum Morgunblaðsins af umræddum breytingum kom fram að ástæða þeirra var ekki rakin til óánægju umræddra auglýsenda með fyrri auglýsingastofur, heldur vildu menn, breyttar áherslur og ferskar hugmyndir. Þetta leiðir aft- ur hugann að því hverju menn leita eftir í samskiptum við auglýsinga- stofur og hvernig þeir geta fullviss- að sig um að þeir fái það sem leit- að er eftir. Hugmyndaauðgi og markaðs- hugsun eru lykilorð í auglýsinga- og kynningarmálum, en af sam- tölum við auglýsendur má ráða að þeim þyki oft aðeins annað hvort vera í hattinum hverju sinni. Tilboð óskast Auglýsendur, sem hafa verið lengi hjá ákveðnum auglýsinga- stofum, hafa kvartað undan að þar sé farið að taka þá sem sjálfgefna. Þegar svona ber við hætta menn á að viðskiptavinurinn leiti annað. Þetta eru reyndar algeng mistök í viðskiptum og rétt að benda á að rannsóknir sýna að það kostar um sex sinnum meira að afla nýrra viðskiptavina, en að halda þeim gömlu. Erlendis er algengt að stórir aug- lýsendur leiti tilboða í ímyndar- og kynningarstarfsemi. Þeir leggja þá upp með ákveðnar forsendur og fá auglýsingastofur til að gera tilboð samkvæmt þeim. Hér á landi hefur til þessa ekki borið mikið á þessum vinnubrögðum, en það gæti verið að breytast. Undanfarið hafa sést merki þess að stór fyrirtæki leiti tilboða meðal útvaldra auglýsinga- stofa í ákveðin verk - og niðurstaða slíks fyrirkomulags hefur ekki endi- lega verið í samræmi við fyrirfram gefnar hugmyndir viðkomandi aug- lýsanda um hæfni stofanna. Þeir auglýsendur, sem hafa reynt útboðsleiðina, segja að með réttum forsendum fái þeir bæði hugmyndavinnu og markaðshug- myndir sem óskað er eftir. Það eru fleiri rök sem mæla með því að auglýsendurfari útboðsleiðina. Ein eru þau að undanfarið hefur litlum auglýsingastofum fjölgað á mark- aðnum. Þessar stofur sérhæfa sig oft í ýmis konar hönnun, hug- myndavinnu og auglýsingagerð sem henta auglýsendum í einstaka verkum. Auglýsingastofur þurfa að leggja út í mikla vinnu við tilboða- gerð, vinnu sem ekki er endilega vel borguð. Á móti kemur að þarna gefst þeim tækifæri til þess að ná viðskiptum við aðila sem annað hvort borga vel, eru með stór og metnaðarfull verkefni í gangi, eða hreinlega eru það stórir og virtir að aðeins það að hafa þá í viðskipt- um hefur ákveðna merkingu fyrir auglýsingastofuna. í stuttu máli má segja að ein- kenni útboðsgerðar eins og hér er rætt um séu þau að kaupand- inn, auglýsandinn, fái betri trygg- ingu fyrir því að hann verði ánægð- ur með það sem hann kaupir. Selj- andinn, auglýsinga-, hönnunar- eða kynningarstofan þarf að leggja harðar að sér til að ná viðskiptum, en á hins vegar meiri möguleika á fjölbreyttari verkefnum fyrir fjöl- breyttari viðskiptamannahóp. hkf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.