Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 C 5 J LAUGARDAGUR 2/9 MYIMDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson JAHÚ í HOLLÍVÚDD GAMANMYND Glæfra Kelly (Reckless Kelly) k Leikstjóri og handritshöf- undur Yahoo Serious. Aðalleik- endur Yahoo Serious, Melora Hardin, Alexei Sayle, Hugo Weaving. Áströlsk. Warner Bros 1994. Sam myndbönd 1995. 76 mín. Öllum leyfð. ÁSTRALINN Yahoo Serious kom öllum ’ á óvart með mynd sinni Young Einstein, fyrir allnokkrum árum. Þessi auðgleymdi aulabrandari sló nefnilega í gegn víða um heim og Warner Bros tók pilt uppá arma sína og bauð honum að gera mynd í höfuðstöðvunum í Hollywood. Þar á bæ naga sjálfsagt einhveijir á sér neglur og tær því afrakstur- inn, sem býðst okkur beint á myndbandinu, var sýndur í kvik- myndahúsum vestan hafs á síðasta ári með þeim hæpna árangri að aðsóknin mældist varla. Engin furða. Glæfra Kelly er ófyndinn samsetningur sem Yahoo hefur samið sjálfum sér til dýrðar. Skellir sér í hlutverk Neds Kelly (á að vera afkomandi útlagans fræga sem Mick Jagger lék á árum áður í litlu skárri framleiðslu), bófa sem rænir ríka og gefur fá- tækum. Heldur til Hollywood þar sem hann verður kvikmynda- stjarna. Mynd við fárra hæfi, ef nokkurra. Hugo Weaving sem átti stórleik einsog aðrir í Priscillu, drottningu eyðimerkurinnar, kem- ur lítillega við sögu. VIÐHALD í FELUM DRAMA Maðurinn á loftinu (The Man in the Attic) Ar * Leikstjóri Graeme Campbell. Handritshöfundur Duane Poole og Tom Swale. Aðalleikendur Anne Archer, Neil Patrick Harris, Len Cariou. Bandarísk. Fox Video 1994. Sam myndbönd 1995. 93 mín. Aldurstakmark 12 ára. Að lokinni fyrri heimstyijöldinni fær ungur maður (Neil Patrick Harris) vinnu hjá efnuðum fata- framleiðanda og takast góð kynni með hon- um og syni vinnuveitand- ans. Sonurinn fellur frá og Harris tekur stöðu hans á heimilinu. Og gott betur því von bráðar upp- götvar hin kynsvelta „stjúpa“ hans (Anne Archer) að piltungurinn getur stytt henni stundir á ýmsa lund og tekst með þeim funheitt ástarsamband sem varir í nokkur ár. Allan þann tíma geymir Archer draumaprinsinn sinn á háaloftinu. Maðurinn á loftinu er'byggð á sönnum atburðum og kemur kunn- uglega fyrir sjónir því önnur mynd, byggð á sama efni, var sýnd í Háskólabíói (að mig minnir) fyrir allmörgum árum. Þar blómstraði Shirley McLaine í stjúpuhlutverk- inu, James Booth lék friðilinn en Richard Attenborough var hinn kokkkálaði eiginmaður. Efnið er enn með sömu endemum en þau Archer og Harris eru ekki trúverð- ug í aðalhlutverkunum, það er einna helst að Len Cariou takist að gera eitthvað umtalsvert úr hinum fúla heimilisföður. UlfED CD MORÐINGINN ? SPENNUMYND Skaðlegur ásetningur (Harmful Intent) k kVi Leikstjóri John Patterson. Handrit Mart- ha Weingartn- er, byggt á skáldsögu Robins Cook. Aðalleikendur Tim Matheson, Emma Samms, Robert Pasto- relli, Kurt Fuller, Alex Rocco. Banda- rísk. Odyssey 1994. Myndform 1995.90 mín. Öllum leyfð. Höfundur sögunnar sem mynd- in er byggð á er læknirinn Robin Cook, sem m.a. á að baki annan læknaþriller sem var kvikmyndað- ur. Úr varð Coma, ágætis spennu- mynd með Michael Douglas í aðal- hlutverki. Skaðlegur ásetningur er sjónvarpsmynd og engan veginn jafnbragðmikil. Tim Matheson leikur lækni sem grunaður er um að hafa myrt einn sjúklinga sinna. Tim fer á stúfana, nær sambandi við ekkju annars læknis sem lenti í sömu hremmingum og í samein- ingu leysa þau morðgátuna. Tim Matheson er frambærilegur leikari (þótt hann hafi misnotað þau tækifæri sem honum hafa boðist í kvikmyndum) og fer myndarlega með hlutverk læknis- ins í klemmunni. Fær sómasam- lega aðstoð frá Emmu Samms og þá bregður fyrir gamla skúrknum honum Alex Rocco, í frísku formi að venju. Útkoman er viðunandi, í rösku meðallagi, talsvert spenn- andi á kafla þó útkoman komi nú ekki beinlínis á óvart. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Ógnarfljótið (River Wildjkk'A Hjónakornin Gail (Meryl Stre- ep) og Tom (David Strathairn) skella sér ásamt ungum syni í sumarfrí á gúmbát niður straum- þungt fljót. Er Gail vön slíkum ferðum. Allt gengur að ósk- um uns þau hitta fyrir þrjá aðra menn í sömu erinda- gjörðum. Skömmu síðar sigla þau fram á tvo þeirra (Ke- vin Bacon, John C. Reilly). Þeir segjast vera í vandræðum þar sem leiðsögumaðurinn sé stunginn af og biðja um samflot með fjölskyld- unni niður elfuna og gengur það eftir. Hefðu þau betur látið það ógert. Minnir á Deliverance, en kemst ekki með stefnið þar sem sú af- bragðsmynd hafði skutinn. Ferðin niður fljótið með öllum sínum foss- um og flúðum er engu að síður listilega kvikmynduð og Meryl Streep gefur karlpeningnum ekk- ert eftir í hlutverki sem hann hef- ur eignað sér fram að þessu. Streep sér að auki sjálf um áhættuatriðin án þess að blikna. Myndin er hörku skemmtun, eink- um á fljótinu, og þorpararnir eru í góðum og hæfum höndum Kevins Bacon og Johns C. Reilly. 105 mín. Aldurstakmark 16 ára. ÞÓRARINN Eldjám Hraðferð á Þjóðbraut Á MORGUN, 1. september, hefst formlega vetrardagskrá Bylgjunnar. Ein nýjung sem þá verður bryddað upp á er sið- degisþáttur sem ber heitið Þjóðbrautin. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Skúli Helga- son og Snorri Már Skúlason sem starfa nú saman að nýju í útvarpi eftir átta ára hlé, en þeir vora í hópi fyrstu starfs- manna Rásar 2 þegar hún hóf göngu sína og eiga að baki víð- tæka reynslu við þáttagerð og fréttamennsku af ýmsum toga. í Þjóðbrautinni verður lögð Lögð áhersla á að hafa náið samband við hlustendur áhersla á „ögrandi þjóðmála- umræðu og gagnrýna umræðu um kvikmyndir, tónlist, bók- menntir og leiklist, auk þess sem ítarlegar fréttarskýringar í samstarfí við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar munu gegna veigamiklu hlutverki," að sögn þeirra Skúla og Snorra. Pistlar um þjóðlífið Jafnframt þvi munu pistla- höfundar kveða sér hljóðs og er þegar búið að ráða Hallgrím Helgason myndlistarmann og grínista, sem mun flytja pistla frá New York i Bandaríkjun- um, bersöglisskáldið Sigur- laugu Jónsdóttur eða Diddu, og Þórarinn Ekljára rithöfund. Þetta þríeyki mun velta fyrir sér lifínu og tilverunni og ís- lensku þjóðfélagi eins og það kemur þeim fyrir sjónir. „Á Þjóðbrautinni verður lögð áhersla á að hafa náið samband við hlustendur og að þeir fái að koma sínum sjónarmiðum að í umræðunni,“ segja þeir félagar og lofa jafnframt mik- illi breidd í tónÚstarflutningi í þætti sínum. UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Sigrún Óskarsdóttir flytur. Snemma á laugardags- morgni Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Ut um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 „Já, einmitt". Óskalög og æskuminningar. Umsjón: Anna Pálina Árnadóttir. (Endurflutt nk. föstudag kl. 19.40.) 11.00 í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsingar 14.00 Stef. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 14.30 Innan seilingar. Útvarps- menn skreppa í laugardagsbíltúr í Kópavog. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 16.05 Sagnaskemmtan. Fjallað um sögu og einkenni munnlegs sagnaflutnings og fluttar sögur með íslenskum sagnaþulum. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. 16.36 Ný tónlistarhljóðrit Rtkisút- varpsins. Martial Nardeau leikur með Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Arnar Óskarssonar flautukonsertinn Liongate eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Sinfón- íuhljómsveit íslands leikur undir stjórn Takuo Yuasa Haflög eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Umsjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.10 Upphitun fyrir RúRek 1995. í þættinum verða kynnt helstu atriði RúRek djasshátíðarinnar sem sett verður í fimmta skipti sunnudaginn 3. september. Með- al gesta eru Andrew D’Angelo, Bent Jædig, Blackman & Alwa- yz in Axion, Frits Landesberger, Jan Garbarek og Hilliard söng- hópurinn, Jesper Thilo, Philip Catherine, Richard Boone og Wallace Roney. Umsjón: Vern- harður Linnet. 18.00 Heimur harmóníkunnar. Umsjón: Reynir Jónasson. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir 19.40 Óperuspjall. Rætt við feðg- ana Sigurð Orlygsson listmálara og Arnljót Sigurðarson um óper- una I.a Traviata eftir Giuseppe Verdi og leikin eru atriði úr verkinu. Umsjón: Ingveldur G. Óiafsdóttir. 21.05 „Gatan mín“ - Stýrimanna- stígur í Reykjavík. Jökull Jak- obsson gengur stíginn með Hall- dóri Dungal. (Áður á dagskrá í maí 1971.) 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Hrafn Harðarson flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Gluggað í gamlar bækur og annað góss. Umsjón: Jón Hallur Stefánsson. 23.00 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. Verk eftir Franz Schubert. — Kvintett í A-dúr, Silungakvint- ettinn, fyrir píanó, fiðlu, lág- fiðlu, selló og kontrabassa. Svit- oslav Richter og Georg Hörtnag- el leika með Borodin-strengja- kvartettnum. — Sönglög. Anthony Rolfe John- son syngur, Graham Johnson leikur með á píanó. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Veðurspá. Frétt- ir 6 RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar tyrir yngstu börnin. 9.03 Með bros á vör, i för. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdótt- ir. 13.00 Á mörkunum. Hjörtur Howser. 14.00 íþróttarásin. 16.05 Létt músik á síðdegi. Ásgeir Tóm- asson. 17.00 Með grátt í vöngum. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfréttir. 19.40 Vin- sældalisti götunnar. Umsjón: Ólaf- ur PáU Gunnarsson. 20.30 Á hljóm- leikum. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. 0.10 Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá kl. 1. NÆTURÚTVARPIÐ 1.05 Næturvakt Rásar 2. 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk. 3.00 Næturtón- ar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Nætur- tónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Jo Cocker. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Halli Gfsla. 16.00 Gylfi Þór. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðalstöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eiríkur Jóns- son. 12.10 Erla Friðgeirs og Hail- dór Bachman. 16.00 íslenski list- inn. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laug- ardagskvöld. 3.00 Næturhrafninn flýgur. FriHir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM97.9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. . BROSIÐ FM 96,7 3.00 Ókynntir tónar. 13.00-17.00 Léttur laugardagur. 20.00 Upphit- un á laugardagskvöldi. 23.00 Næt- urvaktin. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Þór, Ragnar Már, Axel og Valgeir. 16.00 Helga Sig- rún. 19.00 Björn Markús. 21.00 Mixið. 23.00 Pétur R. Guðnason. KLASSÍKfm 106,8 10.00 Tónlist og spjall. Hinrik Ól- afsson. 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Óperukynning. Randver Þor- láksson, Hinrik Olafsson. 18.30 Blönduð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Nætun'aktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Kvik- myndatónlist. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sígildir tóhar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á danss- kónum. 24.00 Næturtónar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-IB FM 97,7 10.00 Orvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sítt að aftan. 14.00 X-Dómínóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturda^Skrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.