Morgunblaðið - 31.08.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 31.08.1995, Síða 1
KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA: VALSMENN FENGU ÞRJÚ DÝRMÆT STIG Á ÓLAFSFIRÐÍ / D3 1995 FIMMTUDAGUR 31. AGUST BLAD David Platt í hnéuppskurð DAVID Platt, fyrirliði enska landsiiðsins í knattspyrnu og leikmaður Arsenal, fer í uppskurð í dag þar sem gert verður við slitið brjósk í hægra hnéi 'nans. Platt missir því af vináttuleik Englands og Kólumbíu á Wembley í næstu viku og að minnsta kosti tveimur deildarleikj- um Arsenal. „Hann [Platt] meiddist á æfingu fyrir vináttuleik gegn hiter Milan fyrir þremur vikum,“ sagði Bruce Rioch framkvæmdastjóri Arsenal, „og nú munum við missa hann I að minnsta kosti tvær vikur þó að læknar segi að hann geti byijað að æfa innan tíu daga.“ Platt fór í skoðun á sunnudaginn og þá upp- götvaðist að brjóskið væri slitið en Rioch var sagt af sérfræðingum að Platt gæti spilað. „Þó að ég hafí verið fullvissaður um að það væri í lagi að láta Platt spila án þess að meiðslin ágerðust, er ljóst að hann þarf í uppskurð. Við verðum að gæta leikmanna okkar,“ sagði Rioch. Millwall er í vondum málum Morgunblaðið/Kristinn MILLWALL, sem leikur í 1. deild á Englandi er í slæmum málum vegna þess að stuðningsmað- ur ór þeirra hópi henti skrúflykli inn á leikvöll- inn þegar liðið lék við Reading á þriðjudaginn. Skrúflykillinn, 22 sentimetrar, flaug rétt fram- hjá höfði Simons Sheppards, markvarðar Read- ing. „Ég vil ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef hann hefði hitt í höfuðið á mér. Ég hélt að stuðningsmenn væru hættir þessu en svo er víst ekki,“ sagði Sheppard. „ Við búumst við dómaraskýrslu innan 48 stunda og munum þá ákveða næsta skref í þessu máli,“ sagði talsmaður enska knatt- spyrnusambandsins. Millwall vann leikinn en atvikið hefur eflaust mikla eftirmála, því þó að ný lög segi að lið missi stigin sín við slíkar uppákomur, eru einnig líkur á tíu milljón króna sekt og að félagið verði skikkað til að leika næstu tvo leiki fyrir luktum dyrum, þ.e.a.s. án áhorfenda en það kemur við budduna. Lögreglan segir að skrúflykillinn hafi verið nýr og honum kastað úr hópi stuðningsmanna Millwall fyrir aftan mark Readings. „Myndband af leiknum sýnir aðeins hendi í hópnum kasta skrúflyklinum og það er mjög erfitt að rekja hver þetta var,“ sagði Glen Hensham, talsmað- ur lögreglunnar. Eyja- menn fagna EYJAMENN fögnuðu hverju marki í Kaplakrika með tllþrifum, þegar þeir lögðu FH 3:1. Hér fer Martln Eyjólfsson fyr- ir félögum sín- um þegar þeir fagna þrlðja marki sínu, sem Martln skoraðl. TUGÞRAUT Jón Amar til Frakklands JÓN Arnari Magnússyni tugþraut- arkappa hefur verið boðið á Deca Star stórmótið í tugþraut sem haldið verður í Tallens í Frakk- landi helgina 16. —17. september næstkomandi. Mótið er með öflugustu tugþrautarmótum í heiminum og má segja að aðeins Ólympíuleikarnir séu hærra skrif- aðir en Dan O’Brian setti til dæm- is heimsmetið ítugþraut á þess- um móti 1992, þegar hann fékk 8.892 stig. Jón Arnar keppti á sambærilegu móti í Göetzes í Austurríki í vor og hafnaði þar í 5. sæti en á mótið í Tallens er sextán bestu tugþrautar- mönnum heims boðið og er Jón Arnar þar á lista í 10. sæti. Með Jóni fer þjálfari hans, Gísli Sigurðsson. Að sögn frjálsíþróttamanna þykir það mikill heiður að vera boðinn á þetta mót og markmið allra sem ætla á toppinn. Jón Arnar og Gísli eru nú að íhuga að prófa öðruvísi undirbúning en vana- lega fyrir þrautina, ætla til dæmis hvíla meira og sjá hvernig það kemur út fyrir fyrir næsta ár. Sem kunnugt er meiddist Jón Arnar á heimsmeistara- mótinu í Gautaborg en meiðslin voru ekki alvarleg, högg framan á legg sem stöðvaði kappann af í tvo daga. Hann hefur æft af kappi undanfarið og á tugþrautarmóti á Laugarvatni um helgina hljóp hann 100 metrana á 10,2 sekúndum, sem er undir íslandsmetinu 10,3 er tekið var á handklukku, en meðvindur mældist of mikill hjá Jóni Arnari. „Það var búið að kynda undir hjá mér í vor þegar mér var sagt að ef ég næði átta þúsund stigum væri lík- legt að mér yrði boðið á þetta mót - og svo kom boðsbréf," sagði Jón Arn- ar. „Ég ætla að fara og hafa gaman af, þó að maður geri sitt besta, og vil ekki gefa neinar yfirlýsingar. Það væri gaman að bæta íslandsmetið og allt annað fyrir ofan það er mikill plús. Ég hef aldrei verið í betra formi svo að þetta lítur bara vel út,“ sagði Jón Arnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.