Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 4
KISIATTSPYRNA Reuter MEHMET Scholl og Andreas Herzog fagna Papln, sem sýndi gamla takta — sjá mynd til hllðar — á Ólympíuleikvanginum í Munchen í gærkvöldi. Papin með glæsimark - í sínum íyrsta leik með Bayern Munchen í átta mánuði „ÉG ER mjög ánægður með að hafa skorað mark í þessum leik,“ sagði Frakkinn Jean-Pierre Papin, eft- ir að hann hafði komið Bayern Miinchen yfir gegn Bayer Uerdingen með glæsimarki — skoraði með „hjólhestaspyrnu" í sínum fyrsta leik í átta mánuði. Papin skoraði markið á 28. mín., en síðan gerði þýski landsliðsmaðurinn Thomas Helmer út um leik- inn, 2:0, á 70. mín. Papin sagði að það væri stórkost- legt að vera kominn á ferðina á ný. „Um tíma hélt ég að ég væri búinn að leika minn síðasta leik, þar sem ég fann alltaf mikið til á æfingum. Nú finn ég ekki fyrir neinu og nálgast óðfluga þann stall, sem ég var kominn á þegar ég var upp á mitt besta,“ sagði Papin, sem á eftir að verða góður við hlið Jiirgen Klinsmanns. Bæjarar eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og komnir á stað sem þeir kunna vel við sig — á toppinn. Meistarar Dortmund eru í þrettánda sæti með tvö stig. Uli Stein stendur við sitt Ludwig Kögl, sem ákvað að vera áfram hjá Stuttgart og skrifaði undir nýjan samning á þriðjudag, var strax settur inn í liðið gegn Freiburg og átti stórleik. Brasilíumaðurinn Elber skoraði tvö mörk og Balakov það þriðja, 3:1. Gamla brýnið Frank Mill, sem er 37 ára, skoraði fyrir Diisseldorf gegn Schalke, 1:1, og er hann nú markahæsti leikmaður 1. deildar með þijú mörk. „Ég reikna ekki með að ég endi sem markakóngur, en mun fagna hveiju marki sem ég skora, sem mínu síðasta marki,“ sagði Mill. ULI Stein, fyrrum markvörður Hamburger SV og landsliðsins, var kallaður fyrir þýska knattspymusambandið í gær vegna ummæla hans á dögunum að menn frá Kaiserslautern hefðu reynt að múta honum til að tapa leik 1987, til að Kaiserslautern næði UEFA-sæti. Stein stendur við fyrrLummæli sín og hefur sagt frá hvaða maður hafði samband við hann fyrir leikinn. Menn bíða spenntir eftir hvað þýska sambandið, sem ætlar að halda málinu áfram, gerir í stöðunni. Hver verður kallaður næst fyrir? — hver hafði samband við Stein? Newcastle óstöðvandi LES Ferdinand tryggði New- castlefjórða sigurinn íjafn- mörgum leikjum og gulltryggði um leið efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni með því að skora eina mark leiksins þegar Millesbrough kom íheimsókn á St. James Park. Á sama tíma tapaði Leeds stigi í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili, gerði 1:1 jafntefli við Southampton. Tony Dorigo skoraði mark Le- eds en Tommy Widdrington jafnaði fyrir Southampton á 81. mín. og krækti um leið í fyrsta stig félagsins það sem af er leiktíðarinnar. Þess má til gam- an geta að Widdrington kom til Southampton frá Newcastle í sumar. Liverpool og Aston Villa komust upp að hlið Manchester United með níu stig í gærkvöldi, bæði liðin sigruðu andstæðinga sína 1:0. Neil Ruddock sá um að skora fyrir Liv- erpool snemma leiks gegn QPR en Dwight Yourk sá um að krækja í þrjú stig fyrir Aston Villa með marki á 75. mínútu gegn Guðna Bergssyni og félögum í Bolton. Bikarmeistararnir frá Liverpool og andstæðingar KR—inga í fyrstu umferð Evrópukeppninnar, Ever- ton, lagði Manchester City á heima- velli City með tveimur mörkum gegn engu. Joe Parkinson á 58. mínútu og Nígeríumaðurinn Daniel Amokachi á 76. mínútu tryggðu stigin þrjú í höfn. Leikmenn Chelsea fengu óska- byijun gegn Coventry og eftir tíu mínútna leik höfðu þeir gert tvö mörk og voru þar á ferðinni Dennis Wise og Mark Hughes. En það var skammgóður vermir því Brasilíu- maðurinn í liði Coventry minnkaði muninn á 45. mínútu og Peter Ndlouvo jafnaði á 54. mínútu og þar við sat. Ronnie Rosental jafnaði fyrir Tottenham á 55. mínútu gegn West Ham en áður hafði Don Hutchison komið West Ham á bragðið með glæsilegu marki beint úr auka- spymu af 25 m færi á 25. mínútu. Tottenham hefur ekki náð sér á strik það sem af er og er með neðstu liðum með tvö stig, reyndar eins og andstæðingar þeirra að þessu sinni. Wimbledon og Sheffíeld Wed- nesday gerðu einnig jafntefli 2:2 og þar með missti Wimbledon af hópi allra efstu liða í bili eftir góða byrjun. ■ Úrslit / D2 ■ Staðan / D2 Stoichkov og félagar úr leik BÚLGARSKI landsliðsmaðurinn Hristo Stoiehkov máttí þola tap í sínum fyrsta bikarleik á Ítalíu, þegar Parma tapaði, 0:3, fyrir Palermo í deildarbikarkeppninni. Onnur óvænt úrslit urðu — þegar Tórínó tapaði fyrir 3. deildarliðinu Fiorenzuola, 1:2. 2. deildarliðin Bologna og Reggiana lögðu Róma 1:0 og Bari 2:0. Papin ekki í yfirheyrslu JEAN-PIERRE Papin verður ekki „að svo stöddu“ kallaður til yfirheyrslu þjá Knatt- spyrnusambandi Evrópu (UEFA) vegna ásakana um mútur forráðamanna franska liðsins Marseille til tveggja leikmanna AC Milan. Papin er sagður hafa upplýst ítalska fjölmiðla um múturnar fyrr í þessum mánuði en neitar því alfarið. í yfirlýsingu frá UEFA sagði „að eftir að Pap- in sendi okkur yflrlýsingu þarf hann ekki að mæta fyrir aganefnd sambandsins, þar sem nefndin á eftír að (júka öðrum yfirheyrslum vegna máls franska leikmannsins. Nefndin muni taka önnur mál fyrir fyrir á fundi sínum 81. ágúst“. Boskamp tekur við Anderlecht JOHN Boskamp er orðinn þjálfari Anderlecht, eftir að Herbert Neumann var gert að taka pokann sinn vegna slakrar byijunar í belgísku deildinni ogtaps í undan- keppni Evrópukeppninni Bos- kamp er öllum hnútum kunn- ugur hjá Anderlecht því hann leiddi það til sigurs í deilda- keppninni þriðja árið í rðð. Hann sijórnaði liði sínu til sig- urs, 2:1, gegn FC Briigge á þriðjudagskvöld. FOLX ■ STUÐNINGSMENN New- castle eru yfír sig hrifnir af Frakk- anum David Ginola, sem var keyptur frá París St. Germain — hann átti mjög góðan leik gegn Sheff. Wed. um sl. helgi og skor- aði mark. Áhorfendur hrópuðu: „Hver er þessi Cantona!" og áttu við að landi hans hjá Man. Utd. Þeir telja Ginola, miklu betri. Peter Beardsley er mjög ánægður með Ginola: „Einn besti knattspyrnu- maður sem ég hef séð.“ ■ DAVID Gionla átti einn stór- leikinn til viðbótar í gærkvöldi þeg- ar Newcastle lagði Middlesbro- ugh á heimavelli 1:0. Ekki ætti það að minnka dýrkunn aðdáenda Newcastle á þessum franska knattspyrnusnillingi. ■ LES Ferdinard hefur svo sann- arlega verið á skotskónum það sem af er tímabilsins í Englandi og í gær skoraði hann sigurmark Newcastle og um leið sitt Qorða mark í jafnmörgum leikjum. ■ ROBERT Fleck, sem Chlesea keypti fyrir þremur árum frá Norwich á 2,1 millj. pund, hefur verið lánaður til Norwich í mánuð. Hann skoraði ekki nema þrjú mörk fyrir Chelsea í 40 leikjum. ■ DENNIS Bergkamp, sem Ars- enal keypti á 7,5 millj. pund frá Inter Mílanó, veit að hann verður ekki kóngurinn á Highbury. Kóng- urinn er Ian Wright, sem hefur skorað 123 mörk í 180 leikjum fyr- ir liðið. „Ian er mikill markaskorari — hann getur skorað mörk á auð- veldan hátt. Ég er ekki eins mikill markaskorari, en er ákveðinn að leika eins vel og ég get,“ segir Bergkamp. VIKINGALOTTO: 6 27 32 42 46 47 / 13 26 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.