Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 1
104SIÐURB/C/D tVgllllHflMfr STOFNAÐ 1913 197. TBL. 83. ARG. FOSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO segist hafa valdið serbneska hernum í Bosníu miklu tjóni I Georgía i ¦> * 1 aa Vopngerð Arasunum verður nætt upPtækí -¦ *j_ • !• • þinghúsi %J\D§^ÍMjjL \M^Mm\m,\3ÍMj\Jm\. ÆLm\m.%JÍ. M.M.m\m.m\m.m\m\. LÖGREGIA í Tbilisi hefur handtek- ^L C^^J ið aðstoðarmann eins af andstæðing- um Edúards Shevardnadzes, leið- toga Georgíu, og gerði jafnframt upptæk vopn og lyf. Saksóknari í borginni upplýsti þetta í gær. Vopn- in fundust á skrifstofu þingmannsins Jaba Ioseliani þegar gerð var leit í þinghúsinu í von um vísbendingar vegna sprengjutilræðisins við Shev- ardnadze á þriðjudag. Ioseliani var eitt sinn samherji Shevardnadzes en er nú harður and- stæðingur hans og fer fyrir vopnuð- um sveitum sem nefnast Mkhedri- oni. Að sögn talsmanns saksóknar- ans eru ekki uppi nein áform um að handtaka þingmanninn. Á skrif- stofu hans fundust 28 sjálfvirkir rifflar, fjórar skammbyssur, hand- sprengjur og mikið magn skotfæra. Þá voru gerðar upptækar kódeintöfl- ur, morfínhylki, önnur deyfilyf og reiðufé. Tengist tilræðið glæpastarfsemi? Shevardnadze sagði í samtali við georgíska sjónvarpsmenn að ætlunin hefði verið að ryðja honum úr vegi vegna baráttu hans gegn glæpum, en hann hefur sakað samtök Iosel- ianis um að standa að skipulagðri glæpastarfsemi. Mkhedrioni-sam- tökin áttu ríkan þátt í því að velta Zviad Gamsakhurdia úr leiðtogastóli árið 1992 og koma Shevardnadze til valda áður en leiðir skildu. Sarajevo, Belgrad, Brussel, Kaupmannahöfn. HERÞOTUR Atlantshafsbandalags- ins (NATO) héldu áfram árásum á serbnesk skotmörk í Bosníu í gær. Bandalagið sagði að loftárásunum yrði ekki hætt fyrr en Serbar afléttu umsátrinu um Sarajevo og flyttu þungavopn sín frá borginni. Leighton Smith, yfírmaður herafla NATO í Suður-Evrópu, sagði að árásirnar hefðu valdið Serbum miklu tjóni og þeim myndi ekki linna fyrr en tryggt væri að Sarajevo og öðrum griða- svæðum stafaði ekki lengur hætta af þeim. Embættismenn NATO í Brussel vildu ekki skýra frá því hvar loftárás- imar í gær voru gerðar. Fréttastofa Bosníu-Serba, SRNA, sagði að her- þoturnar hefðu varpað sprengjum á skotmörk norðaustan við Sarajevo. Leighton Smith skýrði frá því í gær- morgun að herþotur bandalagsins hefðu farið í 300 árásarferðir frá því á miðvikudag. Flugmanna leitað Sjónvarp Bosníu-Serba sýndi myndir af fimm eftirlitsmönnum Evrópusambandsins, sem áður voru sagðir hafa fallið í loftárásunum. Serbneskur embættismaður sagði að þeim hefði verið leyft að fara af yfir- ráðasvæði Serba. Serbnesk yfirvöld í Bosníu létu einnig lausa fjóra fréttamenn, sem Reuter. höfðu verið í haldi þeirra í sólar- hring. Þau sögðu að mennirnir hefðu verið handteknir vegna misskilnings. NATO hefur hafið viðamikla leit að tveim frönskum flugmönnum her- þotu, sem Serbar skutu niður á mið- vikudag. Varnarmálaráðherra Frakklands sagði að þeir hefðu lent í fallhlíf og Serbar ekki fundið þá. Holbrooke vongóður um frið Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, sagði að líkurnar á því að friðarumleitanir tækjust hefðu aukist verulega eftir að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, tilkynnti að Bosníu-Serbar hefðu veitt honum neitunarvald yfir skil- málum friðarsamkomulags fyrir þeirra hönd. Muhamed Sacirbey, ut- anríkisráðherra Serbíu, lét hins vegar í ljós efasemdir um að Bosníu-Serbar væru í raun reiðubúnir að semja um frið og hvatti NATO til að halda loftárásunum áfram. Svo virtist sem kominn væri upp ágreiningur milli Frakka og Breta um hvert lokamarkmið loftárásanna væri. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði að NATO ætti ekki að sætta sig við að Serbar flyttu aðeins þungavopn sín frá Sarajevo. Binda þyrfti enda á umsátur þeirra í eitt skipti fyrir öll. Michael Portillo, varnarmálaráð- ' —Reuter FLUGSKEYTI sett í herþotu á bandaríska flugvélamóðurskipinu Theodore Roosevelt. Meira en 60 herþotur hafa gert árásir á serbnesk skotmörk í Bosníu frá skipinu og flugvöllum á ítalíu. herra Bretlands, kvaðst ekki geta tekið undir þetta. „Markmið okkar er að tryggja öryggi Sarajevo og það getum við gert annaðhvort með því að eyðileggja stórskotavopnin eða knýja Serba til að fjarlægja þau." Utanríkisráðherrar Norðurland- anna gáfu í gær út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir létu í ljós stuðning við loftárásirnar. Rússneska utanríkisráðuneytið hvatti hins vegar NATO til að hætta árásunum þar sem öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna hefði ekki heimilað þær. Áður hafði hátt settur embætt- ismaður í ráðuneytinu látið svo um mælt að Serbar gætu sjálfum sér um kennt þar sem þeir hefðu „farið yfir mörkin" með sprengjuárásinni á Sarajevo á mánudag sem kostaði 37 manns lífið. ¦ Sakaður um leynisamning/18 ¦ Friðargæslu SÞ er lokið/26 Tíbetar á kvennaráðstefnunni í Kína „Hættuferð inn á óvinasvæði" Huairou. Reuter. ANDRÚMSLOFTIÐ var lævi blandið á óopinberu kvennaráð- stefnunni í Huairou í Kína í gær þegar hópur tíbetskra kvenna, sem fylgja Dalai Lama að málum, sýndi myndband til stuðnings málstað sínum. Kínversk yfirvöld minntust þess í gær að 30 ár eru liðin frá því að Kínverjar tóku sér alræðis- vald í Tíbet. Hétu þau því að brjóta á bak aftur allar tilraunir fylgis- manna Dalai Lama, hins útlæga trúarleiðtoga Tíbeta, til að öðlast sjálfstæði. Hafði ríkissjónvarpið þetta eftir Wu Bangguo, varafor- seta Kína. Aðeins níu af 26 tíbetskum kon- um, sem óskuðu eftir vegabréfs- áritun til Kína, fengu hana. Þegar við komuna til landsins fundu þær fyrir óvild yfirvalda en allur farang- ur þeirra var grandskoðaður og fylgst hefur verið grannt með ferð- um þeirra. Konurnar sýndu í gær myndband fyrir troðfullum sal, þar sem m.a. er rætt við tíbetskar konur og brugðið upp myndum af Dalai Lama. Myndbandið var sýnt á hót- eli og um leið og því var lokið þustu hótelstarfsmenn til og fjarlægðu það úr tækinu. Lá við handalögmál- um vegna þessa. „Þetta er hættu- ferð inn á óvinasvæði og okkur líð- ur ekki vel hér," sagði Yodon Thonden, ein kvennanna. ¦ Amnesty mótmælir/19 Lengsta hetju- ljóðsins minnst ALDRAÐUR Kirgísi ríður hesti og heldur á gullerni á hátíð sem haldin er í Kirgisíu í tilef ni af þúsund ára afmæli Manas, lengsta lietjuljóðs heims. Ljóðið fjallar um kirgíska þjóðhetju sem lést árið 23 fyrir Krist. Kirgísar eru ísl- amskir mongólar og tala tyrkn- eskt iiiá 1. Þeir stunduðu lengst af hjarðmennsku og þóttu snjallir hestamenn en hafa nú flestir sest að á akuryrkjusvæðum. Reuter „Trabba" oftast stolið Bonn. Reuter. ÞÓTT eigendur austur-þýsku Trabant-bifreiðanna hafi mátt þola háðsglósur virðist sem margir Þjóðverjar vilji komast í þeirra hóp. Að minnsta kosti er Trabant sú bifreiðategund, sem oftast er stolið { Þýska- landi. Samkvæmt tölum, sem samtök þýskra tryggingafé- laga birtu í gær, var 17 af hverjum þúsund Trabant-bif- reiðum á tryggingaskrá stolið í fyrra. Er það nokkuð minna en árið áður en þá var 18,1 bifreið af þúsund stolið. I öðru sæti eru rússnesku Lada-bifreiðirnar en 11 Lödum af þúsund var stolið í fyrra. Wartburg, önnur austur -þýsk bílategund, er í þriðja sæti. Þó að Porsche-bifreiðir séu ekki nema í fjórða sæti listans er kostnaður tryggingafélaga vegna Porsche-stulda veruleg- ur. Þeir sem verða fyrir því að Trabant þeirra sé stolið fara að meðaltali fram á 2.200 marka bætur en Porsche-eig- endur heil 50 þúsund mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.