Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjávarútvegsráðherra um ákvörðun Norðmanna að ræða við ESB um síldarkvóta Viðræðumar veikja sam- stöðu strandríkjanna Hugsanlegur kvóti ESB skerði hlut Noregs en ekki annarra SAMKOMULAG náðist á jnilli Emmu Bonino, sem fer með sjávar- útvegsmál innan ESB, og Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, á fundi þeirra í Brussel í fyrradag að hefja viðræð- ur á ársfundi Norður-Atlantshafs- ráðsins í nóvember um skiptingu síldarkvóta í síldarsmugunni svo- kölluðu. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra furðar sig á ákvörðun Norðmanna og segir að ef þeir ætli að leika einleik í viðræðum við ESB séu þeir um leið að veikja sam- stöðu strandríkjanna. „Á fundinum í Pétursborg sammæltust menn um að embættismenn strandríkjanna hittust í september til þess að und- irbúa viðræður um samræmda af- stöðu strandríkjanna áður en til hugsanlegra viðræðna við Evrópu- sambandið kæmi. Ég átta mig ekki FYRSTI hluthafafundur íslenska sjónvarpsins hf. var haldinn í gær og kaus hann félaginu stjórn. Stjómin mun halda fyrsta fundinn í næstu viku og skipta með sér verkum. Á hluthafafundinum í gær voru eftirtaldir kjörnir í stjóm félagsins: Árni Samúelsson, forstjóri Sambíó- anna, Birgir Skaptason, fram- kvæmdastjóri Japis hf., Gunnar M. Hansson, forstjóri Nýheija hf., Gunnar Jóhannsson, hjá Holtabú- inu hf., og Margrét Sigurðardóttir, markaðsstjóri Morgunblaðsins, fyr- ir Árvakur hf. Gunnar M. Hansson segir að auk stjómarkjörs hafí samþykktir fé- lagsins verið teknar fyrir á fund- inum og rætt um þau verkefni sem fram undan væm. Fyrsti stjórnar- fundurinn verður í næstu viku og mun stjómin þá skipta með sér verkum. á hvað Norðmenn hafa verið að gera í þessum viðræðum en það er allavega ljóst að þeir hafa tekið sfld- arviðræðurnar upp að eigin frum- kvæði. Það þykir mér mjög sér- kennilegt," sagði Þorsteinn. Á fundi Bonino og Olsen var samþykkt að hefja viðræður á árs- fundi Norður-Atlantshafsráðsins sem verður haldinn í nóvember nk. Viðræðurnar em taldar byggðar á þeim gmnni sem var lagður í ágúst- byrjun á úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í New York. í frétt Aftenposten í gær var fullyrt að Norðmenn viðurkenni réttmæti þess að ESB fái síldar- kvóta í Smugunni. „Við höfum fall- ist á að gönguleiðir sfldarstofnsins Nokkrir starfsmenn hafa þegar hafíð vinnu hjá íslenska sjónvarp- inu hf. Úlfar Steindórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri en hann var áður fjármálastjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj- um. Þórarinn Ágústsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Samvers á Akureyri, hefur verið ráðinn tækni- stjóri og Laufey Guðjónsdóttir hef- ur verið ráðin dagskrárstjóri en hún vann áður hjá Ríkissjónvarpinu. Þá hefur Guðmundur Hannesson, fyrr- verandi starfsmaður Nýheija, verið ráðinn markaðsstjóri hins nýja fé- lags. Islenska sjónvarpið hf. hefur tek- ið húsnæði á leigu undir starfsemi sína í Húsi verslunarinnar. Gunnar segir að sjónvarpssendirinn verði staðsettur á einni af efstu hæðum hússins en önnur starfsemi verði á jarðhæð. hafa breyst og að við getum ekki stýrt veiðum upp á eigin spýtur,“ segir Olsen. Ætla að funda reglulega Fundurinn í Bmssel var haldinn fyrst og fremst í þeim tilgangi að Olsen og Bonino gætu skipst á skoðunum og kynnst betur. Olsen var ánægður að loknum fundinum, hrósaði Bonino fyrir dugnað og skilvirkni og sagði hana í samtali við Aftenposten hafa „norðurnorskt skapferli“. Þau urðu sammála um að halda fundi með fjögurra mán- aða millibili milli fulltrúa ESB og Noregs, þar sem sjávarútvegsmál verða rædd. ÞEIR eru ekki teknir út með sældinni eingöngu, vikurflutn- ingarnir. Þegar bíl Sigurðar Hallgrímssonar var ekið í beygju á leið til Þorlákshafnar í gær, með fullan pall af vikri, fór ekki betur en svo að stóllinn sem tengivagninn situr á gaf sig með Aðspurður hvort ástæða væri til að ætla að Norðmenn væru að við- urkenna rétt ESB til hlutdeildar í veiðunum, sagði Þorsteinn Pálsson: „Mér finnst þeir ganga býsna langt í þá átt. Ég tók mjög skýrt fram á Pétursborgarfundinum að ég útilok- aði ekki að nauðsynlegt væri að ræða við Evrópusambandið en í því fælist ekki með nokkrum hætti við- urkenning á rétti þeirra til þess að fá hlutdeild í veiðunum. Fréttir af þessum fundi og ekki síst það að Normenn skuli hafa tekið það upp að eigin frumkvæði, benda til þess að þeir séu að gefa Evrópusam- bandinu til kynna að þeir eigi rétt á veiðikvóta og ég verð þá að líta svo á að sá hugsanlegi kvóti skerði hlut Norðmanna þegar endanlega verður um þetta samið en ekki hinna strandríkjanna," sagði sjáv- arútvegsráðherra. þeim afleiðingum að vagninn valt á hliðina. Þetta er í annað sinn sem Sigurður verður fyrir þessu því fyrr í sumar gaf stóll- inn sig þegar verið var að sturta vikrinum af pallinum. í þeirri sömu viku brotnuðu vagnar af tveimur öðrum bilum. Ákærðir fyrir nauðgun TVEIR skipveijar á togaranum Atl- antic Prinsess hafa verið ákærðir fyrir að hafa nauðgað tveimur ís- lenskum konum um borð í skipinu, þegar það lá í Hafnarfjarðarhöfn um miðjan júní. Sautján skipveijar sam- þykktu að blóðsýni úr þeim færu til DNA-rannsóknar í Noregi og voru þau borin saman við sýni sem fyrir lágu. Mennirnir hafa setið í gæslu- varðhaldi frá miðjum ágúst. ----» ♦ «--- Skipulags- stjóri fellst á lagningu Fljótsdalslínu SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða lagningu Fljóts- dalslínu 1 frá Fljótsdalsvirkjun að Veggjafelli norðan Herðubreiðar- fjalla. Skipulagsstjóri leggur þó fram skilyrði við samþykki sínu, m.a. það að samráð' verði haft við Náttúru- vemdarráð um endanlega staðsetn- ingu mastra. Kári Kristjánsson, land- vörður í Herðubreiðarlindum, segir niðurstöðu skipulagsstjóra dapur- lega. ----» ♦ ♦--- Kýlapest í laxi úr Hellisá KÝLAPEST hefur greinzt í einum laxi úr Hellisá í V-Skaftafellssýslu að því er Brynjólfur Sandholt yfír- dýralæknir staðfesti opinberlega í gær. Yfirdýralæknir sagði að á fundi í gær vegna kýlaveikinnar í Elliðaán- um hefði verið ákveðið að funda aft- ur eftir u.þ.b. tíu daga. ----♦ ♦ ♦--- Ákærður fyrir þjófnað á Söru EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur ákært Frakkann Mathieu Morverand fyrir að hafa tekið seglskútuna Söru ófijálsri hendi úr Reykjavíkurhöfn, í þeim tilgangi að fara með hana til Frakklands. íslenskir eigendur skútunnar höfðu ákveðið að falla frá kæru á hendur Morverand. Stjórn íslenska sjón- varpsins hf. kjörin Starfsemin verður í Húsi verslunarinnar I annað sinn sem stóllinn gefur sig Almenn óánægja á aðalfundi sauðfjárbænda með drögin að búvörusamningi Framleiðsluréttur frá smærri búum til stærri MIKILLAR óánægju gætti meðal fundarmanna á aðalfundi Lands- samtaka sauðfjárbænda á Brúarási í gær með drög að sauðfjárhluta búvörusamnings sem Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, kynnti á fundinum, en samkomulag náðist um drögin á fundi viðræðu- nefndar ríkisins og bænda í fyrra- kvöld. Hugmyndir um að færa fram- leiðslurétt frá smærri búum til þeirra stærri vöktu sérstaklega hörð við- brögð fundarmanna og einnig hug- myndir um að svipta bændur 70 ára og eldri beingreiðslum. Helstu atriðin í samningsdrögun- um eru þau að verðlagning kinda- kjöts verði gefín fijáls, þ.e. verð til framlejðenda, heildsöluverðlagning og sláturkostnaður, og framleiðend- ur beri sameiginlega ábyrgð á því kjöti sem áætlað er að fari í útflutn- ing. Innlegg og afurðauppgjör verði óháð greiðslumarki og hver einstak- ur framleiðandi fái greitt að magni til fyrir innanlandssölu og útflutning í hlutfalli við heildarskiptingu sem sameiginlegt markaðsráð bænda ákveður. Gert er ráð fyrir að bein- greiðslur til bænda verði ein heildar- greiðsla, 1.480 milljónir króna á ári, en beingreiðslurnar nema samtals 1.637 milljónum króna í ár. Fjárhæð- in á að greiðast út til framleiðenda í hlutfalli við greiðslumark hvers og eins eftir að uppkaup, tilfærsla og endurúthlutun greiðslumarks hefur farið fram. 5.500 krónur fyrir fargaða á Ekki verða greiddar beingreiðslur til framleiðenda sem orðnir eru 70 ára, en ef viðkomandi hættir fram- leiðslu 70 ára getur hann fengið bætur samsvarandi beingreiðslum í tvö ár. Ef hann þiggur slíkar bætur má hann ekki hefja neina kjötfram- leiðslu aftur á jörðinni ef um hreint sauðfjárbú hefur verið að ræða, en ef blandað bú hættir sauðfjárfram- leiðslu má ekki hefja þar aftur fram- leiðslu á sauðfjárafurðum. Til að ná fram þeirri hagræðingu í sauðfjárframleiðslunni sem nauð- synleg þykir vegna sölusamdráttar er gert ráð fyrir því í samningsdrög- unum að framleiðendum verði gert tilboð um að kaupa af þeim fram- leiðslurétt fyrir 1. maí á næsta ári. Greiddar yrðu 5.500 krónur fyrir hveija á sem fargað yrði og fengju framleiðendurnir greiddar óskertar beingreiðslur í tvö ár að auki. Greiðslumarki, sem ríkið myndi kaupa á þennan hátt, yrði síðan út- hlutað til framleiðenda þannig að þeir sem eru með á bilinu 201-450 ærgildi fengju allt að 12% aukningu greiðslumarks, en þeir sem eru með minna en 200 ærgildu fengju minna, eða allt niður í 3% til þeirra sem eru með 170-180 ærgildi. Vilja 2,7 milljarða á ári Til þess að ná markmiðum samn- ingsins er gert ráð fyrir að stofnað- ur verði sjóður með það verkefni á samningstímanum að gefa framleið- endum tækifæri til að skila inn bein- greiðslurétti en í staðinn takast á við önnur hagnýt verkefni á sviði umhverfis-, landgræðslu og skóg- ræktarmála. Færi sérstakt fjármagn til verkefnisins svo hægt yrði að úthluta beingreiðslurétti til annarra framleiðenda. Náist ekki markmið samningsins með ofangreindum aðgerðum og til- færslum er gert ráð fyrir að tekið yrði jafnmikið greiðslumark af öllum framleiðendum. í samningsdrögun- um er ekkert tekið á því hvernig ráðstafa eigi kindakjötsbirgðum, sem nú er rúmlega 2.000 tonn, og hvernig fara eigi með vaxta- og geymslukostnað, én í máli Ara Teits- sonar kom fram að þessi mál eru enn óútkljáð í samninganefndinni um nýjan búvörusamning. Hann sagði að í viðræðum bænda og ríkis- ins hefðu bændur lagt áherslu á að fá áfram árlegan 2,7 milljarða króna stuðning við sauðfjárræktina líkt og í ár, en fulltrúar ríkisins hefðu enn sem komið er hvorki neitað þeirri málaleitan eða samþykkt. Álit fundarins haft að leiðarljósi Eftir að fundarmönnum á aðal- fundi Landssamtaka sauðfjárbænda höfðu verið kynnt samningsdrögin létu margir þeirra í ljós andúð sína á þeim og voru þau jafnvel kölluð fáránleg og út í hött. Bent var á að markmið um hagræðingu hefðu til þessa aldrei náðst með uppkaupum á framleiðslurétti og lítil von til þess að eitthvað annað yrði upp á ten- ingnum núna. Þá væri með drögun- um verið að verðlauna þá sem selt hefðu greiðslumark og framleiddu enn kindakjöt. Ari Teitsson lagði áherslu á að samningsdrögin væru leið til að að- laga sauðfjárframleiðsluna að breyttu rekstrarumhverfi og sagði hann afgreiðslu aðalfundar Lands- samtaka sauðfjárbænda á málinu ráða úrslitum um hvert framhald þess yrði, því hún yrði höfð að leið- arljósi í framhaldi samningavið- ræðnanna við ríkisvaldið. ■ Lækka þarf kostnað /6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.