Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 FRÉTTIR Skipbrotsmaður kleif brattan hamravegg í svarta myrkri Ég átti bara einn kost „ÉG ÁTTI bara einn kost, ég varð að gera þetta,“ segir Hafsteinn Jónsson, fimmtugur sjómaður frá Stokkseyri, sem kleif snarbrattan hamravegg í þreifandi myrkri eft- ir að bátur hans strandaði undir klettunum við Hafnarnes rétt vest- an Þorlákshafnar snemma í fyrri- nótt. Bátur Hafsteins brotnaði í spón á klettunum. Þegar báturinn strandaði, var suðaustan kaldi og bræla. Haf- steinn átti um hálfa sjómílu ófama í höfn, þegar færi úr netadræsu festist í skrúfu bátsins. Hafsteinn náði að losa úr skrúfunni en vélin vildi ekki í gang aftur. Hann fór því niður í vélarrúm og var þar staddur þegar mikið högg kom á bátinn. Þá var klukkan á milli eitt og hálftvö. Hann fór upp, hringdi í eiginkonu sína og baðhana um að kalla eftir aðstoð. „Ég mundi engin önnur símanúmer og mínútu eftir að ég talaði við hana fór sím- inn úr sambandi," segir Hafsteinn. Á hárréttu augnabliki Á meðan riðu brot yfir bátinn og sjórinn náði Hafsteini orðið i mitti. „Ég sá að ég varð að láta mig vaða og þegar næsta brot reið yfir kastaði ég mér með,“ segir hann og bætir við að hann hafi hent sér á hárréttu augna- bliki því aldan hefði borið hann að landi og hann ekkert þurft að hafa fyrir því. Hann náði taki á steini en sterkt útsogið náði hon- um út aftur - en þó ekki langt. Hann komst síðan að hamra- veggnum með þá hugsun eina í kollinum að koma sér undan sjón- um. Hafsteinn segist hafa gert sér grein fyrir að hann ætti ekki ann- ars úrkosta en að klífa klettinn en hann hafi ekki séð handa sinna skil og ekki haft hugmynd um hvar hann var eða hve hár klettur- inn var. Hann hafi þurft að feta HAFSTEINN veit ekki nákvæmlega hvar hann kleif hamravegg- inn en eins og sést á myndinni eru klettarnir hrikalegfir. BÁTUR Hafsteins var tæp- lega sex tonna plastbátur, smíðaður á Stokkseyri árið 1992. Maðurinn um borð er ekki Hafsteinn Jónsson. sig upp og leita að hverju einasta taki og það hafi verið ipjög erfitt. Hafsteinn gerir sér enga grein fyrir hversu langan tíma það tók að klifra upp en er hann hafi loks- ins séð brúnina hafi hann fengið aukakraft. Þegar upp kom lagðist hann niður, blautur, kaldur og úrvinda, og hvíldi sig í einhveija stund en hve lengi vissi hann ekki. Hann gekk síðan af stað í átt að Þorláks- höfn og gaf sig fram rúmlega þrjú um nóttina. Hafsteinn segist allur lurkum laminn, með skrámur og mjög þreyttur eftir svaðilfarir nætur- innar en að hann hafi ekki þurft að leita læknis. Honum finnst Iík- legt að þetta hafi verið síðasta sjóferðin sín, hann hafi stundað sjóinn frá því hann var unglingur og nú sé komið nóg. Sendir bátsins fór í gang síðar um nóttina og hafa menn frá Slysavamardeildarinnar Mann- bjargar í Þorlákshöfn leitað ár- angurslaust að honum. MORGUNBLAÐIÐ Opinber rannsókn á grálúðulöndun- inni í Þorlákshöfn Höfum ekkert ólögmætt aðhafzt, segir starfsmaður Skipaþjónustu Suðurlands FISKISTOFA hefur nú óskað þess við Rannsóknarlögreglu ríksins að opinber rannsókn fari fram hið bráðasta á þætti allra hlutaðeigendi aðila í máli erlenda togarans Glen Rose I. Talið er að hann hafi með ólöglegum hætti landað afla sínum, mest grálúðu, hérlendis til sölu og vinnslu. Afrit af beiðni þessari hef- ur einnig verið sent sýslumönnum á þeim stöðum, sem fiskurinn var tekinn til vinnslu. Skipaþjónusta Suðurlands var umbjóðandi skipsins hérlendis og telja starfsmenn henn- ar sig ekkert ólöglegt hafa aðhafzt. Skipið hafi verið tollskoðað við kom- una til landsins og engar athuga- semdir verið gerðar við grálúðu þess. Forsaga þessa máls er sú, að síð- astliðinn miðvikudag landaði togar- inn Glen Rose I. grálúðu í Þorláks- höfn. Með umboð fyrir togarann fer Skipaþjónusta Suðurlands, en Fisk- markaður Þorlákshafnar sá um sölu aflans. Kaupendur fisksins voru Bylgjan hf. í Ólafsvík, Meleyri hf. á Hvammstanga og Eitill hf. í Njarðvík. Grálúðan sameiginlegur stofn Samkvæmt lögum um rétt til veiða í efnahagslögsögu ísiands er erlendum skipum ekki heimilt að landa afla og selja í íslenzkum höfn- um, þegar um er að ræða veiðar úr ■ sameiginlegum nytjastofnum, sem veiðast bæði utan og innan íslenzkrar lögsögu, hafi íslenzk stjómvöld ekki gert samning um nýtingu viðkomandi stofns við stjórnvöld hlutaðeigendi ríkis. Sjáv- arútvegsráðauneytinu er þó heimilt að víkja frá því banni, þegar sér- staklega stendur á. Tilkynningaskyldu ekki sinnt „í máli þessu var ekki leitað eft- ir leyfi ráðuneytisins til löndunar, en hins vegar bendir allt til þess að um sé að ræða afla úr sameigin- legum stofni, sem ekki hefur verið samið um nýtingu á. Auk þess ligg- ur fyrir að skipstjóri hins erlenda veiðiskips sinnti ekki tilkynninga- skyldu til Landhelgisgæzlunnar. Því er álitið að þessi afli sé kominn inn í landið með ólögmætum hætti og tilvist hans í landinu því ólögmæt," segir meðal annars bréfi Fiskistofu til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þess er því óskað að opinber rannsókn fari fram hið bráðasta á þætti allra hlutaðeigendi aðila í þessu máli, kaupenda aflans, Fisk- markaði Þorlákshafnar, Skipaþjón- ustu Suðurlands og skipstjórans á Glen Rose I. og að réttir aðilar verði látnir sæta ábyrgð lögum sam- kvæmt. Engin athugasemd við tollskoðun skipsins Guðmundur Gunnarsson, starfs- maður Skipaþjónustu Suðurlands, segir að fyrirtækið hafi ekkert framið ólöglegt. Engu hefði verið leynt og öll tilskilin leyfí fengin hjá tollyfírvöldum. „Það var byrjað að bjóða þessa lúðu á fiskmarkaðnum hérna nokkru áður en skipið kom til hafnar og öllum var Ijóst að þar var um að ræða erlent skip, sem var að bjóða grálúðu til sölu. Við fengum síðan þær upplýsingar frá tollyfirvöldum að ekkert væri því til fyrirstöðu að skipið kæmi til Þorlákshafnar og landaði grálúð- unni til sölu hér. Skipið var tollskoð- að við komuna og engar athuga- semdir gerðar. Mér fínnst það held- ur seint að rjúka svo upp þegar búið er að selja fiskinn og á að fara að vinna hann. Hvort skipstjór- inn hafi ekki tilkynnt sig inn í land- helgina gátum við ekkert vitað og varla í okkar verkahring að fylgjast með því,“ segir Guðmundur. Sparar 20-25 milljónir á ári Tindar hætta starfsemi eftir fjögurra ara starf Áfengismeöferð Landspítala endurskipulögð í sparnaöarskyni SÍÐASTI starfsdagur meðferðarheimilisins Tinda á Kjalamesi var í gær en til að leysa úr brýnni þörf hefur verið ákveðið að stofna dagdeild Tinda, jafnframt því sem búið er að gera samstarfssamning við geðdeild Landspít- ala um unglingameðferð. Tindar hófu rekstur í byrjun árs 1991 í tilraunaskyni til 3 ára og var veitt tæplega 70 milljónum króna á þá- virði til að kaupa húsakost og gera endurbæt- ur. Talið er að spamaður sá sem næst með lokun Tinda nemi 20-25 milljónum króna, sem er helmingssparnaður miðað við árlegan rekstrarkostnað. Einnig á að sameina þrjár meðferðardeildir unglinga undir eitt þak, sem talið er stuðla að alls 37-40 milljóna króna spamaði á ári. Auk Tinda á meðferðarstöðin í Efstasundi 86 og meðferðarheimilið Sólheim- um 7 að sameinast í meðferðarheimili fyrir unglinga í Grafarvogi sem nú er í byggingu. Þar eiga að vera 8-10 föst rými og 2-4 neyðarvistunarrými. Gera menn sér vonir um að hægt verði að taka heimilið í gagnið næsta sumar. Áætlaður kostnaður við það nemur 80 milljónum króna og hefur byggingin feng- ið úthlutað 30 milljónum króna á fjárlögum, en afganginn af kostnaði á að ná fram með sölu húsnæðis áðumefndra deilda. Óhóflegur kostnaður Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnavemd- arstofu, leggur áherslu á að ákvörðun um að loka Tindum hafí verið tekin að vel ígrunduðu máli. Hann segir árlegan rekstrarkostnaður Tinda hafa verið á bilinu 49,2 til 59,8 milljón- ir króna á föstu verðlagi ársins í ár. Áætlað- ur kostnaður á legudag það sem af er þessu ári er 24,3 þúsund krónur, sem er að sögn Braga þrisvar til_ §'ómm sinnum dýrara en hjá sjúkrastöð SÁA á Vogi vegna legudaga 15-19 ára vistmanna og sex til sjö sinnum dýrara en á meðferðarheimilunum að Staðar- felli og á Vík, sem er næsta hús við Tinda. Meginskýringin á þessum mismun sé slök nýting sem valdi óhóflegum kostnað á legu- dag. „Unglingameðferð á að vera dýrari en meðferð fullorðinna, en þó em takmörk fyrir öllu,“ segir Bragi.. Kostnaður við Tinda, um 50 milljónir á ári, er mikill og lætur nærri að það sé um 20% af heildarframlögum ríkis- ins til barnaverndarmála. Alls innrituðust 189 einstaklingar í með- ferð á Tindum þau fjögur ár og átta mánuði sem heimilið starfaði. Afleit nýting oftar Bragi segir óumdeilanlegt að aðsókn að Tindum hafí verið slök mestan hluta starfs- tímans, en hún hafi þó verið mjög breytileg milli mánaða. Einstaka mánuði hafí nýting verið mjög góð, eða 8-10 að meðaltali, en farið aðra mánuði niður í 2-3 einstaklinga. Þeim mánuðum, sem nýting hefur verið af- leit, hefur farið fjölgandi undanfarin misseri, að sögn Braga. Þannig hafí nýting verið inn- an við fímm einstaklingar að meðaltali í fimm mánuði á síðustu tólf mánuðum. „Það liggur í augum uppi að stofnunin er ekíri starfhæf þegar þetta ástand skapast. Meðferðin byggir á hóplækningum á ungum vímuefnaneytendum, 13-18 ára, og þegar hópurinn er jafnrýr og raun ber vitni skortir forsendur fyrir inntaki meðferðarinnar. Þann- ig má færa rök fyrir því að stofnunin hafí tæplega verið vel starfhæf nema rúmlega helming tímans sl. 12 mánuði," segir Bragi. „Þó hefur meðferðin á Tindum tvímælalaust borið góðan árangur." Hann segir skýringar á slakri aðsókn ekki fyrirliggjandi. Hugsanlega hafi menn ofmetið þörfína fyrir meðferð hjá yngsta aldurshópn- um en þó kunm aukin aðsókn ungmenna eft- ir þjónustu SÁÁ og áfengisdeildar Landspít- ala að skýra þessa þróun að einhveiju leyti. í fyrra hafí innlagnir ungmenna á aldrinum 15-17 ára verið 68 talsins hjá SÁÁ en innlagn- ir ungmenna á aldrinum 13-18 ára verið 66 talsins á Tindum. v Dagdeild stofnuð Stærsta áhyggjuefnið að, sögn Braga, er hvernig hægt sé að veita unglingum undir 16 ára aldri viðhlítandi þjónustu eftir lokun Tinda og til þess að koma til móts við þá hafí verið ákveðið að setja á stofn dagdeild Tinda. Hefur starfseminni verið fundið hús- næði til bráðabirgða í kjallara Suðurgötu 22, þar til nýtt húsnæði fínnst. Þar verður boðið upp á samskonar meðferð og verið hefur ver- ið lýði á Kjalamesi, alls 30 tíma meðferðadag- skrá alla virka daga og eitt kvöld í viku. Einn- ig hefur verið gerður samningur milli Barna- verndarstofu og geðdeildar Landspítala, þess efnis að hún hafi á boðstólum sérstaka dag- skrá fyrir unglinga á aldrinum 16-18 ára. Óttar Guðmundsson, læknir á áfengisdeild Landspítala, segir ljóst að öll áfengismeðferð á vegum sjúkrahússins verði endurskipulögð og t.d. verði meðferðaheimilið að Vífílsstöðum lagt niður í núverandi mynd og starfsemin flutt að Flókagötu 29 og 31, þar sem verði lítið sjúkrahótel en aðaláherslan verði lögð á meðferð á göngudagdeild. Breytingar þessar á Ríkisspítölum séu að mörgu leyti aðlögun að hugmyndum ríkisvaldsins um sparnað, en einnig í samræmi við þróun á þessu sviði. Meðferð fyrir spilafíkla „Meðhöndla á fleiri einstaklinga en gert hefur verið fyrir mun minna fé,“ segir Óttar. „Við verðum með meðferðabraut fyrir yngri einstaklinga og fleiri meðferðarúrræði sem miðuð eru við undirhópa af ýmsum toga, svo sem spilafíkla." Hann segir óljóst hversu mikil hagræðing náist fram við þessar aðgerðir, en markmiðið sé að spara 10-15 milljónir króna á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.